Fréttablaðið - 01.12.2015, Side 14
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Nýlega barst mér svar umhverfisráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um skiptingu los-unar koltvísýrings hér á landi. Í svarinu kemur
fram að gróðurhúsalofttegundir myndast í miklu
magni eftir að votlendi er ræst fram. Af framræstu
landi stafa því 72% af heildarlosun gróðurhúsaloftteg-
unda hér á landi. Til samanburðar er hlutur fólksbíla í
heildarlosun tæp 4% og sjávarútvegs um 3%.
Þessi mikla losun frá framræstu landi skýrist af því
að þegar vatni er veitt burt úr mýrunum á súrefni
greiðari leið að lífmassanum sem þar hefur safnast um
aldir. Þegar súrefnið gengur í samband við lífmassann
myndast gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegundanna
koltvísýrings (CO2) og hláturgass (N2O). Hér er því um
að ræða beina losun gróðurhúsalofttegunda, rétt eins
og þegar steinolíu er brennt í þotu með gesti á leið á
loftslagsráðstefnu.
Tölurnar í svari ráðherrans um þessa miklu losun
eru samkvæmt nýjasta mati á losun gróðurhúsaloft-
tegunda frá framræstu landi í leiðbeiningum loftslags-
nefndar Sameinuðu þjóðanna IPCC.
Það er því mjög miður að í upplýsingum sem
umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur dreift til fjöl-
miðla að undanförnu eru þessar nýjustu og nákvæm-
ustu upplýsingar um losun frá framræstu landi ekki
notaðar. Í glærukynningu ráðuneytisins fyrir fjölmiðla
í síðustu viku til að mynda er losun frá framræstu landi
sögð vera núll, engin.
Nú þegar kallað er eftir aðgerðum stjórnvalda í
loftslagsmálum er hins vegar mikilvægt að réttar upp-
lýsingar séu lagðar til grundvallar. Ég veiti því athygli
að sumir þeir sem ákafast krefjast 40% samdráttar í
losun nefna nær eingöngu samgöngur þegar þeir eru
inntir eftir því hvar eigi að draga saman. Það er hins
vegar ljóst af svari ráðherrans að kostnaðarsamar
aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsaloft-
tegunda frá bílum hafa lítið að segja þar sem fólksbíla-
flotinn ber aðeins ábyrgð á tæpum 4% losunarinnar.
Það er útilokað að heimilin í landinu verði látin bera
himinháan kostnað vegna slíkrar erindisleysu.
Mýrarljós í
loftslagsmálum
Af framræstu
landi stafa
því 72% af
heildarlosun
gróðurhúsa-
lofttegunda
hér á landi.
Til saman-
burðar er
hlutur
fólksbíla í
heildarlosun
tæp 4% og
sjávarútvegs
um 3%.
Sigríður Á.
Andersen
alþingismaður
Frá degi til dags
KOMIN ÚT!
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR 3. DES
KL 21.
MIÐASALA Á MIÐI.IS
In
ni
he
ldu
r m.a. sm
ellinaÉg fer
á Land Rover...
og Lapis lazuli,
Í nágrenni Reykjavíkur, í víðum skilningi, búa þúsundir sem sækja vinnu og þjónustu á höfuð-borgarsvæðinu. Þar má nefna íbúa Reykjanes-bæjar, Selfoss, Borgarness og nærsveita þessara bæja og fleiri staða sem eru í um klukkustundar fjarlægð frá höfuðborginni eða minna. Íbúum
þessara svæða hefur fjölgað töluvert undanfarið án þess
að störfum þar hafi fjölgað jafn mikið, þar sem íbúarnir
sækja vinnu sína annað. Vegabætur eins og Hvalfjarðar-
göng og tvöföldun Reykjanesbrautar hafa stytt vega-
lengdina á milli þessara staða og höfuðborgarinnar
töluvert þannig að auðveldara er að sækja vinnu annað
en í heimabæ. Um er að ræða nokkurs konar Stór-Reykja-
víkursvæði sem líta ber á sem eitt atvinnusvæði.
Í sóknaráætlun fyrri ríkisstjórnar, kallaðri 20/20,
var lagt til að unnið yrði sameiginlegt skipulag fyrir
suðvesturhorn landsins. Óvíst er hver afdrif þessarar
áætlunar hafa verið en í henni kvað við nýjan tón þar
sem atvinnusvæði áttu að vera skilgreind út frá íbúum og
þörfum þeirra, frekar en póstnúmerum.
Fréttablaðið í dag greinir frá því að Vegagerðin sjái
fram á að loka Suðurlandsveginum oftar en áður. Er það
vegna þess að vegrið, sem komið hefur verið upp milli
akreina, verður til þess að loka þarf fyrir umferð þegar
veður er vont. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi
Vegagerðarinnar, segir það stefnubreytingu að loka frem-
ur oftar en sjaldnar. Tveir plús einn fyrirkomulagið og
vegrið milli akreinanna veldur því að að rými ökumanna
til að athafna sig og aka í kringum fasta bíla í vondum
veðrum minnki. Einn fastur bíll getur orðið til þess að öll
umferð stöðvist. Hin nýja stefna felst í því að afstýra vand-
ræðum og loka fyrr og oftar. „Það er bara kostnaðurinn af
því að bæta umferðaröryggið,“ segir G. Pétur.
Upphaflega höfðu forsvarsmenn Vegagerðarinnar
óskað sér tvöföldunar en þegar efnahagshrunið skall á
var ákveðið að hafa fyrirkomulagið tveir plús einn. Árið
2008 taldi vegamálastjóri að tveir plús einn vegur myndi
„duga“, það myndi þó ráðast af því hvernig umferð
þróaðist en um þetta leyti var minnkandi umferð um
heiðina. Tveir plús tveir væri hins vegar það sem þyrfti
og ætlunin var að tvöföldunin yrði einkaframkvæmd.
Yfir 6.000 bifreiðir aka yfir Hellisheiði á degi hverjum
að jafnaði í báðar áttir. Það er fjöldi fólks og stór hluti á
leið til og frá vinnu. Auk þess hefur umferð ferðamanna
aukist umtalsvert og því ljóst að allt aðrar aðstæður eru
uppi nú en fyrir tæpum áratug eða tveimur.
Þó að auðvitað skuli lofa forvarnaraðgerðir Vega-
gerðarinnar, að vilja frekar loka vegum oftar og áður en
ökumenn lenda í vandræðum, verður að taka undir óskir
stofnunarinnar um tvöföldun vegarins. Öryggissjónar-
mið mega ekki verða svo íþyngjandi að þau geri út um
fyrri yfirlýsingar stjórnvalda um að líta beri á Reykja-
víkurborg og nærsveitir sem eitt atvinnusvæði.
Vert væri að skipulagsyfirvöld á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu kæmu saman til að dusta rykið af sóknaráætluninni
20/20. Suðurlandsundirlendið hlýtur að þurfa sömu
samgöngubætur og önnur nágrannasvæði höfuðborgar-
svæðisins. Tveir plús einn „dugar“ ekki lengur. Stór-
Reykjavíkursvæðið er stærsta atvinnusvæði landsins og
það hlýtur að vera bæði afar bagalegt og dýrt ef ein helsta
samgönguæðin lokast oft og reglulega yfir vetrartímann.
Allt stopp
Öryggis-
sjónarmið
mega ekki
verða svo
íþyngjandi að
þau geri út
um fyrri
yfirlýsingar
stjórnvalda
um að líta
beri á Reykja-
víkurborg og
nærsveitir
sem eitt
atvinnusvæði.
Umhverfisöfgarnar
Loftslagsmál eru á allra vörum
eftir að loftslagsráðstefna Sam-
einuðu þjóðanna hófst í París
í gær. Á Alþingi voru einnig
umræður um loftslagsmál en
Katrín Jakobsdóttir, formaður
VG, spurði Sigrúnu Magnúsdótt-
ur umhverfisráðherra út í það
hvort ríkisstjórnin hygðist gera
áætlun um að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda um 40
prósent, áætlun um kolefnis-
hlutleysi Íslands fyrir árið 2050
og hvort olían á Drekasvæðinu
fengi að liggja í jörðu. Svar ráð-
herrans leyndi ekki á sér: „Ég
hef alið mér miðjustefnu og það
er mitt lífsgildi, ég tel að sígandi
lukka sé yfirleitt best, ég er ekki
öfgafull manneskja.“
Sígandi lukka og sígandi jöklar
Katrínu hefur varla fundist svör
ráðherrans viðunandi. „Heyrist
þetta vera einhvers konar til-
brigði við nei,“ segir formað-
urinn græni á Facebook-síðu
sinni um svar ráðherrans. Það
er athyglisvert að ráðherrann
trúi á sígandi lukku í umhverfis-
málum en ef hún hlustaði á
ræður þjóðarleiðtoga heims á
Parísarráðstefnunni í gær vissi
hún eflaust að ögurstundin er
nú. „Framtíðin er eitthvað sem
við höfum vald til að breyta.
Hér og nú!“ sagði einmitt annar
annálaður miðjumaður í gær, ef
marka má framsóknarmenn. En
það var Barack Obama Banda-
ríkjaforseti.
stefanrafn@frettabladid.is
1 . d e s e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U d A G U r14 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
2
-1
2
-2
0
1
5
1
0
:5
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
4
9
-6
C
7
8
1
7
4
9
-6
B
3
C
1
7
4
9
-6
A
0
0
1
7
4
9
-6
8
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
3
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K