Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 01.12.2015, Qupperneq 23
D ýrasta lúxusrúta sem Íslendingar hafa eignast er í notkun hjá ferða­ þjónustufyrir­ tækinu Gray Line. Rútan er af gerðinni Volvo 9900 VIP og er að mörgu leyti sambæri­ leg við lúxusfarrými um borð í flugvélum, með 48 sæti í stað 60, til að gott pláss sé fyrir alla farþega. Verð rút­ unnar er 60 milljónir króna. Þetta er flaggskipið frá Volvo Bus í rútum. Gólfið er hall­ andi (theater floor) til að auka upplifun farþega af að sjá betur út um framrúðuna á meðan á lunga mjúkum akstri á loftpúðafjöðrun stendur. Rútan er hlaðin aukabúnaði, þar á meðal ísskápum, kaffi­ aðstöðu, sjónvarpsskjáum, salerni, tvöföldu lituðu gleri, myndavélum fyrir bílstjóra o.fl. Mikill lúxus fyrir farþega Farþegasætin eru einstak­ lega vel útbúin og þægi­ leg. Þau eru fjölstillanleg, með armpúðum á milli sæta, hallan leg með fótskemlum og fóthvílum auk þess sem hægt er að auka hliðarbil á milli sæta. Við hvert sæta­ par eru 230 volta tenglar til að hlaða raftæki. Stjórnborð fyrir ofan farþega tryggir þeim ferskt loft og lestrar ljós eftir óskum. Að sjálfsögðu er loftkæling og fyrir íslensk­ ar aðstæður er tímastillir á hitun, þannig að rútan er alltaf heit að innan áður en fyrstu farþegar dagsins stíga inn í hana. Bíllinn lækkar sig hurðamegin til að auð­ velda inngöngu. Lokaðar far­ angursgeymslur eru ofan við sætin, líkt og í flugvélum. Í bílnum er 460 hestafla dísil­ vél og hann er með þrem­ ur hásingum. Það ætti ekki að væsa um farþega þessar­ ar glæsilegustu rútu lands­ ins, en aldrei hefur annar eins lúxus sést í rútu hér­ lendis áður. Dýrasta lúxusrúta lanDsins Með 48 sæti í stað 60 svo gott pláss sé fyrir farþega. Kostaði 60 milljónir króna og er í þjónustu Gray Line. ÞRIÐJUDAGUR 1. DeseMbeR 2015 bílAR BETRA START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir mótorhjóla. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 18 58 Exide rafgeymarnir fást hjá: 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 4 9 -A 2 C 8 1 7 4 9 -A 1 8 C 1 7 4 9 -A 0 5 0 1 7 4 9 -9 F 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.