Fréttablaðið - 08.07.2015, Side 4
8. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4
STJÓRNSÝSLA Persónuvernd álítur að sérfræð-
ingateymi velferðarráðuneytisins um þjónustu
við börn með alvarlegar þroska- og geðraskan-
ir megi ekki fá upplýsingar frá sveitarfélögum
eða barnaverndarnefndum landsins og vinna
úr þeim upplýsingum. Telur Persónuvernd að
það brjóti í bága við persónuverndarlög.
Velferðarráðuneytið óskaði sjálft eftir áliti
stofnunarinnar á vinnu teymisins. Ingibjörg
Broddadóttir, staðgengill skrifstofustjóra
ráðuneytisins, segir að vinna nefndarinnar
hafi verið stöðvuð í kjölfarið.
„Öllum aðilum málsins var sent bréf 1. júlí
þar sem niðurstaða Persónuverndar var kynnt
og upplýst að sérfræðingateymið myndi ekki
starfa áfram fyrr en heimild teymisins til
að taka við persónuupplýsingum lægi skýrt
fyrir,“ segir Ingibjörg. „Ég vil einnig upplýsa
um að í ráðuneytinu stendur nú yfir vinna við
að undirbúa stjórnsýslustofnun eða annan far-
veg fyrir eftirlit og ýmis stjórnsýsluverkefni
sem nú eru unnin í ráðuneytinu.“
Teymið á „annars vegar að leggja mat á það
hvort barn þurfi að flytjast að heiman í sérsnið-
ið úrræði og hins vegar að veita ráðgjöf og leið-
beiningar um þjónustu og annan stuðning svo
koma megi í veg fyrir að barn þurfi að flytjast
að heiman,“ segir í áliti Persónuverndar. - sa
Vinna sérfræðingateymis velferðarráðuneytis um þjónustu við börn með geðraskanir í hættu:
Mega ekki miðla upplýsingum um börn
UTAN SEILINGAR Persónuvernd segir miðlun upp-
lýsinga til sérfræðinganefndar brjóta í bága við lög.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SPURNING DAGSINS
FERÐAÞJÓNUSTA Landsbjörg og
ferðamálayfirvöld ganga allt að
því eins langt og hægt er í að veita
ferðamönnum upplýsingar um
aðstæður á Íslandi.
Þetta er mat Jónasar Guðmunds-
sonar, verkefnisstjóra slysavarna
ferðamanna hjá Slysavarnafélag-
inu Landsbjörgu.
Framkvæmdastjóri Ferðafélags
Íslands, Páll Guðmundsson, greindi
frá því í Fréttablaðinu í gær að
skálaverðir, einkum í Hrafntinnu-
skeri, hefðu unnið björgunar afrek
á hálendinu síðustu vikur. Þeir
hefðu borið inn í skála hrakta og
bugaða ferðamenn sem alls ekki
hefðu verið búnir til göngu í snjó
og krapa.
Jónas bendir á að á þessum tíma
eigi fólk ekki von á aðstæðunum
sem verið hafa á hálendinu síðustu
vikur. Frá júníbyrjun hafi í sam-
vinnu við Höfuðborgarstofu verið
rekin sérstök starfsstöð í miðbæ
Reykjavíkur þar sem vant björg-
unarsveitarfólk sé við störf.
„Við höfum hringt daglega í
skálaverði og safnað upplýsingum
um aðstæður. Við létum alla ferða-
þjónustuaðila vita að þarna væri
að finna upplýsingar. Við höfum
einnig sett inn upplýsingar á síð-
una safetravel.is um að aðstæður
séu óvenjulegar. Þessar upplýsing-
ar hafa einnig komið fram á skjá-
upplýsingakerfi ferðamanna sem
er á um 40 stöðum á landinu. Nú
er einnig hálendisvakt björgunar-
sveitanna hafin.“
Jónas telur að það sé mikill
minnihluti ferðamanna sem ekki
hitti skálavörð og landvörð þegar
komið er inn í Landmannalaugar
sem ræði við þá um aðstæður.
Samstarf Landsbjargar við
bílaleigur hefur verið gott, að því
er hann greinir frá. „Við höfum
reyndar ekki verið í jafnmiklu
samstarfi við hópferðafyrirtækin.“
Kristján Baldursson, fram-
kvæmdastjóri hópferðamiðstöðv-
arinnar Trex sem er eitt þeirra
fyrirtækja sem er með áætlunar-
ferðir inn í Landmannalaugar,
segir að farþegum með rútunum
séu afhentar leiðbeiningar um
aðstæður á svæðunum og hentugan
klæðaburð. Taka þurfi til dæmis
mið af breytilegu veðri.
„Þeir fá miða þegar þeir koma
upp í bílana með þessum leiðbein-
ingum. Þeim er einnig ráðlagt að
hafa samband við skálaverði og
leita sér upplýsinga. Á heimasíðu
okkar eru jafnframt leiðbeiningar
og við vísum á aðrar vefsíður. Við
reynum að gera okkar besta þótt
við berum ekki ábyrgð á þeim sem
kaupa bara áætlunarakstur. Það
er greinilegt að upplýsingarnar ná
ekki til allra eða þá að ferðamenn
trúa því ekki að aðstæður séu eins
og sagt er.“
Kristján tekur það fram að
hluti farþeganna sé í skipulögðum
hópum með leiðsögumönnum. „Þar
er fólk betur tékkað af.“
ibs@frettabladid.is
Landsbjörg hringir daglega
í skálaverði uppi á hálendi
Sérstök starfsstöð Landsbjargar er í miðbæ Reykjavíkur í samvinnu við Höfuðborgarstofu. Björgunarsveitar-
menn starfsstöðvarinnar veita ferðamönnum upplýsingar um aðstæður á hálendinu sem safnað er daglega.
HÓPFERÐIR „ Við reynum að gera okkar besta þótt við berum ekki ábyrgð á þeim sem kaupa bara áætlunarakstur. Það er
greinilegt að upplýsingarnar ná ekki til allra eða þá að ferðamenn trúa því ekki að aðstæður séu eins og sagt er,“ segir Kristján
Baldursson, framkvæmdastjóri Trex. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Við
höfum hringt
daglega í
skálaverði og
safnað upp-
lýsingum um
aðstæður. Við
létum alla ferðaþjónustu-
aðila vita að þarna væri
að finna upplýsingar.
Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá
Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.
BANDARÍKIN Leikarinn Bill Cosby,
hefur viðurkennt að hafa byrlað
konu sem hann hugðist sofa hjá
svefnlyf og nauðgað henni.
Dómsgögn frá árinu 2005 sýna
fram á játningu Cosby en málið
féll niður eftir að sáttum var náð
í málinu árið 2006.
Cosby hefur verið sakaður um
að hafa beitt fjölda kvenna kyn-
ferðislegu ofbeldi. Ofbeldi Cosby
mun hafa átt sér stað fyrir nokkr-
um áratugum. Hann hefur neitað
öllum ásökunum. - srs
Játaði nauðgun árið 2005:
Cosby byrlaði
konu svefnlyf
FJÖLDI ÁSAKANA Cosby hefur neitað
öllum nýlegum ásökunum.
Páll, koma ferðamennirnir af
fjöllum á Hrafntinnuskeri?
Minnstu ekki á það ógrátandi.
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferða-
félags Íslands, segir skálaverði hafa unnið
björgunarafrek á hálendinu síðustu vikur.
Þeir hafi borið grátandi, hrakta og bugaða
ferðamenn upp í skála í Hrafntinnuskeri.
BRETLAND Forsætisráðherra Bret-
lands, David Cameron, og borgar-
stjóri London, Boris Johnson,
lögðu í gær kransa við minnis-
varða þeirra sem fórust í sprengj-
um í þremur neðanjarðarlestum
og einum strætisvagni árið 2005.
Frá þessu greinir BBC.
Í gær voru liðin tíu ár frá því að
fjórir menn sprengdu sig í loft upp
með þeim afleiðingum að fimm-
tíu og tveir létu lítið og rúmlega
sjö hundruð særðust. Árásar-
mennirnir voru tengdir hryðju-
verkasamtökunum al-Kaída. - ngy
Mínútu þögn í Bretlandi í gær:
Tíu ár liðin frá
hryðjuverkum
NÁTTÚRUVERND Sveinn Runólfsson, landgræðslu-
stjóri ríkisins, segir að talsvert skorti á verndun
landsvæða sem ekki hafi verið friðlýst.
„Þau svæði eru svolítið munaðarlaus í dag,“ segir
Sveinn og nefnir sem dæmi Seljalandsfoss, Skóga-
foss og Stóra-Dímon sem hafi látið verulega látið á
sjá vegna umgangs ferðamanna. „Það er óheyrilegt
álag á þessum stöðum,“ segir Sveinn.
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur
skipað starfshóp sem skoða á leiðir til samþættingar
verkefna eða sameiningu Landgræðslu ríkisins og
Umhverfisstofnunar. Hópurinn á að skoða hvernig
efla megi stofnanaumgjörð á sviði náttúruvernd-
ar. „Ljóst er að með auknu álagi á náttúru landsins
vegna ferðamennsku mun verða vaxandi þörf á að
efla getu á þessu sviði,“ segir á vef ráðuneytisins.
Sveinn, sem situr í starfshópnum, segir verkefni
Umhverfisstofnunar og Landgræðslu ríkisins sam-
bærileg á mörgum sviðum. Skipan starfshópsins sé
jákvætt skref og að skoða mætti sameiningu Land-
græðslunnar, Skógræktar ríkisins og Umhverfis-
stofnunar.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Fram-
sóknar flokksins, er formaður starfshópsins. Líneik
segir hópinn hittast fyrst í ágúst. Hún stýrir einnig
hópi sem skoða á samþættingu verkefna á sviði trjá-
ræktar. - ih
Starfshópur skoðar sameiningu Umhverfisstofnunar og Landgræðslunnar:
Takmörkuð vernd náttúruperla
SKÓGAFOSS Sveinn segir að Skógafoss hafi látið mjög á sjá
vegna ágangs ferðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
4
-9
1
1
C
1
7
5
4
-8
F
E
0
1
7
5
4
-8
E
A
4
1
7
5
4
-8
D
6
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
4
8
s
_
7
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K