Morgunblaðið - 18.06.2015, Page 26

Morgunblaðið - 18.06.2015, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 Í tilefni af stórafmælinu ætlar Kristján á Hróarskelduhátíðinaásamt félaga sínum, tónlistarspekingnum Agli Harðarsyni. Þeirhafa notið saman Iceland Airwaves í tug skipta en í ár gera þeir sér afmælisdagamun og skella sér á Hróarskeldu þar sem þeir eru báðir fertugir á árinu. Af þekktum atriðum þar eru Die Antwoord og Einstürzende Neubauten efst á lista en stór hluti upplifuninnar er að uppgötva eitthvað nýtt og sjúga í sig stemninguna. Kristján Gunnarsson er viðskiptastjóri og annar eigenda vefhönn- unarfyrirtækisins Kosmos og Kaos. Hann er fæddur á Akranesi árið 1975 en ólst upp í Kaupmannahöfn. Fluttist svo aftur til landsins tíu ára, þegar rimma hljómsveitanna Duran Duran og Wham var sem harðvítugust, þó að hann taki fram að sjálfur hafi hann hlustað á Kiss. Kristján stundaði nám í tölvunar- og sameindalíffræði við Háskólann í Hróarskeldu og hélt þaðan til Íslenskrar erfðagreiningar árið 2005, þar sem hann vann sem framleiðslustjóri á rannsóknarstofu í tæp tvö ár. Það var ekki fyrr en þá sem leið hans lá inn í heim vefmiðlunar, þegar hann hóf störf hjá EC Software, þar sem hann kynntist meðeig- anda sínum hjá Kosmos og Kaos, Guðmundi Bjarna Sigurðssyni, en þeir stofnuðu fyrirtækið saman árið 2010 þar sem nú starfa 15 manns. Kristján er giftur Sólbjörgu Hlöðversdóttur, en þau giftust árið 2004 eftir 20 ára prufukeyrslu. Þau eiga saman tvo syni: Bjart, 19 ára, og Ara Kaprasíus, 13 ára. Ljósmynd/Kristján Gunnarsson Fertugur Kristján Gunnarsson er annar eigenda Kosmos & Kaos. Tveir fertugir á Hróarskeldu Kristján Gunnarsson fertugur í dag G uðjón fæddist í Vest- mannaeyjum 18.6. 1955 og ólst þar upp í Aust- urbænum. „Leiksvæði okkar strákanna voru túnin austur frá bæjum, frá Suð- urvegi til Tobba á Kirkjubæ. Þar spörkuðum við bolta frá morgni til kvölds en fótboltavöllurinn okkar og önnur leiksvæði fór undir hraun. Þetta voru skemmtilegir leikfélagar og verst hvað hópurinn tvístraðist í Gosinu.“ Guðjón hefur alla tíð búið í Eyjum að undanskildu gosárinu: „En leiðin lá aftur heim til Eyja við fyrsta tækifæri. Fyrsta hemilið í Eyjum eftir gos var í félagsheimili bæj- arins. Þar gistum við frændur, ég og Árni Sigfússon, og tókum að okkur húsvörslu. Ég vissi að foreldrar mínir kæmu fljótlega heim sem og varð raunin.“ Guðjón vann í fiski á sumrin og fór með föður sínum og bræðrum, ásamt öðrum Elliðaeyingum, til lundaveiða í Elliðaey: „Það var himneskt að fá að taka þátt í kvöld- vökunum með þeim Oddsstaða- bræðrum og öðrum Elliðaeyingum.“ Guðjón var í Barnaskóla Vest- mannaeyja og í Gagnfræðaskól- anum. Hann hóf störf hjá Verslun Gunnars Ólafssonar & Co. hf., Tanganum, og starfaði þar 1973-75. Síðar lauk hann iðnskólaprófi, pungaprófi og meiraprófi í Eyjum 1974-75. Guðjón starfaði hjá Sparisjóði Vestmannaeyja 1975-90 og var þar gjaldkeri, skrifstofustjóri og loks aðstoðarsparisjóðsstjóri. Hann var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum 1990-2002, útibússtjóri Sjóvár Al- mennra hf. í Vestmannaeyjum 2002- 2003, alþingismaður 2003-2007 og hefur síðan verið fasteignasali og umboðsmaður Varðar trygginga og Happdrættis HÍ í Eyjum. Guðjón var forseti bæjarstjórnar 2002-2003, formaður stjórnar Líf- eyrissjóðs starfsmanna Vest- mannaeyjabæjar, stjórnar Bæjar- veitna Vestmannaeyja 1990-2002, hafnarstjórnar Vestmannaeyja 2000-2002, samninganefndar Vest- mannaeyjabæjar, almannavarnar- nefndar Vestmanneyja 1990-2002, sat í stjórn Hitaveitu Suðurnesja 2002-2003, sat í VES þingnefnd Al- þings 2004-2007, þar af formaður frá 2005, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis 2004-2007 og Samgöngu- nefndar í eitt ár og sat í mennta- Guðjón Hjörleifsson, fv. bæjarstjóri og alþingismaður – 60 ára Sumarfrí Guðjón og Rósa með vinafólki, Höllu og Óla Einars, í Mexíkó, er þau sigldu um Karabíska hafið. Eyjapeyi fyrst og fremst Hjónin Guðjón og Rósa Elísabet. Hafnarfjörður Konráð Viktor Gestsson fæddist 18. júní 2015 kl. 9.20. Hann vó 3.692 g og var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru Alexandra E.V. Guðmundsdóttir og Gestur Baldursson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. LOKSINS ER KOMIN GÓÐ ÁSTÆÐA TIL AÐ GRILLA Alvöru grillsósur sem gera gott betra. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.