Morgunblaðið - 08.06.2015, Side 26
VIÐTAL
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Árið 1995 steig Ingunn Snædal
fram í sviðsljósið með sinni fyrstu
ljóðabók Á heitu malbiki en bókina
gaf hún út sjálf eftir hvatningu frá
kennurum sínum í Kennaraháskóla
Íslands, sem nú er orðinn hluti af
menntavísindasviði Háskóla Ís-
lands.
„Ég gaf út fyrstu ljóðabókina
mína eftir tvö ár í námi í Kennara-
háskólanum,“ segir Ingunn. „Mér
fannst afar gaman í íslenskuhluta
námsins, hafði frábæra kennara,
þ.á m. Baldur Hafstað sem kenndi
mér um vægi hvers einstaks orðs
og hvernig ætti ekki að bruðla með
þau, heldur hugsa um merkingu og
tilgang með hverju orði fyrir sig.
Svo var ég í ritlistaráfanga hjá
Þórði Helgasyni þar sem við fórum
yfir texta hvert hjá öðru, ræddum
og gagnrýndum. Það var afar hjálp-
legt og líklega í fyrsta skipti sem ég
sýndi einhverjum það sem ég var
að skrifa. Þórður ýtti á mig að gefa
ljóðin mín út, hjálpaði mér að velja
þau og fínpússa. Svo sendi ég þau í
prentsmiðju með einhverri forsíðu
sem ég hraðsauð, alltaf allt á síð-
ustu stundu.“
Bókina seldi Ingunn sjálf en seg-
ist þó ekki vera mikill sölumaður í
sér og aldrei liðið vel með að biðja
fólk að kaupa bækurnar sínar.
„Bókin Á heitu malbiki kom svo út
um vorið 1995 og ég seldi hana sjálf
um sumarið. Það var svosem ágætis
tekjulind, ég hafði látið prenta 400
eintök og seldi þau flestöll, en ég er
óskaplega lítil sölukona og tók al-
veg út fyrir að vera að rölta á milli
kráa og bjóða bókina til sölu. Ég
byrjaði samt á því að hringja í alla
sem ég þekkti eða mamma og pabbi
þekktu, reiknaði með að þeim þætti
erfiðara að neita mér. En skemmti-
legt fannst mér það ekki, ég þurfti
að herða mig upp í hvert einasta
símtal. Barröltið var ekki miklu
skárra. Mér fannst ég alltaf vera að
biðjast afsökunar á sjálfri mér, sem
er nánast eðlislægur fjandi hjá
mörgum konum og alveg óþolandi.“
Ljóðlistin og ljóðasafnið
Ingunn hefur nú gefið út fimm
bækur og ljóð hennar að auki verið
birt í ýmsum tímaritum. Nýlega
kom út ljóðasafn hennar þar sem
finna má öll hennar eldri ljóð og
nokkur ný og óbirt að auki. Áhug-
ann á ljóðinu segir Ingunn hafa
mótast í æsku en hún er alin upp á
miklu íslenskuheimili, þar sem mik-
ið var lesið og ekki síður spjallað
um íslenskt mál og málnotkun að
hennar sögn.
„Ég byrjaði að skrifa ljóð áður en
ég man eftir mér, held ég,“ segir
hún. „Í barnaskóla orti ég vísur og
samdi ljóð, sem ég man að vísu ekki
eftir en á ennþá til í gömlu dóti. Svo
vandist ég því sem unglingur að
skrifa mikið, ég stóð í bréfaskriftum
við vinkonur mínar og pennavini,
hélt dagbók, skrifaði sögur og sendi
inn í Æskuna og Barnablaðið og
fleiri tímarit. Þá ólst ég upp á miklu
íslenskuheimili þar sem mikið var
lesið og rætt um málnotkun.“
Tungumálið heillaði Ingunni því
strax en ljóðformið varð ofan hjá
henni. „Ljóðformið hefur alltaf
heillað mig, kannski vegna þess að
það er eiginlega ekkert form. Það
er allt leyfilegt í ljóðum. Þar er líka
hægt að segja svo margt í fáum
orðum – og kannski ekki síst með
því sem er látið ósagt.“
Vill viðbrögð almennings
Svefnlausar nætur í bið eftir hóli
gagnrýnenda eru ekki margar hjá
Ingunni enda segist hún búin að
losa sig undan slíkum væntingum
og finnst skemmtilegra og meira
varið í að heyra frá venjulegu fólki,
fólki úr öllum stéttum og um allt
land. „Auðvitað finnst mér gaman
að fá góða dóma fyrir það sem ég
skrifa en fæ miklu meira út úr því
að fá þakkir fyrir ljóðin mín frá
venjulegu fólki. Það er eiginlega
eina gagnrýnin sem skiptir mig
máli. Kannski færi ég samt alveg á
bömmer ef ég fengi einhvern tíma
virkilega vondan dóm. Það getur
ekki verið gaman. Verður bara að
koma í ljós.“
Ingunn virðist ekki taka sig of
hátíðlega og segist vera með ein-
faldan smekk en – sem skipti öllu –
sinn smekk.
„Mér finnst gaman að hlusta á
tónlist og horfa á bíómyndir, en
helst vil ég lesa. Mér finnst gaman
að fara á ýmsa menningarviðburði,
en smekkur minn er frekar einfald-
ur og margt fer algjörlega fyrir of-
an garð og neðan hjá mér, ég botna
ekkert í sumri list. Ég veit samt al-
veg hvað mér líkar, bara ekki alltaf
af hverju mér líkar það.“
Ljóðabækur fallegar og fjöl-
breytilegri en aðrar bækur
Flestir listamenn þróa stíl sinn
og form og segist Ingunn ekki
öðruvísi en aðrir í þeim efnum.
„Mín ljóð hafa sjálfsagt þróast eftir
því sem árunum fjölgar og þroskinn
(vonandi) eykst. Mér finnst ég hafa
meiri húmor í dag en þegar ég var
tuttugu og fjögurra. Ég var voða
dramatísk, alltaf ástfangin, eða hélt
að ég væri það, alltaf alveg að deyja
úr tilfinningum. Ég er kannski ekk-
ert minna dramatísk núna, en ég
hef meiri húmor fyrir sjálfri mér,
sérstaklega þegar mér líður sem
verst. Þá er svo gott að geta gert
dálítið grín.“
Hún segist ekki hafa nógu góða
yfirsýn til að fullyrða nokkuð um
þróun íslenskra ljóða og ljóðlistar.
„Ég hef nú kannski ekki yfirsýn
yfir þróun ljóðlistar á Íslandi – ég
kaupi reyndar helst ljóðabækur,
mér finnst þær oft fallegri og fjöl-
breytilegri en aðrar bækur. Það eru
alltaf að koma fram ný ljóðskáld
sem hafa misjafnlega margt til mál-
anna að leggja, eins og gengur.“
Einhverjir eru að lesa ljóð
Samkeppni um tíma fólks verður
æ harðari og í dag er í boði af-
þreying sem börn og unglingar létu
sig ekki einu sinni dreyma um fyrir
örfáum árum. Snjallsímarnir, úrin
og spjaldtölvurnar hafa fangað at-
hygli almennings og því vaknar sú
spurning hvort nokkur maður nenni
að lesa ljóð í dag?
„Einhverjir eru greinilega að lesa
ljóð, sýnist mér. Ég fæ oft tölvu-
póst, bréf, kort og hringingar frá
fólki sem vill þakka mér fyrir ljóð,
segja mér hvað þau hafi haft mikil
áhrif á sig, gera við þau tónlist,
nota þau í list eða verkefnum. Þetta
er fólk á öllum aldri og ég verð allt-
af jafnglöð þegar ég fæ slík skila-
boð.“
Ingunn segir mikilvægt að halda
ljóðforminu að unga fólkinu enda
læri það ekki um ljóðlistina nema fá
tækifæri til að kynnast henni og
þroska með sér hæfileikann að
semja og lesa ljóð.
„Ég læt nemendur mína lesa og
skrifa ljóð, það er ekkert mál, bara
ef byrjað er á réttum enda. Það
þýðir ekkert að veifa Jónasi fyrir
framan unglingana, það þarf að
byrja á einhverju sem stendur þeim
nær og fikra sig svo yfir í fegurðina
sem fylgir þessu gamla. Reyndar
eru margir unglingar mjög hrifnir
af hefðbundnu ljóðformi, þeim
Skáldkonan „Ég sem
ljóð eftir því sem and-
inn blæs mér í brjóst
hverju sinni,“ segir
Ingunn Snædal.
Andagiftin
kemur um
andvökunætur
Ljóðasafn Ingunnar Snædal kom út
fyrir skömmu og hefur að geyma
gömul og ný ljóð hennar
Ingunn gefur lítið fyrir álitsgjafa og
metur meira hrós, þakkir og viðbrögð
almennings
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015