Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 12
Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði. Jólabæklingurinn er kominn út. Sjá nánar á sminor.is. Umboðsmenn um land allt. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is SIEMENS Þvottavél WM 14E477DN Tekur 7 kg, vindur upp í 1400 sn. Mjög stutt kerfi (15 mín.). Orkuflokkur A+++. Fullt verð: 104.900 kr. Jólaverð: 84.900 SIEMENS Bakstursofn HB 23AB221S (hvítur) Hagkvæmur með 67 lítra ofnrými. Fimm ofnaðgerðir. Fullt verð: 119.900 kr. Jólaverð: 89.900 kr. SIEMENS Kæli- og frystiskápur KG 36VUW20 (hvítur) Orkuflokkur A+. „crisperBox“-skúffa. LED-lýsing. H x b x d: 186 x 60 x 65 sm. Fullt verð: 94.900 kr. Jólaverð: 74.900 kr. Palma Gólflampi 19901-xx Fáanlegur í antíklit og stáli. Fullt verð: 18.900 kr. Jólaverð: 11.900 kr. kr. Stjórnmál Stjórnarandstaðan gagn­ rýndi Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, harðlega á þingfundi í dag undir dagskrárliðnum störf þingsins. Gagnrýnin er til komin vegna ummæla Vigdísar um að meirihluti fjárlaganefndar sé beittur andlegu ofbeldi og á meðal sökudólga sé Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Páll sagði í fréttatíma Stöðvar 2 á sunnudaginn meirihluta fjárlaga­ nefndar hafa sakað stjórnendur Land­ spítalans um stöðugt væl. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði það afskap­ lega mikilvægt að málefnaleg umræða ætti sér stað á nefndarfundum. „En að sú umræða sé dregin niður á þetta plan, og ég vil leyfa mér að segja persónulega skítkast, það setur blett á þingið allt og störf þess,“ sagði Helgi. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksfor­ maður Pírata, sagði nauðsynlegt að forseti þingsins gripi inn í. „Ég vil að hæstvirtur forseti beiti sér í þessu máli þannig að hann eigi orða­ stað við háttvirtan þingmann og ég vona að háttvirtur þingmaður Vigdís Hauksdóttir biðji umræddan nefndar­ gest afsökunar á orðum sínum,“ sagði Birgitta. Ásmundur Einar Daðason, þing­ flokksformaður Framsóknarflokksins, kom Vigdísi til varnar og sagði hana ásamt ríkisstjórninni hafa sett meira fé í heilbrigðiskerfið en fyrri ríkisstjórn. „Þá er það eitt sem að Vigdís Hauks­ dóttir formaður fjárlaganefndar á skilið, það er það að hún hefur ávallt verið tilbúin að forgangsraða í ríkis­ fjármálum með heilbrigðiskerfið að leiðarljósi,“ sagði Ásmundur. – srs Vigdís biðji Pál afsökunar Ásmundur Einar Daðason kom Vigdísi til varnar í gær. Fréttablaðið/PjEtur Miði fyrir tvo á ABBA söngleikinn sem enginn má missa af Mamma Mia 12.900 kr. Miði fyrir tvo á Njálu og eitt eintak af Brennu-Njáls sögu. Njála 12.200 kr. Gjafakort fyrir tvo og ljúffeng leikhúsmáltíð Leikhúskvöld fyrir sælkera 12.500 kr. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Meginþættir í sóknar­ áætlun Íslands í loftslagsmálum Aukin framlög til skógræktar, landgræðslu og endurheimtar votlendis innviðir vegna rafbíla l Samvinna stjórnvalda við sjávarútveg og landbúnað um minnkun losunar l Ísland í forystu alþjóðlegs átaks um nýtingu jarðhita l Unnið að aðlögun vegna lofts- lagsbreytinga UmhverfiSmál Leiðtogar og full­ trúar 195 þjóðríkja komu saman í París í gær til að semja um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Hátt í 40 þúsund embættismenn eru saman komnir til að freista þess að ná samkomulagi um að halda hlýnun jarðar innan 2 gráðna á Cel­ síus. 183 ríki af þeim 195 sem taka þátt hafa lagt fram drög að áætlun um hvernig megi draga úr gróður­ húslofttegundum. Í gær ávörpuðu þjóðarleiðtogar ráðstefnuna en þeir hafa tvær vikur til að ná sam­ komulagi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, var einn þeirra sem ávörpuðu ráðstefnuna. „Í dag er París undir smásjá heimsins og er vonarviti fyrir jarðar­ búa,“ sagði Sigmundur. „Það er von mín að við munum ná samkomulagi um að koma í veg fyrir hörmungar af völdum loftslagsbreytinga.“ Þá vék Sigmundur að afstöðu Íslands og sagði áhrif loftslagsbreyt­ inga mjög sýnileg á Íslandi. „Ísland er í raun kennslustofa fyrir áhrif loftslagsbreytinga en án aðgerða gegn þeim gæti allur ís á Íslandi horfið á hundrað árum.“ Hann sagði að Ísland hefði afrekað mikið í þessu samhengi. Hann nefndi að búið væri að draga úr útblæstri orkuiðnaðarins og að  nærri öll orka á Íslandi væru endurnýjanleg. En við þurfum að gera meira. „Ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram drög að áætlun um að hraða því að draga úr útblæstri í samgöngum, sjávarútvegi og landbúnaði.“ Hann sagði að Ísland væri tilbúið til að leggja lóð á vogarskálina til að draga úr losun gróðurhúsaloft­ tegunda, sér í lagi með því að dreifa þekkingu á bak við jarðvarmaorku. Fjölmargir aðrir leiðtogar tóku til máls en vafalaust hefur verið beðið með mestri eftirvæntingu eftir orðum leiðtoga stærstu iðn­ ríkja heims. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti til að mynda þeirri skoðun sinni að ráðstefnan þyrfti að kom­ ast að bindandi samkomulagi en ekki ráðgefandi líkt og hefðin hefur verið. Xi Jinping, forseti Kína, sagði að samkomulagið mætti ekki draga úr þróun ríkja og kallaði eftir rétt­ látri niðurstöðu þar sem efnaðri ríki legðu meira af mörkum. Barack Obama Bandaríkja­ f o r s e t i lagði áherslu á að ráðstefnan í París væri ögurstund í loftslagsmálum heimsins og að neikvæðni mætti ekki ráða för næstu tvær vikurnar. stefanrafn@frettabladid.is Ráðstefnan í París undir smásjá heimsins  Leiðtogar heims ávörpuðu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í gær. Forsætisráðherra Íslands hét stuðningi Íslands við hnattrænt umhverfisátak. Fjölda skópara var komið fyrir í París um helgina sem tákn um mótmælendur sem var meinað að mæta. Meðal þeirra var skópar í eigu Frans páfa. NorDicPhotos/aFP 1 . d e S e m b e r 2 0 1 5 Þ r i Ð j U d A G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A Ð i Ð 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 4 9 -8 0 3 8 1 7 4 9 -7 E F C 1 7 4 9 -7 D C 0 1 7 4 9 -7 C 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.