Morgunblaðið - 18.06.2015, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015
Árbæjarsafn Þjóðbúningar voru í aðalhlutverki í gær og boðið var upp á lummur í tilefni þjóðhátíðardagsins.
Styrmir Kári
Aðgerðaáætlun um
afnám fjármagnshafta
hefur nú litið dagsins
ljós. Um er að ræða
heildstæða lausn sem
setur hagsmuni al-
mennings í forgang og
byggjast aðgerðirnar
upp á gagnsæi og við-
urkenndri að-
ferðafræði.
Gríðarleg vinna hefur farið í und-
irbúning á þessu stóra og mikilvæga
máli, sem skiptir öll heimili landsins
miklu máli. Það er nú svo að allir Ís-
lendingar tóku á sig verulegan skell í
efnahagshruninu og þungar byrðar
voru lagðar á landsmenn alla. Þess
vegna er afar ánægjulegt að rík-
isstjórn Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar hefur nú kynnt aðgerðir,
sem eiga að tryggja að sú kollsteypa
sem allir urðu fyrir, endurtaki sig
ekki. Það verða ekki lagðar frekari
byrðar á landsmenn vegna hafta.
Aðeins um tölur
Samkvæmt aðgerðaáætluninni
hafa slitabú gömlu bankanna tvo
möguleika til að koma sér út úr höft-
um. Annars vegar er um að ræða
stöðugleikaframlag, en þá hafa slita-
búin frest til ársloka 2015 til að upp-
fylla stöðugleikaskilyrðin. Ef slita-
búin uppfylla ekki skilyrðin fyrir
árslok verður lagður á þau stöð-
ugleikaskattur. Skatturinn nemur
39% af heildareignum slitabúana og
álagning fer fram hinn 15. apríl
2016. Skatturinn skal vera að fullu
greiddur um mitt sama ár. Sama
hvor leiðin verður farin er nið-
urstaðan sú sama fyrir þjóðarbúið:
Losun hafta hefur ekki neikvæð
áhrif á efnahagslífið og lífskjör al-
mennings í landinu.
Áhrif á ríkissjóð
Nauðsynlegt er að lækka skuldir
ríkissjóðs og ná niður þeim gríð-
Eftir Elsu Láru
Arnardóttur
og Þórunni
Egilsdóttur
Þórunn
Egilsdóttir
Höfundar eru þingmenn Framsókn-
arflokksins.
Elsa Lára
Arnardóttir
Afnám hafta skipt-
ir okkur öll máli
»Um er að ræða
heildstæða lausn
sem setur hagsmuni al-
mennings í forgang og
byggjast aðgerðirnar
upp á gagnsæi og við-
urkenndri aðferða-
fræði.
arlega vaxtakostnaði sem greiða
þarf á hverju ári. Vaxtagjöld rík-
issjóðs fyrir þetta ár eru 77 millj-
arðar. Þessi fjárlagaliður er einn
stærsti útgjaldaliður fjárlaga. Batn-
andi hagur ríkissjóðs mun birtast í
batnandi hag almennings í landinu.
Með lægri skuldum mun svigrúm
aukast í ríkisfjármálum. Það getur
orðið til þess að við höfum meiri
möguleika en áður til að byggja upp
okkar mikilvægu innviði og bæta
grunnþjónustu samfélagsins. Aðal-
atriðið er að það verði gert í sam-
ræmi við ábyrga ríkisfjármála-
stefnu. Það er það sem skiptir öllu
máli fyrir Íslendinga.
Svigrúmið sem Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson talaði einn flokks-
formanna um í kosningabaráttunni
árið 2015 er svo sannarlega til stað-
ar. Það er 850 milljarðar.
Á vegum mennta- og
menningarmálaráð-
neytis er nú unnið að
endurskoðun á náms-
efni og skipan náms til
stúdentsprófs með það
að markmiði að stytta
námstíma um ár; úr
fjórum árum í þrjú.
Þessi umsvif hafa vakið
talsverð viðbrögð í
ræðu og riti, og eins og
við er að búast koma þar fram skipt-
ar skoðanir. Ég hef reynt að fylgjast
með blaðaskrifum um breytingarnar.
Sjálfsagt hefur mér yfirsést eitthvað,
en ég fæ ekki séð annað, en að fjallað
sé um málið frá báðum hliðum heið-
arlega og af einlægni.
Hérlendis gegnir stúdentspróf í
vaxandi mæli hlutverki lykils, sem
opnar leið að einhverri af mörgum
brautum innan skólakerfisins, og þar
með einnig að atvinnulífinu. En
stundum vill það gleymast, að ekki er
víst að sami lykillinn gangi að öllum
lásum, eða eigi að ljúka þeim öllum
upp.
Að loknu stúdentsprófi frá MR hóf
ég fljótlega nám í náttúrufræði í Há-
skólanum í Lundi. Heim kominn tek
ég til við náttúrufræðikennslu, fyrst í
mínum gamla skóla, síðan kennari í
Menntaskólanum við Hamrahlíð og
að lokum rektor þess skóla.
Viðhorf mín til skipulags á skóla-
starfi, þar með til prófa,
mótuðust verulega í
ársnámi í kennslufræð-
um við Edinborgarhá-
skóla (í launuðu orlofi
frá MH).
Þróun stúdents-
prófa á Íslandi
Þegar ég lauk stúd-
entsprófi er mér nær að
halda að einungis einn
háskóli hafi verið til á
Íslandi, Háskóli Ís-
lands, og engir aðrir
hérlendir skólar hafi gert stúdents-
próf að inntökuskilyrði. Þar kom, að
hver sérskólinn af öðrum fluttist „á
háskólastig,“ þar sem aðeins stúd-
entar fengu að stunda nám.
Lítum á kennaranámið. Réttindi
til að kenna börnum á skóla-
skyldualdri, 7 til 13 ára, fengu menn
að loknu námi í Kennaraskóla Ís-
lands, sem tók þrjá vetur fram til
1943, þegar fjórða vetrinum var bætt
við. Stúdentum voru boðin sömu
réttindi eftir eins vetrar nám, víst að-
allega í grunnaðferðum kennslu, svo
sem í lestri og skrift, en gengið virð-
ist hafa verið út frá því, að mennta-
skólanámið veitti þá kjölfestu, sem
dygði til kennslu í reikningi og les-
greinum eins og kristinfræði, sögu,
landafræði og náttúrufræði.
En árið 1971 varð Kennaraskóli
Íslands að Kennaraháskóla Íslands.
Þar með fengu stúdentar einir að-
gang að skólanum, þar sem beið
þeirra þriggja vetra nám til kenn-
araprófs, sem síðar lengdist í fjögur
ár, eða fimm í einhverjum tilvikum. Á
móti kom, að skólaskyldan lengdist
úr sjö ára barnaskóla í tíu ára grunn-
skóla. Árið 2008 var Kennaraháskól-
inn innlimaður í Háskóla Íslands og
til varð Menntavísindasvið HÍ.
Svipuð þróun verður hjá hjúkr-
unarkonum, sem færa sig upp á há-
skólastig og verða ókyngreindir
hjúkrunarfræðingar. Og bænda-
skólar verða landbúnaðarháskólar.
Langflestar námsbrautir fram-
haldsskólanna brautskrá stúdenta.
Það liggur í augum uppi, að engum
dettur í hug að búa alla þessa nem-
endur undir langt, fræðilegt há-
skólanám. Ekki heldur leikni í renni-
smíði eða sérhæfðri tölvuforritun.
En einhverjir þurfa á slíkum und-
irbúningi að halda.
Hvað tekur við?
Fyrir því hefur skapast hefð hér-
lendis, að framhaldsskólar braut-
skrái menn af ýmsum sviðum eða
brautum sem stúdenta. Þetta minnir
okkur kannski á það, að fyrstu
skipulegu skólar á Íslandi voru flest-
ir ætlaðir verðandi embættis-
mönnum, og því miður að í prófum á
vegum ráðuneytis er aðeins leitað að
mönnum til akademísks fræðanáms.
Öðrum er ýtt til hliðar, hvergi er leit-
að að listrænum hæfileikum né
menn valdir til trésmíðanáms vegna
hæfni eða leikni í meðferð á sög eða
rennibekk. (Tekið skal fram að þessi
gagnrýni beinist ekki að þeim, sem
samviskusamlega vinna að prófa-
gerð í samræmi við reglugerð, enda
skráð af fyrrum fulltrúa sinna fræða
í landsprófsnefnd.)
Þótt meginreglan verði, að boði
ráðuneytis, að námi til stúdentsprófs
skuli lokið á þremur árum, þarf að
gera ráð fyrir frávikum frá því, rétt
eins og nú eru alltíðar undantekn-
ingar frá fjögurra ára framhalds-
námi.
Nú sýnist mér að komið sé að við-
tökuskólunum, skólum á há-
skólastigi, eða einstökum deildum
þeirra að skilgreina þær lágmarks-
kröfur sem þessir aðilar setja sem
skilyrði fyrir skólavist sem forsendur
fyrir innritun í tiltekið háskólanám.
Ekki er víst að allir framhalds-
skólar væru sáttir við allar slíkar
kröfur, hefðu kannski ekki aðstöðu
til að standa undir þeim. Um slíkt
yrði samið á milli skólanna, ekki mið-
stýrt af ráðuneyti.
Ef vel tekst til, þannig að sam-
komulag næst á milli útskriftarskóla
og viðtökuskóla stúdenta um verka-
skiptingu, sem báðir treystast til og
leitast við að standa við, er líklegt að
nýnemar mættu einnig vel við una,
og hvorki yrði þörf fyrir inntökupróf
í háskólann/deildina né síupróf með
háu hlutfalli brottfalls í lok fyrsta há-
skólaárs.
Hér færast sífellt fleiri skólar „á
háskólastig“. Þessi þróun á sér hlið-
stæðu í ýmsum löndum. Önnur hafa
valið aðrar leiðir. Minna má á áhrif
gilda ýmissa iðngreina í Evrópu-
löndum, sem voru öflug og yfirgrips-
mikil stéttarfélög. Þau sömdu um
borgararéttindi félaga sinna þar sem
þess gerðist þörf, sáu um fagkennslu
innan stéttarinnar, tryggðu afkomu
ekkna og munaðarleysingja, auk
sómasamlegs lífeyris félagsmanna á
efri árum og höfðu mörg digra sjóði
til ráðstöfunar. Þegar hætt var að
hlaða veglegar kirkjur úr höggnum
steini í Evrópu skapaðist nýr vett-
vangur fyrir voldug gildi steinsmið-
anna – Frímúrarareglan!
Miðað við hversu ólíkar kröfur við-
tökuskólarnir („skólar á há-
skólastigi“) gera um formlega und-
irbúningsmenntun, í öllum þeim
tilvikum sem hún er skilgreind sem
stúdentspróf, væri alger samræming
ámóta vænleg og á búnaði til fjall-
göngu í Sviss og á Sjálandi. − En á
einhverju verður að byrja, og útspil
menntamálaráðuneytis um styttingu
náms er ágætt upphaf.
Eftir Örnólf
Thorlacius » Þar kom, að hver
sérskólinn af öðrum
fluttist „á háskólastig,“
þar sem aðeins stúd-
entar fengu að stunda
nám.
Örnólfur Thorlacius
Höfundur er fv. rektor Mennta-
skólans við Hamrahlíð.
Um styttingu náms til stúdentsprófs
og fleira, sem hangir á sömu spýtu