Morgunblaðið - 18.06.2015, Side 2

Morgunblaðið - 18.06.2015, Side 2
Ljósmynd/Forsætisráðuneytið Merkingar á Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu voru afhjúpaðar í gær. Varanlegar merkingar hafa ekki áður verið á þessu 250 ára gamla húsi, en byggingin hefur í 111 ár verið miðpunktur íslenskrar stjórnsýslu. Skjaldarmerki Íslands hefur verið sett upp við inngang hússins, auk þess sem settar voru upp merkingar úti við Lækjargötu. Ljósmynd/Forsætisráðuneytið Miðpunktur íslenskrar stjórnsýslu í 111 ár Merkingar á Stjórnarráðinu afhjúpaðar á þjóðhátíðardaginn 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. farið hækkandi síðan samræmdu prófunum var breytt og þau urðu frekar hluti af innra starfi skól- anna. Stofnunin hafi fengið fyrir- mæli um að leiðbeina skólunum með matskvarða fyrir einkunna- gjöf en það taki ekki beint á þessu máli. Vilji sé þó til staðar hjá ráðu- neytinu til þess að einkunnir skól- anna verði samanburðarhæfari og slíkt hljóti að þurfa að koma til. Vandinn framhaldsskólanna Ólafur Loftsson, formaður Fé- lags grunnskólakennara, segir um- ræðuna þó vera nokkuð á villi- götum. Námsmatið hafi breyst og litið sé til fleiri þátta en einungis þess hvernig nemendur standi sig í einstöku prófi á einum degi. „Námsmatið getur aldrei verið sniðið að þörfum framhaldsskólans svo hann geti tekið inn hjá sér nemendur. Ef þetta veldur fram- haldsskóla vandræðum verður hann að finna sjálfur lausnir á því, getur haft inntökupróf eða leitað annarra leiða til að taka nemendur inn. Það getur aldrei orðið stýri- tæki um hvernig menn haga náms- matinu í grunnskóla hvernig tekið er inn í framhaldsskólana.“ Minna að marka einkunnir Ólafur H. Sigurjónsson, for- maður Félags stjórnenda í fram- haldsskólum, segist merkja orðið mun á einkunnum milli grunn- skóla. Þetta sé vandamál við inn- ritun og ógerningur að reyna að leiðrétta fyrir þessu. Það sé mjög slæmt ef nemendum sé í raun mis- munað eftir því úr hvaða grunn- skóla þeir komi. Einnig þurfi sum- ir nemendur að þvera höfuðborgarsvæðið til þess að komast til skóla. Líta ætti að hluta til búsetu nemenda eins og gert hafi verið áður fyrr. Samræmd próf ekki ákjósanleg Allir viðmælendur Morgunblaðs- ins fyrir þessa frétt voru sammála um að gagnrýnin á samræmdu prófin eins og þau voru skipulögð áður fyrr hefði átt rétt á sér. Þau hefðu verið of stýrandi fyrir kennsluna, sérstaklega fyrir 9. og 10. bekk. Þá nefnir Ólafur Lofts- son sérstaklega að með þeim hafi um of verið einblínt á frammistöðu nemenda á einu prófi á einum degi. Fjölbreyttara námsmat gefi betri sýn á styrkleika nemenda. Hækkandi einkunnir torvelda innritun  Framhaldsskólarnir sjá einkunna- verðbólgu hjá grunnskólunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Verzlunarskólinn Meðaleinkunn nýnema í ár er 9,4 frá grunnskóla. SVIÐSLJÓS Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Mikil umræða hefur skapast í kringum tölur sem Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, gaf út um einkunnadreifingu um- sækjenda við skólann. Með þeim fylgdi að mörgum umsækjendum hefði verið hafnað þrátt fyrir meðaleinkunn upp á 9,0 eða hærri. Margir vilja í því sambandi meina að einkunnir grunnskólanna hafi gengið í gegnum verðbólguskeið frá því að hætt var að líta til sam- ræmdra prófa þegar kom að um- sóknum í framhaldsskóla. Arnór Guðmundsson, forstöðu- maður Námsmatsstofnunar, segir að þar á bæ hafi menn orðið varir við þetta ástand. Einkunnir hafi Hlaup er að öllum líkindum hafið í Skaftá, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Rennsli Skaftár við Sveinstind hefur verið að aukast frá því á þriðjudag og hefur rafleiðni aukist sömuleiðis. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofunni mun flóðið vera lítið að umfangi en rennslið við Sveinstind hefur enn ekki náð venjulegu sumarrennsli. Verður þó grannt fylgst með áframhaldandi þróun í vatnsmagni Skaftár. Hlaupið er tal- ið koma úr vestari Skaftárkatl- inum, sem síðast hljóp úr í janúar á síðasta ári. Sprungur munu myndast hratt Næstu daga munu flóðaðstæður ríkja við bakka Skaftár og er mögu- legt að hún flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum hennar. Ferðafólki er eindregið ráðlagt að halda sig fjarri jöðrum Skaftár- jökuls, Tungnárjökuls og Síðu- jökuls á meðan hlaupið stendur yf- ir, en brennisteinsvetni sem fylgir hlaupvatninu getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Þá munu sprungur myndast mjög hratt í kringum ketilinn og ætti ferðafólk á Vatnajökli því að halda sig fjarri kötlunum, að því er segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Að jafnaði er hlaup úr hvorum katli á tveggja ára fresti. Morgunblaðið/ÞÖK Afl Hlaup árið 2005. Hlaup úr hvorum katli eru jafnan á tveggja ára fresti. Lítið hlaup líklega haf- ið í Skaftá  Ferðafólki ráðlagt að halda sig fjarri Ólafur H. Sigurjónsson segir sárlega vanta samræmda stefnu í menntamálum á Ís- landi, helst alveg upp í grunn- nám í háskóla. Gríðarlegt brott- fall úr framhaldsskólum lands- ins sé sterkur vitnisburður um þetta. Nemendur séu hér afar lengi að komast í gegnum fram- haldsskólastigið og of fáir skrái sig í iðnnám eftir grunnskóla. Iðnnemar skili sér að lokum, en seint, eftir að hafa fallið frá bóknámi. Einnig sé áhyggjuefni að ekkert nám sé í boði í tölvu- tengdu námi eins og forritun fyrr en komið sé í háskóla. Afar brýnt sé að breyta þessu. Skortur á samræmingu MENNTAMÁL Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífs- ins (SA) og fjögurra iðnaðarmanna- félaga, þ.e. Félags hársnyrtisveina, Grafíu/FBM, MATVÍS og Samiðn- ar, halda áfram í dag. Viðræðunum hefur miðað ágætlega, að mati Þor- steins Víglundssonar, framkvæmda- stjóra SA. „Við stefnum að því að ljúka við- ræðunum gagnvart þessum fjórum félögum í þessari viku,“ sagði Þor- steinn. Hann kvaðst gera ráð fyrir að skrifað yrði undir kjarasamn- ing öðru hvoru megin við næstu helgi. Hins vegar slitnaði upp úr viðræðum Félags vélstjóra og málmtækni- manna (VM) og Rafiðnaðarsam- bands Ísland (RSÍ) við SA í fyrra- dag. „Menn höfðu í raun og veru lokið Fjögur iðnaðarmannafélög og SA stefna að samningi í vikunni  Framkvæmdastjóri SA segir VM og RSÍ hafa lagt fram viðbótarlaunakröfur viðræðum um launalið gagnvart öll- um félögunum sex og höfðu gengið frá samþykkt um þann hluta við- ræðnanna. Eftir stóðu sérmálin. Í tilfelli þessara tveggja [VM og RSÍ] settu menn í raun og veru fram við- bótarlaunakröfur, undir viðræðum um sérkröfur, sem við gátum ekki fallist á. Þá slitnaði upp úr,“ sagði Þorsteinn. „Við erum ekki til við- ræðu um að opna launaliðinn aftur.“ Hann sagði að viðræðurnar sner- ust nú um sérmálin og þeim hefði al- mennt talað miðað ágætlega gagn- vart öllum félögunum sex. „Við höfum getað orðið við sum- um þessum sérkröfum en öðrum ekki. Svipað á við um öll félögin sex,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að SA gengi út frá því að menn héldu sig við þá línu sem búið hefði verið að leggja varðandi launaliðinn og ná samkomulagi um. Samiðn, Grafía/FBM, Félag hár- snyrtisveina og SA gerðu samkomu- lag um að fresta boðuðum verkföll- um, sem áttu að hefjast 10. júní, til 22. júní. Á heimasíðu Grafíu/FBM segir að stefnt sé að því að ná samn- ingum áður en verkfall skelli á. Þorsteinn Víglundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.