Morgunblaðið - 21.05.2015, Page 20

Morgunblaðið - 21.05.2015, Page 20
20 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 ✝ Ragnar varfæddur í Nes- kaupstað 17.9. 1929. Hann lést á Höfða, Akranesi, 3.5. 2015. Foreldrar hans voru Gunnar Kr. Sæmundsson, klæð- skeri, f. 1901, d. 1971, og Rósa G. Kristjánsdóttir, saumakona, f. 1904, d. 1983. Systkini: Knútur Krist- ján, bólstrari, f. 1930, d. 2005, maki Kristín Ó. Marinósdóttir, f. 1934, d. 2006, og Erna, líf- eindafr, f. 1946, gift Þórði Ás Júlíussyni, f. 1944. Ragnar kvæntist 31.12. 1952 Veru Aðalbjörnsdóttur, stm. mötuneytis RÚV, f. 3.9. 1934. Þau skildu. Afkomendur: 1) Ragnheiður, handverkskona, f. 25.6. 1953, var gift Ólafi Árna- syni, f. 1952. Synir: a) Davíð Ragnheiðarson, f. 1970, d. 1971, b) Árni Pétur, háseti, f. 1976, d. 2001, c) Ragnar Már, háseti, f. 1979, d. 1999. 2) Rósa, garð- yrkjufr., f. 13.12. 1954, gift Sig- urði V. Sigurðssyni, myndlist- armanni, f. 1958. Börn: a) Sig- rún Sía Ingvarsdóttir, hönnuður, f. 1976, sonur i) Lúk- as Örn Ómarsson, f. 2008. b) Daníel, forritari, f. 1989, kvænt- V. Sigurjónssyni, lækni, f. 1944, sonur a) Sigurjón, f. 1993. Lilja er gift Ívari A. Rudolfssyni, hagfr., f. 1963, börn b) Sólveig Vera, f. 1998, c) Gunnar Jarl, f. 2001. Seinni kona Ragnars var Petra Jónsdóttir frá Siglufirði, lengst af stm. á Höfða, f. 25.3. 1931. Ragnar fluttist ungur frá Neskaupstað og ólst upp í Stykkishólmi til 12 ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan til Reykja- víkur og bjó Ragnar þar fram á fullorðinsár. Í Reykjavík lærði hann ljósmyndun, vann við upp- skipun, hjá Rafmagnsveitunni, Borgarverkfræðingi, stofnaði svo og rak vöruflutningafyr- irtæki. Síðar hænsnabóndi á Reykjavöllum, Mosfellssveit. Eftir skilnað við Veru flutti hann á Akranes og lærði skipa- smíðar, vann við það hjá Þor- geiri og Ellert. Ragnar starfaði á rannsóknarstofu á Akranesi til starfsloka. Ragnar hafði ástríðufull áhugamál og líf hans markaðað- ist þó nokkuð af þeim. Ragnar var virkur í pólitík frá unga aldri. Hestamennsku stundaði hann af miklum áhuga, hrossa- rækt og tamningar en helst hestaferðir. Segja má að hann hafi verið frumkvöðull í hesta- ferðum með „trúss“-bílum og -hestum. Önnur áhugamál voru sagnfræði, bókmenntir, listir og ferðalög. Ragnar var réttsýnn og barngóður. Útför verður frá Akra- neskirkju í dag, 21. maí 2015, kl. 14. ur Jóhönnu Ton- gad, f. 1990, og c) Edda, tamning- armaður, f. 1990, unnusti Guð- mundur V. Haf- steinsson, vélstjóri, f. 1988. 3) Björn, áfengisráðgjafi, f. 25.1. 1958, var kvæntur Hönnu F. Jóhannsdóttur, f. 1960, þau skildu. Barn þeirra a) Katrín Ósk, textílkennari, f. 1979, maki Jó- hann M. Jóhannsson, kvikmyndagerðarmaður, dóttir i) Ylfa, f. 2015. Björn er kvæntur Þuríði Þórðardóttur, versl- unarkonu, f. 1965, sonur b) Ás- þór T. Steinþórsson, véla- verkfr., f. 1988. 4) Gunnar, ráðgjafi, f. 20.6. 1959, var kvæntur Bente Gamst, f. 1958, þau skildu, börn a) Alexander, f. 1987, b) Fanney, nemi, f. 1989. 5) Elísabet, leikskólakennari, f. 23.11. 1960, var gift Guðna Ö. Jónssyni, f. 1958. Börn a) Guðný, rafeindavirki, f. 1980, b) Arna, bréfberi, f. 1989, c) Jón Ragnar, stm. vélaverkstæðis, f. 1991, unnusta Konný B. Jónasd., nemi, f. 1993. Elísabet er gift Jóhanni Jóhannssyni, verkamanni, f. 1958. 6) Lilja, tannfr., f. 14.4. 1963. Var í sambúð með Sigurði Elsku pabbi minn. Fyrstu minningar æsku minnar eru þeg- ar ég var að stjákla í kringum þig þegar þú varst að vinna á Reykja- völlum þar sem við áttum heima. Ég elti þig á röndum og horfði á þig vinna, hvort sem það var að sinna hænunum, sjóða ofan í þær fiskimjölið, grafa grunn að fóður- geymslunni, hræra steypu eða tína eggin. Síðan var gaman að fylgjast með litlu ungunum klekj- ast út í útungunarvélinni og mitt fyrsta embætti var að gefa ung- unum í neðsta búrinu. Þú leyfðir mér alltaf að vera í kringum þig og hafðir gaman af, ég fékk að nota verkfærin, æfa mig að saga, bora með handbor, negla og þess hátt- ar. Okkur Lilju kallaðir þú hlát- urfuglana þína og tókst okkur oft í fangið, hlýjaðir okkur þegar við komum inn úr kuldanum og kysst- ir á bágtið þegar við meiddum okkur. Þú skammaðir okkur aldr- ei nokkurn tímann en bentir okk- ur á að það væri ljótt að skilja út- undan og að við krakkarnir ættum að vera góð saman og ekki vera að stríða hvert öðru. Þessi tími er bjartur í minningunni. Svo kom að því að þið mamma skilduð og þú fluttir í burtu með hestana og við höfðum ekki samband við þig í nokkurn tíma. En eftir að þú komst þér fyrir uppi á Akranesi, fórum við Lilja stundum í heim- sóknir til þín og ömmu og síðar einnig til ykkar Petru. Það sem mér finnst markverðast í þínu fari er hve ljúfur þú varst og hlýr við mig og mína alla tíð. Það var sama hvað hafði drifið á daga mína og sama hvað hafði gengið á, alltaf tókstu á móti mér gagnrýnislaust og af ást, fyrir það ber að þakka. Eftir að ég varð fullorðin og eign- aðist heimili og börnin, komuð þið Petra oft í heimsóknir þar sem þú naust þess að hitta krakkana, borða með okkur góðan mat og ekki sakaði að dreypa á víni með. Þá gast þú talað um alla heima og geima, oft langt fram á nótt. Svo lengi lærir sem lifir og ég sé það núna þegar ég lít til baka á þann hluta ævi þinnar sem ég þekkti að í þér bjuggu andstæður. Annars vegar baráttumaðurinn sem vildi ná fram jöfnuði og réttlæti öllum til handa og svo hins vegar frið- arsinninn sem vildi láta kyrrt liggja, en í okkur flestum eru ein- hverjar mótsagnir og það sem þú hefur kennt mér og ég vil leitast að hafa að leiðarljósi er að vera ekki að dæma fólk, taka viljann fyrir verkið og vera bara umfram allt góð hvert við annað. Með þökk fyrir allt, þín dóttir Elísabet (Lísa). Jæja, pabbi minn, þá er komið að því. Eins og þú hefðir orðað það „það er til siðs að segja nokkur orð við svona tækifæri“. Maður veit ekki hvað segja skal en samt renn- ur svo margt í gegnum hugann. Við áttum góðar og slæmar stund- ir og oft hangir maður í þeim verri, því maður er ósáttur við að ekki tókst að afgreiða allt. Samt sem áður held ég að við höfum verið löngu búnir að taka umræðuna faðir og sonur. Og hvað situr þá eftir, pabbi minn? Jú, ætli það séu ekki minningar úr ferðalögum eða þegar við vorum lítil og þú varst að hnoða okkur og fljúgast á við okkur. Einu sinni var ég útá túni og var að slá með orfi með misjöfnum árangri og þá sagði Snorri á Eyr- arhvammi, æskuvinur minn: „Þú ert alltaf að, jafn iðinn og hann pabbi þinn“, og það ert soldið þú, pabbi, alltaf að brasa eitthvað. Það var þess vegna sem mér fannst erfitt að horfa uppá þegar þú fórst að eldast það var eins og þú hefðir „hætt“ en kannski gastu ekki meir enda skrokkurinn orðinn slitinn og þú verkjaður af streði lífsins. En minningin yljar eins og þegar þú fórst með okkur Gunna bróður til Stykkishólms á æskustöðvarn- ar þínar og varst að sýna okkur hvar þið Kiddi lékuð ykkur og háðuð ykkar orrustur í fjörunni. Þú vildir endilega taka með stóra gúmmíbátinn sem ég hafði keypt fyrir sumarlaunin. Þetta var 26 manna björgunarbátur úr flugvél og var hringlaga með þaki, á stærð við rómverskt hringleika- hús með 3 m radíus. Við eyddum þremur tímum í að blása helv… upp. Við lágum sinn hvorum meg- in á blástursgötunum og blésum og blésum, þú hvattir okkur áfram að blása þangað til að leið yfir okk- ur aftur og aftur og loftið streymdi út á meðan en þú hélst áfram hin- um megin og gafst aldrei upp. Túristarnir voru farnir að vor- kenna okkur og buðust til að lána okkur pumpur en þú afþakkaðir, þær eru svo seinvirkar, lungun voru miklu betri. En þetta hafðist að lokum og við sváfum á upp- blásnu gólfinu. Seinna notuðum við bátinn fyrir sundlaug. Mörg önnur minningabrot skjótast fram, eins og þegar ég var smá- stubbur og við gengum yfir í Helgadal og þú labbaðir svo hratt að ég hljóp allan tímann, eða þegar þú settir mig á gólfið í Skodanum til að smygla mér að heiman þegar þú fórst eggjaferðirnar. Þú kennd- ir mér líka að slást við Dónald og að smíða og svo margt annað. Stundum hefur mér verið líkt við þig. Ég var ekki alltaf ánægður með það. En þú kenndir mér að vera iðinn og vinnusamur. Ef ég kunni ekki þá bara læra það og klára málið. Það er dásamlegt að sjá þessa eiginleika erfast til barnabarna. Þau eru drífandi og dugleg, þú getur verið stoltur af þeim. Það var erfitt að fá þig til að þrasa um trúmál, samt trúi ég að þú sért á góðum stað með Golu, Trausta, Hregg, Skruggu og öllu hestastóðinu. Það var fátt sem gladdi þig eins hestarnir. Einu sinni áttum við næturlangt spjall þegar þú varst illa fyrirkallaður og þá sagðist þú vera mesta grenju- skjóðan. Núna er komið að mér, pabbi minn, að vera mesta grenju- skjóðan og syrgja. Blessuð sé minning þín. Þakka þér fyrir allt og að hafa verið ná- kvæmlega þú, „pabbi minn“. Björn Ragnarsson. Fyrsta minning mín um pabba var þegar hann hélt á mér og spurði alla hvað ég væri fín. Ég man að ég var hátt uppi. Pabbi var um 184 cm á hæð og þótti það býsna hávaxið í þá daga. Hann var alltaf reffilegur og hress. Talaði mikið og hafði áhuga á nærri hverju sem er, þó aðallega hest- unum sem honum þótti vera óþrjótandi brunnur umræðuefnis. Hann bjó síðustu 45 árin á Akra- nesi og hringdi oft í okkur krakk- ana. Þá tóku þessi símtöl svo lang- an tíma að eyrun ofhitnuðu. Var okkur systkinunum nokkuð brugð- ið þegar þessum símtölum fór að fækka. Þá vissi maður að lífsorkan fór þverrandi. Síðustu árin voru honum og Petru erfið, hann var heilsulítill og síðastliðið sumar lærbrotnaði hann, og var lengi á sjúkrahúsi Akraness. Hann lést á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, sem hann var nýfluttur á. Við systkinin viljum þakka starfsfólki sjúkra- hússins og Höfða alla umönnunina. Nú kveð ég þennan stórbrotna föður minn með þessum söng sem ég þekki: Engan sinn vin Guð yfirgefur þann sem armur dauðans tekur. Í minni sér Guð sífellt geymir hann; af svefni dauðans vekur. Sá sem upp þá rís, öðlast ef það kýs, eilíft líf í paradís. Rósa Ragnarsdóttir. Snemma eftir að við Rósa fór- um að vera saman tók hún mig til pabba síns, Ragnars og Petru. Mér fannst mikið til hans koma strax, bæði hversu hlýr hann var og ótrúlega fróður um margvís- legustu hluti. Þar fór maður sem margt hafði reynt. Saga Ragnars er áhugaverð, og samtvinnuð því sem var að gerast í samfélagi breytinga og framfara. Gaman var að sjá hversu eldheitur jafnaðarmaður hann var og þurfti sjaldan að bíða eftir öðru en fréttatímanum í útvarpinu til að skynja hvert hjarta hans lá. Heiðarleiki hans og réttsýni var af þeirri gerðinni að málamiðlun kom ekki til greina þótt það yrði dýrkeypt. – Og það varð honum dýrt. Ég las nýlega greinar þeirra fjögurra dagblaða sem gefin voru út vikurnar eftir að Ragnar hafði sinnt beiðni dómsmálaráðherra og orðið þar með eini gagnnjósnari Íslandssögunnar. Ýmsir muna eft- ir þegar hann kom upp um umleit- anir rússneskra sendiráðsmanna til að fá hann í sína þjónustu. Þarna varð nokkuð æsileg at- burðarás þar sem tveir lögreglu- þjónar voru faldir, beinlínis inn- réttaðir, í Morris-bílinn hans Ragnars áður en hann fór á stefnumót nærri Hafravatni. Ég áttaði mig á hvers vegna Ragnar harðneitaði að ræða þessa atburðarás, eftir að hafa lesið hvað gekk á víxl milli Morgunblaðsins og Þjóðviljans. Ég vona að fólk sjái í dag hversu óvægið og ótil- unnið vegið var. Nær væri að minnast hæfi- leikamannsins og eldhugans en að rifja upp sárindin sem hann sat uppi með fyrir hugrekki sem fáir hafa. Mér er ljúft að telja upp margvíslegt framtak Ragnars og uppfinningar. Hann stofnaði og rak vöruflutningamiðstöð sem varð brautryðjandi á marga vegu hér. Einnig setti hann á fót hænsnabú, þar sem hugkvæmni hans kom í ljós. Hann fékk hug- mynd að sjálfvirku fóðrunarkerfi með þrýstilofti, hannaði það ýtar- lega, lét smíða og setti upp. Mér skilst að blikksmiðjan hafi ekki stansað þar heldur framleitt bún- aðinn áfram fyrir ýmsa kjúklinga- bændur. Ragnar virtist ekki hafa af því áhyggjur. Þannig maður var hann. Hann lærði og lauk námi sem ljósmyndari ungur. Seinna lærði hann skipasmíðar á Akranesi. Ragnar var mjög klár maður og þrátt fyrir að hafa ekki numið efnaverkfræði starfaði hann um árabil sem rannsóknar- og eftir- litsmaður í rannsóknarstöð innan fiskiðnaðar, varðandi bræðslu til fiskimjöls og fleiri verkefna. Ragnar hafði mikla ánægju af hestaferðum, og fór gjarnan sjald- farna slóða um landið. Hann rann- sakaði og skipulagði af nákvæmni alla áfanga ferðanna áður en lagt var upp með fjölda hesta til reiðar. Ég gleymi ekki lýsingu hans á hversu gott væri að tjalda þar sem hægt er að komast í nógu djúpt vatn til að henda sér ofan í á morgnana, sápa sig hratt og skola svo kroppinn í ísköldu bergvatn- inu. Hann sagði að þá ætti sér eitt- hvað stað í líkamanum, einhvers konar innri bruni allan daginn, og því yrði manni ekkert kalt hvernig sem veðrið væri. Megi Ragnar njóta friðar í upp- risunni, og erfa landið sem skap- arinn lofar réttlátum mönnum í samræmi við sinn upphaflegan til- gang. Þar verða áhyggjulausar hestaferðir. Sigurður Valur Sigurðsson. Ragnar Guðni Gunnarsson  Fleiri minningargreinar um Ragnar Guðni Gunnars- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ég átti svo sem ekki von á því að fá svar frá þér, Sigurður, og því síður bjóst ég við því að þú yrð- ir mér sammála. Vegna þess að slík afstaða hefði í rauninni þýtt að þú hefðir fallist á það að þú værir með óeðlilegum hætti að hafa áhrif á félagsmenn Eflingar. Slíkt játning hefði nánast gert kosningarnar ómerkar. Ég og vonandi sem flestir félagsmenn Eflingar vitum hvað gengið hefur á í kjara- viðræðum undanfarnar vikur og mánuði. Staðan er vissu- lega erfið og ekki ætla ég að gera lítið úr því. Ég gerði mér jafnframt grein fyrir því að stjórn Efl- ingar og trúnaðarráð væri þeirrar skoðunar að beita þyrfti verkfallsvopninu til þess að ná fram þeim kröfum sem fram eru settar. Því ann- ars hefði ekki verið boðað til þessara kosninga. Þær skoðanir trufla mig ekki. Enda hverjum heimilt að hafa sínar skoðanir, byggð- ar á sinni lífssýn og reynslu. Grein mín síðastliðinn föstu- dag snerist ekki um eða átti í það minnsta ekki að snúast um hvaða skoðun þið í stjórn og trúnaðarráði hafið til boð- unar verkfalls. Og ekki heldur snerist hún um mína skoðun gagnvart verkfallsboðun. Greinin snerist fyrst og fremst um það, hvernig þið í stjórn og trúnaðarráði kusuð að leiðbeina fólki með því að sýna hvar „ábyrgir“ fé- lagsmenn ættu að setja sitt X á atkvæðaseðilinn. Með því tel ég og reyndar tugir manna og kvenna sem hafa haft sam- band við mig og hitt mig á förnum vegi, að þið hafið, með þessu háttalagi, verið að hafa óeðlileg áhrif á afstöðu fólks í þessum kosningum. Það sem kannski er athyglisvert við það allt saman er það, að hér er um að ræða fólk sem til- heyrir öllu hinu pólitíska lit- rófi og er á öllum aldri. Af- staða fólks til verkfalla skipti heldur engu máli hvað þetta varðar. Samhljóða álit allra var að þið hefðuð seilst full- langt inn á sjálfsákvörð- unarrétt fólks með þessum leiðbeiningum ykkar. Orð eins og ósvífni, frekja og yf- irgangur voru notuð af sumum þeirra er við mig hafa rætt. Ykkar af- staða kemur glöggt fram í bæklingnum sem fylgdi atkvæðaseðlinum og því raun- inni óþarfi og beinlínis verið að gera lítið úr sjálfsákvörð- unarrétti fólks með því að sýna því hvar það ætti að setja X-ið, vildi það sýna ábyrgð eins og þið kusuð að orða það. Nær hefði verið að höfða til ábyrgðar fólks með því að hvetja það til að nýta kosningarétt sinn. En láta það ógert að segja hvar „hinn ábyrgi félagsmaður“ ætti að setja sitt X. Enda er langur vegur frá því að skýra sína af- stöðu til málsins og það að benda á hvar „hið ábyrga X“ eigi að vera. Ég, eins og vonandi allir aðrir, vona að ekki komi til verkfalls, enda eru verkföll dauðans alvara. Hvort sem átt er við alvöru þeirra krafna er standa að baki verkfalls- boðuninni eða, og þá ekki síst, gagnvart stöðu margra að loknu löngu verkfalli. Hætt er við því að langvinnt verkfall, jafnvel þó ýtrustu kröfur nái fram að ganga, fari langt með að ganga frá eða gangi end- anlega frá efnahag margra þeirra fjölskyldna sem í verk- fallinu lenda. Þar á ég einmitt við þá sem verst standa og í raun er barist fyrir. Síðast en ekki síst hlýtur þó að mega spyrja hvort sjálfs- ákvörðunarréttur ein- staklingsins sé látinn mæta afgangi hjá Eflingu. Með allra bestu kveðjum sem fyrr. Sigurði Bessa- syni svarað Eftir Kristin Karl Brynj- arsson Kristinn Karl Brynjarsson »Ég, eins og vonandi allir aðrir, vona að ekki komi til verkfalls, enda eru verkföll dauðans alvara. Höfundur er félagi í Verka- lýðsfélaginu Eflingu. Hraðfréttir eru það ómerkilegar að ég teldi að sjónvarpið væri miklu betur sett með að sleppa þessum fréttum og hafa eitt- hvað annað huggulegra. Þeir sem ég hef heyrt tjá sig um þátt- inn segja hann á afskaplega lágu plani. Sjónvarpsáhorfandi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvak- andi@mbl.is Enn um hraðfréttir Hraðfréttir Þátturinn er umdeildur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.