Morgunblaðið - 08.06.2015, Page 9

Morgunblaðið - 08.06.2015, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015 YOUR TIME IS NOW. MAKE A STATEMENT WITH EVERY SECOND. Pontos Day/Date Sígild en engu að síður nútímaleg hönnun sem sýnir það allra nauðsynlegasta. Áreiðanlegt sjálfvindu úrverk sem sýnir vikudaga og dagsetningu. Einfalt og stílhreint úr sem sendir skýr skilaboð. jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 6 1 Kringlan Smáralind Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Brynjólfur Brynjólfsson verkstjóri hefur vakið athygli á götum borgar- innar, en hann ekur um á upp- gerðum GAZ 69 rússajeppa. Brynj- ólfur setti bílinn á númer í lok maí, en hann var tvö ár að gera bílinn upp. „Ég átti svona bíl í gamla daga. Húsið er íslenskt, vélin er úr Volvo því það voru svo lélegar vélar í þess- um bílum og mjög eyðslufrekar,“ segir Brynjólfur. Hann hefur ekki mælt hve miklu bíllinn eyðir á hundraðinu. „Þannig var að bróðir minn eignaðist þennan bíl, hann sagði við mig að hann myndi aldrei gera hann upp og vildi gefa mér hann. Ég skoðaði bílinn og sá fljótt að hann var mjög ryðgaður þannig að ég svaraði að ég vissi ekki hvort ég myndi hreinlega nenna því. Svo dó bróðir minn skömmu síðar og þá fannst mér það meiri skylda. Ég geymdi bílinn svo þangað til ég hætti að vinna og byrjaði þá. Hef verið tvö ár í þessu dundi ásamt syn- inum. Sá er trésmiður og hefur að- stoðað mig mikið, tréverkið er hans verk og ákaflega fallegt.“ Hægt er að taka undir orð Brynjólfs, en bíllinn er fallegur og hugað hefur verið að öllum smá- atriðum. „Það er ekkert stykki sem ég er ekki búinn að breyta og bæta. Þetta er búið að vera mikil vinna en skemmtileg,“ segir hann og fær sér vænan slurk í nefið. Bíllinn vekur víða athygli: „Ég mætti of snemma til læknis á fimmtudag, sat í bílnum og var að hlusta á útvarpið, þá heyrist bank í rúðuna. Þá var þar maður sem vildi fá að skoða. Sá sagði mér að hann hefði átt svona bíl og vildi bara skoða.“ Tveggja ára verkefni Morgunblaðið/Kristinn Glæsilegur bíll Brynjólfur við rússajeppann sinn sem vekur alls staðar athygli enda haganlega gerður upp.  Glæsilegur GAZ 69 bíll gerður upp  Vekur athygli Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Í tilefni af tíu ára afmæli samstarfs- nets Evrópsku neytendaastoðarinn- ar (e. The European Consumer Centres, eða ECC) hefur verið gefin út afmælisskýrsla á ensku með yfir- liti yfir starfið á þessum áratug. Net- ið er starfandi í öllum aðildarríkjum ESB auk Íslands og Noregs. Yfir 650.000 fyrirspurnir hafa borist ECC-stöðvunum á tímabilinu frá evrópskum neytendum, þar af 90.000 á síðasta ári. Stöðvarnar fengu í fyrra 37.000 kvartanir. Kvörtunum vegna kaupa á netinu á milli landa hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Má geta þess að í fyrra voru yfir tveir þriðju hlutar kvartana vegna kaupa á netinu. Helstu ástæð- ur kvartana eru þær að vara er ekki afhent, annar samningsaðili hættir við samninginn, gallaðar vörur eða rangar vörur. Nánar tiltekið er þetta ástæðan fyrir kvörtun í 45% tilfella. Ýmsar áhugaverðar reynslusögur koma fram í skýrslunni, til dæmis um týndan farangur, megrunartöflu- svindl, okur á tjaldsvæði, vandræði við kaup á rafsígarettu og brunasár vegna ,,hrotuarmbands“. Týndur farangur og skil á bílaleigubíl Í lok skýrslunnar má finna yfirlit yfir stöðu neytendamála í hverju samstarfslandi fyrir sig. Í umfjöllun um Ísland eru sagðar tvær nýlegar reynslusögur. Önnur þeirra er um Frakkann Eric, sem týndi farangr- inum sínum í Leifsstöð þegar hann millilenti hér á landi. Þegar farangurinn hafði ekki skilað sér, þremur vikum seinna sneri hann sér til ECC, sem hafði samband við flug- félagið, sem endurgreiddi loks Eric allan útlagðan kostnað. Hin reynslusagan er um Reykvík- inginn Guðmund. Eftir skil á bíla- leigubíl var hann rukkaður um 36 punda viðbótargreiðslu, sem bíla- leigan kallaði ,,þjónustugjald“. Bíla- leigan tjáði honum þá að breska lög- reglan hefði krafið fyrirtækið um upplýsingar um hver hefði notað bíl- inn á leigutímanum, vegna rann- sóknar á meintu broti. Guðmundur hafði hins vegar sjálf- ur samband við lögregluna, sem tjáði honum að hann hefði ekki framið neitt afbrot og að hann væri ekki til rannsóknar. Guðmundur hafði því næst samband við ECC, sem hjálp- aði honum að fá pundin 36 endur- greidd. Kvartanir vegna viðskipta á netinu  Í nógu að snúast hjá evrópsku neyt- endaaðstoðinni  Íslenskar reynslusögur Morgunblaðið/RAX Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Þórunn Sveinbjarnardóttir, formað- ur BHM, segir ekki liggja skýrt fyrir hver ávinningurinn verði af sérstakri sáttanefnd í kjaradeilu BHM og ríkisins. „Ríkisstjórnin lagði þessa leið til á föstudaginn og miðað við þau drög sem við fengum á pappír í dag virðist umboð sáttanefndar vera það sama og ríkissáttasemjara. Annars munum við hitta fulltrúa ríkisins á morgun og þá skýrist kannski betur hvað mun vinnast með tilkomu sátta- nefndar því við sjáum ekki hvað hnút hún á að leysa,“ sagði Þórunn í gær. Ólafur G. Skúlason, formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga, tekur undir með Þórunni og segir enn óljóst hver ávinningurinn af sáttanefnd eigi að vera. „Ríkis- sáttasemjari hefur allar þær heim- ildir sem nefndin mun hafa og ég tel frekar að þetta geti orðið til þess að tefja samningaferlið en að skapa grundvöll að lausn á kjaradeilu okk- ar.“ Þá telja bæði Ólafur og Þórunn að til lagasetningar gæti komið en Þór- unn segist vona að ríkið virði samn- ingafrelsi sinna félagsmanna og komi frekar til móts við kröfur BHM. Ólafur tekur í sama streng en seg- ist óttast að lagasetning sé handan við hornið. „Auðvitað óttumst við að gripið verði til lagasetningar og það styttist í að sett verði lög ef ekki tekst að semja en kröfur okkar hafa alltaf verið skýrar og við teljum mikilvægt sem aldrei fyrr að hækka grunndagvinnutaxta.“ Óheppileg ummæli ráðherra Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra lét þau orð falla um helgina að óheppilegt væri að Þórunn Svein- bjarnardóttir, formaður BHM, væri hápólitísk og vísaði til starfa hennar fyrir Samfylkinguna. Þórunn segir ummæli ráðherrans óheppileg og koma á vondum tíma. „Ráðherrann byggir ekki brýr með þessum ummælum sínum og lítur framhjá þeirri alvarlegu stöðu sem kjaradeilurnar eru komnar í.“ Morgunblaðið/Eggert Kjaradeilur Ekki liggur fyrir hver ávinningur af sáttanefnd á að vera. Hlutverk sátta- nefndar óljóst  Óttast lagasetningu á verkföll Ólafur G. Skúlason Þórunn Sveinbjarnardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.