Fréttablaðið - 21.04.2015, Page 10

Fréttablaðið - 21.04.2015, Page 10
21. apríl 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 HEILBRIGÐISMÁL „Reykjavíkurborg er bara búin að framlengja í eitt ár þrátt fyrir loforð frá velferðar- ráðuneytinu. Það stendur í lögum um málefni fatlaðs fólks, bráða- birgðaákvæði að það eigi að vera búið að lögfesta NPA sem eina af meginþjónustunni fyrir fatlað fólk, staðan í dag er því lögleysa,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-samtakanna. „Reykjavík hefur hingað til bara gert samninga til eins árs í senn. Ég veit ekki hvort það muni breyt- ast með lagasetningunni en vafinn yrði minni, fólk hefur áhyggjur af því að fá ekki samninginn áfram.“ Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að borgin stefni að því að fram- lengja samningana á meðan verk- efnið er í gangi. „Við viljum að NPA verði lögfest en gátum ekki framlengt samningana lengur þar sem ríkið hefur ekki lagt neinn pening í þetta fyrir árið 2016.“ Eins og fram hefur komið í frétt- um hafa samningar um notenda- stýrða persónulega aðstoð (NPA) fyrir fatlað fólk ekki enn verið lög- festir en NPA er þjónustuform sem byggist á því að fötluð manneskja fær fjármagn frá sveitarfélagi sínu til þess að sjá um og skipu- leggja sína eigin aðstoð. Þegar þingsályktunartillaga um NPA var samþykkt árið 2010 var gert ráð fyrir að þjónustan yrði lögbundin fyrir árslok 2014. Í stað lögbindingar hefur verið boðað áframhald á tilraunaverkefninu til 2016. Á meðan verða ekki gerðir nýir NPA-samningar og notendur aðstoðarinnar og annað fatlað fólk sem þarf á henni að halda bíða í algjörri óvissu. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur talað fyrir því að binda NPA í lög. „Sveitarfélögin eru hrædd um að þetta sé mjög dýrt,“ segir hún. „Ég skil það vel en það sem gleymist oft er að NPA þarf litla sem enga yfirbyggingu. Fólk veit að það er mun ódýrara en stofnanarekstur. Við höldum því ekki fram að NPA sé lausn fyrir alla en það ætti að vera í boði sem einn af möguleik- unum.“ Á vefsíðu NPA samtakanna segir að NPA byggist á hugmyndafræði um sjálfstætt líf. Hugmyndafræð- in byggist á því að allar manneskj- ur, óháð eðli og alvarleika skerð- ingar, geti tekið eigin ákvarðanir, stjórnað eigin aðstoð og mótað eigin lífsstíl. Einnig að allar mann- eskjur hafi rétt á því að búa í sam- félaginu, stjórna eigin lífi, taka þátt og hafa áhrif á öllum sviðum lífsins. Rúnar segir að allt myndi breyt- ast í sínu lífi ef samningarnir yrðu ekki framlengdir. „Ég gæti til dæmis ekki farið í bað á kvöldin eða um helgar, ég yrði að fara á morgnana þegar þjónustunni hent- ar. Það væri í raun og veru verið að breyta um lífsstíl hjá fólki. Marg- ir þyrftu að mæta seinna til vinnu eða í skóla. Félagslíf yrði líka erf- iðara ef fólk hefði enga aðstoð með sér út úr húsi,“ bætir hann við en áður en Rúnar fékk NPA-samning var öll þjónusta við hann bundin við húsið þar sem hann býr. Rúnar stundaði nám á ylræktar- braut í Garðyrkjuskólanum í Hvera- gerði. Hann segir að það hefði ekki verið möguleiki nema út af NPA. Hann bendir einnig á að áður en hann fékk NPA-samning hafi að minnsta kosti fimm starfsmenn komið til hans á dag og allt upp í 30-40 á mánuði. „Maður þurfti allt- af að vera að kenna allt upp á nýtt. En síðan ég fékk NPA hef ég verið með fimm starfsmenn síðasta eina og hálfa árið.“ sandra@frettabladid.is Segir stöðu mála í dag vera lögleysu Notendastýrð persónulega aðstoð (NPA) hefur ekki enn verið fest í lög. Samið hefur verið um framhald á verkefninu til 2016. Notendur eru óvissir með fram- haldið. Lífsstíl fólks breytt gegn vilja þess, segir Björn Herrera Þorkelsson. ÁHYGGJUR Rúnar Björn Herrera Þorkelsson segir fólk hafa áhyggjur af að fá ekki framlengdan samning. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það væri í raun og veru verið að breyta um lífsstíl hjá fólki. Margir þyrftu að mæta seinna til vinnu eða í skóla. Félagslíf yrði líka erfiðara ef fólk hefði enga aðstoð með sér út úr húsi. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-samtakanna. AÐALFUNDUR HÚSEIGENDAFÉLAGSINS Aðalfundur Húseigendafélagsins 2015 verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl n.k. salur Ásatrúarfélagsins, Síðumúla 15, Reykjavík og hefst hann kl. 16:00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin. LÚXEMBORG „Það er pólitísk og sið- ferðisleg skylda okkar að bregð- ast við flóttamannavand anum í Miðjarðarhafi,“ sagði Federica Mogherini, framkvæmdastjóri utanríkismála Evrópusam- bandsins, á fundi utanríkisráð- herra sambandsins í Lúxem- borg í gær. „Miðjarðar hafið er haf okkar allra og við verðum að vinna saman sem Evrópu- búa r,“ sagði Mogherini enn fremur. Á sama tíma og þessi orð féllu voru ítalskar og malt- neskar björg- unarsveitir að bjarga tveimur flóttamannabátum úr neyð á Mið- jarðarhafinu. Evrópusambandið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir skort á aðgerðum í þágu flóttamanna á Miðjarðarhafinu en sambandið dró úr aðgerðum á síðasta ári. Margir leiðtogar og ráðherrar sambandsins hafa kallað eftir að sambandið og aðildar ríkin setji aftur aukið fjármagn í björgunar- aðgerðir. Ekki eru allir á einu máli um hvernig eigi að bregð- ast við vandanum en sumir vilja fjölga björgunarskipum á Mið- jarðarhafi en aðrir vilja koma upp flóttamannabúðum í Norð- ur-Afríku. Leiðtogar Evrópu- sambandsríkjanna koma saman til neyðarfundar næsta fimmtu- dag til að ræða mögulegar lausn- ir við vandanum. Zeid Ra’ad al-Hussein, fram- kvæmdastjóri mannréttinda- mála hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði að Evrópa væri að hætta á að gera Miðjarðar hafið að graf- reit. Hann var harðorður í garð stefnu Evrópusambandsins en hann sagði að hún ein kenndist af skammsýni og sein legum pólitískum viðbrögðum sem væru einungis til þess fallin að höfða til fordómafullra stjórn- málahreyfinga sem eitrað hafa almannaálitið. Stjórnvöld í Ítalíu telja að um 20.000 flóttamenn hafi komið til Ítalíu yfir Miðjarðarhafið og hátt í 1.000 manns hafi týnt lífi. - srs FEDERICA MOGHERINI ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint: Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna TÝR Á ÍTALÍU Skip Landhelgisgæsl- unnar hefur sinnt verkefnum þar sem flóttafólki við strendur Afríku hefur verið komið til bjargar. MYND/LHG FINNLAND Juha Sipilä, leiðtogi Miðflokksins í Finnlandi, ætlar að ræða við alla leiðtoga stjórnmála- flokkanna og aðila vinnumarkað- arins og atvinnulífsins fyrir kom- andi stjórnarmyndunarviðræður. Hann hefur ekki útilokað neinn flokk frá stjórn og segir að úrslit kosninganna muni ekki skipta máli í stjórnarmyndunarviðræð- um heldur muni sameiginlegur málefnagrundvöllur tilvonandi stjórnarflokka ráða för. Sipilä segir að hann muni vanda sig við stjórnarmyndunina og segir að ný ríkisstjórn gæti tekið við völdum innan mánaðar. - srs Stjórnarviðræður flóknar: Útilokar ekki Sanna Finna FERÐAÞJÓNUSTA Vestmannaeyja- bær ætlar að kaupa salerni fyrir 1,9 milljónir króna og koma fyrir við höfnina. „Sumarið 2015 eru bókuð 39 skemmtiferðaskip til Vestmanna- eyja. Hefur þeim fjölgað úr 20 frá síðastliðnu sumri,“ segir í bókun framkvæmdaráðs Vestmanna- eyja. „Aukning á tekjum vegna komu fleiri skemmtiferðaskipa kemur til móts við kostnaðinn sem af þessu hlýst. Ráðið telur þetta nauðsynlega aðgerð sem lið í bættri aðstöðu fyrir ferðamenn í Vestmannaeyjum,“ segir ráðið. - gar Fjölgun skemmtiferðaskipa: Ný salerni fyrir ferðamennina JAFNRÉTTI Ný vefsíða á vegum Jafnréttisstofu, fjolbreyttforysta.is, á að vekja athygli á mikil vægi jafnrar þátt- töku kynjanna í forystu íslensks atvinnulífs. Vefsíðan er unnin með styrk frá Progress- sjóði ESB. Á vefsíðunni er að finna fræðsluefni um stjórnarhætti og stjórnunarstörf. Viðtöl við fólk með reynslu af stjórnarsetu, sérfræðinga og fólk úr atvinnulífinu eru sett fram í stuttum myndböndum sem eru aðgengileg á síðunni. Mynd- band með Jóni Gnarr í hlutverki ráðríks forstjóra hefur vakið mikla athygli á síðunni en fjölmargir aðrir leggja síðunni lið. - kbg Ný vefsíða á vegum Jafnréttisstofu tekin í gagnið: Fræða um fjölbreytta forystu LEGGUR MÁL- EFNINU LIÐ Jón Gnarr bregður sér í hlutverk freka karlsins á nýrri síðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR DÓMSMÁL Karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri eru sakaðir um að hafa að undirlagi karlmanns á sex- tugsaldri haft í hótunum við full- trúa lögreglustjórans á Akureyri og kveikt í bíl hans með bensín- sprengju í nóvember síðastliðnum. Þetta kemur fram í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum. Maðurinn á sextugsaldri er sagður hafa verið ósáttur við afgreiðslu fulltrúans, Eyþórs Þor- bergssonar, sem sækir flest mál fyrir hönd lögreglunnar í Héraðs- dómi Norðurlands eystra, í saka- málum gegn honum. Samkvæmt heimildum Vísis mun umrædd- ur maður meðal annars hafa verið sviptur ökuréttindum fyrir umferðarlagabrot. Í ákærunni segir að yngri menn- irnir tveir hafi að undirlagi þess eldri farið að heimili Eyþórs á Akureyri aðfaranótt miðvikudags- ins 12. nóvember í því skyni að beita hann ofbeldi. Hafi þeim verið heitið fjárhæð á bilinu 300 til 500 þúsund krónur fyrir verkið. - ktd Ákæra gefin út vegna árásar á fulltrúa lögreglustjórans á Akureyri: Lofaði 300-500 þúsund krónum Eldri árásarmaðurinn, með hulið andlit, sló Eyþór Þorbergsson þegar hann kom til dyra á heimili sínu. Á sama tíma stóð sá yngri við lög- reglustöðina á Akureyri, tilbúinn að láta vita ef lögregla yrði kölluð út, að því er fram kemur í ákæru. Þeir eru svo sakaðir um að hafa nokkrum klukkustundum eftir árásina lagt eld að bifreið í eigu Eyþórs sem lagt var fyrir utan heimili hans. ➜ Fólskuleg árás 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 6 2 -B 4 4 C 1 7 6 2 -B 3 1 0 1 7 6 2 -B 1 D 4 1 7 6 2 -B 0 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.