Morgunblaðið - 21.05.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 21.05.2015, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015 Helgi M. Bergs,lektor í við-skiptafræði í Há- skólanum á Akureyri og fyrrverandi bæjarstjóri, er sjötugur í dag. Hann var bæjarstjóri á Akur- eyri 1976-86 og hefur kennt við Háskólann á Akureyri í 20 ár en fer núna á eftirlaun. Hann ólst upp í Reykjavík en fæddist í Kaupmannahöfn þar sem faðir hans, Helgi Bergs, verkfræðingur og bankastjóri, var í námi en móðir hans, Lis Bergs, var dönsk. Voru þau hjónin að fagna stríðslok- unum þegar Helgi Már fæddist. Hann komst svo í blöðin þegar hann varð yngsti Íslendingurinn til að fljúga yfir Atlants- hafið eftir stríðslok er fjölskyldan var á leið heim til Íslands stuttu síðar. Helgi varð viðskipta- fræðingur frá Háskóla Ís- lands og lauk M.Sc.-prófi frá Queen Mary College í Lundúnum 1974. Helgi hefur veitt lax í Skjálfandafljóti í um 30 ár og gengur til rjúpna og ef hann veiðir hana ekki þá útvegar hann hana í jólamatinn. Svo les hann mikið og þá helst ævisögur, bæði innlendar og erlendar eða góðar ís- lenskar skáldsögur. Hann er núna að lesa ritverk Tryggva Emils- sonar. Eiginkona Helga er Dóróthea Bergs, sérfræðingur í hjúkrun, sem starfar á endurhæfingardeildinni á Grensási. Börn þeirra eru Helgi Þór, Vilhjálmur og Þórdís Lilja. Helgi og Dóróthea eiga átta barnabörn. Helgi ætlar ekki að halda stórafmæli að þessu sinni en tekur á móti fjölskyldu og vinum sem vilja heilsa upp á hann á heimili hans í Reykjavík. Í Skjálfandafljóti Helgi með veiði á góðum degi í fyrrasumar. Bæjarstjóri og lektor á Akureyri Helgi Már Bergs er sjötugur í dag M jöll fæddist í Reykjavík 21.5. 1965 en ólst upp á Seltjarnarnesi: „Við áttum heima á Sæbrautinni en í minni æsku voru mun færri hús á Nesinu og enn nokkur sveitabýli þar. Við krakkarnir ólumst því upp við frelsi og víðáttu.“ Mjöll var í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lauk sveinsprófi í hárgreiðslu 1984 og öðlaðist meistararéttindi 1986. „Á unglingsárunum vann ég í Tékk kristal hjá yndislegu fólki, Erlu Vilhjálmsdóttur og Skúla Jó- hannessyni. Við Steinar heitinn, sonur þeirra, vorum mjög góðir vinir og auðvitað reddaði hann mér vinnu enda langaði mig alltaf að vinna innan um allan kristalinn. Þar vann ég svo með skólanum og fyrir öll jól.“ Matseld og hárgreiðsla í Noregi Mjöll vann á hárgreiðslustof- unni Kristu skamma hríð áður en þau hjónin fluttu til Noregs 1982. Þar varð eiginmaður hennar mat- reiðslumaður á Bolkesjo-hóteli: „Það var sveitahótel þar sem yf- irkokkurinn var Ib Wessman. Við Mjöll Daníelsdóttir hárgreiðslumeistari – 50 ára Veiðikonan Mjöll segist vera með veiðidellu á hæsta stigi. Hér landar hún myndarlaxi í einni af sínum veiðiferðum. Hárgreiðslumeistari af Nesinu með veiðidellu Stendur alltaf fyrir sínu Mjöll og Guðmundur keyptu Kaffivagninn 2013. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Nú færðu ab mjólk frá Mjólku í nýjum handhægum 1 lítra umbúðum. abmjólk í nýjum umbúðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.