Fréttablaðið - 08.07.2015, Side 6
8. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
VEISTU SVARIÐ?
UTANRÍKISMÁL Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra
hefur skipað tvo nýja sendiherra.
Estrid Brekkan sendiráðunaut-
ur verður sendiherra Íslands í
Stokkhólmi í stað Gunnars Gunn-
arssonar. Hermann Örn Ingólfs-
son, skrifstofustjóri í utanríkis-
ráðuneytinu, tekur við stöðu
sendiherra Íslands í Ósló af
Gunnari Pálssyni.
Urður Gunnarsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi utanríkisráðuneyt-
isins, segir að Árni Þór Sigurðs-
son, sem skipaður var sendiherra
á síðasta ári, hafi frá því í apríl
stýrt norðurslóðamálum hjá
ráðuneytinu. - ih
Ráðherra skipar sendiherra:
Nýr sendiherra
í Stokkhólmi
EFNAHAGSMÁL Samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofunnar var
útflutningur á vörum í júní í ár
56 milljarðar króna og innflutn-
ingur tæpir 66,4 milljarðar.
Þetta kemur fram í frétt á vef-
síðu Hagstofunnar.
Vöruskiptin í júní voru því
óhagstæð um 10,4 milljarða
króna.
Athygli er vakin á því að áætl-
un um eldsneytiskaup íslenskra
flutningsfara erlendis er nú með-
talin í bráðabirgðatölum. - fbj
Bráðabirgðatölur Hagstofu:
Vöruskiptin
óhagstæð í júní
1. Hvað var Gunnar Heiðar Þorvalds-
son lengi fjarri Eyjum?
2. Hver sigraði í leikritunarkeppni
Listaháskólans?
3. Hvað hafa margar íslenskar konur
höfðað mál gegn fyrirtækinu sem
hafði eftirlit með PIP-brjóstapúðum?
SVÖR:
ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON Stýrir mál-
efnum norðurslóða.
1. Ellefu ár. 2. Jónas Reynir Gunnarsson.
3. 204.
SAMGÖNGUR Ekki er hugsað til
sjúkraflutninga í áhættumati
Isavia á hugsanlegri lokun 06/24
flugbrautarinnar á Reykjavíkur-
flugvelli. Hjartað í Vatnsmýrinni
gagnrýnir að sá viðamikli þáttur
sé ekki hafður með í áhættumat-
inu.
„Hverfandi líkur eru taldar á að
slys yrði þar sem mannslíf töpuð-
ust og flugvél eyðilegðist,“ segir í
áhættumati Isavia vegna lokunar
flugbrautar 06/24 á Reykjavíkur-
flugvelli, sem sumir hafa viljað
kalla neyðarbraut.
Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa
lengi viljað loka þeirri flugbraut
til að liðka fyrir byggð í Vatns-
mýri. Vegna þeirra hugmynda bað
innan ríkisráðuneytið Isavia, sem
annast rekstur flugvalla á Íslandi,
að gera áhættumat um lokun
braut arinnar. Isavia kemst þannig
að orði að lokunin yrði „þolanleg
og að hverfandi líkur eru taldar á
að mannslíf tapist verði flugbraut-
in aflögð“.
Í annmörkum áhættumatsins
segir að verkefnið hafi verið að
meta breytingu á flugvallarkerfi
Reykjavíkurflugvallar út frá
flugöryggislegum þáttum. „Þetta
áhættumat tekur ekki á áhrifum á
flugvallakerfið í landinu, neyðar-
skipulagi Almannavarna, sjúkra-
flutningum, umhverfisþáttum
né fjárhagslegum þáttum flug-
rekstrar,“ segir í skýrslunni.
Njáll Trausti Friðbertsson,
flugumferðarstjóri og einn for-
svarsmanna Hjartans í Vatns-
mýri, telur þessa annmarka mjög
áhrifamikla. „Það orkar tvímælis
að sjúkraflug sé ekki tekið með í
áhættumatsskýrsluna. Það getur
verið að mannslíf tapist ekki við
lokun flugbrautarinnar ef þú telur
ekki sjúkraflugið með. Þetta snýr
að almannahagsmunum. Öryggis-
hagsmunir almennings eru mikil-
vægir en Isavia skoðar þá ekkert í
þessari áhættumatsskýrslu,“ segir
Njáll Trausti.
Mýflug flaug 538 ferðir í sjúkra-
flugi í fyrra og var helmingur
þeirra ferða í miklum forgangi,
svokallað F1- eða F2-flug þar sem
líf sjúklings er í húfi.
„Ef menn ætla að loka og hafa
engar mótvægisaðgerðir, þá mun
einhvern tímann koma til þess að
við lendum í vandræðum. Ég er
ekkert að segja að einhver muni
deyja en það verður ekki útilokað.
Það eru miklar líkur á að mann-
tjón hljótist af,“ segir Leifur Hall-
grímsson, forstjóri Mýflugs.
sveinn@frettabladid.is
Sjúkraflug er utan
áhættumats Isavia
Isavia metur „þolanlegt“ að loka 06/24 flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Kemst að
þeirri niðurstöðu að mannslíf tapist ekki. Hins vegar skoðar áhættumatið ekki
sjúkraflug. „Miklar líkur á að manntjón hljótist af,“ segir forstjóri Mýflugs.
RÚSSLAND Lögreglan í Rússlandi
hefur gefið út leiðbeiningar um
hvernig skuli taka sjálfu eða svo-
kallað „selfie“ en hundruð hafa
slasast og tugir látist við að taka
sjálfsmynd í Rússlandi.
Síðastliðinn fimmtudag skaut
21 árs gömul kona sig óvart í
hausinn við að taka sjálfu af sér
með skammbyssu og gaf lögregl-
an út leiðbeiningarnar í kjölfarið.
Í nýjum varúðarleiðbeiningum
lögreglunnar stendur „Kúl sjálfa
getur kostað þig lífið.“ - srs
Tugir hafa látist í Rússlandi:
Kúl sjálfa getur
kostað þig lífið
REYKJAVÍK Skóla- og frístundaráð
Reykjavíkurborgar samþykkti á
fundi sínum að taka upp systkina-
tillit á leikskólum.
Það er gert með því að breyta
reglum um leikskólaþjónustu
með samþykkt á nýju ákvæði
í reglum um þjónustuna. Því
verður bætt við að börn sem eiga
systkini í umsóknarleikskóla
njóta systkinatillits í viðkom-
andi leikskóla svo framarlega
sem þeim börnum sem eru fyrir
framan þau á biðlista býðst rými
í öðrum þeim leikskóla sem for-
sjármenn setja til vara.
Það sama gildir fyrir sjálfstætt
starfandi leikskóla. - ngy
Systkinatillit á leikskólum:
Setja reglur um
systkinatillit
HÆTTULEG SELFIE Kona skaut sig við
að taka sjálfu. NORDICPHOTOS/GETTY
06/24 Áhættumat Isavia tekur sjúkraflug ekki með í útreikninga áhættumats vegna
lokunar flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Öll sérhæfð bráðaþjónusta fyrir alla
landsmenn er á Landspítalanum við Hringbraut. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
NJÁLL TRAUSTI
FRIÐBERTSSON
Flugumferðarstjóri
LEIFUR
HALLGRÍMSSON
Forstjóri Mýflugs
STJÓRNSÝSLA Bókun minnihluta
Vinstri grænna og Samfylkingar
á fundi hafnarstjórnar Hafnar-
fjarðar í gær er harðorð í garð
skýrsluhöfundar úttektar á
Hafnar fjarðarhöfn.
Meðal annars ásaka fulltrúar
minnihlutans, þeir Gylfi Ingv-
arsson og Sigurbergur Árnason,
skýrsluhöfund um að hafa reynt að
draga sérstaklega fram neikvæða
þætti um höfnina.
Úttektin var unnin af Capacent
og snýr að stjórnsýslu, fjármálum
og rekstri Hafnarfjarðarhafnar síð-
astliðin tíu ár. Fram kemur í skýrsl-
unni að þótt skuldastaða hafi batnað
hafi rekstrarkostnaður hafnarinnar
aukist. Það er meðal annars rakið
til aukins launakostnaðar.
Eins og áður segir er bókun
minnihlutans harðorð. Þar er sagt
að í skýrslunni sé vinnutími starfs-
manna hafnarinnar tortryggður
og að ýjað sé að því að launakjör
starfsmanna séu óeðlileg.
Þá er sagt að skýrsluhöfunda
skorti framtíðarsýn fyrir höfn-
ina. Ekki sé horft til þess að höfn-
in sé lífæð Hafnarfjarðar og mikl-
ir möguleikar séu fólgnir í henni.
Við skoðun á rekstri hafnarinnar
og afkomu Hafnarsjóðs hafi nýr
samningur við Rio Tinto Alcan í
Straumsvík ekki verið tekinn með
í reikninginn. Sá samningur stór-
auki tekjur Hafnarsjóðs og bæti
stöðu hans. - snæ
Samfylkingin og Vinstri græn kvarta yfir nýrri skýrslu um rekstur, fjármál og stjórn Hafnarfjarðarhafnar:
Segja úttekt á höfn unna af vanþekkingu
GYLFI INGVARSSON Fulltrúi Samfylk-
ingarinnar í stjórn Hafnarfjarðarhafnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
5
-5
6
9
C
1
7
5
5
-5
5
6
0
1
7
5
5
-5
4
2
4
1
7
5
5
-5
2
E
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
_
7
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K