Fréttablaðið - 24.11.2015, Síða 16

Fréttablaðið - 24.11.2015, Síða 16
Fólk| heilsa Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 einlægir aðdáendur Grey’s Ana tomy kannast líklega við nafnið Jón Þor-kell Einarsson enda birtist það ávallt í lok þáttanna með titlinum fag- legur ráðgjafi. Jón Þorkell starfar sem sérfræðingur í gigtarlækningum í Lundi í Svíþjóð en þar hefur hann búið í um átta ár. „Ágústa Rúnarsdóttir, sem þýðir þættina, er vinkona mín síðan í grunn- skóla. Fyrir nokkrum árum fór hún að senda á mig, í gegnum Facebook, eitt og eitt orð sem hún lenti í vandræðum með en síðan hefur þetta aðeins verið að aukast,“ segir Jón Þorkell og bætir við að sumir þættir séu erfiðari en aðrir. „Þá hafa sumar seríur verið sérstak- lega krefjandi. Ég man sérstaklega eftir einni þar sem læknarnir voru einkar nýjungagjarnir og tóku upp alla ný- sköpun í læknisfræðinni. Þá var mikið um nýyrðasmíði hjá okkur,“ segir hann glettinn. Töluverð tímapressa er á þýðanda Grey’s og faglegum ráðgjafa hans enda er þátturinn sýndur á Íslandi aðeins tveimur dögum eða svo eftir frumsýn- ingu í Bandaríkjunum. „Við þurfum því að hafa hraðar hendur.“ En hvernig vinnið þið þetta? „Ágústa sendir á mig orðin í símann, ég tek mér smá umhugsunarfrest eða fletti ein- hverju upp og sendi svo til baka,“ lýsir Jón Þorkell en stundum fær hann einn- ig heilar setningar til að þýða. „Sem betur fer er Ágústa mjög fær í þessu og er búin að setja saman setningarnar en ég þarf að fylla inn í orðin sem þarf að þýða. Ég man þó eftir flókinni aðgerð þar sem þurfti að þýða nánast hvert einasta orð og hvert þeirra var mjög flókið,“ segir hann. Hann útskýrir að nokkur list felist í því að þýða setningar á stuttan en hnitmiðaðan hátt án þess að merkingin tapist enda sé plássið fyrir textann undir myndinni fremur knappur. „Ég var einn af þeim sem voru mjög pirraðir út í svona þýðingar áður en ég fór út í þetta verkefni. Nú ber ég mikla virðingu fyrir fólki sem vinnur við þetta.“ Jón Þorkell segir oft dálítið skrítið að þýða þetta erlenda læknamál. „Sum ís- lensku orðin eru svo kjánaleg, aðallega af því að mörg þeirra eru aldrei notuð annars staðar en í Læknablaðinu. Orð eins og dúraveiki og dáslekja (e. narco- lepsy og cataplexy) hrífa ekki í daglegu tali,“ segir hann kíminn. Sjálfur er Jón Þorkell ekki aðdáandi þáttanna og slysast sjaldan til að horfa á þá. „Konan mín horfði hins vegar á fyrstu sex seríurnar.“ En stenst það sem kemur fram í þátt- unum raunveruleikann? „Sjúkdómarnir sem koma fram eru til og flest læknis- fræðileg heitin sem eru notuð eru til, en samfélagið, sem lýst er í þessum þáttum, er auðvitað ekki trúverðugt. Þetta eru allt saman skurðlæknar og aðrar starfsstéttir eru lítt áberandi. Þá taka þeir að sér alls konar verkefni sem skurðlæknar gera ekki, hoppa til dæmis í störf annarra sérfræðilækna sem ger- ist ekki í raunveruleikanum.“ Jón Þorkell nefnir einnig allar þær nýjungar sem læknarnir prófa. „Slíkar nýjungar er aðeins að finna á fínum aka- demískum sjúkrahúsum en ekki einka- reknum sjúkrahúsum eins og þetta á að vera.“ Hann segir að þó ekkert sé athugavert við sjúk- dómana sjálfa í þátt- unum séu þeir líklega ekki það sem laði fólk að þeim. „Ef maður er spenntur fyrir áhuga- verðum sjúkdómstil- fellum horfir maður frekar á Doktor House,“ segir hann og viðurkennir að hann hafi stundum vitnað í lækninn úrilla í sínum fyrirlestrum. „Vandamálið við House er þó að þar er það sami læknirinn sem tekur röntgen- myndina, sker upp heila og allt þar á milli,“ segir hann og hlær. n solveig@365.is Þýðir Flóknu orðin í grey’s læknadrama Það getur verið flókið að þýða margslungið og fágætt læknis- fræðilegt málfar. Það þekkir þýðandi læknaþáttanna Grey’s Anatomy sem leitar til læknis með erfiðustu orðin. í aðgerð Flókið getur verið að þýða samtöl lækna í skurðaðgerð. NodricpHotoS/Getty Jón Þorkell einarsson lyf- og gigtarlæknir í lundi. Hér er dæmi um þýðingu sem Jón Þór hefur þurft að spreyta sig á. Lesendur geta tekið þetta sem áskorun: Webber: How do you do a transgastric approach? Shane: Anterior gastrotomy for access and cystogastrostomy creation through the posterior wall. Webber: What about the posterior app- roach? Shane: that is a single gastrotomy in continuity with the pseudocyst. Webber: And which is the easiest app- roach? Ben: it’d have to be the intraluminal app- roach. Unless you’re a fan of intraoperative bleeding. in which case, do what you like.40.000 fréttaþyrstir notendur Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu blaðið hvar sem er og hvenær sem er. Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann með Fréttablaðsappinu. Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum: 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 3 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 B -3 0 F 0 1 7 2 B -2 F B 4 1 7 2 B -2 E 7 8 1 7 2 B -2 D 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 3 2 s _ 2 3 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.