Morgunblaðið - 18.06.2015, Page 1

Morgunblaðið - 18.06.2015, Page 1
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Makrílveiðar Smábátar fara nú inn í kvótakerfið í makríl eins og aðrir. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Makrílveiðar smábáta og ísfisk- veiðiskipa eru nú kvótasettar, sam- kvæmt nýrri reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2015. Þar með eru makrílveiðar allra gerða íslenskra fiskiskipa háðar aflaheimildum. Makrílveiðum smá- báta hefur verið stýrt með sóknar- marki frá því að þær hófust árið 2010. Sjávarútvegsráðherra setti reglugerðina í fyrradag. Stjórn Landssambands smábáta- eigenda hefur lýst yfir fullu van- trausti á embættisfærslu sjávar- útvegsráðherra og krefst þess að reglugerðin verði dregin til baka. Í reglugerðinni er miðað við að heildarmakrílafli íslenskra skipa verði 172.964 lestir á þessu ári. Það er nokkur aukning frá því í fyrra, þegar kvótinn var 167.826 lestir. Páll Rúnarsson, skipstjóri á togaranum Brimnesi RE 27, var í gær að veiða gulllax djúpt suður af Vestmannaeyjum. Hann kvaðst hafa séð punkta í fiskileitartækjunum sem voru makríllegir. „Sjórinn er frekar kaldur, svona tveimur gráð- um kaldari en á sama tíma í fyrra,“ sagði Páll. „Við byrjuðum á þessum slóðum að veiða makríl 12. júní í fyrra. Það er töluvert minna að sjá nú en þá, en það eru einhverjir punktar.“ Páll sagði að sjórinn væri að hlýna. „Það vantar bara sól og sléttan sjó, þá hlýnar yfirborðið tölu- vert hratt.“ Makrílveiðar allra stærða og gerða fiskiskipa háðar kvóta  Smábátasjómenn krefjast þess að makrílveiðireglugerð verði dregin til baka MMakrílkvóti einnig gefinn út »6 F I M M T U D A G U R 1 8. J Ú N Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  142. tölublað  103. árgangur  SPILAR MEÐ YPO Á TÓNLEIKUM ÚR SKÚR AÐ STÓR- FYRIRTÆKI KRISTÍN Á HÆSTA ÞREPI Í BORGINNI VIÐSKIPTAMOGGINN LISTAMAÐUR 31ARI ÞÓR 32 Árbæjarsafn opnaði dyr sínar í gær fyrir gestum sem vildu njóta þjóð- hátíðardagsins með því að skyggnast aftur í fornar hefðir landans. Þar gátu þessir kátu krakkar leikið sér að því að keyra kassabíl en þrátt fyrir hraða nútímans fara kassabílar líklega ekki mikið hraðar en forðum daga. Morgunblaðið/Styrmir Kári Ungir sem aldnir fögnuðu þjóðhátíðardegi Íslendinga Kassabílar, kleinur og kakó eru enn ómissandi og njóta vinsælda í Árbæjarsafni  Niðurstöður fimm ára rannsóknar voru nýlega kynntar, en hún leiddi í ljós að Grænlandsjökull er nú í fyrsta skipti að bráðna á öllum svæð- um jökulsins og er bráðnunin meira en tvöföld á við það sem hefur verið. Ísjökum hefur fjölgað mikið sam- hliða því að ísbreiðan hefur hopað og skriðjöklar sækja fram. Veðurstofa Íslands og Jarðvís- indastofnun Háskólans tóku þátt í rannsókninni, sem var á vegum nor- rænu ráðherranefndarinnar. »18 Ný rannsókn sýnir hraðari bráðnun Grænlandsjökull Bráðnar hraðar en áður.  Starfshópur sem umhverfis- ráðherra skipaði um hreindýra- eldi var sammála um að mæla ekki með hreindýra- eldi eða stór- felldum hrein- dýrabúskap í hreindýrahögum á Austurlandi ef standa ætti vörð um villtan stofn hreindýra hér á landi. Umsækjendur um leyfi til hrein- dýraeldis hugðust m.a. nota dýrin í ferðaþjónustu. »6 Fellst ekki á leyfi til hreindýraeldis Austurland Hrein- dýr verði frjáls.  Snjór á Þjórs- ársvæðinu var nú sá mesti sem þar hefur mælst í a.m.k. 25 ár. Landsvirkjun hóf í fyrra að fylgjast betur en áður með snjómagni á vatnasviðum vatnsaflsvirkjan- anna. Lengi hef- ur verið fylgst með ákomu á jökla en nú er einnig fylgst með snjó- magninu utan jöklanna. »12 Óvenju mikill snjór á Þjórsársvæðinu Snjór Landsvirkjun mælir nú snjómagn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.