Morgunblaðið - 18.06.2015, Page 27

Morgunblaðið - 18.06.2015, Page 27
málanefnd og félagsmálanefnd. Guðjón sat í miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins, var formaður Sjálfstæð- isfélags Vestmannaeyja, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum 2014, Eyverja, FUS, nem- endafélags Gagnfræðaskólans, Ung- templarafélagsins Flakkarins á gos- árunum, Akóges árið 2010, stjórnarmaður í Stafkirkjunefnd- inni, sat í sóknarnefnd Landakirkju, var stjórnarmaður í Íþróttafélaginu Þór, Bridgefélagi Vestmannaeyja, Veiðifélagi Elliðaeyinga og var með- limur í Hrekkjalómafélaginu þegar það var og hét. Hann hlaut gull- merki Eyverja og silfurmerki ÍBV. Helsta áhugamál Guðjóns felst í því að finna meiri tíma með fjöl- skyldunni. Hann er mjög virkur í fé- laginu Akóges og hefur gaman af að fylgjast með pólitíkinni af hliðarlín- unni. Auk þess spilar hann golf þeg- ar tími gest til. Síðast en ekki síst eru öll málefni Vestmannaeyja- bæjar og Eyjamanna honum hug- leikin. Fjölskylda Eiginkona Guðjóns er Rósa Elísa- bet Guðjónsdóttir, f. 26.7. 1959, stuðningsfulltrúi í Grunnskóla Vest- mannaeyja. Foreldrar hennar eru Erna Tómasdóttir, f. 29.12. 1937, húsfreyja, og Guðjón Stefánsson, f. 7.1. 1936, húsasmiður. Þau búa í Vestmannaeyjum. Börn Guðjóns og Rósu Elísabetar eru Sæþór Orri, f. 27.11. 1979, fram- kvæmdastjóri í Vestmannaeyjum en kona hans er Karen Inga Ólafs- dóttir, íþróttafræðingur og fram- kvæmdastjóri og eru börn þeirra Birta Sól, f. 2001, Lúkas Orri, f. 2005, og Alex Ingi, f. 2007; Silja Rós, f. 24.7. 1987, félagsráðgjafi í Eyjum en sambýlismaður hennar er Gústaf Kristjánsson sjómaður og er sonur þeirra Guðjón Elí, f. 2009; Sara Dögg, f. 9.12. 1990, innanhús- arkitekt og stílisti hjá versluninni ZARA en sambýlismaður hennar er Hjálmar Ragnar Agnarsson lækna- nemi, og Sindri Freyr, f. 21.7. 1994, háskólanemi og trúbador í Eyjum. Systkini Guðjóns eru Lilja Dóra, f. 7.10. 1947, húsfreyja í Hafnarfirði; Guðmunda, f. 23.4. 1949, fram- kvæmdastjóri í Vesmannaeyjum; Guðni, f. 8.11. 1957, netagerðar- meistari í Eyjum; Halldór, f. 9.11. 1960, húsasmíðameistari í Eyjum; Sigrún, f. 25.8. 1962, ræstitæknir í Eyjum; Jónína Björk, f. 24.5. 1966, sjúkarliði í Eyjum. Foreldrar Gujóns: Inga Jóhanna Halldórsdóttir, f. 30.11. 1927, fv. saumakona í Vestmanneyjum, og Hjörleifur Guðnason, f. 5.6. 1925, d. 13.6. 2007, múrarameistari. Guðjón og Rósa kona hans taka á móti gestum í tilefni þessara tíma- móta, föstudaginn 19. júní nk. frá kl. 20.30 í Akóges Úr frændgarði Guðjóns Hjörleifssonar Guðjón Hjörleifsson Jónína G. Þorsteinsdóttir húsfr. á Krossi Víglundur Þorgrímsson útgerðarb. á Krossi Lilja Víglundsdóttir húsfr. í Neskaupstað Halldór Jóhannsson trésmíðam. í Neskaupstað Inga J. Halldórsdóttir saumakona í Eyjum Katrín Gísladóttir húsfr. á Krossi Jóhann Marteinsson b. á Krossi í Mjóafirði Vilborg Einarsdóttir húsfr. á Þrándarstöðum Grímur Þorsteinsson b. á Þrándarstöðum í Eiðasókn Halldóra Grímsdóttir húsfr. á Seyðisf. Fósturmóðir: Guðrún Grímsdóttir húsfr. í Eyjum Guðni Sigmundsson verkam. á Seyðisf. Fóstur- faðir hans: Guðjón Jónsson smiður í Eyjum Hjörleifur Guðnason múrarameistari í Eyjum Hólmfríður Guðnadóttir húsfr. á Engilæk Sigmundur Sigmundsson b. á Engilæk í Hjaltastaðaþinghá Pétur Guðjónsson sjómaður Ósk Pétursdóttir húsfr. á Raufarhöfn Pétur Björnsson athafnamaður Hólmfríður Guðnadóttir húsfr. á Ak. Guðni Jónsson múraram. á Ak. Birkir Hólm Guðnason framkv.stj. Icelandair Sigrún Þórhildur Guðnadóttir húsfr. í Eyjum Guðni Þórarinn Guðmundsson organisti frá Landlyst Margrét Grímsdóttir húsfr. í Neskaupstað Guðný Pálsdóttir húsfr. á Reyðarfirði Kjartan Sveinsson byggingatæknifr. Þorsteinn Þ. Víglundsson skólastj. og sparisjóðsstj. í Eyjum Kristín S. Þorsteinsdóttir húsfr. í Garðabæ Árni Sigfússon fyrrv. bæjarstj. í Reykjanesbæ Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor við HÍ Gylfi Sigfússon forstj. Eimskips Þór Sigfússon hagfr. Sólveig Gísladóttir húsfr. í Neskaupst. Dagbjört Sigurðard. húsfr. í Neskaupst. Þórunn Lárusdóttir húsfr. í Neskaupst. Lárus Sveinsson trompetl. og kórstj. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015 Alfreð J. Jolson, biskup kaþ-ólsku kirkjunnar á Íslandi,fæddist 18.6. 1928 í Bridge- port í Connecticut í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru Alfred Jolson, sem rak vélaverkstæði í Fairfield í Connecticut, og Justine, af írskum ættum, dóttir John Houlihan, hót- elhaldara og ríkisþingmanns í New- ton í Connecticut, og Catherine. Móðir Alfreds var Karolina Amundsen, frá Kristiansand í Nor- egi. Faðir Alfreds, afi Alfreðs Jols- son, var Guðmundur Hjaltason, f. 1872, bakari á Ísafirði, sem starfaði m.a. sem kolakyndari og bakari í Bridgeport. Meðal skyldfólks Al- freðs er Rósa Ingólfsdóttir og Leifur Dungal læknir. Alfreð gekk í reglu jesúíta árið 1946. Hann lauk guðfræðiprófi frá Weston College í Boston 1958 og vígðist til prests 14.6. 1958. Auk þess lauk Alfreð licenciatsprófi frá We- ston College 1959, MBA-prófi í við- skiptafræði frá Harvard 1962 og doktorsprófi í heimspeki og fé- lagsfræði frá Gregorian-háskólanum í Róm 1970. Doktorsritgerð hans fjallaði um rannsóknir á hlutverki presta og þeim hindrunum sem koma í veg fyrir köllun til prests- starfa. Alfreð starfaði víða um heim við háskólakennslu, meðal annars við Al-Hikma háskólann í Bagdad, Bost- on College of Business Admin- istration og Háskólann í Harare í Simbabve, en þá hét sú borg Sal- isbury og landið Ródesía. Einnig kenndi hann við Saint Josefs- háskólann í Fíladelfíu og var aðstoð- arrektor og yfirmaður viðskiptafræðideildarinnar í Wheel- ing Jesuit College í Vestur-Virginíu frá 1986. Alfreð var vígður Reykjavíkur- biskup í Dómkirkju Krists konungs í Reykjavík 6. og 7. febrúar 1988. Alfreð biskup var góður ræðu- maður, heimsmaður og sannur menntamaður. Þeir sem til hans þekktu sögðu hann einstaklega hlýjan með sterka nærveru. Hann var jafnan alþýðlegur og félags- lyndur. Alfreð lést 21.3. 1994. Merkir Íslendingar Alfreð J. Jolson 85 ára Aðalheiður Kristjánsdóttir Alda Hoffritz Ástþór Yngvi Einarsson Bjarnheiður Sigmundsdóttir Guðmundur Ívarsson 80 ára Freygerður Svavarsdóttir Friðgeir Sigurgeirsson Helga Jónsdóttir Kristbjörg Þ. Kjeld Kristín Hróbjartsdóttir Þorvarður Gústafsson 75 ára Hreiðar Sigurðsson Sigrún Ólafsdóttir Sigursveinn Friðriksson 70 ára Haraldur Erlendsson Kjartan Reynir Ólafsson Margrét P. Magnúsdóttir Sigríður Karlsdóttir 60 ára Ásdís Birna Ottesen Birgir Ingibergsson Brynjar Hólm Bjarnason Diego Björn Valencia Elísa Jóhanna Stefánsdóttir Guðrún Indriðadóttir Janina Kojder Kristín B. Torfadóttir Matthías Kjartansson Sigríður B. Magnúsdóttir Sigrún Kjartansdóttir Valgerður K. Olgeirsdóttir 50 ára Aðalheiður Ó. Þorleifsdóttir Algis Gasparaitis Ásthildur E. Guðmundsdóttir Eggert Rúnar Birgisson Elfar Úlfarsson Guðrún Grímsdóttir Halldór Halldórsson Helgi Heiðar Helgason Inga Kjartansdóttir Kristbjörg Arnarsdóttir Leifur Ó. Hákonarson Marek Bajda Ósk R. Guðmundsdóttir Ragnar E.A. Finnbogason Ríkarður Már Ríkarðsson Sasithorn Phanngam Sigríður Melrós Ólafsdóttir Sigurbjörg Viðarsdóttir Valgerður Þóra Elvarsdóttir 40 ára Bjarni Breiðfjörð Pétursson Björn Hreiðar Björnsson Blerim Morina Damian Karol Klobassa-Zrencki Guðfinna K. Einarsdóttir Heiðrún Bergsdóttir Helga S. Valdimarsdóttir Hildur Bjargmundsdóttir Hildur Sveinsdóttir Hilmar Þór Pálsson Íris Erla Sigurðardóttir Kristján Gunnarsson Piotr Ryniec Reynir Jónasson Sigrún Hermannsdóttir 30 ára Aldís Ólöf Júlíusdóttir Aron Örn Óskarsson Ásdís D. Þorsteinsdóttir Davíð Þór Þorsteinsson Eiríkur Oddsson Gautur Ingi Ingimarsson Helga Hilmarsdóttir Inga Hanna Gísladóttir Krzysztof Demko Louie Abonitalla Megan Lamont Tobiasz Stasinski Til hamingju með daginn 30 ára Jenný ólst upp í Reykjavík og Laugum í Þingeyjarsýslu. Lauk prófi í leiklist og leik- stjórn frá KADA árið 2012. Maki: Björn Grétar Bald- ursson, f. 1992, nemandi í tómstunda- og félags- málafræði hjá HÍ. Foreldrar: Arnór Benónýsson, f. 1954, menntaskólakennari og Súsanna Svavarsdóttir, f. 1953, blaðamaður og rit- höfundur. Jenný Lára Arnórsdóttir 30 ára Hera ólst upp á Sauðárkróki, lauk prófi í læknisfræði frá HÍ. Maki: Halldór Jón Sig- urðsson., f. 1983, knatt- spyrnuþjálfari og íþrótta- kennari. Börn: Hrafnhildur Kara Halldórsdóttir, f. 2010, og Hilmar Rafn Halldórsson, f. 2015. Foreldrar: Birgir Rafn Rafnsson, f. 1960, banka- maður og Hrafnhildur Pétursdóttir, f. 1962, sjúkraliði. Hera Birgisdóttir 30 ára Guðrún ólst upp í Grindavík og býr í Kópa- vogi í dag. Lauk námi í tækniteiknun frá Iðnskól- anum í Hafnarfirði 2011 og starfar sem innanhús- hönnuður í IKEA. Maki: Guðmundur Ingvi Einarsson, f. 1981. starfar sem markaðsfræðingur. Foreldrar: Dagmar Elvarsdóttir, f. 1963, vinn- ur hjá Icelandair, og Hall- dór Einir Smárason, f. 1963, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur. Guðrún Halldórsdóttir Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogi ■ Sími 535 4300 ■ axis.is ■ Opið: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER S KÁPATI LB OÐ Verð58.900,-m. vsk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.