Morgunblaðið - 21.05.2015, Síða 36
FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 141. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. Sigmar í meðferð á morgun
2. Mest keyptu vörur í heimi
3. Séra Bjarni áreittur af konu …
4. Andlát: Hörður Óskarsson
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Í dag er Alþjóðadagur menningar-
legrar fjölbreytni og verður fjöl-
breytileg dagskrá í Borgarbókasafni
milli 11 og 17.30. M.a. koma sigurveg-
arar í Ljóðaslammi fram, nemendur í
Landakotsskóla leika á stafspil og
Brandur Karlsson sýnir hvernig hann
stýrir tölvu með augunum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Menningarlegri fjöl-
breytni fagnað í dag
Sýningin Áfang-
ar verður opnuð í
Hafnarhúsinu í
dag en hún er á
dagskrá Listahá-
tíðar í Reykjavík.
Þar getur að líta
verk á pappír sem
hinn heimsþekkti
listamaður Rich-
ard Serra vann út frá útilistaverki
sínu í Viðey. Hluta verkanna gaf hann
Listasafni Íslands en Landsbankinn á
einnig sjö grafíkseríur á sýningunni.
Verk Serra á sýningu
í Hafnarhúsinu
Aðalheiður Valgeirsdóttir opnar í
dag klukkan 18 sýningu á vatns-
litamyndum sem hún hefur unnið að
undanfarin ár. Sýningin ber yfirskrift-
ina Endurlit og má
sjá hvernig
Aðalheiður notar
vatnslitamiðilinn
sem tæki til úr-
vinnslu eigin
minninga og
tvinnar saman
við listsögulegar
tilvísanir.
Vinnur með minn-
ingar og vísanir
Á föstudag Minnkandi norðanátt, hæg breytileg átt síðdegis. Létt-
ir víða til, en skýjað norðaustanlands og slydda eða rigning þar í
fyrstu. Hiti 5 til 12 stig, en 1 til 5 stig norðaustantil.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í vestan 8-15 m/s, en hægari fyrir
norðan fram eftir degi. Víða skúrir og jafnvel slydduél vestantil. Hiti
2 til 10 stig, kaldast vestanlands.
VEÐUR
Heimsmeistarinn Helgi
Sveinsson bætti í gærkvöld
heimsmetið í spjótkasti í
fötlunarflokki F42 þegar
hann kastaði 54,62 metra á
JJ-móti Ármanns í Laug-
ardal. Helgi bætti þar með
met Kínverjans Yanlong Fu
en það var 52,79 metrar. Fu
setti metið á Ólympíumóti
fatlaðra í London árið 2012,
þar sem Helgi varð í 5.
sæti, og hafði það staðið
síðan. »1
Helgi Sveins
bætti heimsmetið
Íslandsmeistarar Stjörnunnar misstu
toppsæti Pepsi-deildarinnar úr sínum
höndum í gærkvöld þegar þeir gerðu
2:2-jafntefli við Víking R. í
Víkinni, á sama tíma og
FH vann ÍA. Andri Rúnar
Bjarnason skoraði í sín-
um fyrsta leik í
efstu deild og
Rolf Toft gegn
sínum
gömlu
félögum.
»1
Meistararnir misstu
takið á toppsætinu
Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 100.
mark í efstu deild þegar hann kom FH
á bragðið gegn ÍA í öruggum 4:1-sigri
Hafnfirðinga sem eru þar með komn-
ir á toppinn í deildinni. Atli Viðar hef-
ur skorað öll mörkin í búningi FH og
bætist í hóp með Guðmundi Steins-
syni, Inga Birni Albertssyni og met-
hafanum Tryggva Guðmundssyni,
sem allir rufu 100 marka múrinn. »4
Atli Viðar fjórði til að
rjúfa 100 marka múrinn
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Góð kennsla, notalegur skóli og
hlýlegt andrúmsloft er það sem
einkennir Tjarnarskóla að sögn
fjögurra nemenda skólans sem
Morgunblaðið spjallaði við. Tjarn-
arskóli fagnar 30 ára afmæli sínu í
dag og er með veglega skemmti-
dagskrá í Iðnó af því tilefni.
„Kennararnir. Þeir eru mjög
skemmtilegir. Þeir vilja ekki bara
hjálpa okkur í náminu heldur vilja
þeir líka hjálpa okkur í lífinu og
gera okkur að betri manneskjum.
Þeir eru mjög opnir og vilja
þekkja mann,“ segir Rosalie Rut
Sigrúnardóttir, nemandi í 9. bekk
í Tjarnarskóla, aðspurð hvað
henni þyki best við skólann.
Hún nefnir einnig kostina við
að vera í litlum bekk en þá fá all-
ir mikla hjálp. Í bekknum eru
nemendurnir um 14 talsins. Hún
segist vera mjög ánægð með
bekkinn sem sé mjög samheldinn
en krakkarnir hittist oft eftir
skóla.
Rosalie hóf skólagönguna í 8.
bekk. „Ég tók ákvörðun sjálf um
að fara í þennan skóla en systir
mín var í honum,“ segir Rosalie
en henni þótti ekki erfitt að velja
skólann enda vissi hún að hverju
hún gekk og sér ekki eftir því.
Helst útlönd,
annars Eyjar
„Okkur langar helst að fara til
útlanda en það fer eftir því hvað
við náum að safna miklu. En ann-
ars förum við til Vestmannaeyja,“
segir Anna Dögg Arnardóttir,
nemandi í 9. bekk, um fyrirhugaða
útskriftarferð sem þau safna nú
fyrir. Á afmælishátíðinni verða til
sölu pokar með merki sem Anna
Stella Tryggvadóttir, nemandi
skólans, hannaði í samstarfi við
hönnuðinn Hlín Reykdal sem er
einmitt fyrrverandi nemandi skól-
ans.
Góð stærðfræðikennsla
„Stærðfræðin er mjög skemmti-
leg og líka náttúrufræðin,“ segir
Kristján Gabríel Þórhallsson í 8.
bekk, aðspurður hvaða fag sé
skemmtilegast. Birgitta Karen Jó-
hannesardóttir í 9. bekk tók einnig
í sama streng og Kristján. Birg-
itta sagðist vel geta hugsað sér að
halda áfram að læra stærðfræði í
framtíðinni og lofaði kennsluna í
hástert.
Krakkarnir hlökkuðu allir til af-
mælishátíðarinnar í dag. Þó að
þeim þyki gaman í tímum þá voru
þau flest sammála um að það væri
alltaf gaman að gera sér glaðan
dag og gera eitthvað annað.
Kennararnir til taks í lífinu
Tjarnarskóli
heldur upp á 30
ára afmæli í dag
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Nemendur Anna Dögg Arnardóttir, Rosalie Rut Sigrúnardóttir og Birgitta Karen Jóhannesardóttir eru nemendur
í Tjarnarskóla, vita hvað þær vilja og eru ánægðar með lífið í skólanum, en skólinn fagnar 30. starfsári sínu í dag.
Tjarnarskólinn í Reykjavík var stofnaður árið 1985 af
þeim Margréti Theodórsdóttur, sem hefur verið skóla-
stjóri frá upphafi, og Maríu Solveigu Héðinsdóttur.
Fyrstu tvö árin var skólinn starfræktur í Miðbæjar-
skólanum við Fríkirkjuveg sem hýsir nú Kvennaskól-
ann í Reykjavík, en síðan var starfsemin flutt yfir göt-
una að Lækjargötu 14b þar sem hann hefur verið til
húsa síðan. Þrjár bekkjardeildir í 8., 9. og 10. bekk eru
í skólanum og hefur verið þannig frá upphafi.
Einkunnarorð skólans eru: ,,Allir eru einstakir“ og
,,Lítill skóli með stórt hjarta“. Í skólanum er mikil áhersla lögð á hvetjandi
námsumhverfi og mannrækt. Kappkostað er að hvetja og styrkja nemendur
á uppbyggilegan hátt og stuðla að vellíðan þeirra í leik og starfi.
Lítill skóli með stórt hjarta
TJARNARSKÓLI Í REYKJAVÍK STOFNAÐUR ÁRIÐ 1985