Fréttablaðið - 21.04.2015, Page 2

Fréttablaðið - 21.04.2015, Page 2
21. apríl 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SKIPULAGSMÁL „Það fara í þetta 1,2 kílómetrar af girðingarefni,“ segir Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Reykjavíkurborg stendur að viðamikilli uppbyggingu á Hlíðarendareit í Vatnsmýrinni en reiturinn allur verður afgirtur. „Það verður auðvitað að hafa öryggið í fyrirrúmi við svona framkvæmdir. Ég held að þetta séu um 10 milljónir króna sem fara bara í girðingarefni,“ segir Brynjar. Jarðvegsframkvæmdir eru byrjaðar á svæðinu en gert er ráð fyrir að flytja þurfi á brott um 500.000 tonn af mold. Þá munu á svæðinu rísa 600 íbúðir og 75 þúsund fermetra rými undir atvinnuhúsnæði. - srs Framkvæmdir á Hlíðarendareit komnar á fullan skrið: Flytja 500.000 tonn af jarðvegi ÖRYGGIÐ Í FYRIRRÚMI Byrjað er að girða af framkvæmdavæðið við Hlíðarenda í Reykjavík. Til verksins er sagt þurfa um 1.200 metra af girðingarefni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEGAGERÐ Vaðlaheiðargöngin að austanverðu eru orðin full af vatni og þrýstast nú inn í göng- in um það bil 500 lítrar af köldu vatni á sekúndu. Stafn ganganna, sem er um 1,5 km inni í fjallinu, liggur um fimmtán metra fyrir neðan gangamunnann og fylltust þau á um sólarhring. „Við áætlum að þarna inni séu um fjörutíu þús- und tonn af vatni,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. Jarðganga- gerðin sjálf hefur því stöðvast um óákveðinn tíma á meðan fundin er lausn á vatnsflaumnum. Síðastliðinn föstudag sáu verka- menn hvar byrjað var að hrynja úr miðgengissprungu í lofti gang- anna. Vatnssöfnunin var einnig mikil þrátt fyrir kröftugar dælur sem höfðu ekki undan. „Þegar verktaki sá að ekki tókst með góðu móti að koma vatninu út voru fengnar fleiri og öflugri dælur. Þær dælur höfðu hins vegar ekki undan magninu og því var það eina í stöðunni að ná verðmæt- um út úr göngun- um og bíða átekta,“ segir Valgeir. „Það er alveg ljóst að það verð- ur ekki grafið í nokkurn tíma. Við vitum ekkert hversu lengi ganga- gerðin stöðvast,“ segir Valgeir. „Nú erum við bara að skoða næstu skref og hvað við getum gert úr stöðunni. Við vitum að rennslið inn í göngin mun minnka. Hins vegar vitum við ekki hversu langan tíma það mun taka að ná jafnvægi. Nú vinnum við að því að finna út hversu öflugar dælur við þurfum til að dæla út vatninu. Einnig þurf- um við öflugar lagnir því stafninn er 1.500 metra inni í fjallinu og við þurfum að ræsa vatn út alla þessa leið,“ segir Valgeir. Gangagerðin í Vaðlaheiði hefur ekki gengið greiðlega fyrir sig. Eftir nokkurn gröft Eyjafjarðar- megin lentu verktakar á mjög heitu vatni sem hefur stöðvað gangagerð þeim megin vegna hita. Nú eru göngin austanmegin orðin full af vatni og því verður enn meiri seinkun á verkinu. Valgeir segir kostnað við verkið þó ekki vera kominn langt fram úr áætlun sökum þessara erfiðleika. „Í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir einhverjum ófyrir- séðum kostnaði. Sá liður er ekki búinn en það stefnir auðvitað í að hann verði nokkuð hærri en spár gerðu ráð fyrir. Á móti kemur að verktakinn er aðeins með eitt bor- gengi í vinnu en átti að vera með tvö samkvæmt plani. Þótt verkið tefjist um einhvern tíma við þetta þarf það ekki að hafa í för með sér aukinn kostnað,“ segir Valgeir. sveinn@frettabladid.is Óvissa með áfram- hald gangagerðar Vaðlaheiðargöngin eru full af vatni að austanverðu og enn kemur heitt vatn Eyja- fjarðarmegin sem hamlar gangagreftri. Gangagerð mun tefjast um óákveðinn tíma á meðan verktakar bíða eftir að vatnsrennslið nái jafnvægi austanmegin. VALGEIR BERGMANN FRESTUN Mikið hefur verið lagt í búnað Eyjafjarðarmegin til að lækka hitastig í göngunum. Nú er svo komið að gangagerðin hefur verið stöðvuð um óákveðinn tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN 40.000 tonn af vatni er áætlað að séu nú í Vaðlaheiðargöngum. LÖGREGLUMÁL Ríkissaksóknari er enn með mál fimm pilta sem kærð- ir voru fyrir hópnauðgun síðastlið- ið vor til skoðunar. Mennirnir voru handteknir í kjölfar þess að sextán ára stúlka lagði fram kæru á hend- ur þeim fyrir nauðgun í samkvæmi í Breiðholti. Þeir voru leiddir fyrir dómara og úrskurðaðir í gæslu- varðhald. Þeir hafa allir lýst yfir sakleysi sínu og sagt stúlkuna hafa veitt samþykki fyrir því að stunda með þeim samfarir. Meðal gagna sem stúlkan lagði fram er myndband af atvikinu. Vitað er að myndbandið fór í dreif- ingu á netinu auk þess sem allir aðil- ar málsins voru nafngreindir á sam- félagsmiðlum. „Málið er enn til meðferðar hjá Ríkissaksóknara. Ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu liggur ekki fyrir. Það er ekki hægt að segja til um hvenær ákvörðun liggur fyrir,“ segir Daði Kristjánsson, saksóknari hjá Ríkissaksóknara, í samtali við Fréttablaðið. Daði segir ástæðu tafanna vera þunga málastöðu embættisins í nokkurn tíma. „Við forgangsröðum eftir skil- greindum forgangi, erum bundin yfir kærðum ákvörðunum og lög- mætum tímafrestum og einnig háð frestum sem dómstólar veita okkur. Við afgreiðum mál sem eru fyrir dómi, greinargerðir fyrir Hæsta- rétti og annað sem við ráðum ekki við,“ segir Daði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsókn málsins og vísaði því til Ríkissaksóknara í júní í fyrra. - fbj Þung málastaða ríkissaksóknara veldur því að ákvörðun um meinta hópnauðgun í Breiðholti tefst: Hópnauðgun í tæpt ár hjá ríkissaksóknara TAFIR Rannsókn á hópnauðgun í Breið- holti lauk hjá lögreglunni í júní 2014. Málið er enn til skoðunar hjá ríkissaksókn- ara en ákvörðun um ákæru eða niðurfell- ingu liggur ekki fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KJARAMÁL „Það er grafalvarlegt að ríkið reyni ekki að leita lausna á meðan verkföll hafa dregist á langinn og bitna alvarlega á samfé- laginu,“ segir Páll Halldórsson, for- maður Bandalags háskólamanna. Fulltrúar BHM funduðu með fulltrúum ríkisins hjá Ríkissátta- semjara í gær án árangurs. Forysta BHM hefur boðað til félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem komin er upp. Aðspurður vill Páll ekk- ert gefa upp um hugsanleg útspil BHM en hann segir að fundurinn sé fyrst og fremst hugsaður til að fara yfir stöðu mála með félags- mönnum. Þá segir Páll að félagið hafi ekki útilokað það að ráðast í frekari aðgerðir. Sum aðildarfélög BHM hafa veitt undanþágur frá verkfalls- aðgerðum vegna neyðarástands á nokkrum stofnunum. Til að mynda Formaður BHM segir ríkið áhugalaust um að leita lausna í kjaraviðræðum: Funda vegna alvarlegrar stöðu ALVARLEG STAÐA Páll útilokar ekki frekari aðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR mættu geislafræðingar og náttúru- fræðingar til vinnu á Landspítal- anum til að létta undir með starfs- fólki spítalans. Þá hefur nokkrum starfsmönnum Matvælastofnunar verið veitt undanþága til að mæta til starfa. Enn fremur er forstöðu- maður Húsdýra- og fjölskyldu- garðsins undanþeginn verkfalls- aðgerðum. - srs SVEITARSTJÓRN Meirihluti sveitar- stjórnar Skaftárhrepps hyggst ráða Söndru Brá Jóhannsdóttur sem sveitarstjóra. Sandra er úr Skaftárhreppi og hefur meðal annars verið verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Fulltrúar minnihluta Ó-listans sögðust sitja hjá við ráðninguna þar sem ekki hefði verið haft samráð við þá er Eygló Kristjáns- dóttur, fyrrverandi sveitarstjóra, var sagt upp og þeir „ekki fengið viðhlítandi skýringar á þeim gjörningi“. Þetta hefði þó ekk- ert að gera með afstöðu þeirra til verðandi sveitarstjóra, Söndru Brár Jóhannsdóttur. - gar Eftirmaður Eyglóar fundinn: Sandra verði nýr sveitarstjóri SKIPULAGSMÁL „Við erum að ganga frá þessu og þetta fer inn til byggingarfulltrúa jafnvel í þessari viku,“ segir Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis, um bygg- ingu á svæði félagsins sem skort- ir leyfi fyrir. Byggingarfulltrúi boðar dagsektir verði uppdrátt- um ekki skilað eða mannvirkið fjarlægt. Í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag var ranglega sagt að um væri að ræða skemmu sem hýsir púttvöll. Hið rétta er að byggingin er opið æfingaskýli sem Keilir á þar við hliðina. - gar Farið húsavillt í Hafnarfirði: Æfingaskýlið sem er án leyfis VEÐUR Stíf suðvestanátt í dag, víða 10-18 m/s. Skúrir eða él á Suður- og Vesturlandi, einnig vestan til á Norðurlandi. Austanlands er hins vegar útlit fyrir þurrt og bjart veður. Hiti á bilinu 0 til 8 stig, hlýjast á Austfjörðum. 6° 2° 5° 9° 7° 13 9 10 13 7 SJÁ SÍÐU 22 VITA léttir þér lífið VITA er lífið Vaxtalaus ferðalán til allt að 12 mánaða ÍS LE N SK A SI A .I S V IT 74 07 9 4/ 20 14 Fjölskyldan kemst í sólina með VITA fyrir aðeins 25.900 kr. á mánuði*Vaxtalaus VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 *M.v. 2 fullorðna og 2 börn til Mallorca eða Calpe á völdum dagsetningum. Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 0 -9 0 3 C 1 7 6 0 -8 F 0 0 1 7 6 0 -8 D C 4 1 7 6 0 -8 C 8 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.