Morgunblaðið - 08.06.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.06.2015, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt skyndilegar efasemdir um eigið ágæti sæki á þig í dag. Hvatning frá nokkrum vinum virkar eins og plástur á sárið á sálartetrinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Skrifaðu lista yfir það sem þú átt eftir ógert svo þér finnist þú betur skipulagður/ skipulögð. Léttu af þér okinu við góðan vin og þú munt sjá veröldina í nýju og betra ljósi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver vandræði koma upp í vinnunni og þú þarft að leggja þig alla/n fram til þess að ná sáttum. Veltu aðstæðum vand- lega fyrir þér áður en þú afræður nokkuð. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að tala þínu máli og veist að enginn getur gert það fyrir þig. Hið ófyrirséða er það sem gerir kvöldið í kvöld svo spenn- andi. Njóttu dagsins, dagurinn í dag kemur ekki aftur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú er heppilegur tími til að skipta um húsnæði eða starf. Störf þín standa fyrir sínu og þú þarft ekki að réttlæta þig með leik- araskap. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Biðji vinur þinn þig um lán skaltu veita það. Leggðu þig alla/n fram og þá mun fram- lag þitt verða mikils metið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski inn á heimili þínu í dag. Hver dagur ýtir undir keppnisskapið í þér en láttu þig stundum fljóta með straumnum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vertu svellkaldur/svellköld og tjáðu þig óaðfinnanlega eða láttu ekkert uppi um plön þín. Taktu áhættu í stað þess að fara öruggu leiðina og þú munt ekki sjá eftir því. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Reyndu að taka tillit til annarra á næstu vikum. Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fullt tungl hefur áhrif á andrúms- loftið á vinnustað og jafnvel heilsuna. Gjaf- mildi er göfug en getur orðið fáránleg gangi hún úr hófi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Oft er flagð undir fögru skinni svo þér er vissast að fara varlega í nýjum kynn- um. Reyndu að vera góð fyrirmynd fyrir vini þína. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert dularfull/ur og spennandi í augum félaga þinna. Ekki eru allir viðhlæj- endur vinir. Láttu ímyndunaraflið ráða för, þú kemur hvort eð er engu í verk í dag. Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir hefur sent frá sér fjórðu ljóðabókina, Fjörublóma. Hún er í ljóðahópi Kópavogs í Gjábakka. Mér varð það á að fara rangt með nafn hennar hér í Vísnahorni á dögunum, sem ég biðst afsökunar á. Ljóð Ólafar Stefaníu eru skemmtileg og myndræn. Hún sæk- ir yrkisefni sín í náttúruna, söguna og daglega lífið. Efnistökin eru fjöl- breytileg og hún bregður fyrir sig stuðlum og höfuðstöfum, ef því er að skipta. Og svo getur hún verið smáglettin: Kú – kú – kú! gaukur gól hvar tjóðrað múldýr töltir daglangt í stóískri ró. Fyrsta ljóðið heitir „Ný dögun“ og þar er tónninn sleginn: Við sólarupprás stíga skýstrókar upp frá Hellisheiði eins og eldgos. Teinréttir toppskarfar teyga morgunsvalann í vetrarstillu. Á Skarfaskeri munstrar haflöðrið sjávarhlaðborð á hvítan kniplingahring. Ólöf Stefanía leikur sér gjarna að austurlenskum ljóðaháttum. Joð- sótt heitir þessi tanka: Fjallið tók joðsótt. Í blámóðunni sveima grályndir háfar. Í hnattferð gleypir vaðan sólargeisla og regnský. Og hér kemur tankan „Horft af brúnni“: Litli drengurinn horfir af brúnni ofan í straumþungt fljótið. – Mamma, ef ég dett niður þá á ég enga mömmu! Hér koma að lokum hækur eftir Ólöfu Stefaníu. Fyrst „Dómadals- heiði“: Grá fyrir járnum ryðjast rymjandi tröllin yfir hálendið. „Jarðgöng“: Á nýrri þúsöld rætast óskir vegmóðra við bifröst fjallsins. Og að lokum „Askur og Embla“: Mara í kafi Askur og Embla, kvistar í flæðarmáli. Þessi sýnishorn sýna, að Ólöf Stefanía er þroskað skáld og frum- legt. Hún hefur gott vald á málinu og hefur skýra sýn á ljóðmyndir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Athyglisverð ljóðabók Í klípu „INNRA BARNINU MÍNU ER ÓGNAÐ AF BARNINU INNI Í MÉR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „UM LEIÐ OG ÉG ÞREYTIST Í HANDLEGGJUNUM LENDI ÉG, OG ÞÚ FÆRÐ AÐ PRÓFA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann eyðir öllum peningunum sínum í þig. VILTU ELTA MIG? VILDI EKKI GERA ÞAÐ JÆJA! LÁTTU KÖTTINN GERA ALLT SAMAN! NEI? ÞEGAR MAÐUR HORFIR Á ÞESSA STÓRKOSTLEGU STJÖRNUSÝNINGU VERÐUR MAÐUR SMÁR Í SÉR, ER ÞAÐ EKKI? HVER VAR SPURNINGIN AFTUR? Þó að júní sé skammt kominn ertúristamergðin úti á landi orðin mikil. Víkverji fór hringferð um landið í síðustu viku og kom víða við. Bar svo við að hvarvetna var allt krökkt af fólki. Yfirþyrmandi er orð- ið sem því lýsir best. Erlendir ferða- menn sem til landsins koma eru nú orðnir um ein milljón á ári og upp- bygging til dæmis á hótelum og því sem kallað er innviðir gerir ráð fyrir áframhaldandi fjölgun. Víst skapar þetta vinnu og skilar miklum tekjum til samfélagsins. En hvað svo? x x x Á síðustu misserum hefur, meðréttu, verið bent á að helstu ferðamannastaðir landsins beri ekki meiri umferð og hafa skýr dæmi um náttúruskemmdir vegna álags á Þingvöllum, Geysi, Skaftafelli, Mý- vatni og Dettifossi verið nefnd. Hitt hefur þó minna verið rætt hvort vax- andi vegur ferðaþjónustu sé endi- lega það sem fólkinu í landinu þykir eftirsóknarvert. Rímar þróunin við íslenska samfélagsgerð? x x x Veraldarvanur Víkverji minnistþess frá Indlandi hvað mann- fjöldinn við ástarhofið Taj Mahal var óþægilegur. Þúsundir ferðamanna voru á svæðinu og óteljandi skran- salar. Mergðin minnti á ös í Kringl- unni á Þorláksmessu. Það var því ekki að ástæðulausu sem indversk hughrif komu upp í huga Víkverja þegar hann stóð á Hakinu á Þing- völlum í fyrra, þar sem allt var stappað af fólki með framandi svip og enginn talaði íslensku. Og ballið er rétt að byrja: að túristar sem til Íslands koma verði tvær milljónir eftir svo sem tíu ár er ekki fjarlægt. x x x Íslendingum finnst ljúft að getaskroppið í friðsæld úti á landi, hlustað á þögn, tjaldað við blátæra læki og tínt ber. En heyrir þetta sögunni til? Túristavæðingin hefur öllu breytt og að vissu marki gert Ís- land að stærsta skemmtistað í heimi, svo notað sé þekkt slagorð símafyrirtækis. Í huga Víkverja er slíkt land óspennandi og geldur hann varhug við óstöðvandi fjölgun ferðamanna. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Þú hefur elskað réttlæti og hatað ranglæti. Því hefur Guð, þinn Guð, smurt þig gleðinnar olíu fram yfir þína jafningja. (Hebr. 1, 9.) bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á fi skinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.