Fréttablaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 6
– N Ú Á T I L B O Ð I – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR Útför Helmuts Schmidt, fyrrverandi kanslara Þýskalands, var gerð frá Kirkju heilags Michaelis í Hamborg í gær. Helmut Schmidt lést í Hamborg þann 10. nóvember síðastliðinn, 96 ára að aldri. Fréttablaðið/EPa Helmut Schmidt kvaddur hinstu kveðju ArgentínA Hægrimaðurinn Maur­ icio Macri segir að tímamót verði í Argentínu með sigri sínum í forseta­ kosningum á sunnudaginn. Hann ætli sér að styrkja efnahag landsins og fara allt aðra leið en forver­ ar hans tveir, þau Christina Fernandez og Nestor Kirchner. Fernandez hefur verið forseti lands­ ins frá árinu 2007, en Kirchner, sem var eiginmaður hennar en nú er látinn, var forseti á undan henni, eða frá árinu 2003 til 2007. Bæði voru þau vinstrisinnuð, stóðu í langvinnum átökum við erlenda lánardrottna og áttu í erfiðum sam­ skiptum við Bandaríkin. Macri kemur úr viðskiptaheiminum og hyggst bæta samskiptin, bæði við erlenda lánardrottna og Bandaríkin. Hann hefur meðal annars heitið því að fella niður tolla og gjöld af ýmsu tagi til að auðvelda erlendum fjárfestum að koma til landsins og koma þannig efnahagslífinu í gang. Hann hefur heitið því að létta höft­ um af gjaldeyriskaupum, sem talið er að muni hafa í för með sér djúpa gengisdýfu argentínska pesóans, með tilheyrandi kaupmáttarskerðingu almennings. – gb Macri boðar kúvendingu í stjórnmálum Argentínu grÆnLAnD Hlýnandi loftslag getur fært Grænlandi sjálfstæði. Þetta hefur Sænska dagblaðið eftir banda­ ríska blaðamanninum McKenzie Funk sem skrifaði bókina Windfall – the booming business of global warming. Hann segir breytingarnar, sem bætt geta efnahag Grænlendinga, þegar hafnar. Dæmi um slíkt sé sinknáman Svarti engillinn sem aðeins er hægt að komast að frá hafi. Ísinn í firðinum sem náman er við hefur minnkað og þar með hefur námuvinnslan lengst um sex vikur. Jökullinn við námuna hefur jafn­ framt hopað og við það hefur meiri málmur fundist. Funk segir svipað eiga sér stað á fleiri stöðum á Grænlandi og nefnir í því sambandi gullnámur. – ibs Sjálfstæði í hlýrra loftslagi hAmfArir Viðlagatryggingasjóður ríkisins hefur lokið 69 af þeim 72 málum sem komu upp eftir aur­ flóðin á Siglufirði í lok ágústmán­ aðar. Ný vinnubrögð eru að mati forstjóra lykillinn að því að svo vel hafi gengið að ljúka málum. Heild­ artjón sem Viðlagatryggingasjóður bætir eru 64 milljónir að meðtöldu tjóni á fráveitukerfi bæjarins. „Hér er um að ræða bæði tjón á innbúi og fasteignum. Í okkar bókum telst þetta sitt tjónið hvort. Þau þrjú mál sem enn er ólokið eru á þá leið að ein matsgerð er í vinnslu, önnur í kynningu hjá tjónþola og í einu tilviki er verið að skoða athugasemdir tjónþola,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygg­ ingasjóðs. – sa Klára mál á Siglufirði Maricio Macri ætlar að fara allt aðra leið en forverar hans í embætti. ALþingi Veita á 370 milljónir króna á fjáraukalögum þessa árs til þjóðkirkj­ unnar samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins. Eru þessir fjármunir veittir kirkjunni til að virða samning kirkju og ríkis frá því á tíunda áratug síðustu aldar. Sömu heimildir herma að aukið fé fari einnig til kirkjunnar á næsta ári. Breytingatillögur ríkisstjórnar við fjárlagafrumvarp Bjarna Benedikts­ sonar nema samtals 6,7 milljörðum króna samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins. Fjárlaganefnd fékk frumvarpið með breytingatillögum til meðferðar í gær ásamt fjáraukalagafrumvarpi ríkis­ stjórnarinnar. Bjóða á út þrjár nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgar­ svæðinu á árinu 2016 ef marka má breytingatillögu velferðarráðuneytis við fjárlagafrumvarp þess árs sem nú er í vinnslu fjárlaganefndar. Óskað er eftir 70 milljónum króna til að borga húsaleigu vegna þriggja einkarekinna heilsugæslustöðva. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráð­ herra segir ekkert hafa verið ákveðið í þeim efnum. „Markmiðið er að fjölga heilsugæslustöðvum á höfuðborgar­ svæðinu á næsta ári en engin ákvörðun hefur verið tekin um hvert rekstrar­ formið er. Vinnu við gerð kröfulýsingar og fjármögnunarlíkans heilsugæslunn­ ar er ekki lokið og að því leyti er orðalag breytingatillögunnar ónákvæmt,“ segir Kristján Þór. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár­ laganefndar, segir að þó gjöld hækki þá eigi ríkissjóður vel fyrir þessum útgjöldum. „Það eru tekjur á móti, tekjur aukast mikið, en ég tel þessu vel varið því allar þessar breytingar eru í þágu grunnþjónustunnar og grunn­ stoðirnar þurfa að vera í lagi ef við eigum að reka hér öflugt samfélag,“ segir Vigdís. „Það sem okkur þykir miður er að ekki er í fjáraukalagafrumvarpinu tekið á kjaramálum eldri borgara og öryrkja,“ segir Oddný Harðardóttir, nefndarmaður Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. „Ég hefði viljað sjá hækkun á fjáraukalögum frá 1. maí síðastliðnum og sams konar hækkun á fjárlögum til að mæta þeirri hækkun sem aðrir fengu í kjarasamningum ársins. Aldraðir og öryrkjar eru sannarlega á lægstu laununum í þessu þjóðfélagi. Aldraðir og öryrkjar sitja eftir.“ Fjöldi breytingatillagna er gerður við það fjárlagafrumvarp sem lagt var fram í september. Til að mynda hefur Vigdís Hauksdóttir sagt að 400 millj­ óna aukið framlag fari til lögreglunnar til almennrar löggæslu. Einnig hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að 165 milljónum króna verði varið til forsætisráðuneytisins vegna laga um verndarsvæði í byggð. sveinn@frettabladid.is Auka fé til kirkjunnar um 370 milljónir króna Breytingatillögur ráðuneytanna við fjárlagafrumvarpið kosta 6,7 milljarða króna. 370 milljónir fara aukalega til kirkjunnar á þessu ári. Nefndarmaður í fjárlaganefnd vonsvikinn yfir að greiðslur til aldraðra og öryrkja hækki ekki. Önnur umræða um fjárlög mun fara fram á næstunni. breytingatillögur ráðuneyt- anna gera ráð fyrir 6,7 milljarða útgjaldaauka. Fréttablaðið/Ernir Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar 2 4 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 þ r i Ð J U D A g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A Ð i Ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 3 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 B -7 6 1 0 1 7 2 B -7 4 D 4 1 7 2 B -7 3 9 8 1 7 2 B -7 2 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 3 2 s _ 2 3 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.