Morgunblaðið - 18.06.2015, Qupperneq 14
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Aðeins kvenbæjarfulltrúar sátu
bæjarstjórnarfund á Akureyri í
fyrradag, eins og fram kom í
blaðinu í gær. Þar var samþykkt til-
laga um að keypt yrði tistaverk til
heiðurs Vilhelmínu Lever, sem var
fyrsta konan til að kjósa til sveitar-
stjórnar á Íslandi, árið 1863 á Akur-
eyri.
Listaverkið verður gjöf til
bæjarbúa í tilefni af 100 ára kosn-
ingarafmæli kvenna til Alþingis árið
2015. Leitað verður til listakonu til
að vinna verkið.
Það var vel við hæfi að stúlka
yrði dúx Menntaskólans á Akureyri í
þessari miklu hátíðarviku kven-
þjóðarinnar. 154 stúdentar braut-
skráðust frá skólanum í gær og
hæstu einkunn hlaut Ásdís Björk
Gunnarsdóttir frá Akureyri; hún var
Dux Scholae með 9,56.
Fjölmenni var við athöfnina og
auk ávarps og ræðu skólameistara,
Jóns Más Héðinssonar, voru flutt
ávörp og kveðjur frá afmælis-
árgöngum, en elstir í þeim hópi voru
70 ára stúdentar, vaskur hópur fólks
um nírætt.
Sú merkilega samkoma MA-
hátíðin 16. júní fór fram í 25. skipti.
Hópurinn sem nú heldur upp á 50
ára stúdentsafmælið átti sem sagt
hugmyndina og hrinti henni í fram-
kvæmd, og hátíðin er allar götur síð-
an í umsjá 25 ára júbílanta ár hvert.
Að þessi sinni voru veislugestur lið-
lega 900. Geri aðrir betur!
Í gærkvöldi var svo hátíðarsam-
koma nýstúdenta í Íþróttahöllinni
þar sem þeir komu saman með fjöl-
skyldum sínum og vinum til borð-
halds. Um ellefuleytið áttu þeir að
mæta, skv. hefð, niður á Ráðhústorg
og dansa góða stund, áður en haldið
var upp í Höll á ný. Skemmtilegar
þessar hefðir í MA.
19. júní er á morgun, Kvenna-
dagurinn, og óvenju merkilegur að
þessu sinni þar sem 100 ár eru þá frá
því að (sumar) konur á Íslandi fengu
kosningarétt. Margt verður gert í
höfuðstað Norðurlands til að halda
upp á daginn, og raunar strax í dag
og næstu daga.
Í dag verður opnuð sýning á
verkum Hjördísar Frímann á bóka-
safni Háskólans kl. 16, Listamanns-
spjall verður í Flóru kl. 20 til 21 með
Margréti Jónsdóttur og kvenna-
ganga Minjasafnsins, Jafnréttis-
stofu og Héraðsskjalasafnins hefst
kl. 20. Gangan hefur yfirskriftina Í
fótspor Vilhelmínu – fyrstu kon-
unnar sem kaus á Íslandi. Gengið
verður frá Laxdalshúsi.
Á morgun verður dagskrá bæði
í Lystigarðinum og á Ráðhústorgi,
auk tónlistaratriða í Hofi og þáttur-
inn um Vilhelmínu Lever úr þátta-
röðinni Öldin hennar og umfjöllun
N4 um fyrirmyndir sýndur á Akur-
eyri Backpackers kl. 14 til 16.
Enn verður dagskrá í tilefni 100
ára kosningaafmælis kvenna í Hofi
á sunnudaginn og hefst hún kl. 13.
Lesið verður upp úr og spjallað um
nýútkomna bók, Frú ráðherra, sög-
ur kvenna á ráðherrastóli. Sigrún
Stefánsdóttir og Edda Jónsdóttir
segja frá vinnslu bókarinnar og
Valgerður Sverrisdóttir frá Lóma-
tjörn segir frá reynslu sinni sem
ráðherra og les kafla úr bókinni.
Sama dag kl. 15 verður dagskrá í
Samkomuhúsinu þar sem Vilhelm-
ínu Lever verður minnst. Saga
Jónsdóttir stjórnar dagskránni og í
framhaldinu munu Spékopparnir,
leikhópur Félags eldri borgara,
stikla á stóru í kosningasögu
kvenna.
Boðið verður upp á leiðsögn í
Listasafninu á Akureyri, um sýningu
Mireyu Samper, Endurvarp, kl. 12.15
til 12.45 í dag. Hlynur Hallsson safn-
stjóri tekur á móti gestum og fræðir
þá um sýninguna og einstaka verk.
Hafi það farið framhjá ein-
hverjum í gær er rétt að benda á
frétt sem birtist á mbl.is: „Akureyri
trónir á toppi lista leiðsöguhand-
bókaútgefandans Lonely Planet yfir
10 bestu staðina til að heimsækja í
Evrópu þetta sumarið...“
Vitnað var í fréttatilkynningu frá
Lonely Planet, þar sem sagði meðal
annars: „Akureyri er efst á listanum
sem besti staðurinn í Evrópu sökum
rólyndislegs yfirbragðs staðarins í
bland við borgarstemningu auk þess
sem gott er að gera út frá bænum
þegar kemr að því að kanna græna
haga Íslands, sjávarþorp og fossa, svo
ekki sé minnst á að sjá magnþrungna
jökla í svip, eldfjöll og hraunbreiður.“
Stundum er sagt að frægðin
komi að utan og á oft vel við. Senni-
lega er líka vel við hæfi að montið
skuli stundum koma að utan! Meira
að segja Akureyringar voru því
ábyggilega fegnir í gær, hugsanlega
orðnir þreyttir á því að monta sig af
bænum sínum sjálfir ...
Rétt er að geta þess að Lonely
Planet hefur kannski átt við Stór-
Akureyrarsvæðið eða Stór-
Siglufjarðarsvæðið. Myndin með
umfjölluninni á heimasíðu miðilsins
var nefnilega frá Siglufrði!
Konur og besti
ferðamanna-
staður Evrópu
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tímamót Hluti nýstúdentanna 154 sem brautskráðust frá Menntaskólanum á Akureyri í gær. Sól var í sinni.
Fjöldi Margmenni var í miðbæ Akureyrar um miðjan dag í gær í blíðunni.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015
www.gilbert.is
Ísland er í efsta sæti á lista Efna-
hags- og friðarstofnunarinnar (e.
Institute for Economics and Peace)
yfir friðsælustu ríki heims, fimmta
árið í röð. Í frétt Global Finance um
úttekt stofnunarinnar kemur fram
að þrátt fyrir að öldin sé sú friðsæl-
asta í sögu mannkyns hafi friðsæld
heimsins hrakað á síðustu sjö árum.
Stofnunin gefur árlega út listann
The Global Peace Index, en sam-
kvæmt honum búa þegnar 111 landa
við minni frið en árið 2008 en í 51
landi ríkir meiri friður en áður.
Norðurlandaríkin
á meðal 11 efstu
Ísland er með 1,189 stig á lista
stofnunarinnar, sem er settur þann-
ig fram að því lægri sem talan er,
þeim mun friðsælla er landið. Dan-
mörk er í öðru sæti með 1,193 stig og
Austurríki vermir þriðja sætið með
1,2 stig.
Noregur og Finnland eru einnig
meðal tíu friðsælustu landa heims
samkvæmt listanum, en þar vermir
Finnland sjötta sætið og Noregur
það tíunda. Af Norðurlandaríkj-
unum er Svíþjóð það eina sem ekki
kemst á blað, en landið deilir 11.
sætinu með Tékklandi.
Í athugun stofnunarinnar er
fylgst með hervæðingu, samfélags-
legu öryggi og yfirstandandi átökum
jafnt innanlands sem utan.
Heimsfriður farið dvínandi
Aukin spenna í Úkraínu, átökin í
Sýrlandi, borgarastyrjöld í Suður-
Súdan og aukin virkni í hryðjuverk-
um víða um heim er meðal þess sem
gerir það að verkum að friður í
heiminum fer dvínandi. Í ár vermir
Sýrland botnsæti listans en það er
þó Suður-Súdan sem fer niður um
flest sæti milli ára.
Georgía er það land þar sem
ástandið hefur batnað hvað mest, en
landið er á uppleið eftir átök við
Rússland árið 2008.
Friðsælasta land í
heimi 5. árið í röð
Danmörk fylgir fast á hæla Íslands
Friðsælt Ísland trónir á toppi lista
yfir friðsælustu löndin í heiminum.