Morgunblaðið - 08.06.2015, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015
✝ Kristín Run-ólfsdóttir
fæddist á Ás-
brandsstöðum í
Vopnafirði 6. des-
ember 1928. Hún
lést á heimili sínu á
Ásbrandsstöðum
mánudaginn 25.
maí 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Jónsdóttir hús-
freyja, f. 18. maí 1899 í Leir-
höfn í Presthólasókn, d. 11.
mars 1992, og Runólfur Guð-
mundsson bóndi og póstur, f.
21. janúar 1898 í Haga í Vopna-
firði, d. 4. janúar 1989. Systkini
Kristínar: 1) Einar bóndi á Ás-
brandsstöðum, f. 2. nóvember
1921, d. 30. mars 2003. 2) Björg
Halldóra húsfreyja í Hlíð-
arhúsum í Jökulsárhlíð, f. 24.
júlí 1923, d. 3. mars 2013. 3)
Gunnar vörubílstjóri, f. 27.
mars 1927. 4) Guðný Sig-
urbjörg húsfreyja á Fagurhól
og Torfastöðum í Vopnafirði, f.
17. október 1930. 5) Sigrún
bóndi og húsfreyja
á Ásbrandsstöðum,
f. 8. júlí 1934. 6)
Lára húsfreyja á
Hámundarstöðum í
Vopnafirði og síðar
á Akureyri, f. 8.
júlí 1934.
Kristín stundaði
nám í Húsmæðra-
skólanum á Löngu-
mýri í Skagafirði
veturinn 1952 til
1953. Hún starfaði einn vetur á
Kópaskeri hjá Halldóru Frið-
riksdóttur frá Efri-Hólum og
einnig tvo vetur í Reykjavík. Þá
starfaði hún tímabundið á ýms-
um heimilum í Vopnafirði, en
að öðru leyti var starfsvett-
vangur hennar við almenn bú-
störf og heimilishald með for-
eldrum sínum, systkinum og
öðrum ættmennum á Ásbrands-
stöðum.
Útför Kristínar verður gerð
frá Vopnafjarðarkirkju í dag, 8.
júní 2015, og hefst athöfnin kl.
14. Jarðsett verður í Hof-
skirkjugarði.
Stígur hún við stokkinn,
stuttan á hún sokkinn,
ljósan ber hún lokkinn
litli telpuhnokkinn.
(Jónas Hallgrímsson)
Þessi barnagæla er ein af
mörgum sem Stína frænka okkar
söng við lítil börn og hljómar fyr-
ir eyrum okkar með hennar
rómi.
Kristín Runólfsdóttir eða
Stína, frænka okkar, lést á heim-
ili sínu síðdegis á annan í hvíta-
sunnu. Hún var orðin fullorðin
kona svo það mátti alveg búast
við að tími hennar hér færi að
styttast, en samt er alltaf erfitt
að sjá á eftir fólkinu sínu.
Stína ólst upp á Ásbrandsstöð-
um í stórum systkinahópi og bjó
þar alla tíð. Á Ásbrandsstöðum
ólst mamma okkar líka upp og
var eins og litla systir þeirra
Runólfsbarna. Þegar við vorum
stelpur fórum við í sveit á sumrin
til frændfólks okkar. Það var
gott að vera á Ásbrandsstöðum
og við sem vorum þar í sveit
fengum að kynnast öllum verk-
um bæði úti og inni. Það er með
stolti sem við segjumst hafa ver-
ið í sveit hjá Stínu og öllu okkar
kæra frændfólki.
Úti við kenndi Stína okkur
réttu handtökin; að raka í garða,
snúa heyi og setja í sátur, að
raka meðfram skurðum og girð-
ingum á túnunum og raka dreif.
Svo sá hún samviskusamlega um
mjaltir og kálfa. Þar fengum við
krakkarnir að taka þátt í þeim
verkum sem pössuðu fyrir okkar
aldur; reka og sækja kýrnar, þvo
þær, setja mjaltavélarnar á og
taka af, þrífa rörmjaltakerfið,
gefa fóðurbæti og kálfunum
mjólkurbland. Alltaf var Stína
þolinmóð og nærgætin við okkur,
því án efa höfum við ekki alltaf
verið að auðvelda henni vinnuna.
Stína kunni ótal barnagælur
og þá ekki bara eina vísu, heldur
heilu bálkana. Hún kunni til að
mynda margar vísur um prestinn
og skaðræðið konu hans; „Hér er
kominn gestur, segir prestur“,
og voru þær vísur margfalt fleiri
en Ríó tríó söng inn á plötu.
Stína hafði gaman af því að
dansa gömlu dansana við harm-
onikkuleik. Hún og Rúna systir
hennar kenndu okkur stelpunum
sem vorum í sveit hjá þeim að
dansa gömlu dansana í stofunni.
Plata með Gretti Björnssyni var
þá sett á plötuspilarann og svo
dönsuðum við í kringum borðið í
miðri stofunni. Þar er hænsna-
polki okkur sérstaklega minnis-
stæður, ekki síst fyrir nafnið á
dansinum. Stína var heimakær
og var snillingur í að baka
pönnukökur, búa til skyr, smjör,
mjólkurgrauta og kaffibrauð.
Þótt hún færi ekki mikið út af
heimilinu fylgdist hún vel með
fréttum og var vel með á nót-
unum í öllu sem varðaði þjóð-
málin. Samræður við Stínu fóru
gjarnan fram við eldhúsborðið á
Ásbrandsstöðum yfir kaffibolla á
milli mála. Þá var næstum sama
hvert umræðuefnið var, maður
kom aldrei að tómum kofunum.
Einnig fylgdist hún afar vel með
frændfólki sínu og sýndi námi,
störfum og ferðum okkar allra
áhuga.
Kristín litla, komdu hér
með kalda fingur þína;
eg skal bráðum bjóða þér
báða lófa mína.
(Sveinbjörn Egilsson)
Rúna, Erla, Guðný Alma, Jón
og Haraldur eiga eftir að sakna
Stínu mikið og biðjum við guð að
styrkja þau í sorg sinni.
Blessuð sé minning Kristínar
Runólfsdóttur.
Kristín Hermannsdóttir og
Unnur Hermannsdóttir.
Kristín Runólfsdóttir fæddist
6. desember 1928 og dó 25. maí
2015. Hún er horfin af sjónar-
sviðinu hún Stína, eins og hún
var kölluð í daglegu tali. Margir
munu sakna hennar og ljúka upp
einum rómi um að nú sé horfin
ein mikilhæfasta búkona sinnar
tíðar.
Það þótti ekki krókur að koma
við á Ásbrandsstöðum þegar leið
lá þar framhjá. Þar hefur alla tíð
verið mikil gestakoma þar sem
öllum var boðið inn til að þiggja
góðgerðir. Það var ósjaldan þeg-
ar gestur kom í hlaðið að Stína
fór út og spurði hvort hann væri
svo mikið að flýta sér að hann
mætti ekki vera að því að fá sér
kaffisopa. Þegar einhver kom inn
spurði hún: „En varstu búinn að
borða,“ sérstaklega ef gesturinn
var kominn lengra að. Ef svarið
var: „Nei“, þá kom hún með mat
á borð því alltaf var nóg til að
borða á Ásbrandsstöðum.
Þá voru sumarbörnin mörg og
unglingarnir sem hún gældi við
og minnast þau hennar með alúð.
Þá má ekki gleyma útivinnunni
og málleysingjunum sem hún
hugsaði svo vel um. Hún var oft
kvödd til á sauðburði þegar án-
um gekk illa að bera og hún
leysti vandamálið með mjúku
höndunum sínum. Þá voru fjós-
verkin henni hugleikin, eins
margbrotin og þau geta verið, en
þau leysti hún með stakri prýði.
Við þau vann hún til 84 ára ald-
urs.
Kæra mágkona. Nú ertu horf-
in yfir móðuna miklu. Ég bið þér
Guðs blessunar á þeirri vegferð.
Allir dagar eiga kvöld,
allar nætur morgna,
svona líða árin öll
og öldin mynd hins forna.
Alfreð Pétursson.
Blessuð sértu sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
Engið, fjöllin, áin þín,
yndislega sveitin mín,
heilla mig og heim til sín
huga minn úr fjarlægð draga.
Blessuð sértu, sveitin mín,
sumar, vetur, ár og daga.
(Sig. Jónsson frá Arnarvatni.)
Mig langar að minnast Krist-
ínar Runólfsdóttur, eða Stínu
eins og hún var ávallt kölluð,
með fáeinum orðum.
Ég var 11 ára þegar ég hélt í
langferð austur á Vopnafjörð og
gerðist kaupakona í sveitinni
hennar Stínu. Næstu fimm sum-
ur dvaldi ég sumarlangt í sveit-
inni. Ég minnist bjartra sumar-
nátta þegar sauðburður var í
hámarki, Stína að hjálpa lífi í
heiminn en þar var hún færust af
öllum.
Fallegir sumarmorgnar þegar
náttúran skartaði sínu fegursta
og ég rölti af stað með hund og
kött sem ferðafélaga að sækja
kýrnar í nátthaga. Stína tilbúin í
fjósinu að hefja morgunverkin.
Ég minnist Stínu að mjólka,
þvo mjaltavélarnar, brúsarnir
hreinir og gljáandi.
Ég minnist eldhússins, góður
matur á borðum og lifandi um-
ræða um landsins gagn og nauð-
synjar.
Ég minnist Stínu í heyskapn-
um, að vinnu á fallegum sum-
ardögum.
Í sveitinni lærði ég að vinna,
regla og vandvirkni höfð í fyr-
irrúmi.
Myndarskapur hvort heldur
var um úti- eða inniverk að ræða.
Reynslan í sveitinni var dýr-
mætt veganesti.
Það gladdi mig mjög að heim-
sækja sveitina með strákunum
mínum fyrir tveimur árum og að
geta sýnt þeim gamlar slóðir.
Mikil gestrisni einkenndi heim-
ilið þá sem endranær. Ekki er
hægt að minnast Stínu án þess
að nefna Rúnu systur hennar en
þær voru afar samrýmdar og
gjarnan nefndar í sömu andrá.
Ég votta Rúnu og öðrum að-
standendum mína innilegustu
samúð. Blessuð sé minning
Stínu.
María Soffía Gottfreðsdóttir.
Margir sem komnir eru yfir
miðjan aldur, hvað sem það nú
þýðir, hafa orðið þeirrar reynslu
að njótandi að fara í sveit á
sumrin. Það er vafalítið mjög
mismunandi hvernig þar hefur
tekist til en ég er einmitt ein af
þessum fjölmörgu sem fóru í
sveit þegar þeir voru ungir. Fyr-
ir mig var það mikið heillaspor
og ekki síst vegna þess að ég
lenti í fanginu á dásamlegri
manneskju, henni Stínu á Ás-
brandsstöðum.
Ég var bara lítil níu ára hnáta
og búin að taka millilendingu á
Akureyri og þaðan með flugi til
Vopnafjarðar. Endaði svo á stór-
býlinu Ásbrandsstöðum og ég
man enn eftir fallega brosinu og
glettnislegu augunum þegar
Stína tók á móti mér með stórum
faðm og hversu mikið mér létti
þegar ég sá hana.
Ásbrandsstaðir voru eitt af
stórbýlum á þeim tíma og í mörg
horn að líta. Þar var mjög gest-
kvæmt og alls kyns fyrirmenni
komu í heimsókn og gistu jafnvel
tiginbornir gestir. Stína og systir
hennar hún Rúna stjórnuðu öllu
af mikilli röggsemi og féll aldrei
verk úr hendi. Frá því snemma á
morgnana þar til seint á kvöldin
var verið að vinna og alltaf var
það gert með bros á vör.
Stína kenndi mér því margt,
t.d. að mjólka, sulta, baka, elda,
gera pönnukökur og margt fleira
sem ég bý enn að. Löngu síðar
þegar ég kom í heimsóknir var
alltaf eins og tíminn hefði staðið í
stað, vitlaust að gera hjá Stínu
og Rúnu systur hennar, fallega
brosið enn til staðar og hlýr
faðmurinn sem ég gleymi aldrei.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
Stína mín, minning þín lifir að ei-
lífu.
Þín kaupakona
Anna Birgitta Bóasdóttir.
Stína á Ásbrandsstöðum er
dáin. Þessa frétt fengum við að
kvöldi annars í hvítasunnu, en
hún varð bráðkvödd þann dag.
Aldrei er maður viðbúinn, en
þakklát að hún fékk að kveðja án
sjúkrahúslegu. Eftir standa
minningar um góða frænku og
fullorðna konu, sem manni
fannst alltaf ungleg og ekkert á
förum.
Ég kom á Ásbrandsstaði
þriggja ára gömul en mamma
mín lést það ár. Við vorum tvær
systurnar og Aðalbjörg fór í fóst-
ur til föðurbróður okkar á næsta
bæ. Ég ólst upp hjá móðursystk-
inum mínum ásamt frænkum
mínum þeim Guðnýju og Sig-
rúnu. Á þessum árum og ætíð
síðan var tvíbýli á Ásbrandsstöð-
um og allir unnu saman, bæði úti
og inni. Þá var Stína að alast upp
á „hinu búinu“ og ég man hana
lítið á þeim árum, en hún var
alltaf til staðar. Mínar æsku-
minningar um hana eru hjálp-
semi.
Á þessum árum voru þau öll
heima systkinin, öll eldri en ég.
Mikið var unnið og allt lék í
höndum þeirra. Ég man eftir því
að á sunnudögum komu oft gest-
ir. Þá var grammófónninn sem
Einar átti settur af stað og dans-
að inni og úti ef gott var veður.
Stína hafði alltaf mjög gaman af
dansi og söng. Þar lærðum við
krakkarnir, ég og sumardvalar-
börnin, fyrstu sporin og þurftum
ekki í dansskóla.
Lífið var ekki alltaf dans.
Snemma á ævinni fór að bera á
heyrnarskerðingu og þegar ald-
urinn færðist yfir beinþynning
og gigt ásamt versnandi sjón.
Aldrei kvartaði hún. Las blöðin
með aðstoð stækkunarglers
seinni árin. Fyrir nokkrum árum
varð hún fyrir því slysi að lær-
brotna, en náði sér ótrúlega fljótt
og vel eftir það áfall og hélt
áfram sínu striki við störfin inn-
anbæjar, en lét öðrum eftir að
mjólka kýrnar, sem hafði þó ver-
ið hennar starf um árabil.
Hún hafði yndi af blómum og
margar erum við búnar að þiggja
afleggjara frá henni sem flestir
lifa og dafna.
Svona liðu árin við leik og
störf. Öll góð í minningunni og
margt að þakka. Stína helgaði
sig heimilinu og umönnun eldra
fólksins ásamt Sigrúnu systur
sinni, sem ég kalla fóstursystur
mína. Þær hafa stutt hvor aðra
seinni árin við búskapinn ásamt
Gunnari, sem nú er kominn á
hjúkrunarheimilið í Sundabúð,
en þær sinntu heima af sinni alúð
meðan unnt var.
Á búinu „frammi“ tók næsta
kynslóð við og samheldnin hélt
áfram. Öll hafa þau misst góða
systur og frænku, en lífið heldur
áfram og við búum öll að samver-
unni. Ég gæti setið og skrifað
svo miklu meira, en hugur minn
er fullur af þakklæti fyrir liðin
ár. Þakklæti fyrir Unni, Kristínu
og Þorstein, sem öll voru í sveit á
Ásbrandsstöðum. Þakklæti fyrir
öll góðu símtölin og samveru-
stundirnar. Þakklæti fyrir hvað
þú gast oft munað betur en við
ýmislegt sem okkur langaði að
rifja upp alveg fram á síðustu
stundu. Aðalbjörg systir þakkar
öll gæðin sem hún og fjölskylda
hennar hafa notið.
Við hérna í Hlíðartúninu á
Höfn sendum innilegar samúðar-
kveðjur til allra ættingjanna og
þökkum þér, elsku Stína, fyrir öll
árin. Við munum sakna þess að
sjá þig ekki þegar við komum í
Ásbrandsstaði en ég veit að þú
fylgist með okkur öllum.
Vertu blessuð og sæl og Guð
geymi þig.
Þín frænka,
Heiðrún Þorsteinsdóttir.
Síminn hringir að kvöldi ann-
ars dags hvítasunnu. Ég lít á
símann um leið og ég svara. Það
er hringt frá Ásbrandsstöðum í
Vopnafirði. Í símanum er Erla
Alfreðsdóttir. Ég heyri strax á
rödd hennar að hún flytur sorg-
arfréttir. „Hún Stína frænka mín
er dáin. Hún dó milli klukkan
fimm og sex í dag.“ Mig setur
hljóðan. Getur þetta verið satt?
Kristín Runólfsdóttir var orðin
86 ára gömul, en gekk til allra
venjulegra heimilisverka og
fylgdist með öllu. Síst af öllu átt-
um við von á því að kallið væri
komið hjá henni.
Hún fæddist og dó á Ás-
brandsstöðum. Þar var hennar
starfsvettvangur mestan hluta
ævinnar. Ég kynntist Kristínu
fyrst þegar ég fór að venja kom-
ur mínar að Ásbrandsstöðum til
að heimsækja Heiðrúnu frænku
hennar, sem síðar varð eiginkona
mín. Á síðustu rösklega 50 árum
hafa samskiptin við heimilisfólk-
ið á Ásbrandsstöðum verið mikil
og náin. Börnin okkar Heiðrúnar
notið þar sumardvalar og heim-
sóknir þangað verið sjálfsagður
hluti af tilverunni.
Á Ásbrandsstöðum var ávallt
mikill gestagangur. Þegar nýtt,
stórt og myndarlegt íbúðarhús
var byggt um 1960 var þar að-
staða til að taka á móti fólki til
gistingar og ef til vill má segja að
þar hafi á þessum árum verið vís-
ir að ferðaþjónustu bænda, sem
síðar hefur víða orðið til í sveit-
um landsins. Þar gistu sölumenn
og forstjórar, leikflokkar og
hljómsveitir, þingmenn og ráð-
herrar auk ættingja og vinafólks,
sem átti leið um Vopnafjörð á
sumrin. Öllu þessu fólki þjónaði
Kristín, ásamt öðru heimilisfólki,
af alúð og natni. Hafði ánægju af
þessum samskiptum þó svo álag-
ið væri oft mikið.
Kristín fylgdist alla tíð vel
með. Hafði mikið samband við
ættingja sína, nákomna og fjar-
skylda og bar umhyggju fyrir
hag þeirra. Vafalaust átti hún
möguleika á að velja sér annan
starfsvettvang. Hún fór í Hús-
mæðraskólann á Löngumýri í
Skagafirði á yngri árum og vann
um tíma utan heimilis bæði í
Reykjavík og á Kópaskeri, en
ákvað að helga sig störfum fyrir
fólkið sitt í Vopnafirði og aldrei
heyrði ég hjá henni efasemdir
um að sú ákvörðun hefði verið
rétt.
Hún var sérstaklega barngóð
og umhyggjusöm um velferð
frændfólks síns af yngri kynslóð-
inni. Um það geta börnin okkar
Heiðrúnar vitnað og sama má
segja um börn og barnabörn
systra hennar, þeirra Bjargar,
Guðnýjar og Láru.
Við fráfall Kristínar er skarð
fyrir skildi. Það er mikill missir
fyrir okkur sem fjarri erum, en
mestur er þó missirinn fyrir
systkini hennar, Sigrúnu, Guð-
nýju, Gunnar og Láru, og að
sjálfsögðu Erlu frænku hennar
og Harald á Ásbrandsstöðum og
börnin þeirra Jón og Guðnýju
Ölmu.
Ég þakka Kristínu fyrir sam-
fylgdina á liðnum áratugum. Það
er mikils misst að eiga ekki von á
að hitta hana fyrir í heimsókn í
Vopnafjörðinn.
Hermann Hansson.
Kristín
Runólfsdóttir
Elskuleg móðir okkar,
ÁGÚSTA MARGRÉT VIGNISDÓTTIR,
áður til heimilis að Víkurbraut 30,
Höfn í Hornafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn
31. maí.
Útför fer fram frá Hafnarkirkju þriðjudaginn 9. júní kl. 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið
Skjólgarð.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
.
Vignir Þorbjörnsson,
Ólafur Björn Þorbjörnsson,
Örn Þór Þorbjörnsson,
Guðjón Hermann Þorbjörnsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
UNNUR HERBERTSDÓTTIR
frá Bægisá,
Stapasíðu 10,
Akureyri,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar 26. maí á Sjúkrahúsi Akureyrar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
12. júní kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta
lyflækningadeild Sjúkrahúss Akureyrar njóta þess.
.
Þorsteinn Baldursson, Ceniza Íris Baldursson,
Ingimar Þór Baldursson,
Birgir Baldursson,
Unnur Erna Ingimarsdóttir, Hilmar Þór Pálsson,
ömmu- og langömmubörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
MAGNÚS GUÐJÓNSSON,
Strikinu 4,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju
föstudaginn 12. júní kl. 13.
.
Guðjón Magnússon,
Ólafur Magnússon, Tamara Suturina,
Jóhann Magnússon, Valgerður Andrésdóttir
og fjölskyldur.