Morgunblaðið - 08.06.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.06.2015, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2015 Systkinin Thomas og Jennyfara í íbúð roskins föðursíns eftir andlát hans, þarhefur öllu verið snúið við eins og einhvers hafi verið leitað og það eina sem þau taka með sér er brauðrist föðurins. Brauðristin reynist innihalda nokkuð sem al- mennt er ekki að finna í slíkum tækjum og í kjöl- farið fer í gang atburðarás sem snýr lífi Thom- asar á hvolf. Gömul leynd- armál koma upp á yfirborðið, ný skjóta upp kollinum, starfi og einka- lífi Thomasar er stefnt í voða og stöðu hans sem karlmannsins í fjöl- skyldunni er ógnað þegar hinn heillandi Luke skýtur upp kollinum. Aðalpersónan í Skæri blað steinn er Thomas, hann er um fertugt og líf hans virðist við fyrstu sýn nokk- uð hefðbundið. Hann er í sambúð með Patriciu, rekur sérverslun með vönduð ritföng og skrifstofuvarning ásamt vini sínum og leggur mikið upp úr fegurð og samræmi og að hafa stjórn á sér. Systirin Jenny er andstæðan, hún vinnur láglauna- starf, kemst auðveldlega úr jafn- vægi og lætur tilfinningar sínar óhindrað í ljós. Lát föðurins, sem stundaði ýmsa vafasama iðju, leysir úr læðingi áður óþekkta hegðun hjá Thomasi. Hann beitir Patriciu of- beldi og leyndarmálið í brauðrist- inni, sem hann felur í kjallaranum, verður eins konar tákn fyrir þá glæpahneigð sem hann gæti hafa erft. Sagan gerist einhvers staðar í Danmörku, staðháttum er ekki lýst þannig að hægt sé að átta sig á því hvar hún gerist og sömuleiðis er ill- mögulegt að átta sig á því hvenær. Þetta er ekki einsdæmi meðal danskra rithöfunda og það hefur verið kallað „Stedet“ eða „Ikke- stedet“ þegar höfundar sleppa stað- setningum í tíma og rúmi. Þetta hef- ur m.a. Knud Romer gert. Persónur eru dregnar djúpum dráttum, en virðast við fyrstu sýn hálfstaðlaðar; eldri bróðirinn sem er með allt á hreinu og veiklynda yngri systirin, sambýliskonan sem þráir barn og besti vinurinn sem er létt- lyndur nautnaseggur. Aidt afhjúpar persónurnar smám saman og í ljós kemur að þær eru margbrotnari en þær virðast við fyrstu sýn (eins og fólk er nú almennt). Þetta á ekki síst við um aðalpersónuna Thomas sem eftir dauða föðurs síns fer að upplifa sig sem eins konar verndara allra kvenna í kringum sig – sam- býliskonu sinnar, systur, systur- dóttur og roskinnar móðursystur. Á sama tíma getur hann ekki hugsað sér að eignast barn með Patriciu, en það er hennar heitasta ósk. Skæri blað steinn er fyrsta skáld- saga Aidt, en hún fékk Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir smásagnasafnið Bavíana árið 2008. Bókin hefur fengið góða dóma í Danmörku og víðar og meðal þess sem vakið hefur athygli gagnrýn- enda er hversu vel Aidt tekst að vefja saman lýsingu á karlmanni í miðaldra-krísu, sögu af ógæfusamri fjölskyldu, bláköldu norrænu raunsæi og spennusögu með óvænt- um endi. Listileg þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er svo punkturinn yf- ir býsna gott i-ið. Morgunblaðið/Ómar Sú fyrsta Skæri blað steinn er fyrsta skáldsaga Aidt, en hún fékk Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir smásagnasafnið Bavíana árið 2008. Miðaldra-krísa og krimmi í senn Skáldsaga Skæri blað steinn bbbbm Eftir: Naja Marie Aidt. Bjartur/Neon 2015. 363 blaðsíður ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Tomorrowland 12 Casey er venjuleg stelpa sem finnur nælu sem leiðir hana í framtíðarheim þar sem gáfaðasta fólk heims reynir að bæta framtíð mannkyns. Metacritic 60/100 IMDB 6,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 17.20, Sambíóin Akureyri 17.30 Spy 12 Susan Cooper er hógvær starfsmaður CIA; hún vinnur í greiningardeildinni en er í rauninni hugmyndasmiður- inn á bak við hættulegustu verkefni stofnunarinnar. Metacritic 84/100 IMDB 7,4/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.25, 20.00, 22.35 Smárabíó 17.15, 20.00, 20.00, 22.40, 22.40 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflvík 20.00 Good Kill 16 Metacritic 65/100 IMDB 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 22.55 Spooks 16 Þegar hryðjuverkamaður sleppur úr haldi við hefð- bundna fangaflutninga geng- ur Will Crombie til liðs við M15-leyniþjónustuna þar sem Harry Pearce ræður ríkjum. IMDB 6,8/10 Smárabíó 20.00, 22.20 Háskólabíó 22.10 Hot Pursuit 12 Vanhæf lögreglukona þarf að vernda ekkju eiturlyfjasala fyrir glæpamönnum og spilltum löggum. Metacritic 49/100 IMDB 3,2/10 Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.00 Avengers: Age of Ultron 12 Þegar Tony Stark reynir að endurvekja gamalt friðar- gæsluverkefni fara hlutirnir úrskeiðis og það er undir Hefnendunum komið að stöðva áætlanir hins illa Ultrons. Morgunblaðið bbbmn IMDB 9,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.00, 20.00. Bakk Tveir æskuvinir ákveða að bakka hringinn í kringum Ís- land til styrktar langveikum börnum. Bönnuð yngri en sjö ára. Morgunblaðið bbbbn Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.10 Pitch Perfect 2 12 Stúlkurnar í sönghópnum The Barden Bellas eru mættar aftur. Morgunblaðið bbbmn IMDB 7,2/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00 Smárabíó 20.00, 22.30 Borgarbíó Akureyri 22.00 Paul Blart: Mall Cop 2 IMDB 4,0/10 Smárabíó 17.45 Child 44 16 Morgunblaðið bmnnn IMDB 5,8/10 Sambíóin Kringlunni 22.00 Loksins heim Metacritic 48/100 IMDB 6,7/10 Smárabíó 15.30, 17.45 Ástríkur á Goðabakka IMDB 7,0/10 Smárabíó 15.30 Fúsi 10 Fúsi er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og fátt kemur á óvart. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 64/100 IMDB 7,7/10 Háskólabíó 20.00 Bíó Paradís 18.00 Turist Bíó Paradís 22.15 Birdman Bíó Paradís 17.45 Human Capital Bíó Paradís 20.00 The New Girlfriend Bíó Paradís 22.15 The Arctic Fox Bíó Paradís 20.00, 21.00 París Norðursins Bíó Paradís 22.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna Eftir að heimurinn hefur gengið í gegnum mikla eyðileggingu er hið mannlega ekki lengur mannlegt. Í þessu umhverfi býr Max, fámáll og fáskiptinn bardagamaður. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 88/100 IMDB 9,3/10 Laugarásbíó 22.00 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.30 Mad Max: Fury Road 16 Bræðurnir Gummi og Kiddi eru sauðfjárbændur á sjötugsaldri sem hafa ekki talast við áratugum saman. Morgunblaðið bbbbm Laugarásbíó 18.00, 20.00 Smárabíó 15.30, 15.30, 17.45, 17.45, 20.00, 22.10 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00 Hrútar 12 VÍKKAÐU HRINGINN Við gefum þriðja bílinn á þessu ári í glæsilegum áskriftarleik fyrir trausta lesendur Morgunblaðsins. Allir áskrifendur eru með í leiknum. Fylgstu með þann 17. júlí þegar við drögum út fjórhjóla- drifinn Mercedes-Benz B-Class með 7 þrepa sjálfskiptingu að verðmæti 6.970.000 kr.* *Inni í verðinu er ríkulegur aukabúnaður. Grunnverð á Mercedes-Benz B-Class CDI 4MATIC er 5.790.000 kr. Jarðskjálfti ríður yfir Kaliforníuríki og þarf þyrluflugmaðurinn Ray að bjarga dóttur sinni. Metacritic 43/100 IMDB 6,7/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Sambíóin Álfabakka 17.30, 17.30, 18.30, 20.00, 20.00, 21.00, 22.30, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík20.00, 22.20 San Andreas 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.