Fréttablaðið - 24.11.2015, Síða 8

Fréttablaðið - 24.11.2015, Síða 8
TIL SÖLU Helgi Már Karlsson Löggiltur leigumiðlari Löggiltur fasteignasali 534 1024 / 897 7086 hmk@jofur.is Bæjarlind 6 – 201 Kópavogur Verslunarhúsnæði Stærð samtals 695,1 fm. Allar nánari upplýsingar veitir: Til sölu gott 695,1 fm verslunar- og þjónustuhúsnæði við Bæjarlind 6 í Kópavogi. Mjög góð staðsetning og mikill sýnileiki m.a. frá Fífuhvammsvegi. Eignin skiptist í fjögur fastanúmer og eru rýmin aðskilin, frá 138 - 257 fm. Leigutekjur á hluta húsnæðisins. Laust við kaupsamning. Til greina kemur að selja hvert rými fyrir sig. 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is GOTT VERSLUNAR- OG ÞJÓNUSTUHÚSNÆÐI FRÆÐI OG FJÖLMENNING Fjölmenning, stjórnmál og fjölmiðlar www.hi.is Þáttur stjórnmála og fjölmiðla í umræðum um fjölmenningarsamfélagið er fyrsta viðfangsefnið í nýrri fundaröð Háskóla Íslands sem ber yfirskriftina Fræði og fjölmenning. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. nóvember nk. kl. 12.00 til 13.15 í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands og er öllum opinn. Fundaröðinni er ætlað að stuðla að fræðslu, rannsóknum og upplýstri umræðu um fjölmenningarsamfélagið, málefni innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda. Dagskrá Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, setur fundinn. Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, mun fjalla um kynþáttahyggju í sögulegu samhengi og tala um Ísland og fordóma í samanburði við önnur lönd og velta upp þýðingu þessa í samtímanum. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, mun fjalla um þjóðernissinnaða popúlistaflokka á Norðurlöndum. Helga Ólafs, aðjúnkt í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, mun fjalla um framsetningu frétta og orðræðu um innflytjendur í fjölmiðlum. Þá mun hún varpa ljósi á hlutverk fjölmiðla við að þróa ríkjandi ímyndir af minnihlutahópum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Lögreglu- og hermenn fyrir utan aðallestarstöðina í Brussel í gær. FréttaBLaðið/EPa Belgía Eins konar umsátursástand hefur ríkt í Brussel þrjá sólarhringa í röð. Almenningssamgöngur liggja niðri, skólar eru lokaðir og versl- unarmiðstöðvar mannlausar. Í gær voru fimm manns hand- teknir til viðbótar þeim 16, sem handteknir voru á sunnudag. Ekk- ert bólar þó á Salah Abdeslam, 26 ára gömlum Frakka, sem talinn er hafa tekið þátt í árásunum í París fyrir rúmri viku. Abdeslam hefur búið í Brussel eins og að minnsta kosti þrír aðrir úr hópi árásarmannanna frá París. Gerð var húsleit í gær í fimm íbúð- um í Brussel og nágrenni. Einnig var leitað á tveimur stöðum í Liège. Yfirvöld hafa hert öryggisráðstaf- anir verulega, meðal annars við bygg- ingar Evrópusambandsins í borginni, og segja enn verulega hættu á að alvarleg árás verði gerð í Brussel. Íbúar borgarinnar eru margir hverjir óttaslegnir vegna ástandsins, en borgaryfirvöld leggja þó áherslu á að fólki sé almennt óhætt að vera á ferli úti við. Samt eigi fólk að forðast að gera sér ferð að óþörfu á fjölfarna staði. Í Frakklandi hafa öryggisráðstaf- anir einnig verið hertar víða um land. Almennir lögreglumenn eru nú vopnaðir byssum, meira að segja í frítíma sínum. François Hollande Frakklands- forseti boðar hertar árásir á bæki- stöðvar Daish-samtakanna í Sýr- landi. Þessi samtök, sem nefna sig Íslamskt ríki, hafa lýst yfir ábyrgð sinni á árásunum í París sem kost- uðu 130 manns lífið. Hollande átti í gær fund með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sem sagðist styðja alger- lega viðbrögð Hollandes við árás- unum. Hollande ætlar svo í dag að ferðast á fund Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Á morgun tekur hann á móti Angelu Merkel Þýska- landskanslara í París og á fimmtu- dag heldur hann til Moskvu að hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Pútín var svo sjálfur á ferðinni í gær og hitti bæði Hassan Rúhani forseta og æðsta leiðtogann Ali Khameini, meðal annars til að ræða við þá um loftárásir Rússa á uppreisnar- og hryðjuverkamenn í Sýrlandi. Í leiðinni tilkynnti hann að banni Rússa við því að flytja til Írans tækjabúnað, sem nota má til auðgunar úrans, yrði aflétt. Á vef rússneskra stjórnvalda kemur fram að þessa stefnubreytingu megi rekja til þess að Rússum verði nú kleift að flytja auðgað úran inn frá Íran. gudsteinn@frettabladid.is Leitin heldur áfram í Belgíu Lögreglan í Belgíu hafði í gær ekki haft uppi á Salah Abdeslam, þrátt fyrir dauðaleit í Brussel sólar- hringum saman. Frakklandsforseti er á fleygiferð um heiminn að safna liði gegn Daish-samtökunum. Viðskipti Í gær tilkynnti bandaríski lyfjaframleiðandinn Pfizer að samn- ingar hefðu náðst um yfirtöku fyrir- tækisins á Allergan. Samningurinn er metinn á 160 milljarða Banda- ríkjadala, 21.000 milljarða íslenskra króna. Því er um að ræða stærsta lyfjafyrirtækjasamruna sögunnar. Um er að ræða sameiningu Pfizer og frumlyfjahluta Allergan og hefur samkomulag þetta ekki áhrif á fyrir- huguð kaup Teva á samheitalyfja- hluta fyrirtækisins sem tilkynnt var um í júlí á þessu ári. Samheitalyfja- hluti fyrirtækisins starfar að mestu undir nafni Actavis víða um heim, þar á meðal á Íslandi, en hér á landi er fyrst og fremst starfsemi á sviði samheitalyfja. Sérfræðingar telja að eftir samn- inginn muni Pfizer flytja höfuð- stöðvar sínar til Dublin á Írlandi og þannig forðast háa fyrirtækjaskatta Bandaríkjanna. Ian Read, forstjóri Pfizer, mun verða forstjóri og stjórnarformaður nýju samstæðunnar, að því er segir í frétt BBC um málið. Brent Saund- ers, forstjóri Allergan, mun verða framkvæmdastjóri rekstrarsviðs samstæðunnar. Yfirtakan er ein af fjölmörgum þar sem bandarísk fyrirtæki kaupa evrópsk fyrirtæki og flytja höfuð- stöðvar sínar til að forðast háa fyrir- tækjaskatta. – sg Stærsti samruni lyfjafyrirtækja í sögunni Pfizer hefur keypt allergan fyrir 21 þúsund milljarða króna. FréttaBLaðið/GEtty 2 4 . n ó V e m B e r 2 0 1 5 Þ r i ð J U D a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 A -F A A 0 1 7 2 A -F 9 6 4 1 7 2 A -F 8 2 8 1 7 2 A -F 6 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 2 3 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.