Morgunblaðið - 03.06.2015, Side 13

Morgunblaðið - 03.06.2015, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚNÍ 2015 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -0 9 9 6 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Kynnum Mercedes-Benz CLA Shooting Brake, hlaðbak sem myndar nútímatengsl milli bíls og ökumanns. Mikið rými og framúrskarandi hönnun CLA Shooting Brake styður þinn lífsstíl og gerir hverja ökuferð að upplifun. Komdu í Öskju og reynsluaktu – við tökum vel á móti þér. Nýr og stórglæsilegur CLA Shooting Brake CLA Shooting Brake 250 með 7 þrepa sjálfskiptingu og 4MATIC fjórhjóladrifi. Verð frá 7.490.000 kr. CLA Shooting Brake 180 með 7 þrepa sjálfskiptingu. Verð frá 5.790.000 kr. Fyrirhugað er að opna vínbúð í Spönginni í Grafarvogi í lok sum- ars. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, að- stoðarforstjóri Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins, segir nákvæma dagsetningu ekki liggja fyrir þar sem tafir hafi orðið á afhendingu húsnæðisins. Í byrjun árs 2009 var Vínbúð í verslunarkjarnanum Spönginni lokað en nýja Vínbúðin verður þó ekki í sama húsnæði og áður. „Vínbúðin verður opnuð við hliðina á Hagkaupum en nú standa yfir framkvæmdir við að minnka verslun Hagkaupa og munum við opna þar,“ segir Sigrún Ósk. Eldri Vínbúð var lokað þar sem húsnæðið þótti óheppilegt en Sigrún segir þó alltaf hafa staðið til að opna Vínbúð á ný í Grafarvogi. „Húsnæðið var í raun óhentugt, of lítið og hentaði illa. Það stóð alltaf til að opna aftur en það hefur alltaf verið yfirlýst stefna að Grafarvogurinn sé svæði þar sem heppilegt væri að hafa vín- búð,“ segir Sigrún Ósk, en hátt í 20 þúsund manns eru búsettir í hverf- inu. brynjadogg@mbl.is Ný vínbúð opnuð í lok sumars Morgunblaðið/Kristinn Vínbúð Hún verður senn opnuð. Árlegt Heilsuhlaup Krabbameins- félagsins fer fram í tuttugasta og fjórða skipti á morgun, fimmtu- dag. Hlaupið verður frá húsi Krabbameinsfélagsins í Skógar- hlíð en þátttakendur velja annað hvort þriggja kílómetra skokk eða göngu að Öskjuhlíð og til baka eða tíu kílómetra hlaup suð- ur fyrir Reykjavíkurflugvöll og til baka. Í meginatriðum er um sömu hlaupaleiðir að ræða og síð- ustu ár. Tími verður mældur hjá öllum þátttakendum og úrslit birt eftir aldursflokkum, 14 ára og yngri, 15-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í báðum vegalengd- unum auk útdráttarverðlauna frá fjölda fyrirtækja. Að auki verður boðið upp á létta hressingu við marklínu að hlaupi loknu. Sigurlaug Gissurardóttir, einn skipuleggjenda hlaupsins segist bjartsýn á þátttöku enda spái góðu hlaupaverðri á fimmtudag. Hún segir hlaupið hafa notið mik- illa vinsælda síðustu ár, um 550 hlauparar hafi tekið þátt á síð- asta ári. Forskráningu í hlaupið á www.hlaup.is lýkur kl. 14:00, fimmtudaginn 4. júní en þátttöku- gjaldið er 2.500 kr. fyrir full- orðna og 700 kr. fyrir börn. Skráning hjá Krabbameinsfélag- inu í Skógarhlíð 8 er opin til kl. 18:00 en hlaupið sjálft hefst kl. 19:00. Hlaupaveðrið með ágætum Morgunblaðið/Eggert Vinsælt hlaup Þátttakendur síðasta Heilsuhlaups teygja skrokkinn.  Skráning í Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins gengið vel Blússandi söngur og stemning verður á hefð- bundnu sjómannadags- söngkvöldi í Ako- ges í Vest- mannaeyjum nk. fimmtudags- kvöld, 4. júní. Söngkvöldið hefst kl. 22. Þar munu m.a. tónlistarmennirnir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunn- arsson koma fram. Hljómsveit Árna Johnsen og félaga, Blússbandið, tek- ur einnig þekkt Eyjalög. Nokkrir snjöllustu tónlistarmenn Eyjanna mæta til leiks: Jarl Sigurgeirsson gítar og söngur, Sigurmundur Ein- arsson bassi, Breki Johnsen gítar, Ósvaldur Guðjónsson gítar, trompet og píanó, Einar Sigurmundsson gít- ar, Högni Hilmisson bassi og Árni Johnsen söngur og gítar. „Það er aldrei gefið eftir á hinu ár- lega sjómannadagssöngkvöldi og sungið beint í hjartastað fram eftir nóttu,“ segir í tilkynningu. Sjómanna- lögin í hjarta- stað í Eyjum Árni Johnsen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.