Morgunblaðið - 08.06.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.06.2015, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015 Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um land allt í gær. Í Grindavík var það hin árlega fjölskylduhátíð Sjóarinn síkáti sem einkenndi sjómannadagshelgina líkt og fyrri ár. Vísis- kórinn kom þar fram, en honum stjórnar Mar- grét Pálsdóttir og er kórinn skipaður starfs- mönnum sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis. Fyrir- tækið stóð fyrir veglegri dagskrá í gær í tilefni dagsins og 50 ára afmælis Vísis á árinu. »12 Vísiskórinn söng fyrir Grindvíkinga og gesti Kór skipaður starfsmönnum Vísis skemmti á Sjóaranum síkáta í Grindavík í gær Ljósmynd/Stígur Már Karlsson Skúli Halldórsson sh@mbl.is Við endurskoðun úthlutunarreglna LÍN veturinn 2013-2014 kom í ljós að lán til framfærslu frá LÍN til ís- lenskra námsmanna erlendis voru hærri en t.d. hjá sænska lánasjóðn- um. Munaði í sumum tilvikum tugum prósenta. Kemur þetta fram í svari Illuga Gunnarssonar menntamála- ráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata. Í svarinu kemur einnig fram að framfærslulán námsmanna erlendis hafi árið 2009 verið hækkuð um tutt- ugu prósent án þess að fram hafi far- ið greining á þörf þeirrar hækkunar. Á fimm árum megi ætla að þessi hækkun umfram þörf samkvæmt greiningu Analytica hafi samtals numið þremur og hálfum milljarði króna, en að ríkissjóður geti búist við að fá um helming fjárhæðarinnar endurgreiddan, að því er segir í svari Illuga. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sem gegndi embætti menntamálaráðherra árið 2009, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að ákveðið hafi verið að hækka fram- færsluna á þessum tíma þar sem henni hafi verið haldið niðri um nokkurt skeið þar á undan. Ólík pólitík hjá ríkisstjórnum Spurð hvers vegna ekki hafi verið gert mat á þörf námsmanna erlendis til hækkunar á framfærslu segir Katrín: „Þarna var fyrst og fremst heilbrigð skynsemi látin ráða för. Við mátum það þannig á þeim tíma að það væri forgangsmál að hækka framfærsluna. Á sama tíma vorum við auðvitað að afla ríkinu meiri tekna, sem núverandi ríkisstjórn hefur kosið að slá af. Þetta er að sjálfsögðu bara ólík pólitík hjá þess- um tveimur ríkisstjórnum,“ segir Katrín og bætir við að ríkisstjórnin hafi viljað bæta stöðu námsmanna. „Ég held að þetta snúist nú ekki um annað en ólíka sýn á forgangs- mál. Það var okkar forgangsmál að bæta stöðu námsmanna en ég skal ekki segja um núverandi ríkis- stjórn,“ segir Katrín. „Það var ekki nokkur maður sem deildi um þessa ákvörðun á sínum tíma, því þessi hækkun hafði setið eftir á árunum áður. Á sama tíma vorum við að hækka framfærsluna til námsmanna innanlands vegna verð- lagsbreytinga og þá ákváðum við hreinlega að láta eitt yfir alla ganga.“ Fram kemur í svari Illuga að minnkun kostnaðar vegna lækkunar framfærslulána muni nema 240 milljónum króna fyrir komandi skólaár, en fyrirhugað er að lækka framfærsluna í þremur áföngum. Vildu bæta hag námsmanna  Hækkuðu námslán að þarflausu um milljarða króna samkvæmt greiningu  Fyrrverandi menntamálaráðherra segir að heilbrigð skynsemi hafi ráðið för Katrín Jakobsdóttir Illugi Gunnarsson Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ferðamönnum hefur fjölgað um 80 prósent milli ára í Húnaþingi vestra. Unnur Valborg Hilmars- dóttir, oddviti sveitastjórnar, segir aukninguna m.a. koma fram í auk- inni umferð um Selasetrið á Íslandi, sem er á Hvammstanga. „Þrátt fyrir að sumarið sé kannski ekki alveg komið og enn dálítill kuldi á svæðinu streyma hingað ferðamenn. Við erum að sjá 80 prósentum fleiri ferðamenn núna í maí en í fyrra og það lítur út fyrir að sumarið verði gott fyrir ferðaþjónustuaðila hér á svæðinu,“ segir Unnur. Unnur segir að þó að náttúra Húnavatnssýslu heilli marga sé sennilegra að skáldsaga hinnar áströlsku Hönnuh Kent, Náðar- stund, hafi eitthvað með fjölgun ferðamanna að gera. „Ég get ekk- ert fullyrt um orsök fjölgunarinnar en ég veit að hingað hafa komið ferðamenn sérstaklega í þeim til- gangi að kynna sér söguslóðir Náðarstundar eftir Kent.“ Harmleikurinn heillar Hannah Kent var 17 ára skipti- nemi í Skagafirði þegar hún heyrði söguna um Agnesi Magnúsdóttur, sem tekin var af lífi í Vatnsdals- hólum í Húnavatnssýslu 12. janúar 1830. Var það síðasta aftakan á Ís- landi, þó að dauðarefsing hafi ekki verið afnumin með öllu úr lögum fyrr en með setningu hegningar- laga árið 1928. Kent skrifaði sögu Agnesar á ensku árið 2013 og kom hún út undir nafinu Burial Rites og naut strax þó nokkura vinsælda. Kent fékk m.a. Áströlsku bók- menntaverðlaunin fyrir verkið. Unnur segir sveitarfélagið ekki hafa auglýst söguslóðir Náðar- stundar sérstaklega heldur hafi áhugi ferðamanna sprotið upp af sjálfsdáðum. „Við vorum byrjuð að fá fyrirspurninr um söguslóðir verksins áður en það kom út í ís- lenskri þýðingu og áhuginn er nokkur. Sveitarfélagið hefur þó ekki auglýst söguslóðirnar neitt sérstaklega en ég veit að ferðaþjón- ustuaðilar hafa auglýst ferðir um svæðið. Þetta eru atburðir sem áttu sér stað úti á Vatnsnesi, á Illugastöð- um, sem er einkajörð. Þess vegna hefur ekki verið auglýst sérstak- lega inn á það svæði en atburðirnir ná allt yfir til Þrístapa þar sem sjálf aftakan fór fram og þar hefur verið komið upp skilti um atburðinn.“ Náðarstund laðar að ferðamenn  Áhugi ferðamanna á söguslóðum síðustu aftökunnar sem fram fór á Íslandi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fleiri á ferð Ferðamaður við sela- skoðunarbyrgi á Vatnsnesi. Skerðing framfærslulánanna mun ekki skila ríkinu sparnaði vegna kostnaðar við aðrar breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins. Í breytingunum felst meðal annars aukið tillit til áhrifa fjölskyldu á húsnæði og sérstök lánveiting vegna skóla- gjalda fyrir nám sem skipulagt er líkt og læknisfræðinám, þ.e. samfellt í lengri tíma en fimm ár. Nemur áætluð hækkun út- gjalda vegna þess síðastnefnda um 70 milljónum króna á árs- grundvelli, að því er fram kemur í svari Illuga við fyrirspurn Birg- ittu. Þá var ákveðið að bókalán skyldu metin út frá hverju og einu landi, sem veldur í flestum tilfellum hækkun lána. Skilar ekki sparnaði SKERÐING FRAMFÆRSLU Hnúfubakur sem fylgst var með í suðurferð í Karíbahafið í margar vikur í vetur er trúlega kominn „heim“ í Skjálfandaflóa. Gísli Vík- ingsson, hvala- sérfræðingur á Hafrannsókna- stofnun, fór þess á leit við hvala- skoðunarfyr- irtæki fyrir helgi að þau skyggnd- ust um eftir dýr- inu og sendi þeim myndir sem sýna einkenni hvalsins með munstri á sporði og bakhyrnu. Gísli sagði í gær að hann hefði fljót- lega fengið upplýsingar um hnúfu- bakinn frá Húsavík og biði nú eftir að fá myndir sem staðfestu að um þennan tiltekna hval væri að ræða. Starfsmenn Hafrannsóknastofn- unar merktu hnúfubakinn 10. nóvember nokkru sunnan við Hrís- ey. Hinn 10. janúar hélt hvalurinn ákveðið í vesturátt og síðan til suð- urs og var hinn 19. janúar um 550 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Hreyfingar dýrsins og mikill ferða- hraði þóttu benda til að um síðbúið ,,haustfar“ væri að ræða. Fylgst var með ferðum dýrsins suður á bóginn og um miðjan mars hélt það kyrru fyrir í Karíbahafinu í nokkra daga. Haustfar ekki skráð áður Síðasta skeyti frá hnúfubaknum barst 12. apríl síðastliðinn, 153 dög- um eftir að hann var merktur, og var hann þá tæplega hálfnaður til baka til Íslands. Ekki hafði áður tekist að nema merki úr sendi sem var festur á hval við Ísland í svo langan tíma. Í Atlantshafi eru þekktar vetr- arstöðvar hnúfubaks þar sem æxl- un fer fram, í Karíbahafi og við Grænhöfðaeyjar. Fram til þessa hafði ekki tekist að skrásetja haust- far hnúfubaka í Norður-Atlantshafi með gervitunglasendum. aij@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Í Eyjafirði Listsýning hnúfubaks. Kominn heim úr suðurferð  Beðið eftir stað- festingu frá Húsavík Gísli Víkingsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.