Morgunblaðið - 18.06.2015, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚNÍ 2015
Margt verður um manninn á Hjalteyri um
helgina en þar verður dagskrá í og við
Verksmiðjuna í tengslum við sýninguna Að
bjarga heiminum. Í tilkynningu segir að
dagskráin samanstandi af gjörningum,
fyrirlestrum, tónlist, ljóðlist, umræðum,
dansi og söng. Meðal þeirra sem koma fram
eru Anna Richardsdóttir, Jón Laxdal Hall-
dórsson, Arna Valsdóttir og Sigríður Ásný
Ketilsdóttir.
Hátíðahöldin hefjast á laugardaginn
klukkan tvö með setningu Snorra Finns-
sonar, sveitarstjóra Hörgársveitar. Á sunnudaginn byrjar
dagurinn klukkan 10.30 með vakningu Sigríðar Sólarljóss en
eftir það má finna pallborðsumræður um Að bjarga heiminum
undir leiðsögn félaga úr Félagi áhugamanna um heimspeki á
Akureyri. Lýkur dagskránni um fimmleytið. Sýningarstjóri
er myndlistamaðurinn Aðalsteinn Þórsson.
Fyrirlestrar, dans og söngur
í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Anna
Richardsdóttir
Kosningaafmælis- og Jónsmessuhátíð verð-
ur haldin á Seltjarnarnesi 19. júní næst-
komandi en þá mun leikkonan og rithöf-
undurinn Sólveig Pálsdóttir stýra
gönguferð um Seltjarnarnesið. Í leiðangr-
inum sameinast hin árvissa Jónsmessu-
ganga Seltirninga og hátíðahöld í tilefni af
því að 19. júní 2015 eru 100 ár liðin frá því
að íslenskar konur fengu fyrst kosninga-
rétt til Alþingis.
Gangan hefst inni í Mýrarhúsaskóla
klukkan 12.45 með léttum veitingum sem
fylgt verður eftir með ræðuhöldum og fleiru skemmtilegu.
Dætur munu segja frá mæðrum sínum sem syntu gegn
straumnum í leitinni að jafnrétti og hulunni svipt af óþekktum
baráttumálum í nútímasamfélagi, eins og segir í tilkynningu.
Gangan er í samstarfi við framkvæmdanefnd um 100 ára af-
mæli kosningaréttar kvenna.
Gengið um Seltjarnarnes í tilefni
kosningaafmælis og Jónsmessu
Sólveig
Pálsdóttir
Tónleikar Will Carruthers, How can you re-
move the absence of a thing?, verða haldnir
á Boston Reykjavík, Laugavegi 28b, í kvöld
klukkan 21. Um er að ræða fyrstu tónleika í
nýrri tónleikaröð, microgroove sessions, á
Boston Reykjavík. Carruthers er breskur
og er hann helst þekktur sem bassaleikari
hljómsveitanna Spacemen 3, Spiritualized,
The Brian Jonestown Massacre, Spectrum
og Dead Skeletons en hann hefur auk þess
fengist við ritstörf og gaf meðal annars ný-
lega út bókina Book of Jobs.
Í tilkynningu segir meðal annars að í tónlist Carruthers
mæti gömul þjóðlagahefð kyndugum melódíum sem sprottnar
eru upp úr því eyðilandi sem hnignun iðnaðarsamfélaganna
skapaði í upplöndum, eða miðhéruðum, Bretlands. Micro-
groove-kvöldin eru samstarfsverkefni Boston Reykjavík,
Konsúlatsins og Ölgerðarinnar.
Will Carruthers með tónleika
á Boston Reykjavík í kvöld
Will
Carruthers
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Listin hermir eftir lífinu og lífið hermir eftir
listinni þangað til enginn veit lengur hvort er
hvað,“ segir píanóleikarinn Víkingur Heiðar
Ólafsson en hann er listrænn stjórnandi tón-
listarhátíðarinnar Reykjavík Midsummer Mu-
sic sem verður haldin í fjórða sinn í Hörpu og
nágrenni dagana 18. til 21. júní. Hátíðin hefur
fyrir löngu skipað sér sess sem einn áhuga-
verðasti viðburður tónleikaársins og hefur
hún meðal annars unnið til Íslensku tónlistar-
verðlaunanna.
Eftirhermur í fyrirrúmi
„Hátíðin að þessu sinni er ólík því sem áður
hefur verið að því leytinu að það hverfist allt
um þemað með afgerandi en ólíkum hætti.
Hún hefur því sérstakan lit,“ segir Víkingur
Heiðar en þema hátíðarinnar í ár er Imitation
og eftirhermur úr ýmsum áttum. Meðal ann-
ars verður leikin tónlist eftir Bach, Stra-
vinsky, Schnittke, Crumb og Adams, auk þess
sem spunameistararnir Skúli Sverrisson og
Davíð Þór Jónsson spinna sinn glóandi þráð í
gegnum alla hátíðina eins og segir í tilkynn-
ingu.
„Það er hægt að framkvæma eftirhermur í
tónlist á mjög skemmtilegan hátt. Á opn-
unartónleikunum er ég með tónskáld frá öll-
um tímum sem hafa verið að herma eftir nátt-
úrunni. Þar má nefna fuglasöng frá
barokkinu og hvalasöng frá áttunda áratugn-
um eftir George Crumb. Það er verk fyrir
uppmagnaða flautu, selló og píanó. Brjál-
æðislega fallegt. Við erum einnig með verk
sem líkir eftir síðustu stundunum í lífi mosk-
ítóflugu,“ segir Víkingur Heiðar um fjöl-
breytta dagskrána.
„Á föstudeginum munum við flakka svolítið
á milli stíla. Við verðum með kvintett þar sem
Skúli Sverrisson er á rafmagnsbassa, Davíð
Þór Jónsson og ég á allskonar hljómborðs-
hljóðfæri og flygla, Kristinn Árnason á raf-
magnsgítar og Pétur Grétarsson á trommu-
sett. Við munum taka verkið Myndir á
sýningu sem er eitt glæsilegasta píanóverk
rómantíska tímans. Í því verki hermir höf-
undur verksins, Modest Mussorgsky, eftir
göngu sinni á myndlistarsýningu vinar síns. Í
kringum árið 1970 gerði breska rokkgrúppan
Emerson, Lake & Palmer sína eigin útgáfu af
verkinu. Við munum núna herma eftir þeirri
útgáfu með okkar sérstaka flutningi. Þarna er
því um margliða eftirhermu að ræða. Við er-
um að herma eftir Emerson, Lake & Palmer
sem voru að herma eftir Mussorgsky sem
hermdi eftir göngu sinni um myndlistarsýn-
inguna. Imitation er einnig yfirheiti spuna-
verks sem verður í Hallgrímskirkju á laug-
ardaginn klukkan þrjú. Þar mun Davíð Þór
spila í fyrsta sinn á Klais-orgelið volduga og
Skúli Sverris verður í hinum enda kirkjunnar
með bassann. Það að stilla þessu risaorgeli
svona andspænis rafmagnsbassa í hinum
enda kirkjunnar verður eflaust eins og nokk-
urs konar samtal á milli Davíðs og Golíats,“
segir Víkingur Heiðar kíminn.
Fiðla Napóleons í Hörpu
Alls munu fjórtán listamenn vega þyngst á
hátíðinni í ár, þar af sex erlendir. Víkingur
kveður alla listamennina afar hæfileikaríka og
segir hann eina af grunnhugmyndum hátíð-
arinnar einmitt að koma með heimsþekkta
sólóista til landsins til að leika með íslenskum
hljóðfæraleikurum.
„Ég hugsa þetta svolítið sem stefnumót á
milli þess skemmtilegasta á Íslandi og úti. Við
getum tekið Sayöku Shoji sem dæmi. Hún er
japanskur fiðluleikari sem er einfaldlega einn
besti fiðluleikari okkar tíma leyfi ég mér að
fullyrða. Hún kemur hingað með Stradiv-
arius-fiðlu sem er var eitt sinn í eigu Napóle-
ons Bonaparte. Hún er engu lík. Svo fáum við
yfirburðaeinleikara frá Skandinavíu og Arme-
níu og flottan víólueinleikara frá Þýskalandi,“
segir Víkingur Heiðar og kveður jafnframt
hið klassíska tónlistarlíf á Íslandi í uppsveiflu.
„Ég held að það hafi aldrei jafn margir sótt
í klassíska tónleika hér á landi og um þessar
mundir. Það er magnað að fylgjast með því
og sérstaklega með tilkomu Hörpu, hún gerir
mér kleift að halda þessa hátíð. Það væri ekki
hægt að bjóða listamönnunum sem koma á
hátíðina upp á annað en kjöraðstæður til þess
að vinna. Hvað hátíðina varðar, þá er hún að
sjálfsögðu klassísk í eðli sínu. Ég vil þó meina
að þetta sé fyrst og fremst tónlistarhátíð, ég
vil ekki að fólk hugsi um hana sem klassíska,
djass- eða strengjahátíð. Ég vil að fólk komi
með opinn hug og sé tilbúið að opna eyrun
fyrir verkum sem það hefði fyrirfram ekki
endilega talið að væru þess tebolli. Það er til
dæmis ofboðslega gaman að vera með
strengjakvartetta, glæsilegt fiðlu- og selló-
verk fyrir hlé og fara síðan yfir í prógressíft
rokk í síðari hálfleik,“ segir hann og bætir við
að ýmislegt verði prófað í fyrsta skipti á há-
tíðinni.
„Við munum til að mynda í fyrsta skipti
vera með einskonar hátíðarpassa á tíu þúsund
krónur fyrir tíu tónleika sem allir eru í
heimsklassa. Ég hugsa um hátíðina sem heild.
Það skiptir mig máli að þeir sem koma á há-
tíðina til þess að sjá stóru kammerverkin eða
Stradivarius-leikinn komi líka í Hallgríms-
kirkju og heyri Davíð Þór spinna á orgelið, og
öfugt,“ segir Víkingur Heiðar að lokum.
Samtal á milli Davíðs og Golíats
Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music verður haldin í fjórða sinn 18. til 21. júní í Hörpu
Þema hátíðarinnar að þessu sinni er eftirhermur og verða þeim gerð skil með fjölbreyttu móti
Morgunblaðið/Eggert
Eftirhermur „Á opnunartónleikunum er ég með tónskáld frá öllum tímum sem hafa verið að herma eftir náttúrunni. Þar má nefna fuglasöng frá barokkinu og hvalasöng frá áttunda áratugnum.“