Morgunblaðið - 08.06.2015, Síða 4

Morgunblaðið - 08.06.2015, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Tenerife Frá kr.99.900 20. júní í 14 nætur SÉRTILBO Ð Netverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 129.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Tenerife Sur Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og formaður At- vinnuveganefnd- ar Alþingis, segir fiskveiðistjórn- unarfrumvörpin tvö um annars vegar makríl- veiðar og hins vegar veiðigjöld enn vera í vinnslu. „Ég á von á því að við sjáum ein- hverjar breytingatillögur koma fljótlega á þessum frumvörpum tveimur. Endanleg mynd þessa tveggja mála liggur því ekki fyrir,“ segir Jón, en meirihlutinn leitar að hans sögn allra leiða til að skapa sátt um frumvörpin tvö. „Við vilj- um koma málunum báðum í ákveð- inn sáttafarveg og leitum því nið- urstöðu sem sátt getur náðst um hjá sem flestum.“ Stefnt er að því að ljúka báðum málunum fyrir sumarið að sögn Jóns, en hann útilokar ekki að gildistöku laganna gæti verið frest- að. „Það eru fordæmi fyrir því að gildistöku laga er frestað en ég get ekkert sagt til um það núna hvort við förum þá leið. Málin eru ein- faldlega enn í vinnslu og við eigum eftir að sjá hver endanleg nið- urstaða verður.“ Makrílveiðar hefjast síðar í mánuðinum en seinkun lagasetn- ingar á ekki að hafa áhrif á veið- arnar. „Ráðherra verður að svara til um það hvernig tilhögun veið- anna verður en það er í hans verkahring að gefa út reglugerð um veiðarnar, líkt og gert hefur verið undanfarin ár,“ segir Jón. Leita sátta um fiskveiðifrumvörp Jón Gunnarsson  Hefur ekki áhrif á makrílveiðar BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Alþingi samþykkti seint í gærkvöldi breytingar á reglum um gjaldeyris- mál sem hafa það markmið að koma í veg fyrir að fé verði flutt úr landi þegar fyrstu skrefin verða stigin til að afnema fjár- magnshöft. Leita þurfti af- brigða til að leggja frumvarp- ið fram svo seint á vorþingi og var það samþykkt með 56 sam- hljóða atkvæðum. Frumvarpið varð að lögum kl. 22.47. Fram kom í máli Frosta Sigur- jónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, að breytingarnar hefðu verið unnar í samvinnu Fjár- málaráðuneytisins og Seðlabank- ans. Seðlabankinn hafi eftirlit með að lögum um gjaldeyrismál sé fylgt. „Ráðherra hefur farið þess á leit við efnahags- og viðskiptanefnd að við flytjum frumvarpið með það fyrir augum að það verði orðið að lögum sem fyrst og ekki síðar en fyrir opnun skrifstofu Seðlabank- ans á morgun [í dag],“ sagði Frosti og bætti því við að fulltrúar fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins, seðlabankastjóri og fleiri fulltrúar Seðlabankans hefðu komið fyrir nefndina í gær. Þessir fulltrúar gáfu ekki kost á viðtölum. Samþykkt einróma í nefndinni „Að lokinni þeirri kynningu ræddi nefndin málið og ákvað ein- róma að flytja frumvarpið,“ sagði Frosti. Í lok ræðu sinnar sagði Frosti að lagt hefði verið til að nefndin legði fram frumvarpið þannig að ekki þyrfti að senda það inn í nefndina á milli 1. og 2. um- ræðu í þinginu. Atburðarásin síðdegis í gær var hröð og óvænt. Frumvarpið var lagt fyrir nefndina klukkan fimm síðdegis í gær og var svo kynnt á ríkisstjórnarfundi klukkan sjö. Þeg- ar þeim fundi lauk um áttaleytið fóru ráðherrarnir í Alþingishúsið, þar sem þeirra beið fundur með þingflokkum. Klukkan tíu hófst svo þingfundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræddi við Morgunblaðið í Stjórnarráðinu eftir að fundi ríkisstjórnarinnar lauk. Til upprifjunar lagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra, fram tvö frumvörp um losun hafta á fundi ríkis- stjórnarinnar á föstudaginn var; annars vegar frumvarp til laga um stöðugleikaskatt og fleira og hins vegar frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breyting- um. Sigmundur Davíð segist aðspurð- ur ekki gera ráð fyrir að lögð verði fram fleiri frumvörp um afnám hafta áður en þingið fer í sumarfrí. Hafi vaðið fyrir neðan sig Spurður hvort eitthvað hafi kom- ið í ljós á síðustu dögum sem kalli á þessar aðgerðir, til dæmis að menn hafi nýtt sér glufur í haftareglu- verkinu, segir Sigmundur Davíð að menn vilji hafa vaðið fyrir neðan sig. „Það var talið æskilegt að hafa varann á hvað það varðar, vegna þess að talin var ákveðin hætta á því – þótt hún væri ef til vill ekki mikil – að menn gætu reynt þegar stóru málin verða kynnt á morgun [í dag] að nýta sér glufur með leið- um sem hafa ekki endilega verið farnar fram að þessu. Þannig að þetta er varúðarráðstöfun.“ Sigmundur Davíð segir aðspurð- ur að þessar glufur tengist mögu- legum lánveitingum milli sam- stæðna. Talið hafi verið mögulegt að flytja háar fjárhæðir úr landi á þennan hátt. „Það má segja að það sé möguleiki, án þess að menn hafi átt von á því að það myndi gerast. En það var tæknilega séð mögu- leiki,“ segir hann. Kynnt þingflokkum í dag Sigmundur Davíð segir áður- nefnd tvö frumvörp sem varða los- un hafta verða kynnt í þingflokkum fyrir hádegi í dag. Þá verði þau kynnt formönnum stjórnarand- stöðuflokkanna og í samráðsnefnd um afnám hafta. „Þau verða lögð fram sama dag. Svo verður mælt fyrir þeim fljót- lega. Ég ætla að það verði á mið- vikudaginn kemur [á morgun],“ segir Sigmundur Davíð og tekur fram að dagsetningin sé ekki ákveðin. Forsætisráðherra segir aðspurð- ur að gert sé ráð fyrir því að frum- vörpin tvö fari síðan til efnahags- og viðskiptanefndar. Nefndin hafi þá einhvern tíma til að skoða þetta áður en málið fer í 2. umræðu. Byggir á mikilli vinnu Hann treystir sér ekki til að spá fyrir um hvenær frumvörpin fari inn í þriðju umræðu. „Ég treysti mér ekki til að tjá mig um það að öðru leyti en að benda á að þetta byggir auðvitað á mjög mikilli vinnu margra sérfræðinga til langs tíma. Það er ástæðan fyrir því að málið kemur fyrst fram núna, að menn hafa gefið sér mjög góðan tíma í að vinna þetta vel. Málið kemur því mjög vel undirbúið í þingið og þar af leiðandi ætti að vera hægt að afgreiða það tiltölu- lega hratt,“ segir Sigmundur Dav- íð. Hann segir aðspurður að lands- lagið í haftamálum verði orðið mik- ið breytt í lok ársins ef áðurnefnd frumvörp verði að lögum. „Við gerum ráð fyrir að lands- lagið geti tekið grundvallarbreyt- ingum til hins betra,“ sagði Sig- mundur Davíð. Stoppað upp í glufur á höftunum  Efnahags- og viðskiptanefnd leggur fram frumvarp sem er m.a. ætlað að koma í veg fyrir að fé verði flutt úr landi með lánum  Forsætisráðherra segir þetta fyrsta skrefið af þremur í þessari atrennu Morgunblaðið/Golli Málið kynnt Fundur var í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis síðdegis í gær. Á myndinni eru Jón Þór Ólafsson, Frosti Sigurjónsson, Árni Páll Árnason og Steingrímur J. Sigfússon. Frosti mælti síðan fyrir málinu klukkan 22. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, segir stór- kostlegt hvað vinsældir WOW Cyclothon hjól- reiðakeppninar hafi aukist milli ára. „Í fyrra voru þátttakendur hátt í 500 en núna hafa um 1.000 manns skráð sig til leiks. Mér finnst virkilega gaman að sjá keppnina tvöfaldast svona milli ára.“ Í fyrra söfnuðust 15 milljónir í áheitasöfnun keppninnar og segist Skúli viss um að meira safnist í ár. „Ég er sannfærður um að sett verði nýtt met í áheitasöfnun samhliða aukinni þátttöku í keppninni. Fyrst og fremst er ég þó spenntur að taka sjálfur þátt í að hjóla hringinn.“ Keppendur hjóla hringinn í kring- um landið, eða 1.332 km, og segir Skúli, sem tekur þátt í fjórða sinn, að það verði gleðin frekar en tím- inn sem muni skipta hann máli. Þátttökumet í WOW hjólreiðunum í ár Skúli Mogensen Helgi Bern- ódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagð- ist í gærkvöldi ekki muna til þess að þing væri kallað saman á sunnudegi. „Við lítum svo á að það væri ekki brot á reglunni þegar boðað væri til fundarins eftir náttmál. Við höfum miðað við að það væri ekki fundur hér í þing- húsinu frá dagmálum til náttmála, þ.e.a.s. ekki þingfundur yfir dag- inn [á sunnudegi]. Við höfum áð- ur boðað til fundar aðfaranótt sunnudags, til þess að ljúka þing- störfum, þá hefur verið komið fram yfir miðnótt milli laugardags og sunnudags. En þetta er mjög óvenjulegt og skýrist af þeim nauðsynlegu ástæðum sem eru fyrir hendi.“ Spurður hvort skýringin á því að frumvarpið var lagt fram í efnahags- og viðskiptanefnd í gær sé sú að þá þurfi frumvarpið ekki að fara aftur inn í nefndina segir Helgi að þetta sé „ekki af- brigðilegt með neinum hætti“. „Þessi aðferð hefur oft verið val- in, að mál sé flutt af nefnd og þannig fæst umræða í nefndinni áður en málið kemur til kasta þingsins. Þetta er eðlilegt í máli af þessu tagi og þá er hægt að ganga úr skugga um hvort allir eru sammála.“ Fátíður fundur á sunnudegi SKRIFSTOFUSTJÓRI ALÞINGIS RIFJAR UPP REGLUR Helgi Bernódusson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.