Fréttablaðið - 01.12.2015, Page 16

Fréttablaðið - 01.12.2015, Page 16
Í nýlegri grein í The New York Times er haft eftir Andra Snæ Magnasyni rithöfundi að á Íslandi séu engar rústir eða víkingaskip til að sanna með hvaða hætti Íslendingar hafi numið land. Vegna þess, segir hann, dregur fólk þá ályktun að Íslend- ingar séu komnir af þorskum. Andri Snær bætir því svo við að Íslendingar hafi alltaf kynnt sig sem þjóð sem segir sögur og að sögur hafi, fram að komu Bjarkar Guðmundsdóttur, verið eina Þorskar á þurru landi? Sigurjón Baldur Hafsteinsson prófessor við Háskóla Íslands framlag Íslendinga til heimsmenn- ingarinnar. Eftir lestur á þessum orðum vakna ýmsar spurningar. Ef það eru engar rústir á Íslandi, hvert er þá hlutverk Minjastofnunar Íslands sem starfar eftir lögum um menningarminjar? Er verið að setja lög á Alþingi um lygavef að hér á landi séu fornleifar, eins og leifar af mannvirkjum, rústum? Og hvert hefur verið hlutverk Þjóðminja- safns Íslands í rúmlega 150 ár? Hafa starfsmenn safnsins verið að vinna við að spinna lygar í störfum sínum s.s. þegar þeir eru að skrifa um rústir á síðum Árbókar Hins íslenska fornleifa- félags frá árinu 1881 til dagsins í dag? Á undanförnum áratugum hafa tugir ef ekki hundruð fornleifafræðinga verið að grafa í rústir hér á landi og fundið þúsundir ef ekki tugþúsundir gripa. Eru þessir fræðingar að grafa í eitthvað sem er ekki til staðar? Orð Andra Snæs um framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, er einnig tilefni til spurninga. Hver er þessi heimsmenning sem Andri Snær er að tala um? Frá hvaða sjónarhóli er hann að tala? Getur verið að orð Andra Snæs eigi ættir að rekja til yfirlætislegra sjónarmiða efri stétta í Evrópu, sem gerðu sér sérstakt far um að gera lítið úr flestu sem þær höfðu ekki hugsað eða gert sjálfar? Sú spurning vaknar einnig af orðum Andra Snæs hvort þúsundir Íslendinga, sem byggt hafa upp söfnin í landinu með gjöfum eða vinnu sinni, hafi ekki verið að leggja sitt af mörkum til heimsmenningarinnar? Ef heims- menninguna er eingöngu að finna á erlendum söfnum, eru þá minjar og listaverk frá Íslandi, sem þar eru varð- veitt, eins og hvert annað rusl, sem hefur ekkert gildi? Er endurheimt Þjóðminjasafns Íslands á efnislegum minjum frá söfnum í Danmörku og Svíþjóð síðastliðna áratugi kannski sönnun þess að framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar er ekki neitt? Það þarf ekki að koma á óvart, en við lestur á orðum Andra Snæs, koma upp í hugann aldagamlar lygasögur af Íslendingum og lifnaðarháttum þeirra. Margir hafa kokgleypt þessar sögur og hefur það rekið suma Íslendinga til þess að að malda í móinn í gegnum tíðina. Líklegast er bók Arngríms Jóns- sonar, Crymogæa, einna þekktast af þeim varnarritum. Bókin kom út 1609 og var ætlað að leiðrétta lygasögur um að á Íslandi væri fólk eins og þorskar á þurru landi. Getur verið að orð Andra Snæs eigi ættir að rekja til yfirlætislegra sjónarmiða efri stétta í Evrópu, sem gerðu sér sérstakt far um að gera lítið úr flestu sem þær höfðu ekki hugsað eða gert sjálfar? Tvennt stendur upp úr í umræð-unni um stöðu íslenskrar tungu þessa dagana.Annars vegar er það að fleiri og fleiri átta sig á því hve það er brýnt að þjóðtunga Íslendinga verði nothæf og notuð í heimi stafrænnar tækni – og reyndar barst sú ánægjulega frétt á degi íslenskrar tungu að stjórnvöld og fyrirtæki hygðust blása til langþráðrar sóknar á því sviði. Hins vegar verður vart við gamal- kunnar áhyggjur af því að færni í vand- aðri málnotkun fari þverrandi. Þá er til dæmis átt við að fólk segi eða skrifi „víst að þú ferð ætla ég líka“ í stað „fyrst þú ferð ætla ég líka“ eða „ég er ekki að skilja þetta“ en ekki „þetta skil ég ekki“. Það er auðvitað misjafnt hvenær fólki þykir nauðsynlegt að vanda mál sitt en fæstir tala eins og upp úr bók alla daga. Í öllum rituðum tungumálum er nokkur munur á málsniði svokall- aðs vandaðs ritmáls annars vegar og daglegs talaðs máls hins vegar. Meðal annars er alvanalegt í íslensku að sami málnotandi noti ýmsar erlendar slettur í tali en sneiði hjá þeim í rituðu máli. Matið á því hvers konar málfar á við í hvaða aðstæðum breytist með tím- anum, bæði í samfélaginu almennt og í huga hvers og eins. Samt sem áður er og verður öllum mikilvægt að kunna skil á vönduðu máli. Brú úr talmáli nútímans Segja má að á síðari hluta síðustu aldar hafi verið orðinn til býsna þéttur Ritmálið, talmálið og Snorri Ari Páll Kristinsson rannsóknar­ prófessor á Árnastofnun „staðall“ um vandaða íslensku; ritmáls- staðall. Hann er í raun brú úr talmáli nútímans yfir í samfellda ritmálið sem þjóðin á frá upphafi sínu og varðveitir okkar merkustu bókmenntir. Ég nota stundum þá myndlíkingu að ritmáls- staðallinn sé fastastjarna en síkvika talmálið sé á sporbaug í kringum þessa miðju en fari aldrei úr sam- bandi við hana. Ég held að við eigum ekki að hverfa frá því að kenna ungu fólki þennan ritmálsstaðal. Það má vel reyna hér eftir sem hingað til. Helstu atriðum hans er lýst í kennslubókum og orðabókum og einnig leyfi ég mér að benda á kafla mína í Handbók um íslensku þar sem einnig er rætt um þær forsendur sem að baki búa. Þá eru notadrjúgar leiðbeiningar á vef Árna- stofnunar. Auðvitað skrifum við ekki eins og Snorri Sturluson og eigum ekki að gera það þótt við getum enn komist án vandkvæða í gegnum Heimskringlu. En ef viðmiði um vandað ritmál í t.d. kennslubókum og fréttamiðlum verð- ur breytt of mikið eða hratt gæti svo farið að við næstu aldamót hefði hinn lesandi unglingur enga brú lengur til að geta notið texta fyrri tíðar á frum- málinu. Ég nota stundum þá mynd- líkingu að ritmálsstaðallinn sé fastastjarna en síkvika talmálið sé á sporbaug í kringum þessa miðju en fari aldrei úr sambandi við hana. Ég held að við eigum ekki að hverfa frá því að kenna ungu fólki þennan ritmálsstaðal. Þá drepum við á bílvélinni þegar bíllinn er kyrrstæður, því það er óþarfi að brenna meira jarð-efnaeldsneyti en þörf krefur. Þá hjólum við, göngum og notum almenningssamgöngur eins og kostur er. Þá minnkum við neyslu, því af flest allri framleiðslu og flutningi hlýst mengun. Þá kaupum við vörur sem eru fram- leiddar nálægt heimabyggð okkar og hafa ekki ferðast um langan veg, því það sparar eldsneyti. Þá endurnotum við, endurnýtum og flokkum allt sorp, því það er betra að nýta hráefni aftur og aftur í stað þess að taka nýtt úr auðlindum jarðar. Þá hugsum við til barnanna okkar í öllum gjörðum okkar, því framtíðin er þeirra. Ein helsta ógn barnanna okkar eru loftslagsbreytingar og meginorsaka- valdur þeirra er brennsla á jarðefna- eldsneyti, svo sem olíu. Ef ekki verða tafarlausar breytingar munu börnin okkar og börn framtíðarinnar þurfa að kljást við eitt stærsta verkefni sem nokkur kynslóð hefur þurft að kljást við; alvarlegar afleiðingar loftslags- breytinga. Börn, ekki síst á hinum fátækari svæðum heims, munu missa heimili sín vegna hækkunar sjávarborðs, börn þurfa að kljást við auknar sveifl- ur í veðurfari og aukinn hita, íslensk börn þurfa jafnvel að standa frammi fyrir þeim veruleika með fjölskyldum sínum að Ísland verði ekki byggilegt Ef okkur er ekki sama um framtíð barnanna … Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri innlendra verk­ efna hjá Barna­ heillum – Save the Children á Íslandi sökum áhrifa loftlagsbreytinga á haf- strauma og fiskimið. Réttindi barnanna Börnin okkar eiga rétt á því að við hugsum um þeirra hag og látum af eigingirni neysluhyggjunnar. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök, sem vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna sem leiðarljós í öllu starfi. Sam- tökin vilja að tryggt sé að öll heimsins börn í nútíð og framtíð njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum. Mikilvægt er að stuðla að jafnrétti milli heimshluta og einnig milli kynslóða til að komandi kynslóðir geti notið réttinda sinna, búið við öryggi og vernd og uppfyllt þarfir sínar, ekki síður en núlifandi kynslóðir. Til að jörðin verði áfram byggileg, þarf að nýta auðlindir með sjálfbær- um hætti, minnka sóun, vinna gegn loftslagsbreytingum, vernda vistkerfi, vinna að jöfnuði í heiminum, gæta jafnræðis og uppræta fátækt. Jafn- framt þarf að stunda lýðræðisleg vinnubrögð, efla þátttöku barna og ungmenna í samfélagsmálum og taka mið af fjölbreytileika samfélaga. Við höfum stuttan tíma, því miður. Barnaheill vilja hvetja stjórnvöld og almenning allan til að vinna gegn loftslagsbreytingum og tryggja þannig börnum heimsins viðunandi framtíð. Barnaheill vilja hvetja stjórn- völd og almenning allan til að vinna gegn loftslagsbreyt- ingum og tryggja þannig börnum heimsins viðunandi framtíð. www.versdagsins.is Sál mín heldur sér fast við þig, hægri hönd þín styður mig... Dagskrá 13:00 Setning 13:10 Hvað einkennir nauðgunarbrot sem kærð eru til lögreglu? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst, segir frá niðurstöðum rannsóknar um einkenni og afdrif nauðgunarmála sem lögregla rannsakaði árunum 2008 og 2009. 13:40 „Ég trúði henni ekki í fyrstu af því ég taldi mig vita að hún væri tiltölulega lauslát“ Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, segir frá niðurstöðum rannsóknar á dómum Hæstaréttar um nauðgun unglingsstúlkna. 14:10 Sönnunargögn og sönnunarmat dómstóla Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og formaður dómstólaráðs. 14:40 Kaffihlé 15:00 „Þá kviknar bara eitthvað út í bæ sko sem síðan verður bara að þessu ógeði” Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, meistaranemi í félagsfræði, fjallar um niðurstöður rannsóknar á viðbrögðum við nauðgunarkærum í litlum bæjarfélögum. 15:30 Á ég að kæra? Áskoranir þolenda kynferðisbrota við ákvörðun um kæru Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur sálfræðiþjónustu geðsviðs Landspítala og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands. 16:00 Kynferðisbrot í fjölmiðlum: Úthald og fréttamat Þorbjörn Broddason prófessor. 16:30 Umræður og fyrirspurnir 17:00 Málþingslok Meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brotanna Málþing á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Háskólann á Bifröst. Fimmtudaginn 3. desember kl. 13-17 í stofu V-101 Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Ef þörf er frekari upplýsinga sendið póst á svala@ru.is Fundarstjóri: Ólafur Börkur Þorvaldsson, dómari við Hæstarétt Íslands. 1 . d e s e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U d A G U r16 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 4 9 -6 7 8 8 1 7 4 9 -6 6 4 C 1 7 4 9 -6 5 1 0 1 7 4 9 -6 3 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.