Fréttablaðið - 08.07.2015, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.07.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Miðvikudagur 12 MARKAÐURINN Sími: 512 5000 8. júlí 2015 158. tölublað 15. árgangur SPORT Úttekt á uppgangi íslenska landsliðsins á FIFA- listanum undanfarin ár. 30 É g labbaði Laugaveginn þegar ég var 12 ára, með mömmu og Ferðafélagi Ís-lands. Það var dálítið erfitt en ég var mjög ánægður eftir á,“ segir Aron Freyr Stefánsson, 14 ára göngugarpur, en hann stundar fjallgöngur af miklum móð. Frásíðustu áramót GÖNGUGARPURFJALLGANGA Aron Freyr Stefánsson gengur á fjöll í frístundum. Hann hefur þegar lagt Laugaveginn að baki og tekur nú fyrir eitt fjall í hverjum mánuði. Milli fjallganga steypir hann leirmuni sem vakið hafa eftirtekt. PARÍS HEILLARErtu á leið til Parísar? Hér færðu góð ráð áður en þú leggur í hann. Það er nefnilega eitt og annað sem er ókeypis í París, að minnsta kosti stundum. Síða 2 www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 8. júlí 2015 | 27. tölublað | 11. árgangur S VA N S M E R K I Ð S Í ÐA N 2 0 0 0 ! Gætu minnkað lífeyrisskuldir Hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson og Jón Bjarki Bentsson vara báðir við því að ríkisskuldabréf verði keypt upp í of miklum mæli. Jón Bjarki bendir á að ýmsar aðrar leiðir séu færar við niður greiðslu skulda ríkisins með þeim fjár- munum sem ríkið fær af stöð- ugleikaskatti eða stöðugleika- framlagi. Undir það tekur Á KONUR VERÐI ÓHRÆDDARI VIÐ AÐ FJÁRFESTA Allt sem þú þarft ... Höfuðborgarsvæðið, meðallestur kvenna á tölublað, 12–80 ára. Prentmiðlakönnun Gallup, jan.– mar. 2015 YFIRBURÐIR Fréttablaðsins staðfestir 64,1% 26% FB L M BL FLUGFÉLAG FÓLKSINS FIÐLULEIKUR Systurnar Björney Anna og Þórdís Emilía Aronsdætur skemmtu ferðamönnum á Skólavörðustíg í gær. Margir sem áttu leið hjá laumuðu peningum að fi ðlu- leikurunum. Sannarlega frumleg leið til að fylla sparibaukinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMFÉLAG „Ég myndi vilja að fang- ar geti haft aðgang að netinu,“ segir Páll Winkel fangelsismála- stjóri, sem telur að endurskoða eigi lög sem banna föngum að hafa net- tengdar tölvur. „Með tímanum fara samskipti í sífellt meiri mæli í gegnum netið sem leiðir til þess að fangar verða enn þá einangraðri frá sam- félaginu. Mér finnst að það megi vel skoða hvort það sé ekki eðlileg- ur hluti af afplánun að fangar geti haft samband við fjölskyldu og vini á netinu og þannig draga úr nei- kvæðum afleiðingum frelsissvipt- ingar,“ segir Páll. Margrét Frímannsdóttir, yfir- maður í fangelsinu að Litla-Hrauni, tekur í sama streng. Netið sé tækni sem allir noti og nauðsynlegt fyrir alla að kunna á. „Það er hluti af námi í fangelsi að læra á tölvur og því þætti mér eðlilegt að netnotkun væri heimil, að minnsta kosti í ákveðinn tíma,“ segir Margrét. Ef fangar misnotuðu netaðgang yrðu refsingar hertar. „Ég myndi vilja að allir fang- ar, nema þeir sem sæta agaviður- lögum, hafi aðgang að netinu. Það yrðu þó að vera einhverjar takmark anir,“ segir Páll. Að undanförnu hefur það auk- ist að svokölluðum netpungum sé smyglað inn í fangelsið. „Fanga- verðir eru sífellt að finna netpunga sem hefur verið smyglað inn. Þá er brugðist við því strax,“ segir Páll. Netpungar gera fólki kleift að tengjast netinu hvar sem er. „Tækninni fleygir fram og eðli málsins samkvæmt hefur það áhrif á að þessu sé smyglað inn í fangels- ið,“ segir Margrét. Páll segir að það fari mikil vinna í að fylgjast með því hvort fangar hafi netpung undir höndum og komist þannig á netið í herbergjum sínum. „Við erum þó ekki með neinn sem fylgist sérstaklega með því hvort fangar séu á samfélagsmiðlum en ef við fáum ábendingar könnum við málið,“ segir Páll. Töluverður fjöldi agaviðurlaga á Litla-Hrauni er vegna netnotkunar. „Þeir missa tölvuna fyrst í mánuð og svo ef það gerist aftur missa þeir tölvuna í tvo mánuði,“ segir Margrét. nadine@frettabladid.is Fangelsisyfirvöld vilja opna fyrir netnotkun Netnotkun er óheimil í fangelsum. Netpungum er þó smyglað inn til fanganna og fangelsismálastjóri og forstöðumaður Litla-Hrauns vilja að fangar fái að nota netið. MENNING Glæsileg dagskrá á Act Alone einleikshátíð- inni á Suðureyri í ágúst. 24 Konur fjárfesti meira Í níu hagsmunasamtökum í atvinnulífinu er einungis ein kona framkvæmdastjóri og tvær stjórnar- formenn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir fjárfestir vill að konur fjárfesti meira. LÍFIÐ Nazima Kristín og Mikael Ómar taka þátt í föstu í ramadan-mánuðinum. 34 2 SÉRBLÖÐ Markaðurinn | Fólk SKOÐUN Sveinn Rúnar Hauksson skrifar um stríðs- glæpi gegn Palestínu. 13 Mér finnst að það megi vel skoða hvort það sé ekki eðli- legur hluti af afplánun að fangar geti haft samband við fjöl- skyldu og vini á netinu. Páll Winkel fangelsismálastjóri. Það er hluti af námi í fangelsi að læra á tölvur og því þætti mér eðlilegt að netnotkun væri heimil, að minnsta kosti í ákveð- inn tíma. Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri. ÖRYGGISMÁL Ekki er hugsað til sjúkraflutninga í mati á lokun flugbrautar Reykjavíkurflugvelli. „Það getur verið að mannslíf tapist ekki við lokun flugbraut- arinnar ef þú telur ekki sjúkra- flugið með,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, einn talsmanna Hjartans í Vatnsmýri. - sa / sjá síðu 6 Gagnrýni á brautarskýrslu: Ekki hugað að sjúkrafluginu Ferðakóngur ráðherra Gunnar Bragi Sveinsson er ferðakóngur tveggja síðustu ríkistjórna og Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson hefur verið helmingi lengur erlendis en Jóhanna Sigurðardóttir. 10 Bera ekki ábyrgð „Við reynum að gera okkar besta þótt við berum ekki ábyrgð á þeim sem kaupa bara áætlunarakstur,“ segir forsvarsmaður rútufyrirtækis vegna ferðamanna í ógöngum. 4 Biðstaða í Grikklandi Forsætisráð- herrar ríkja evrusvæðisins funduðu í gær um nýja neyðaraðstoð við Grikki en komust ekki að niðurstöðu. 8 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 3 -A 4 1 C 1 7 5 3 -A 2 E 0 1 7 5 3 -A 1 A 4 1 7 5 3 -A 0 6 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.