Morgunblaðið - 08.06.2015, Page 2

Morgunblaðið - 08.06.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Að sögn Guðmundar Inga Ás- mundssonar, forstjóra Landsnets, hafa stjórn Landsnets og PCC Bakki Silicon aflétt öllum fyrir- vörum vegna samnings aðilanna um flutning raforku til fyrirhugaðs kísilvers á Bakka við Húsavík. Segir hann, í samtali við mbl.is, mega ætla út frá þessum upplýs- ingum að verkefnið sé fjármagnað að fullu. Um hafi verið að ræða hefð- bundna fyrirvara, m.a. vegna fjár- mögnunar. ,,Samningurinn fór fyr- ir ESA fyrir nokkrum vikum til staðfestingar og er þetta verkefni búið að vera lengi í undirbúningi,“ segir Guðmundur. Orkuafhend- ingin miðast við nóvember 2017 og því stendur undirbúningur fram- kvæmda yfir hjá Landsneti. Guðmundur bendir á að nú standi hönnunarvinna yfir en í framhaldinu verði verkefnin boðin út. „Við þurfum að klára spennu- línu og vinna tvær nýjar spennu- stöðvar,“ bætir hann við. Samn- ingur Landsnets og PCC er sá fyrsti sem hinn fyrrnefndi gerir vegna fyrirhugaðrar iðnaðarupp- byggingar á Bakka. Samningurinn gerir ráð fyrir að Landsnet tryggi orkuflutning til kísilvers frá meginflutningskerfinu og þeim framleiðslueiningum sem tryggja kísilverinu raforku. Guðmundur segir áætlaða þörf fyrsta áfanga verksmiðjunnar 52 megawött. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á fyrri hluta næsta árs og að mannaflaþörf verkefnanna sé á bilinu 150-180 ársverk. Fyrirvörum vegna kísilvers á Bakka aflétt Morgunblaðið/Eggert Húsavík Áætluð þörf fyrir fyrsta áfanga er 52 megawött.  Verkefnið talið að fullu fjármagnað Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Samflot iðnaðarmanna í kjaraviðræð- um hefur rofnað. Samiðn, Grafía og Félag hársnyrtisveina hafa ákveðið að stefna að því að ljúka samningum við Samtök atvinnulífsins (SA) fyrir 12. júní. Frestuðu félögin verkföllum sem hefjast áttu 10. júní til 22. júní. Rafiðnaðarsambandið (RSÍ) og Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) ásamt Matvís stefna á verkföll frá miðvikudegi, semjist ekki áður, eins og boðað hafði verið. Morgun- blaðið greindi frá því um helgina að SA hefði lagt fram drög að tilboði á föstudeginum til félaganna allra. Tóku félögin þrjú ekki vel í hug- myndir SA og slitnaði upp úr viðræð- unum. Kristján Þórður Snæbjarnar- son, formaður RSÍ, segir hugmyndir SA ekki hafa hugnast þeim „alfarið“. Engir fundir voru hjá iðnaðar- mannafélögunum í gær hjá Ríkis- sáttasemjara. „Veitingahúsin og hótelin þurfa að vísa gestum frá“ Að óbreyttu munu 5.600 manns fara í verkfall á miðvikudag; 2.700 í RSÍ, 1.800 í VM og 1.100 í Matvís. Verkfall Matvís mun hafa víðtæk áhrif á veitingarekstur. Í félaginu eru m.a. bakarar, kökugerðarmenn, kjöt- iðnaðarmenn, matreiðslu- og fram- reiðslumenn. Níels S. Olgeirsson, formaður Matvís, segir verkföllin ekki ná til sveitarfélaga og ríkis. Mötuneyti hins opinbera munu því starfa sem áður. „Mesti skellurinn verður þegar stóru veitingahúsin, hótelin og bakar- íin þurf að vísa gestunum frá. Svo mun auðvitað verkfall í kjötvinnslum hafa mikil áhrif, en þar starfa kjötiðn- aðarmenn,“ segir Níels og bætir við að nóg verði að gera hjá Bæjarins bestu. Grand Hótel ætlar sér að „troða marvaðann“ í gegnum verkfallið. „Þetta hefur áhrif á okkur en engu að síður eru nemar ekki að fara í verk- fall þannig að við björgum okkur, geri ég ráð fyrir. Svo erum við nátt- úrulega með aðstoðarfólk og fólk í öðrum félögum sem vinnur í eldhúsi og sal. Við sníðum okkur stakk eftir vexti og drögum úr þeim umsvifum sem þurfa þykir,“ segir Ingólfur Einarsson hótelstjóri og vísar þá t.d. til þess að úrval rétta gæti minnkað. Til skýringar segir Ingólfur að á hót- elinu séu nokkrir faglærðir stjórn- endur sem geti gengið í störfin. „Svo eru kokkanemarnir alvanir í því að elda mat.“ Staðan er þó svartari annars staðar. Eiríkur Ingi Friðgeirsson, matreiðslumeistari og eigandi á Gall- ery Restaurant á Hótel Holti, segir að erfitt verði að halda uppi þjónustu þrátt fyrir að hann og aðrir faglærðir rekstraraðilar geti gengið í störf starfsmanna. „Ég býst við að við þurfum að loka eins og aðrir staðir.“ Ferðaþjónustan hefur áhyggjur Helga Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af mögulegum verk- fallsaðgerðum. „Við höfum að sjálf- sögðu áhyggjur af þessu og verkfallið mun væntanlega, ef til þess kemur, fyrst og fremst hafa áhrif á stærri eldhúsin. Hins vegar munu fyrirtæki reyna að þjónusta ferðamanninn eins og hægt er. Auðvitað mun þetta hafa áhrif og væntanlega mun þá þjón- ustustigið minnka.“ Kokkar og þjónar leggja niður störf  Verkföllum Samiðnar, Grafíu og Fé- lags hársnyrtisveina frestað til 20. júní Skúli Halldórsson sh@mbl.is Í Kerlingarfjöllum keppast ferða- þjónustufyrirtæki nú við að ryðja Kjalveg svo að hægt verði að opna fyrir umferð ferðamanna. Meðal þeirra er fyrirtækið Fannborg, en framkvæmdastjórinn Páll Gíslason segir að erfitt sé að geta ekki treyst á Vegagerðina til að sinna sínu hlutverki. „Við höfum þær væntingar til Vegagerðarinnar að hún hafi fastar dagsetningar á því hvenær vegir eru opnaðir. Mörg undanfarin ár hefur þetta verið einfalt mál þar sem lítill snjór hefur verið og auð- velt að moka vegina, sem þýðir að litlir fjármunir hafa farið í mokst- ur,“ segir Páll en bætir við að stað- an sé önnur um þessar mundir. „Hljóta að eiga eitthvað inni“ „Nú hefur verið snjóþungur vet- ur og kalt vor. Við höfum því verið að segja við Vegagerðina að nú hljóti hún að eiga eitthvað inni til að taka hraustlega á því. Það hefur ekki gengið og við höfum þurft að moka þetta sjálfir ásamt því að taka þátt í kostnaði Vegagerðarinnar við að gera vegina færa,“ segir Páll og bætir við að í raun sé þetta orð- inn fastur liður á hverju ári. „Það sem við viljum hins vegar vekja athygli á er að það þýðir ekk- ert að vera að laða til landsins ferðamenn til að skoða náttúruna en á sama tíma humma það fram af sér að hafa vegasambandið í lagi. Það er ekki nóg að opna veginn heim til þingmanna á vorin og láta það duga. Það eru fleiri sem skipta máli og miklir fjármunir í húfi.“ Aðspurður segist Páll búast við að vegurinn að Kerlingarfjöllum verði orðinn fær eftir rúma viku. Jafnan hefur aðeins verið hægt að hafa opið í Kerlingarfjöllum í þrjá mánuði hvert sumar. Áformað er að reisa nýja gistiálmu í sumar með 20 tveggja manna herbergjum við hálendismiðstöðina í Kerlingar- fjöllum. Ljósmynd/Friðrik Halldórsson Mokstur Fannborg og fleiri fyrirtæki í ferðaþjónustunni hafa ráðist sjálf í að moka veginn að Kerlingarfjöllum. Vilja að Vegagerðin sinni hlutverki sínu  Einkaaðilar ryðja hálendisvegi fyrir umferð ferðamanna Ljósmynd/Friðrik Halldórsson Á kafi Veturinn hefur verið snjóþungur og vorið kalt. Páll segir að Vega- gerðin eigi að hafa fastar dagsetningar um hvenær vegir skuli opnaðir. „Það er hreyfing á húsnæði hér á Húsavík, það er alveg ljóst. Núver- andi framkvæmdir á Þeistareykjum hreyfa við markaðnum og verðið fer þannig upp. Svo bætast væntingar um framkvæmdir á Bakka við,“ seg- ir Aðalsteinn Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar. Verð á fasteignum á Húsavík hef- ur hægt og bítandi verið að hækka í takt við væntingar norðan heiða um komandi framkvæmdir. Húsvíkingar horfa björtum augum á framtíðina, en endanlega verður tilkynnt í vik- unni um framkvæmdir við Bakka. Verði af þeim má gera ráð fyrir að fjölgi í sveitarfélaginu Norðurþingi. Aðalsteinn segir að brottfluttir Húsvíkingar og nærsveitungar vilji flytja heim. „Hér er atvinna og það vilja allir koma heim. Hér eru bestu horfur landsins á næstu árum. Það kom maður til mín fyrir helgi og sagði að hann og kona sín hefðu flutt hingað því hér væri eitthvað að gerast. Það eru miklar vænt- ingar í loftinu,“ bætir hann við. benedikt@mbl.is Hækkandi fasteignaverð BROTTFLUTTIR HÚSVÍKINGAR VILJA FLYTJA HEIM Bæði sam- flot iðnaðar- manna funda eftir hádegi í dag hjá ríkis- sátta- semjara, en í sitthvoru lagi. Enginn fundur hef- ur verið boðaður hjá hjúkrunarfræð- ingum og BHM hjá ríkissátta- semjara. Bryndís Hlöðvers- dóttir ríkissáttasemjari segist vera í sambandi við deiluaðila og mun taka púlsinn snemma í dag. Fundahöld fram undan RÍKISSÁTTASEMJARI Bryndís Hlöðversdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.