Morgunblaðið - 21.05.2015, Qupperneq 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2015
Á dögunum voru opnuð neðarlega á
Manhattan-eyju í New York hin
nýju heimkynni Whitney-myndlist-
arsafnsins sem helgað er banda-
rískri list. Stjörnuarkitektinn Renzo
Piano hannaði bygginguna, sem
stendur í svokölluðu „kjötpökk-
unarhverfi“ sunnan við Chelsea-
galleríhverfið við Hudson-fljótið, og
styður safnbyggingin nýja við hinn
vinsæla High Line-garð sem er á af-
lögðum brautarteinum sem liggja
þar yfir götum og húsum. Gagnrýn-
endur hafa ausið bygginguna lofi og
segja í henni vera bestu sali fyrir
myndlist í New York, mögulega að
Metropolitan-safninu undanskildu.
Rótgróin menningarstofnun
Whitney-safnið var stofnað árið
1931 af Gertrude Vanderbilt Whit-
ney sérstaklega til að sýna myndlist
bandarískra listamanna. Til þessa
hefur safnið verið staðsett austar-
lega á Manhattan, frá árinu 1966 í
hinni frægu byggingu arkitektsins
Marcel Breuer á horni 75. götu og
Madison Avenue. Það er voldug og
nú friðuð steinsteypubygging og
hneyksluðust margir á því þegar til-
kynnt var að safnið hygðist stækka
við sig og þá sunnar á eynni. Því þótt
Whitney hafi ekki verið jafn vinsælt
safn meðal ferðamanna og Metropo-
litan og MoMA, þá er þetta rótgróin
og virt stofnun sem meðal annars
hýsir hin mikilvæga Whitney-
tvíæring, þar sem sjónum er beint
að því sem efst er á baugi í mynd-
sköpun fyrir vestan haf, að mati sýn-
ingarstjóranna hverju sinni.
Góð lending náðist þó í nýtingu
Breuer-byggingarinnar, í bili að
minnsta kosti, þegar Metropolitan-
safnið tók það á leigu fyrir sam-
tímadeild sína, á meðan hún er
endurhönnuð í aðalsafninu.
Miðjan skríður til
Í nýju safnbyggingunni eru hátt í
5.000 fermetrar lagðir undir sýning-
arsali og er lofthæðin afar góð í þeim
mörgum; þá er þar víðfeðmasti salur
í nokkru safni þar í landi. Og veitir
vart af því í safneigninni eru meira
en 21.000 málverk, skúlptúrar,
teikningar og verk í aðra miðla.
Michael Kimmelman, hinn kunni
gagnrýnandi The New York Times,
hyllir vel hannaða bygginguna og
tekur svo djúpt í árinni að segja að
með þessari djörfu staðsetningu hafi
miðja menningarlífs borgarinnar
skriðið til. Óhætt er að hvetja þá
sem leið eiga til New York að koma
við í þessari nýju myndlistarhöll.
efi@mbl.is
AFP
Reisulegt Nýbygging Whitney-safnsins í svokölluðu „kjötpökkunar“-hverfi neðarlega á Manhattan. Byggingin var
hönnuð af ítalska verðlaunaarkitektinum Renzo Piano og þar er sýnd bandarísk myndlist 20. og 21. aldar.
Whitney-safnið flutt
AFP
Rúmgott Gagnrýnendur hrósa salarkynnunum mjög. Hér er verkið „Walk,
Don’t Walk“ eftir George Segal, frá árinu 1976. Safnið á 21.000 verk.
AFP
Áhrifaríkt Safngestur virðir fyrir sér hið fræga málverk eftir Chuck Close
af tónskáldinu kunna Philip Glass. Þetta er lykilverk á ferli málarans.
AFP
Útsýni Af rúmgóðum svölum Whitney-safnsins nýja er gott útsýni yfir suð-
urhluta Manhattan og yfir Hudson-fljótið til byggða í New Jersey.
Gagnrýnendur lofa hönnun og staðsetningu nýja
Whitney-safnsins í New York sem Renzo Piano hannaði
Bandaríski gaman- og spjallþátta-
stjórnandinn David Letterman
stýrði í gærkvöldi í síðasta sinn
þættinum Late Show with David
Letterman í beinni útsendingu og
lauk þar 33 ára óslitinni vinnu við
gamanþætti sem áttu sér stað í
hjarta bandarísku þjóðarinnar. Og í
raun víðar, því fólk víða um heim
hefur notið þess að fylgjast með
gamanmálum Lettermans, sam-
tölum hans við stjörnur víða að og
tónlistaratriðunum sem ævinlega
enduðu þætti hans á kvöldin. Hann
hefur á þessum tíma þróað þetta
þáttaform á athyglisverðan hátt en
þó ekki án áfalla; til að mynda vildi
hann taka við Tonight Show af
Johnny Carson árið 1992, sem Jay
Leno fékk, og þá neyddist hann á
sínum tíma til að viðurkenna
framhjáhald með konum sem störf-
uðu við þáttinn.
Letterman er 68 ára gamall og
hefur stýrt 6.028 sjónvarsþáttum á
þessum áratugum. Síðustu daga
hafa stjörnur, sem margar hverjar
hafa verið reglulegir gestir í þátt-
unum, keppst við að lofa Letterman
og snöfurleg tök hans á þessu vin-
sæla sjónvarpsformi.
„Hann var hugmyndaríkari og
frumlegri með þetta form en nokk-
ur annar, fyrr eða síðar,“ segir
gamanleikarinn Jerry Seinfeld um
Letterman í The New York Times.
AFP
Höfðingjar Barack Obama Bandaríkjaforseti í sófanum hjá David Letter-
man fyrir sex árum, í þætti stjórnandans, Late Show with David Letterman.
Slökkt á ljósum Letter-
mans eftir 6.028 þætti
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fim 21/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Mið 10/6 kl. 19:00
Fös 22/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00
Mán 25/5 kl. 13:00 Ath kl
13
Fim 4/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00
Mið 27/5 kl. 19:00 Fös 5/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00
Fös 29/5 kl. 19:00 Lau 6/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00
Lau 30/5 kl. 19:00 Sun 7/6 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið)
Fim 21/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00
Fös 22/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00
Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 6/6 kl. 20:00
Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni
Peggy Pickit sér andlit guðs (Litla sviðið)
Fim 21/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00 Lau 30/5 kl. 20:00
Urrandi fersk háðsádeila frá einu umtalaðasta leikskáldi Evrópu
Hystory (Litla sviðið)
Sun 31/5 kl. 20:00 auka.
Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur
Shantala Shivalingappa (Stóra sviðið)
Þri 2/6 kl. 20:00
Sýning á vegum Listahátíðar í Reykjavík
Blæði: obsidian pieces (Stóra sviðið)
Mán 25/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00
Íslenski dansflokkurinn - Aðeins þessar þrjár sýningar
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Eldhúsið (Salurinn)
Lau 23/5 kl. 14:00
Both Sitting Duet og Body Not Fit For Purpose (Salurinn)
Lau 30/5 kl. 20:00
Endatafl (Salurinn)
Sun 24/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00
Hávamál (Salurinn)
Mið 27/5 kl. 20:00 Sun 31/5 kl. 16:00 Sun 31/5 kl. 20:00