Fréttablaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 7 5 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r þ r i ð j u d a g u r 2 4 . n ó v e M b e r 2 0 1 5 Fréttablaðið í dag skoðun Bergsveinn Birgisson skrifar um TiSA-samninginn og lýðræði á útsölu. 10-11 sport Alfreð Finnbogason vonast eftir tækifæri í Meistara- deildinni gegn stórliði Bayern München. 12 Menning Hollvinir Reykja- lundar halda styrktartónleika í Grafarvogskirkju í kvöld. Meðal þeirra sem þar koma fram er Þórunn Lárusdóttir. 18-20 lÍfið Reykjavíkurdætur vinna að plötu og skoða tilboð frá erlendum tónlistarhátíðum. 24-26 plús 2 sérblöð l fólk l jólablað fréttablaðsins *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 verslun Búið er að fylla veitinga- reksturskvótann á miðborgar- svæðinu og því er hart keppt um að fá veitingarými. Dæmi eru um að herjað sé á veitingamenn á Lauga- veginum til að láta pláss sitt eftir undir annan veitingarekstur. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segir vandamálið ekki nýtt en að það hafi magnast. Veitingarekstur má ekki fara yfir 30 prósenta hlutfall af rýmum í borg- inni á miðborgarsvæði samkvæmt ákvæði í aðalskipulagi Reykjavíkur- borgar 2010-2030. Meðal þeirra sem hafa fundið fyrir áhuga annarra aðila á starfsemi sinni eru eigendur veit- ingastaðarins Asíu, sem rekinn hefur verið við Laugaveg í 27 ár. Óli Kárason Tran, sonur eiganda Asíu, segir að mjög margir hafi sýnt því áhuga að komast yfir húsnæði þeirra í gegnum tíðina. Um þessar mundir er verið að ræða málin við aðila sem áhuga hafa á því. Óli vill hins vegar ekki tjá sig frekar um við- ræðurnar. „Það er sótt að veitingamönnum á Laugaveginum til að gefa plássið sitt eftir fyrir annan rekstur vegna þess að það er erfitt að koma nýr inn. Þá er verið að herja á þá sem eru fyrir og athuga hvort einhver möguleiki sé á að tala saman. Menn tala saman á hverjum degi,“ segir hann. Óli segir kvótann á veitinga- rekstri spila þarna inn í. „Skýr- asta dæmið um hversu erfitt er að fá veitingaleyfi er Nam hérna fyrir ofan okkur. Auðvitað er þetta eftirsóttur staður og starfsum- hverfið hefur snarbatnað með til- komu erlendra ferðamanna á öllum tímum,“ segir Óli. Björn Blöndal, formaður borgar- ráðs, segir þetta aðstæður sem borg- in sé meðvituð um. „Það er búið að vera nóg að gera hjá veitingastöðum á Laugavegi í mjög langan tíma, að því leytinu til hefur ástandið ekki breyst en það hefur magnast,“ segir hann. Björn segir engin áform um að breyta kvótanum. „Auðvitað væri það þannig  að ef ekki  hefði  verið settur kvóti á sínum tíma, þá gætum við nokkurn veginn gengið út frá því að það væru bara veit- ingastaðir á Laugavegi. Þetta var gert á sínum tíma til þess að verja verslun og halda fjölbreytni. Þessi staða  sem  ríkir núna  gerir  ekkert annað en að undirstrika að sú þörf sé enn þá fyrir hendi,“ segir Björn. „Það sem væri mest virði fyrir borgina og borgarbúa væri að þessi eftirspurn myndi þrýsta veitinga- rekstri aðeins meira út í jaðra mið- borgar, teygja á miðborginni og stækka svæðið.“ – sg Slást um veitingakvótann á Laugavegi Búið er að fyllta veitingareksturskvótann á miðborgarsvæðinu. Dæmi eru um að fast sé sótt, að veitingamenn sem starfa á Laugaveginum láti pláss sitt öðrum veitingamönnum eftir. Formaður borgarráðs segir kvóta nauðsynlegan til þess að verja verslun og halda fjölbreytni. Í JÓLABLAÐI FRÉTTABLAÐSINS 4BLS BÆKLINGUR Reykjavík • Hallarmúla 2 | Akureyri • Undirhlíð 2 Jólagjafa handbókin er komin út! Ómissandi menn Snjóbræðslulögn fór úr sambandi á gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis. Búast má við því að frostdögum fjölgi á næstunni, enda nóvember brátt á enda. Það var því ekki um annað að ræða en að fá vaskan flokk bæjarstarfsmanna til þess að kippa málum í liðinn. Þeir unnu verk sitt með bros á vör. Fréttablaðið/GVa Glæsilegt jóla- blað fylgir Fréttablaðinu í dag. Þar er að finna fjölda uppskrifta að hátíðarmat, drykkjum og öðru góð- gæti. Þar er jafn- framt fjöldi f r á s a g n a af jólahefðum fyrr og nú ásamt hugmyndum að ýmsu föndri og skrauti. Í blaðinu er meðal annars viðtal við fólk sem er með stærðarinnar jólaþorp í stofunni og matreiðslumann sem gefur uppskrift að hreindýraveislu. – ve Jólablað Fréttablaðsins 2015 Jólin koma brátt í allri sinni dýrð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 2 A -F A A 0 1 7 2 A -F 9 6 4 1 7 2 A -F 8 2 8 1 7 2 A -F 6 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 2 3 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.