Morgunblaðið - 18.06.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015
✝ Rebekka HelgaGuðmann
fæddist á Akureyri
22. desember 1928.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
8. júní 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Gísla-
son Guðmann, f.
14.11. 1896, d. 3.9.
1958, og Guðlaug
Ísaksdóttir Guð-
mann, f. 9.3. 1899, d. 2.11. 1968.
Bræður Rebekku eru Ísak, f.
16.12. 1927, og Gísli, f. 16.12.
1927, d. 9.6. 1980. Fóst-
urbræður þeirra eru Kristján
Ísak Valdimarsson, f. 26.9.
2011, og Elvar Þór Valdimars-
son, f. 17.3. 1941, d. 29.8. 2011.
Rebekka giftist 14.11. 1953 eft-
irlifandi eiginmanni sínum,
Hermanni Sigtryggssyni, f.
15.1. 1931. Dætur þeirra eru: 1)
Anna Rebekka, f. 16.8. 1954,
gift Björgvini Steindórssyni, f.
25.12. 1954. Börn þeirra eru: a)
Birkir Hermann, f. 22.4. 1982, í
sambúð með Ágústu Sveins-
dóttur, f. 27.2. 1985. Dætur
þeirra eru Freyja Dögg, f. 20.1.
2006, Kristjana
Birta, f. 1.9. 2011,
og Aníta Bríet, f.
3.9. 2013. b) María
Björk, f. 2.9. 1986,
í sambúð með
Sverri Karli Ell-
ertssyni, f. 8.10.
1986. 2) Edda, f.
28.9. 1960, gift
Andrew Kerr, f.
17.3. 1959. Dóttir
þeirra er Rebecca
Elizabeth.
Eftir einn vetur í
Menntaskólanum á Akureyri
fór Rebekka í Húsmæðraskól-
ann á Akureyri og lauk þar
prófi. Síðan fór hún til Kaup-
mannahafnar og útskrifaðist
þar sem sníða- og kjólameistari.
Hún vann við saumaskap í
fjöldamörg ár. Var ritari í Gler-
árskóla, kenndi á saumavélar
og gegndi ýmsum félagsmála-
og trúnaðarstörfum, m.a. í
Kvenfélaginu Hlíf, KA og ÍBA.
Var í Inner Wheel og forseti
eitt kjörtímabil.
Útför Rebekku fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 18. júní
2015, kl. 13.30.
Hún elskuleg móðir mín er
dáin og lífið verður aldrei samt
aftur en ég verð ævilega þakklát
fyrir að hafa átt hana að í nær
55 ár. Mamma var alin upp við
forréttindi sem ekki allir nutu af
hennar kynslóð og kom úr stórri
fjölskyldu sem var metnaðarfull
og framsýn og þar var menntun
í fyrirrúmi.
Mamma fór ung til Kaup-
mannahafnar og lærði þar hönn-
un og kjólasaum sem hún starf-
aði við til margra ára. Ein af
fyrstu minningum mínum er
þegar ég sat á saumaborðinu
hjá henni, hlustaði á morgun-
stund barnanna og var að tína
títuprjóna úr flíkunum sem hún
var að sauma. Fyrir henni var
þetta eins og að drekka vatn og
framleiðslan var glæsileg.
Mamma var mikill dugnaðar-
forkur og féll sjaldan verk úr
hendi. Auk vinnu sá hún um
heimilið með glæsibrag. Hún
var húsmæðraskólagengin og
kunni vel til verka sem kom sér
vel þegar foreldrar mínir ráku
Hótel Varðborg og það var
hennar verk að sjá um veiting-
arnar.
Heima fyrir var hollur matur
í fyrirrúmi og þótt hún sé
þekktust fyrir hnallþórur og og
hreint guðdómlegar sósur og
súpur þá vorum við systur aldar
upp á hafragraut og grænmeti.
Pabbi átti það til að hringja
heim og spyrja hvort hann gæti
komið með gesti í mat og þó að
oft væri fyrirvarinn lítill, þá var
matarborðið hlaðið af kræsing-
um þegar gestirnir mættu. Við
systur lærðum fljótt að bera á
borð og sinna gestum.
Á heimilinu var gestkvæmt af
ættingjum, vinum, félags og
íþróttahópum og alltaf var pláss
til að hola öllum niður.
Það voru ófáar stundirnar
sem mamma gaf í félagsmál
bæjarins. Hún aðstoðaði pabba í
sínu starfi og áhugamálum,
hvort sem það var matargerð,
undirbúningur viðburða, vélrit-
un bæklinga eða bara að vera
tilbúin heima með allt sem
þurfti svo að hann gæti sinnt
starfi sínu sem best. Ósjaldan
var farangri, mat og dætrunum
pakkað í bílinn og haldið af stað
á íþróttaviðburði úti á land.
Mamma hafði einstaklega
skipulagshæfileika og kom
miklu í verk, setti markið hátt
og krafðist mikils af sér og sín-
um sem ég hef síðan notið góðs
af í lífinu þó stundum á yngri
árum hafi mér fundist þetta allt
óþarfa vesen.
Þá sjaldan hún settist niður
þá var hún með handavinnu,
saumaði út, prjónaði og heklaði
og það voru margar gjafirnar
sem framleiddar voru seint á
kvöldin.
Mamma hafði mjög gaman af
því að ferðast og var alltaf vel
undirbúin og kynnti sér stað-
hætti og sögu vel. Ég man eftir
því þegar við vorum á ferðalagi
um landið, þá sat hún með
ferðahandbókina í kjöltunni og
las fyrir okkur um alla merk-
ustu staðina.
Mamma fylgdist alltaf með
fréttum og hún hlustaði mikið á
Rás 1. Hún hafði gaman af
klassískri tónlist en sem krakka
fannst mér þetta stundum ótta-
legt gól en viti menn, sem full-
orðin veit ég fátt betra en að
fara á tónleika.
Ég verð mömmu alltaf þakk-
lát fyrir að kenna mér til verka,
vinna vel og vanda allt sem ég
geri. Passa upp á fjármál og
skulda engum neitt. Láta fjöl-
skylduna ganga fyrir öllu, vera
fróðleiksfús og áhugasöm um
líðandi stundu og kunna að meta
menningu og listir.
Bless, elsku mamma, Guð
verði með þér.
Edda Hermannsdóttir.
Þegar Rebekka Guðmann
kom ásamt manni sínum Her-
manni Sigtryggssyni fyrst á
heimili okkar bjuggum við á
Hólum í Hjaltadal. Þetta var um
páska og eldri dóttir okkar var
þá nýlega fædd og þau hjón
voru á leið til Siglufjarðar þar
sem Hermann átti erindi vegna
vinnu sinnar. Þau lögðu þó
lykkju á leið sína til þess að líta
til okkar og til að færa barninu
stærsta páskaegg sem komið
hefur inn á okkar heimili. Þá
þegar höfðu tekist lausleg kynni
með okkur í gegnum Eddu dótt-
ur þeirra en þessi höfðingsskap-
ur og ræktarsemi kom okkur þó
þægilega á óvart.
Örlögin höguðu því svo til að
við fluttum til Akureyrar þetta
sama ár og bjuggum þar í tutt-
ugu og eitt ár og leiðir okkar
síðar hafa oft leitt okkur til Ak-
ureyrar í margvíslegum erind-
um. Við höfum ræktað samband
okkar við Hermann og Rebekku
og erum stolt af því að geta kall-
að þau vini okkar, þótt nokkur
aldursmunur sé á milli okkar.
Heimili þeirra hefur ávallt stað-
ið okkur opið og við höfum í ótal
skipti notið gestrisni þeirra og
reyndar síðan tekið þátt í stór-
viðburðum í fjölskyldu hvor ann-
arra. Hermann og Rebekka hafa
verið okkur eins og náin kær
fjölskylda, sem alltaf var gaman
að hitta.
Rebekka Guðmann var hús-
móðir af gamla skólanum. Hún
var glæsileg kona. Ávallt vel til
höfð og mátti ekki vamm sitt
vita. Hún bjó fjölskyldunni
glæsilegt heimili og lagði sig
fram um að taka vel á móti gest-
um. Jafnvel þótt við kæmum
óvænt og óviðbúið voru veislu-
föng borin á borð og rætt af
ákafa um helstu áhugamál og
annað sem efst var á baugi þá
stundina. Rebekka hafði kynnt
sér margt og myndað sér sterk-
ar skoðanir, sem hún lá ekkert
á. Hún var mikil hannyrðakona
enda lærður kjólameistari. Við
þá grein stafaði hún á árum áð-
ur og greip reyndar oft til þeirr-
ar þekkingar, en eftir að við
kynntumst henni vann hún
lengst af á skrifstofu Glerár-
skóla. Eftir að starfsferlinum
lauk var hún að mestu heima
við. Um allangt skeið hefur hún
átt við vanheilsu að stríða og
undir það síðasta varnaði mátt-
leysi því að hún tæki að sér mik-
il verkefni. Andleg heilsa hennar
var þó óbuguð og hún stjórnaði
heimili sínu af festu þótt orkan
hefði dvínað.
Síðustu vikurnar voru Re-
bekku erfiðar og viðbúið að hún
hafi verið orðin hvíldinni fegin.
Rebekka er mörgum harmdauði
og við í okkar fjölskyldu söknum
vinar í stað. Af öðrum vanda-
lausum ólöstuðum hefur enginn
reynst okkur eins vel og Re-
bekka Guðmann og við erum af-
skaplega þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast henni. Her-
manni og dætrum þeirra Eddu
og Önnu og fjölskyldum þeirra
og öðrum ástvinum vottum við
okkar dýpstu samúðar. Megi
minningin um góða og merka
konu leggja líkn með þraut.
Pétur, Herdís, Heiðrún og
Katrín.
Rebekka
Guðmann
HINSTA KVEÐJA
Elsku Rebekka
langamma. Takk fyrir að
vera alltaf svona góð við
okkur systurnar. Á ösku-
daginn komum við og sung-
um fyrir þig, þá gafst þú
okkur gott nammi. Vonum
að þér líði vel á himnum og
Guð passi þig. Við ætlum að
passa langafa Hermann vel
fyrir þig.
Þínar litlu ömmustelpur,
Freyja Dögg, Kristjana
Birta og Aníta Bríet.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
SVANDÍS JÓHANNSDÓTTIR
frá Háafelli,
Drangsnesi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Silfurtúni
í Búðardal 10. júní 2015, verður jarðsungin frá
Drangsneskapellu laugardaginn 20. júní kl. 12.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Björgunarsveitina Björg á Drangsnesi,
reiknnr. 0316-26-265, kt. 711090-2079.
.
Haukur Torfason,
Ása María Hauksdóttir, Pétur J. Óskarsson,
Guðbjörg Hauksdóttir, Óskar A. Torfason.
Grettir Engilberts-
son, f. á Ísafirði 27.
september 1948.
Hann lést 1. júní
2015.
Foreldrar hans
eru Engilbert Sum-
arliði Ingvarsson,
f. 28. apríl 1927 í
Unaðsdal, Snæ-
fjallahr. N.-Ís.
bóndi og bók-
bindari á Tirðil-
mýri í Snæfjallahr., síðar á
Hólmavík og Ísafirði, og Krist-
ín Ragnhildur Daníelsdóttir, f.
10. júní 1928 á Uppsölum, Súða-
víkurhr., N.-Ís., hárgreiðslu-
kona og húsfreyja á Tirðilmýri
á Snæfjallaströnd, síðar á
Hólmavík og Ísafirði. Systkini
Grettis eru 1. Daníel, f. 19. des-
ember 1950, 2. Ingvar, f. 20.
október 1952, 3. Jón Hallfreð, f.
22. nóvember 1955, 4. Ólafur
Jóhann, f. 6. september 1960, 5.
Atli Viðar, f. 9. september 1961
og 6. Salbjörg, f. 30. júlí 1967.
Kona Grettis er Eva Kristina
Karlsson, f. 20. janúar 1945,
kennari í Svíþjóð. For. John
Karlsson, f. 22. september
1913, d. 14. nóvember 1989, raf-
virki í Svíþjóð, og Maj-Liss
Karlsson, f. 3. jan-
úar 1921, d. 27 maí
2007. Synir þeirra
eru 1) Sæmundur
Jóhann Grettisson,
f. 25. júlí 1973, 2)
Einar Snorri
Karlsson, f. 16.
apríl 1981, og 3)
Kolbeinn Ari
Karlsson, f. 25. júní
1982.
Grettir ólst upp
á Tirðilmýri og gekk í Héraðs-
skólann í Reykjanesi, Gagn-
fræðaskólann á Ísafirði og lauk
síðan stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri. Grettir
stundaði nám í félagsfræði, fé-
lagsmannfræði og hagsögu við
Uppsalaháskóla og var með
magistergráðu í uppeldis- og
kennslufræði. Hann var kenn-
ari um tíma við Menntaskólann
á Ísafirði en lengst af íslensku-
kennari í Svíþjóð. Grettir gaf út
nokkrar bækur um móðurmál
og sögu og stofnaði „Fjarskóla
Langföruls“, fyrsta internet-
skólann þar sem íslenska var
kennd.
Útför Grettis fer fram í Upp-
sala í Svíþjóð í dag, 18. júní
2015.
Lífsgleði er það fyrsta sem
kemur í hugann þegar ég hugsa
um Gretti bróður. Hann hafði
smitandi hlátur og gerði óspart
að gamni sínu með hnyttnum til-
svörum og nýstárlegum hug-
myndatengslum. Hann var
óstöðvandi gleðigjafi og átti það
til að grípa gítarinn og syngja
fyrir mann af engu tilefni. Eitt
sinn, um 1990, þegar þau Stína og
strákarnir fengu að gista þegar
þau komu til landsins og ég var að
vaska upp, var Grettir allt í einu
mættur inn í eldhús með gítarinn
og kyrjaði syrpu af slögurum.
Það var alltaf tilhlökkunarefni
í einangruninni á Snæfjalla-
strönd þegar von var á Gretti frá
útlöndum. Hann bar jafnan með
sér nýjabrum, hafði alltaf eitt-
hvað spennandi meðferðis;
skrýtna tónlist og myndlist eða
Andrés Önd á sænsku.
Það eru tólf ár á milli okkar og
ég hafði ekki mikið af Gretti að
segja svo ég muni fyrr en á ung-
lingsaldri. Þá kom hann einu
sinni yfir sumartímann með nýju
vinkonu sinni, henni Stínu. Grett-
ir var ekkert fyrir vélar en þau
Stína voru samtaka í að láta
hendur standa fram úr ermum í
heyskapnum á Mýri sumarið
1972. Stína var líka að teikna og
mála og var gaman að kynnast
því hvernig listamenn bera sig að.
Ári seinna, í brakandi þurrki, var
hringt í sveitasímann frá Svíþjóð,
Grettir var í símanum og sagði að
sonur væri fæddur, sem fékk svo
nafnið Sæmundur. Svo fluttu þau
Stína heim ári seinna og ég fékk
að gista hjá þeim á Ísafirði þar
sem þau bjuggu og kenndu bæði
við menntaskólann. Það var alltaf
gaman að koma til þeirra og mik-
ið skrafað um listir og menningu
og allt milli himins og jarðar.
Þau fluttu aftur út til Svíþjóðar
eftir um fimm ára dvöl á Ísafirði
og störfuðu bæði eftir það við
kennslu í Uppsala og eignuðust
tvo syni til viðbótar, Snorra og
Kolbein. Við sáumst æ sjaldnar
en við Grettir skrifuðumst eitt-
hvað á, meðal annars um súrreal-
isma sem hann sagði að væri eins
og saltið í matargerð, hann yrði
alltaf að vera með, en eintómur
væri hann óætur.
Grettir leit á sig sem afsprengi
byltingarkynslóðarinnar frá 1968
og sagði að listin ætti að þjóna al-
þýðunni. Hann hafði mikinn
áhuga á sögu, einkum fornsögun-
um, og hafði mikla frásagnar-
gáfu, en þegar hann veiktist fyrir
um tíu árum var sem ský drægi
fyrir sólu. Hann hresstist þó við
og síðustu árin komu þau Stína og
strákarnir nokkrum sinnum til
Íslands og er sérstaklega minn-
isstæð fjölskylduhátíðin í Dalbæ
á Snæfjallaströnd 2012 þar sem
var sungið við varðeld og spjallað
fram á nótt í gamla húsinu á
Lyngholti. Það var svo síðasta
haust sem í ljós kom að ekki yrði
hægt að lækna meinið og það
væri spurning um tíma. Það var
því óvænt en ánægjulegt að fá að
hitta Gretti aftur síðasta haust
ásamt Stínu og Sæma þegar þau
komu til landsins í stutt frí og við
áttum góðar stundir saman.
Elsku Stína, Sæmi, Snorri og
Kolli, innilegar samúðarkveðjur
frá okkur Gyðu og Dagbjarti.
Ólafur Jóhann Engilbertsson.
Fyrstu minningar mínar um
Gretti eru frá Árbakka. Hann var
elstur og sjö árum eldri en ég og
átti því frekar samleið með eldri
Grettir
Engilbertsson
✝ Haraldur Ell-ingsen fæddist í
Reykjavík 22. maí
1935. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut
þann 9. júní 2015.
Hann var sonur
hjónanna Erlings
Jóhannesar Ell-
ingsen verkfræð-
ings, f. 20. júlí 1905,
og Elínar Haralz
Ellingsen húsmóður, f. 7. apríl
1909. Haraldur var einkabarn
þeirra hjóna.
Hinn 6. janúar 1961 kvæntist
Haraldur Ásbjörgu Ellingsen, f.
Thorsteinsson, f. 13. nóvember
1937 í Vági á Suðurey í Fær-
eyjum. Eignuðust þau fimm
börn og 12 barnabörn og tvö
barnabarnabörn: 1) Erling, f. 17.
maí 1961. Börn hans eru Matt-
hías, Sólrún, Haraldur Brimar
og Carmen Ásbjörg. 2) María, f.
22. janúar 1964. Börn hennar
eru Lára og Kristín. 3) Elín, f. 20
febrúar 1968. Börn hennar eru
Ísold, Númi, Helena Stjarna og
Eldur. 4) Erla Ellingsen Mag-
ane, f. 22 apríl 1973. Maki: Sean
Magane. Börn
þeirra eru Isabella
Sunneva og Liam
Máni. 5) Örn, f. 22.
apríl 1973. Maki:
Dhvani Ellingsen.
Haraldur var
stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykja-
vík 1955. Cand. oe-
con. frá Háskóla
Íslands 1961. Fram-
haldsnám í tölfræði
við Institute of Social Studies í
Haag í Hollandi 1964.
Störf: Starfsmaður tölfræði-
og áætlanadeildar Efnahags- og
framfarastofnunar Evrópu
(OECD) í París 1964-65, hjá
Efnahagsstofnuninni 1962-71,
hjá hagrannsóknadeild Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins 1972-
74, hjá Þjóðhagsstofnun og Hag-
stofunni frá 1974 til starfsloka.
Félags- og trúnaðarstörf: Í
stjórn verlsunarinnar O. Ell-
ingsen hf., 1971-84. Fé-
lagskjörinn endurskoðandi
Tryggingar hf. 1980-84.
Útför hans fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 18.
júní 2015, kl. 15.
Elsku pabbi, þú varst einstak-
ur maður og faðir. Það sem þú
kenndir mér mest í lífinu var að
vera heiðarleg, standa við orð
mín, bera virðingu fyrir nátt-
úrunni og öllu sem guð hefur
skapað.
Minningarnar eru margar og
ég varðveiti þær vel. Þær bestu
eru úr sumarbústaðnum okkar á
Læk. Þar var mikil ró og friður
og tími til að spjalla og vera sam-
an. Þar kenndir þú mér að rækta
grænmeti og tína jurtir, fræddir
mig um andleg mál og sagðir
mér ættarsögur. Þú varst af-
skaplega fróður og ósjaldan
varstu með bók í hendi.
Þú stóðst þig vel sem fimm
barna faðir og ástkær eiginmað-
ur. Gekkst veginn fallega og ert
mér góð fyrirmynd.
Þú sagðir mér að náttúran
væri með svör við öllu og þannig
nálgaðist þú Guð. Megir þú hvíla
í fegurð Guðs.
Ég mun sakna þín sárt. Þín
dóttir,
Erla.
Faðir minn var góður maður.
Af Guðs náð var hann í þeirri að-
stöðu að geta séð fyrir sér og
stórri fjölskyldu sinni með því
einu að vinna venjulega vinnu-
viku. Hann sóttist aldrei eftir
meiru og einbeitti sér þess í stað
að andlegum áhugamálum og að
vera góður við alla. Ég ólst upp
við að þekkja Guð, sálina og end-
urholdgun sem einfaldar stað-
reyndir vegna sannfæringar
hans. Sá grunnur gerði það mun
auðveldara fyrir mig að taka upp
fulla iðkun Krishna vitundar að-
eins 17 ára. Á síðari árum þegar
faðir minn stríddi við ýmis
heilsuvandamál kvartaði hann
aldrei eða lét fötlun sína valda
öðrum óþægindum. Í lokin end-
urtók hann oft orð Biblíunnar:
„Þú uppskerð það sem þú sáir.“
Það var augljóst fyrir okkur sem
hjá honum vorum að hann gerði
einmitt það. Ég óska honum alls
hins besta á ferðalagi sínu heim
til Guðs.
Örn Ellingsen.
„Hvað langar þig til að vera í
næsta lífi, pabbi minn?“ spurði
ég þig fyrir skömmu.
„Hunangsfluga“ svaraðir þú
eftir stutta umhugsun, með
prakkarasvip.
Og það væri nú þér líkt að
velja auðmjúkt og þjónandi hlut-
verk, en líka skemmtilega einfalt
Haraldur
Ellingsen