Morgunblaðið - 18.06.2015, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
sem alltaf er opin, hvort sem fáir eða
margir eru að vinna. Þangað leita
menn fyrst ef eitthvað kemur fyrir,
hvort sem það er að ræða málin eða
fá plástur á sár. Eldhúsfólkið er því í
einhvers konar foreldrahlutverki.
„Mennirnir eru í hörkuvinnu. Þeir
þurfa kjarnmiklar máltíðir og vilja
alvöru mat. Maturinn er oft það eina
sem þeir geta hlakkað til og eins
gott að við stöndum undir ábyrgð-
inni. Við leggjum áherslu á að vera
með fjölbreyttan mat í hæsta gæða-
flokki,“ segir vertinn.
Margir Pólverjar eru á vinnu-
svæðinu. Gauti gerir ekki mikið úr
því að þarfirnar séu mismunandi en
segir þó að taka verði tillit til ýmissa
sérþarfa svo menn séu ánægðir.
Smiðir frá Póllandi
Guðmundur Þórðarson, stað-
arstjóri LNS Sögu, segir að nú séu
um 50 manns á vegum LNS Sögu
við vinnu á svæðinu. Þeim fjölgar á
næstu vikum og verða fljótlega
orðnir rúmlega hundrað.
Samið var við pólskan und-
irverktaka um uppsteypu á stöðv-
arhúsinu enda svo stór hópur iðn-
aðarmenn ekki lengur gripinn upp
af götunni á Íslandi. Á hans vegum
eru nú 23 smiðir, stjórnendur og
verkamenn á Þeistareykjum. Þeim
mun bráðlega fjölga upp í 35 til 40
manns. Unnið er við undirstöður
tengibyggingar stöðvarhúss og var
fyrsta steypa í síðustu viku og önnur
steypa í þessari viku. Byggingin er
mikið járnabundin og mikinn kopar
þarf í jarðtengingar.
Tengibyggingin verður steypt upp
og byggður kjallari undir vélasalinn
sem stálgrindarhús verður reist ofan
á. Guðmundur segir stefnt að því að
steypa tengibygginguna upp undir
þak í sumar og kjallara vélahússins
og reisa stálbitana.
Auk pólsku smiðanna eru 15
stjórnendur úr eigin starfsliði LNS
Sögu, ýmist Íslendingar eða erlendir
ríkisborgarar, og nokkrir aðrir
starfsmenn.
Hinn meginverkþátturinn, að
leggja gufuveitu frá borholum og
byggja skiljustöð, er einnig að kom-
ast af stað. Guðmundur segir að í
því verki sé ætlunin að komast upp
úr jörðinni í sumar þannig að hægt
verði að leggja öll rör og einangra
næsta sumar. Veturinn nýtist líka í
að sjóða saman hluta röranna til að
flýta fyrir.
Má hvergi missa fókus
Guðmundur hefur verið í stjórn-
endahlutverki við byggingu virkjana
og í öðrum stórverkefnum á Íslandi
og í Grænlandi, þó meira að vatns-
aflsvirkjunum en jarðgufuvirkj-
unum. Hann segir að munurinn sé
þónokkur. Hann nefnir fyrst að að-
gengið sé miklu betra að Þeista-
reykjum en virkjunum á hálendinu,
hvað þá að virkjunum sem Ístak
byggði á Grænlandi. Vinnusvæðið sé
aðeins í um 350 metra hæð og tengt
við byggðakjarnann Húsavík með
góðum vegi. Auðveldara sé að sækja
þjónustu og meira að segja geri
LNS Saga yfirleitt þá kröfu til
birgja að þeir afhendi vörur sínar á
vinnusvæðinu en ekki í vöruskemmu
í byggð. Þá séu byggingar að mestu
ofanjarðar og hefðbundnari en
þungbyggð neðanjarðarmannvirki
vatnsaflsvirkjana, eins og til dæmis
Sultartangavirkjunar.
Hann tekur það fram að verktak-
inn þurfi að mestu að vera sjálfum
sér nógur á Þeistareykjasvæðinu,
koma upp vinnubúðum og mötu-
neyti og allri sömu aðstöðu og við
virkjanir á hálendinu. Verkið er í
sjálfu sér ekki flókið, að sögn Guð-
mundar. Stærsta áskorunin í báðum
verkunum er hvað skilatími verk-
anna er skammur, miðað við að-
stæður.
„Það þarf að skipuleggja verkið
vel, eins og vertíðarvinnu þessi tvö
sumur. Við getum ekki gert ráð fyr-
ir að vinna mikið utandyra á vetr-
um. Við erum með nokkuð bratta
áætlun og það má hvergi missa fók-
us.“
Hjartað slær í mötuneytinu
Vinna við byggingu Þeistareykjavirkjunar komin af stað 50 manns á vegum LNS Sögu á virkj-
anasvæðinu Mikið lagt undir í sumar Mötuneytið komið í gang Svefnskáli fyrir 90 manns
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þeistareykjaþorp Fyrirtækið LNS Saga hefur reist svefnskála fyrir 90 starfsmenn við Þeistareyki en fyrir eru svefnskálar á vegum Landsvirkjunar.
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Aðstaða fyrir rúmlega 100 starfs-
menn verktakans LNS Sögu og
undirverktaka við byggingu Þeista-
reykjavirkjunar er að verða tilbúin.
Mötuneytið, hjarta hvers vinnu-
staðar í fjallasölum, hefur verið opn-
að. Með því er mikið unnið því eins
og Gauti Árnason, brytinn á Þeista-
reykjum, segir: „Þetta er eins og til
sjós. Ef kokkurinn stendur sig ekki
fer allt í vitleysu.“
LNS Saga er með tvö stærstu
verkin á Þeistareykjum, byggingu
stöðvarhúss og lagningu gufuveitu.
Verkunum er slegið saman undir
eina stjórn. Mikil vinna hefur verið
lögð í skipulagningu verksins enda
þarf að halda vel á spöðunum til að
hægt verði að skila því á réttum
tíma. Veturinn er erfiður til útivinnu
og því verður að ljúka stærstu verk-
þáttum haustið 2016 til þess að
hægt verði að gangsetja virkjunina
haustið 2017 og tryggja rafmagn til
að knýja kísilver PCC á Bakka við
Húsavík.
Herbergi með baði
Verkið er að síga af stað. Verk-
takar eru að setja upp og ganga frá
svefnaðstöðu fyrir 90 manns í vinnu-
búðum sem fyrirtækið keypti frá
Noregi, auk mötuneytis og skrif-
stofa. Reglurnar kveða á um að
starfsmennirnir skuli hafa eins-
mannsherbergi nema í undantekn-
ingartilvikum og þá í skamman tíma
og að ekki skuli vera fleiri en fimm
um hvert baðherbergi. LNS Saga
gerir gott betur en þetta því allir
starfsmennirnir hafa eigið herbergi
með baði. Auk þess eru rúmgóðar
setustofur, sána í hverri svefnálmu
og þráðlaust internet er orðið nauð-
synlegur grunnþáttur á slíkum
vinnusvæðum.
Ekki ætti að væsa um mannskap-
inn þann stutta tíma sem hann er
ekki við vinnu. Vaktirnar eru langar
enda hafa menn ekkert annað að
gera en vinna á meðan þeir eru á
vinnusvæðinu og vilja taka frítím-
ann út heima hjá sér, hvort sem það
er í Póllandi eða á Íslandi.
Vilja alvöru mat
Gauti bryti sér um það ásamt sjö
samstarfsmönnum að gefa starfs-
fólkinu gott að borða fimm sinnum á
dag, alla daga vikunnar, allan ársins
hring, auk þess að annast þrif og
rekstur á svefnskálum og skrif-
stofum.
Gauti kann ekki við að salnum sé
líkt við veitingahús en samþykkir að
hann sé ljómandi gott mötuneyti
fyrir rúmlega hundrað manna
vinnustað. Mötuneytið er sú eining
Í starfsmannahópnum við
Þeistareyki eru margir reyndir
virkjanamenn, sem hafa unnið
að mörgum stórverkum og
þekkjast margir vel, ekki síst
mennirnir í stjórnendateymi LNS
Sögu.
Gauti bryti og Guðmundur
Þórðarson eru í þeim hópi sem
sækir í þessa spennu. Þeir unnu
báðir lengi að verkefnum fyrir
Ístak, meðal annars í Grænlandi
og Gauti vann auk þess við
Fljótsdalsvirkjun og Búðarháls-
virkjun, í flestum tilvikum í
sama hlutverki og á Þeistareykj-
um.
„Þetta er tiltölulega þröngur
hópur, þessir gömlu virkj-
anamenn. Maður er alltaf að sjá
sömu andlitin í mismunandi
stórverkum. Hér hjá LNS Sögu
eru líka margir gamlir Ístaks-
menn,“ segir Gauti.
„Þetta á vel við við mig. Ég
hef frjálsræði í mínum störfum.
Það eina sem ég þarf að passa
upp á er að hafa alla góða og þá
er þetta bara gaman,“ segir
Gauti. Hann býr í Hornafirði og
rekur þar með konu sinni gisti-
heimili. Vinnur í tvær vikur á
Þeistareykjum og fær síðan viku
frí. Þá bíður margt heima; hugsa
þarf um garð og hús, gefa morg-
unmat og búa um rúm.
„Mér finnst skemmtileg og
spennandi áskorunin sem felst í
því að beisla endurnýjanlegu
náttúruöflin eins og vatnsafl og
jarðvarma sem er okkar auðlind
með þátttöku í byggingu mann-
virkja. Þau eru oftast af stærri
gerðinni, einstök og stundum
erfið og flókin, en um leið gef-
andi og skemmtilegt að takast á
við að leysa þegar vel tekst til,“
segir Guðmundur Þórðarson.
Mörg sömu andlitin
GÖMLU VIRKJANAMENNIRNIR
Hressir í mötuneytinu Tómas Haukur Tómasson framleiðslustjóri stöðvarhúss,
Gauti Árnason matráður og hóltelstjóri, Sveinn Fjeldsted öryggisstjóri, Reynir
Örn Reynisson framleiðslustjóri veitna og Guðmundur Þórðarson staðarstjóri.