Fréttablaðið - 08.07.2015, Síða 48

Fréttablaðið - 08.07.2015, Síða 48
Ég mun seint gleyma tónleika-sumrinu mikla 2004. Þá var ég tólf að verða þrettán ára gömul og gerðist svo fræg að sjá Kraftwerk og Pixies í Kaplakrika og Lou Reed, Sugababes, Pink og emó- rokksveitina Placebo í Laugar- dalshöll. Allt á einu sumri. MINNINGIN um 2004 kveikti hjá mér vangaveltur um það hvaða risastóru hljómsveitir hefðu komið hingað til lands á toppi ferils síns. Það vill nefnilega oft þannig til að við fáum afgangana. Restar goðsagnakenndra tón- listarmanna. Fjóra af níu. Forna frægð. Og svo fáum við hingað tónlistarmenn sem verða risa- vaxnir ári síðar. Hafandi troðið upp á Gauki á Stöng undir súð en fylla svo heilu leikvangana af grátandi aðdáendum. Og koma þá aldrei aftur. ÁRIÐ 1970 komu Led Zeppelin og kenndu okkur að rokka. Íslenskir aðdáendur sátu eftirvæntingar- fullir á steyptu gólfi Laugardals- hallarinnar. Nákvæmlega eins og þeir voru vanir að sitja á gulbrúnu teppalögðu gólfi í stofunni sinni við eina plötuspilara heimilisins. Deep Purple kom tveimur árum síðar á hátindi ferilsins. The Strang- lers mætti svo með síðpönkið árið 1978, þegar pönkið var í blóma, og tveimur árum síðar kom Clash, pönksveitin sem allir geta sungið með. Þvílíkur áratugur. Á þessari öld hafa vissulega komið stór bönd á hátindinum. Rammstein-menn voru heims- frægir á Íslandi árið 2001. Konur rifu sig úr að ofan og þakið ætlaði af Laugardalshöll í bókstaflegri merkingu. Nick Cave hefur nokkr- um sinnum komið, oft þegar hann hefur verið upp á sitt vinsælasta. 50 Cent var guð í hugum þrettán ára stráka árið 2004 og Snoop Dogg var virkilega stór. MÉR myndi ekki endast plássið til að telja upp öll þau bönd sem hafa haldið tónleika hér á landi þegar stjarna þeirra er tekin að síga. En það skiptir samt ekki máli. Það var örugglega gaman á tíundu tónleikum Jethro Tull eða þegar Bryan Ferry tók Slave to Love í Hörpu. Stjörnur á hátindi ferilsins VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 800 1177 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja hjá Gaman Ferðum! Boltinn rúllar Innifalið er flug til London, gisting í 2 nætur miðað við 2 saman í herbergi, morgunmatur og miði á leikinn. . Arsenal - Liverpool 23.-25. ágúst 109.900 kr.Frá: Innifalið er flug til London, gisting í 3 nætur á Chelsea hótelinu miðað við 2 saman í herbergi, morgunmatur, þriggja rétta máltíð, leikskrá leiksins, skoðunarferð um völlinn og miði á leikinn. Chelsea - Southampton 2.-5. október 119.900 kr.Frá: Liverpool - Norwich 18.-21. september 109.900 kr.Frá: Innifalið er flug til London, gisting í 3 nætur miðað við 2 saman í herbergi, morgunmatur, aðgangur að veitingastað á Old Trafford fyrir leik, leikskrá leiksins og miði á leikinn. Man. United - Sunderland 25.-28. sept. 99.900 kr.Frá: Innifalið er flug til London, gisting í 3 nætur miðað við 2 saman í herbergi, morgunmatur, aðgangur að veitingastað á Anfield fyrir leik, leikskrá leiksins og miði á leikinn. Vertu á staðnum! Yfir 200 fótboltaferðir á leiki í ensku úrvalsdeildinni voru að koma í sölu Fáðu stemninguna beint í æð! www.gaman.is / gaman@gaman.is / Sími 560 2000 / Gaman Ferðir fljúga með WOW air WOWAIR.IS MIÐASALA Á DALURINN.IS #DALURINN KOMDU OG UPPLIFÐU ÞJÓÐHÁTÍÐ BAKÞANKAR Snærósar Sindradóttur 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 3 -A 4 1 C 1 7 5 3 -A 2 E 0 1 7 5 3 -A 1 A 4 1 7 5 3 -A 0 6 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 8 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.