Morgunblaðið - 18.06.2015, Side 8

Morgunblaðið - 18.06.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 Daniel Hannan, þingmaður áEvópuþinginu, skrifaði í gær grípandi pistil um Grikkland, sem ætti enga góða efnahagslega kosti um þessar mundir, en hinn illskásti væri að losna út úr evrunni.    Vandinn væri þósá að ekki væri gott að sósíal- istaflokkur Tsipras- ar forsætisráðhera leiddi þá umbreyt- ingu.    Fyrri stjórn hefðivissulega lotið kröfum ESB og beitt þjóð sína miklu harðræði.    Með niðurskurði og einkavæð-ingu hefði verið svo komið að ríkissjóður Grikkja hefði loks, að grunni til, verið kominn í plús.    Ríkissjóður aflaði meiri tekna enhann eyddi. Afborgunum og fjármagnskostnaði er þá haldið ut- an við.    Tsipras hefði verið kosinn til aðhverfa af þessari braut og fara á ný gömlu skattheimtu- og eyðslu- leiðina.    En Hannan telur að sú kúvend-ing sé einmitt ástæða þess að ESB geti nú hugsað sér að láta Grikkland róa:    ’’ Sú mynd sem þvældist fyrir leiðtogum ESB áður var ekki sú að Grikkland myndi fara sína leið, heldur óttinn við þá mynd að Grikk- land færi sína leið og blómstraði í kjöl- farið – eins og Ísland hefur gert.“    Eftirtektarvert sjónarmið. Daniel Hannan Má ekki lukkast STAKSTEINAR Alexis Tsipras Veður víða um heim 17.6., kl. 18.00 Reykjavík 9 súld Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 13 alskýjað Nuuk 5 léttskýjað Þórshöfn 8 skúrir Ósló 10 skúrir Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 16 heiðskírt Helsinki 16 heiðskírt Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 22 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 12 skýjað London 23 léttskýjað París 25 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 18 heiðskírt Berlín 21 heiðskírt Vín 17 skýjað Moskva 17 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 27 heiðskírt Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 20 léttskýjað Montreal 18 skýjað New York 26 heiðskírt Chicago 16 skúrir Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2:56 24:03 ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34 SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17 DJÚPIVOGUR 2:10 23:47 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi fjórtán ein- staklinga heiðursmerki hinnar ís- lensku fálkaorðu við hátíðlega at- höfn á Bessastöðum í gær. Þeir sem hlutu fálkaorðuna eru: Aron Björnsson yfirlæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi skurðlækninga og heilbrigðismála. Egill Ólafsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til ís- lenskrar tónlistar og leiklistar. Einar Jón Ólafsson kaupmaður, Akranesi, riddarakross fyrir framlag í þágu heimabyggðar. Guðjón Friðriksson rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta og söguritunar. Inga Þórunn Hall- dórsdóttir, fyrrverandi skóla- stjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir störf á vettvangi menntunar, uppeldis og fjölmenningar. Jó- hann Sigurjónsson, sjávarlíffræð- ingur og forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu á vett- vangi fiskirannsókna og hafvís- inda. Jón Egill Egilsson sendi- herra, Reykjavík, stórriddara- kross fyrir störf í opinbera þágu. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri, riddarakross fyrir framlag til ís- lenskrar leiklistar og kvikmynda- gerðar. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íþróttahreyfingar. Margrét Lísa Steingrímsdóttir þroskaþjálfi, Reykjavík, riddara- kross fyrir störf í þágu fatlaðra barna og velferðar. Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu. Stefán Reynir Gíslason, tónlistarkennari og kórstjóri, Varmahlíð, riddara- kross fyrir framlag til tónlistarlífs á landsbyggðinni. Steinunn Briem Bjarnadóttir Vasulka listamaður, Bandaríkjunum, riddarakross fyrir frumkvæði og nýsköpun í myndlist. Þórunn H. Sveinbjörns- dóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrver- andi formaður Sóknar, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu verkalýðshreyfingar og velferðar. 14 sæmdir hinni íslensku fálkaorðu Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Á Bessastöðum Ólafur Ragnar Grímsson ásamt þeim 14 sem sæmd voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Stefnt er að því að reisa minnisvarða um flug- slysið í Fagradalsfjalli 3. maí 1943. Þar fórst bandarísk B-24 Liberator sprengjuflugvél. Að- eins einn úr áhöfninni komst af. Á meðal þeirra sem fórust var Frank M. Andrews, yfirhershöfð- ingi Bandaríkjahers í Evrópu. Afhjúpa á minnis- varðann 3. maí 2018 þegar 75 ár verða liðin frá slysinu. Flugvélin gekk undir gælunafninu Hot Stuff. Hún var fyrsta stóra sprengjuflugvélin í 8. flug- hersveitinni (8AF) sem lauk 25 árásarferðum í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Eftir 31. árásarferðina var ákveðið að vélin flygi til Bandaríkjanna, þar sem hún átti að fara um til að vekja athygli á sölu stríðsskuldabréfa. Áætlað er að minnisvarðinn kosti 9-10 millj- ónir króna, en fjársöfnun hófst 3. maí 2013. Þeg- ar hafa safnast yfir fimm milljónir króna. Banda- ríkjamaðurinn Jim Lux á mestan heiðurinn af söfnuninni og hefur mest safnast í Bandaríkj- unum. Íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum hefur verið boðið að styrkja söfnunina. Í fréttatilkynningu segir að íslenskum fyrir- tækjum sem fáist við steinsmíði verði boðið að senda hugmynd að minnisvarða. Bandaríski listamaðurinn Terry Hinde mun gera líkan af flugvélinni. Í líkaninu verður brot úr sjálfri flug- vélinni. Sjá nánar á vefnum stridsminjar.is. Reisa á minnisvarða um flugslysið í Fagradalsfjalli  Þegar hafa safnast um fimm milljónir króna Tölvumynd/Quiring Monuments Minnisvarði Hugmynd að minnisvarðanum um flugslysið við Fagradalsfjall á Reykjanesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.