Fréttablaðið - 08.07.2015, Side 30
USD 134,2
GBP 207,0
DKK 19,68
EUR 146,9
NOK 16,33
SEK 15,7
CHF 141,4
JPY 1,10
Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is
Gengi gjaldmiðla FTSE 100
6.432,21 +103,47
(-1,58%)
Viðskiptavefur Vísis
@VisirVidskipti
STJÓRNAR -
MAÐURINN
@stjornarmadur
Nýverið lauk heimsmeistaramóti
í knattspyrnu kvenna sem haldið
var í Kanada. Ríkisútvarpið átti
sjónvarpsréttinn að mótinu og
sýndi nokkra leiki í beinni þegar
líða tók á mótið.
NOKKRIR urðu til þess að gagn-
rýna að HM kvenna væri ekki gert
jafn hátt undir höfði og heims-
meistaramóti karla. Þar hafa allir
leikir gjarnan verið sýndir í þráð-
beinni, og engu skipt hvort um er
að ræða úrslitaleiki eða leik Írans
og Slóveníu í riðlakeppninni.
STJÓRNARMAÐURINN er almennt
á því að markaðsöflin eigi að ráða
því hvaða sjónvarpsefni er borið á
borð áhorfenda. Sjónvarpsstöðvar
eiga að einblína á efni sem borgar
sig. Efni sem hægt er að kaupa inn
á viðráðanlegu verði, hugnast aug-
lýsendum og síðast en ekki síst er
til þess fallið að halda áskrifend-
um eða laða að nýja.
ÞESSI röksemdafærsla er hins
vegar ekki svo einföld þegar um
er að ræða ríkissjónvarpsstöð.
Þess vegna var nokkuð kyndugt
að heyra Þóru Arnórsdóttur taka
til baka gagnrýni sína á slæ-
lega frammistöðu íþróttadeildar
RÚV með m.a. þeim rökum að
íþróttadeildin væri undirmönn-
uð og erfitt hefði reynst að laða
styrktar aðila og kostun að mótinu.
ÞETTA væru mögulega gild rök
fyrir einkarekna sjónvarpsstöð.
ÞÓRA er hins vegar að tala um
sjálft Ríkisútvarpið sem rekið er
fyrir almannafé. Því ber, eins og
öðrum ríkisstofnunum, að fylgja
jafnréttissjónarmiðum í starfsemi
sinni, og sjá til þess að það efni
sem sýnt er fullnægi kröfum um
„gæði og fjölbreytni“ svo vísað sé
í lagabókstafinn.
ÞESS utan er erfitt að sjá í hendi
sér að ekki sé hægt að sýna HM
kvenna án þess að tapa á því. Sjón-
varpsrétturinn kostar einungis
brotabrot af því sem karlamótið
kostar og fjöldi iðkenda kvenna-
knattspyrnu hér á landi bendir til
þess að mörg fyrirtæki myndu sjá
hag sinn í því að styrkja mótið eða
kaupa auglýsingar í tengslum við
útsendingar.
MANNEKLA er heldur ekki afsök-
un. Þarf fleiri starfsmenn til að
sýna frá HM kvenna en karla?
HUGREKKI þarf til að breyta
ríkjandi viðhorfum. Eðli málsins
samkvæmt er erfiðara fyrir einka-
rekna aðila að taka slíkt stökk með
tilheyrandi fjárhagslegri áhættu.
Önnur sjónarmið eiga hins vegar
við ríkismiðla, og raunar gætu
tækifæri sem þetta að einhverju
leyti réttlætt tilvist slíkra miðla.
VONANDI var þetta í síðasta sinn
sem HM kvenna fær ekki sam-
bærilega umfjöllun við karlamót-
ið.
RÚV tapar
tilgangi sínum
551 MILLJÓN EVRA
Hreinn gjaldeyrisforði tvöfaldast
Seðlabankinn hefur keypt 551 milljón evra á
millibankamarkaði það sem af er ári. Hefur
bankinn greitt fyrir tæplega 82 milljarða
króna. Greining Íslandsbanka segir þetta vera
ríflega tvöfalt hærri fjárhæð en á fyrri hluta
ársins 2014. Hreinn gjaldeyrisforði Seðla-
bankans hefur frá áramótum aukist úr 306
milljónum evra í 644 milljónir.
18% AUKNING
Icelandair flutti 363.000 farþega
Icelandair Group flutti 363 þúsund farþega í
millilandaflugi í júní og voru þeir 18% fleiri
en í júní á síðasta ári. Framboðsaukning var
18% á milli ára. Farþegar í innanlands- og
Grænlandsflugi voru 28 þúsund í júní sem
er aukning um 4% á milli ára. Framboð á
gistinóttum hjá hótelum Icelandair Group
jókst um 4% frá júní á síðasta ári.
03.07.2015 Ég er ekki Kolkrabbinn. Það er ekkert erfitt
að vera ég, það er bara fínt. Engeyingar eru stór ætt og
fáir í pólitík. Margir hafa náð langt, já. Er einhver við-
skiptavaldablokk á bak við? Nei. En það er gaman að því
þegar menn búa til frasa um fyrirbæri sem eru til, sum
hver tímabundið. Sumar valdablokkir sem skrifað
var um á tíunda áratugnum eru gufaðar upp.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
5
-B
E
4
C
1
7
5
5
-B
D
1
0
1
7
5
5
-B
B
D
4
1
7
5
5
-B
A
9
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
4
8
s
_
7
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K