Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 22
Fólk| Jól Dagatalstré á vegg efniviður: Límband, munstrað eða í lit, litlir bréfpokar, garn eða pakkaband, kennaratyggjó. Í Söstr ene Grene fannst úrval munstraðra límbanda og bréf- pokar í þægilegri stærð. Byrjið á að númera hvern poka frá 1 og upp í 24 með tússlit. Setjið innihaldið í pokana og bindið um þá með garninu svo þeir verði eins og litlir jóla- pakkar. Í þessu tilfelli er notast við kennaratyggjó til að festa pokana á vegginn og því má innihaldið ekki vera mjög þungt. Finnið tiltölulega stóran auðan blett á vegg, gæti þurft að taka niður myndir til að fá pláss og strjúkið yfir með tusku. Fyrir þá nákvæmustu er gott að mæla út og merkja fyrir út- línum trésins lauslega með blýanti áður en hafist er handa en það er líka gaman að leyfa krökkunum að líma upp jólatréð með frjálsri aðferð. Þetta tré er um það bil 85 sm á hæð frá stjörnu og niður að „fætinum“. Neðsta „greinin“ er um það bil 75 sm breið. Formið jólatré með límbandinu á vegginn, það er auðvelt að rífa límbandið til og snyrta endana með dúkahníf eftir á. Skemmti- legt er að nota límband í lit eða munstrað. Tréð þarf ekki að vera flókið þar sem litlu pakkarnir eru tiltölulega fyrirferðarmiklir. jólaDagatal fjölskylDunnar fönDur Dagatal sem fjölskyldan opnar saman að morgni hvers dags á aðventunni er notaleg hefð. Í litlu pakkana er sniðugt að setja orðsendingar eða tillögur að dagsskipulagi fyrir fjölskylduna, uppskrift að nýrri smákökusort eða sælgæti til að prófa saman eða ábending um skemmtilegan leik. Límbandstré á vegg er mjög einfalt að græja og virkja sköpunarkraft krakkanna. Pop-up Verzlun heldur ár- legan jólamarkað í Portinu í Listasafni Reykjavíkur – Hafn- arhúsinu þann 5. desember. Hingað til hafa íslenskir hönnuðir sýnt þar og selt vörur sínar fyrir jólin en í ár bætist við úrval lista- manna og matreiðslumenn. Gestir munu finna ógrynni af fallegum vörum og mynd- list af ýmsum toga fyrir jóla- pakkann eða til eigin nota. Notaleg kaffihúsastemning mun ríkja í salnum. Boðið verður upp á upplestur og lifandi tónlistarflutning og margt fleira verður á dag- skrá. Ókeypis er inn á jóla- markaðinn. PoP-UP jólamarkaðUr Skipholti 29b • S. 551 0770 Parísartízkan vertu vinur okkar á facebook VETRARDAGAR 20% afsláttur af öllum fatnaðiÍ tilefni af litlu jólunum hjá okkur í Parísartízkunni ætlum við að bjóða upp á léttar veitingar. Parísartízkan býður upp á vandaðan tísku- og skófatnað frá Þýskalandi og Ítalíu í stærðum 36-50. Áhersla er lögð á gæði og persónulega þjónustu. 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 4 9 -A 2 C 8 1 7 4 9 -A 1 8 C 1 7 4 9 -A 0 5 0 1 7 4 9 -9 F 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.