Fréttablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 01.12.2015, Blaðsíða 30
Meðalafsláttur af nýjum bílum sem seldir voru í Bandaríkjun- um var 3.104 dollarar í október. Það er 14% hærri afsláttur en að meðaltali í október í fyrra og er að meðaltali 9,5% af meðalverði þeirra. Meðalverð seldra bíla þar vestra var 32.529 dollarar í októ- ber. Salan í október var mjög góð, en hluti skýringar á því hlýt- ur að liggja í því hve bílafram- leiðendur bjóða vel þessa dagana. Mikil samkeppni virðist ríkja á markaðnum sem lýsir sér í þess- um aukna afslætti og svo virðist sem mikið kappsmál sé að ljúka árinu á góðri sölu. Stefnir í mesta bílasöluár frá upphafi Sumir greinendur hafa gengið svo langt að segja að bílafram- leiðendur séu að kaupa sér góða sölu með öllum þessum afslætti, en á meðan eru kaupendur glað- ir og endurnýja bíla sína sem aldrei fyrr, enda stefnir í besta bílasöluár í Bandaríkjunum frá upphafi. Bílasala þarf aðeins að aukast um 3% á síðustu tveimur mánuðum ársins til að árið verði það besta í sögunni, en vöxturinn hefur verið talsvert meiri það sem af er ári. Vöxturinn í októ- ber var t.d. 14%. Dæmi um allt að 20% afslátt Dæmi eru um það að bílafram- leiðendur hafi boðið svo mikið sem 20% afslátt af bílum sínum og er Chevrolet Cruze dæmi um það – verðlistaverð hans er 20.920 dollarar, en Chevrolet hefur boðið 4.184 dollara afslátt af því verði og er bíllinn því í boði á 16.736 dollara, eða 2,2 milljónir króna. Bílaframleið- endur segja hins vegar að fram- legð af sölu bíla þeirra sé há og hefur Ford náð 11,3% fram- legð af þeim bílum sem seldir hafa verið í N-Ameríku í ár og Gen eral Motors 11,8%. Toyota, Honda, Mazda og Subaru hafa einnig sýnt vænar framlegðar- tölur. Síhækkandi afsláttur af nýjum bílum í Bandaríkjunum veldur áhyggjum Þ ýski bílaframleiðand- inn Borgward kynnti nýjan jeppling sem er grunsamlega líkur Audi Q5 á bílasýn- ingunni í Frankfurt í haust. Borgward átti sitt blómaskeið fyrir meira en hálfri öld og fór svo á haus- inn. Borgward framleiddi bíla fyrir millistéttina en var nánast gleymdur sem bílaframleiðandi þar til merkið var endurreist af kínverska bíla- og þungavéla- framleiðandanum Foton. Foton á 100% í Borgward og ætlar greinilega að stytta sér leið inn á evrópska bílamarkaðinn með þýsku bílamerki. Borgward BX7 á að keppa við Audi Q5 Foton ætlar ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægst- ur því fyrsti bíll þeirra er jepp- lingurinn Borgward BX7, sem keppa mun við Audi Q5 en verða talsvert ódýrari. Það kemur svo sem ekki á óvart að fyrsti bíll- inn sé jepplingur en Foton fram- leiðir einmitt jepplinga í Kína. Á miðjum sjötta áratug síð- ustu aldar var næststærsti bíla- framleiðandi Þýskalands á eftir Volkswagen ekki BMW, Merce- des Benz, Audi eða Opel. Það var Borgward. Það er sonar- sonur stofnandans Carls Borg- ward, Christian, sem fer fyrir endurreisn bílamerkisins með fjármagni frá Kína og stuðn- ingi Foton við smíðina. Í áætlun- um Borgward hefst fjöldafram- leiðsla hins fjórhjóladrifna BX7 um mitt næsta ár og fyrirtækið mun í kjölfarið kynna tvær nýjar bílgerðir á ári. Borgward hefur ekki enn fengist til að gefa upp verð BX7 en segir að það verði afar samkeppnishæft. Borgward BX7 á að vera tæknilega mjög vel útfærður og fullfær um að keppa við lúxusbíla eins og Audi Q5. Ætla að framleiða 500.000 bíla á ári Meiningin er að koma með bíla Borgward á markað í Evrópu eftir tvö ár en hasla sér völl í Kína þangað til. Framleiðslu- markmið Borgward er 500.000 bílar, nokkuð bratt í ljósi þess að heildarframleiðsla Borg ward frá upphafi var um ein milljón bíla. Foton framleiðir nú þegar 650.000 bíla á ári. Það virðist hafa verið mjög hugvitssam- legt að selja kínverska bílafram- leiðandanum Foton allt hlutafé í Borgward því með því kemst bíla- merkið inn á kínverska markað- inn án þess að vera skattlagt sem innfluttir bílar. Það hefði annars tekið um 10 ár. Enn fremur eru vasar Foton djúpir og því nægt fjármagn til svo þróa megi nýja bíla án þess að eiga á hættu að verða fjárvana. Borgward hefur í huga að draga að nýja fjárfesta með því tryggja enn meira þró- unarfé. Borgward Isabella var framleiddur í 200.000 eintökum Frægasti bíll Borgward var án vafa Isabella sem framleidd- ur var í 200.000 eintökum frá árinu 1954. Hann þótti einstak- ur bíll, var með sjálfstæða fjöðr- un á öllum hjólum, afar góðar bremsur, vó undir einu tonni en tók samt 6 farþega. Hann þótti frábær akstursbíll og átti ekki í vandræðum með að taka snarp- ar beygjur á mikilli ferð. Auk þess var hann vel útbúinn og sló nærri lúxusbílum. Borg ward Isa- bella var seldur í Bandaríkjunum og þar mátti fá bílinn á 1.600 doll- ara. Vel með farin eintök af bíln- um seljast þar nú á 50.000 dollara og þykja miklir safngripir. Haft er eftir þeim sem aka Borgward Isabella í dag að þar fari bíll sem ekur eins og nútímabíll, svo eitt- hvað hefur Borgward gert rétt með smíði þessa bíls og segja má að hann hafi verið bíll á undan sinni framtíð. Stofnandinn með bílablóð í æðum en lítill fjármálamaður Stofnandinn, Carl Borgward, fór sínar eigin leiðir og sagt var að hann hefði verið sinn versti óvin- ur. Hann var með bílablóð í æð- unum en lítill fjármálamaður og þegar erfiðir tímar komu árið 1961 urðu bankastofnanir frá- hverfir stuðningi við Borgward og fyrirtækið var í kjölfarið lýst gjaldþrota. Nú er ný saga að hefj- ast hjá Borgward og spennandi verður að sjá hvernig þróun þess verður á næstu árum undir for- ystu sonarsonar hans. bílaframleiðandinn borgward er frá kína Borgward BX7 er fyrsti bíll Borgward í meira en hálfa öld. Borgward stefnir á 500.000 bíla framleiðslu á ári og sölu Í Evrópu. Nú má fá Chevrolet Cruze með allt að 20% afslætti. Svo margar pantanir hafa borist í lúxusjeppann Bentley Bentayga að Bentley hefur ákveðið að bjóða tvær nýjar jeppagerðir í kjölfarið. Það yrði „coupe“-útgáfa Bentayga og minni gerð bílsins sem gæti flokkast sem jepplingur. Alls hafa borist 4.000 pantanir í hinn rándýra Bentley Bentayga jeppa og mun að auka sölu Bentley um 40%. Alls ekki lítill vöxtur það og dæmigert fyrir það hvað jeppar og jepplingar hafa gert fyrir mörg önnur bílafyrirtæki. Bentayga er með sama undirvagn og nýr Audi Q7, enda til- heyra bæði bílamerkin Volkswagen-samstæðunni. Minni gerð hans gæti staðið á léttum MSB-undirvagni frá Volkswagen, en ekkert er staðfest í þeim efnum. Tilkoma Bentayga mun færa sölu Bentley í um 12.000 bíla á ári, en mark- mið fyrirtækisins er að selja 15.000 bíla árið 2018. Því er mjög freistandi fyrir Bentley að bæta jepplingi í bílaflóruna og ætti markmiðið þannig auð- veldlega að nást, ef mið er tekið af viðtökum við Bentayga. Bentley ætlar líka að bjóða „coupe“-útgáfu Bentayga sem verður enn öflugri en venjulegi 600 hestafla bíllinn. Hann verður straumlínulagaðri og á að geta komist á 320 km hraða og klára sprettinn í 100 á undir 4 sekúndum. Bentley „Baby“ Bentayga jepplingur á teikniborðinu Jeppi stendur ekki undir nafni nema hann sé vel dekkjaður. Ef þú vilt nýta til fullnustu, orku, aksturseiginleika og öryggi jeppans, skiptir sköpum að velja réttu dekkin. Þegar jeppadekk eru annars vegar búum við yr áratuga reynslu og þekkjum þá eiginleika sem breytilegar akstursaðstæður kalla á. RÉTTU JEPPADEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ NESDEKK.IS / 561 4200BENNI.IS / 590 2045 Mud-terrain KM2 Bighorn MT-762Open Country MT All-terrain AT Bravo AT-771Open Country AT Fáðu aðstoð við val á jeppadekkjum hjá söluaðilum okkar um land allt Þó svo að hægt hafi verulega á vexti í bílasölu í Kína var vöxturinn þar mikill í október, eða 10% og seldust alls 1,94 milljónir bíla og var það umfram spár. Bílasala hefur ekki aukist jafn mikið í Kína á milli ára í 7 mánuði og er því spáð að hún verði á flugi næstu mánuðina. Kínverskir bílaframleiðendur sóttu verulega á erlenda bílaframleiðendur og jókst markaðshlutdeild þeirra um 2,1% frá fyrra ári. Innfluttir bílar í Kína bera nokkuð háa tolla og hefur það orðið vatn á myllu innlendra framleið- enda. Kínversk stjórnvöld hafa lækkað tolla almennt á bíla og vilja með því auka söluna og tölurnar frá október staðfesta að það hefur tekist. Eins og víða annars staðar er sala jepplinga og jeppa mikil og vöxturinn milli ára nam 61% og seldust 622.000 þannig bílar í október. Á meðan seldust 1,05 milljónir fólksbíla og stóða sala þeirra í stað á milli ára. Því er allur vöxturinn fólginn í sölu jepplinga og jeppa. Kínverski bílaframleiðandinn Great Wall, sem býður gott úrval jepplinga og jeppa, jók söluna um 14% í október. Ford og Hyundai náði einnig umtalsverðri aukningu. Kínverskir bílaframleiðendur vinna á heima fyrir  bílar Fréttablaðið 8 1. desember 2015 ÞRIÐJUDAGUR 0 2 -1 2 -2 0 1 5 1 0 :5 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 4 9 -7 B 4 8 1 7 4 9 -7 A 0 C 1 7 4 9 -7 8 D 0 1 7 4 9 -7 7 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.