Fréttablaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 22
Bækur Sjóveikur í München HHHHH Hallgrímur Helgason JPV, 2015 325 bls. Það væri synd ef nýjustu bók Hall­ gríms Helgasonar væri aðeins minnst vegna eins atviks sem í henni er lýst þó það sé bæði áhrifamikið og mikil­ vægt í samhengi bókarinnar. Einnig á bókin betra skilið en að vera afgreidd sem enn ein sjálfsævisögulega lýsingin af höfundinum sem ungum manni að leita að listinni og sjálfum sér, þó að bókin sé vissulega ein af mörgum í þeim flokki sem komið hafa út á síðustu árum. Sjóveikur í München á skilið að vera metin á eigin forsendum og í samhengi við höfundarverk Hall­ gríms Helgasonar. Bókin fjallar um einn vetur í lífi höf­ undar þegar hann var rúmlega tvítug­ ur og bjó í München. Inn í frásögnina fléttast minningar úr barnæsku og frá menntaskólaárum, svo og pælingar Unga Mannsins (eins og hann er nefndur í bókinni) um Ísland árið 1981, heimsástandið, hugmyndafræði og listastefnur. Þetta er kannski ekki neitt sérlega nýstárlegt en það sem skilur þessa bók frá flestum íslenskum bókum af þessu tagi er vægðarleysi höfundar gagnvart sjálfum sér. Eins og Hallgrímur hefur sjálfur bent á þá gengur hann jafnan hart að persónum sínum og hans unga sjálf er engin undantekning á því. Unga Manninum er lýst í öllum sínum fáránleika, dómhörku, vandræða­ gangi, óframfærni og óöryggi. Hann getur engan veginn tengst öðru fólki, kannski vegna þess að hann er algjör­ lega tengslalaus við sjálfan sig, og það brýst gjarnan fram í allt að því grót­ eskum lýsingum á líkama hans sjálfs og annarra. Það útlitseinkenni sem lesandi tengir helst við Unga Mann­ inn eru graftarbólurnar sem hann er sífellt að kreista, hafa áhyggjur af og fela. Það þýðir ekki að hann heillist ekki af sumu fólki, fótboltakappanum Sigur, ítölsku stúlkunni Antonellu og nokkrum öðrum en jafnvel í lýsingum sínum á konum sem hann heillast af á hann til að draga fram hið afbrigði­ lega eða einstaka við útlit þeirra, s.s. samvaxnar augabrúnir Antonellu og lausdinglandi brjóst BHV. Líkt og í mörgum öðrum bókum af þessu tagi eru útlönd fyrirheitna landið en það sem aðskilur þessa bók frá þeim er að útlöndin valda algjörum vonbrigðum. Lýsingar aðal­ persónunnar á Íslandi árið 1981 og þeim stöðum sem hann ferðast til eru allar litaðar þeirri tilfinningu að hann passi ekki inn í samfélagið. Þetta gerir það að verkum að umheimurinn verður ókennilegur, drungalegur og jafnvel hættulegur. Það eru ljósglætur hér og þar en þær tengjast frekar landslagi eða list heldur en samfé­ lagi manna. Aðalpersónuna dreymir því um að aðskilja sig fullkomlega frá samfélaginu en þegar hann fær ósk sína uppfyllta þá uppgötvar hann að það er ekki það sem hann vill í raun. Hann nær botninum á öllum þeim sviðum lífsins sem hann sækist helst eftir, ófullnægður hvað varðar list­ sköpun sína, kynlíf og konur. Í lokin er þó von um að hann muni finna sína réttu hillu. Kaldhæðinn stíll Hallgríms er hér enn til staðar og gerir bókina bráð­ fyndna á köflum. En kaldhæðnin er tempruð með væntumþykju og umburðarlyndi gagnvart hinum Unga Manni sem veldur því að lesandi á mun auðveldara með að tengja við hann og fyrirgefa honum dómhörkuna en oft hefur verið málið með persónur Hallgríms. Sú fjarlægð sem oft hefur einkennt Hvers konar æla? DanS a retrospective á íslensku og ensku HHHHH Rebel Rebel Reykjavík Dance Festival - Tjarnarbíó Höfundar og flytjendur: Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson og Snæbjörn Brynjarsson Hljóðvinnsla: Friðjón Gunnlaugsson Dramatúrgísk ráðgjöf: Alexander Roberts Tjarnarbíó var vettvangur afvega­ leiddrar tilraunar um síðastliðna helgi í formi A Retrospective. Upphaflega hét verkið A series of novels never written – how not to become a writer og frum­ sýnt á LÓKAL og Reykjavík Dance Festival í ágústlok. Hugmynd rithöf­ undarins, Snæbjarnar Brynjarssonar, er að dansa sig í gegnum sjö ókláraðar bækur eftir sig sjálfan og skoða mátt tungumálsins, eða skort á honum. Danshöfundurinn og eiginkona hans, Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson, er honum til halds og trausts. Á haustmánuðum hafa verið sýnd þrjú sviðsverk sem öll fjalla um til­ vistarkreppu og tilfinningauppnám karlkyns listamanna í sjálfskoðun, nú er mál að linni. Útfærslurnar voru mis­ munandi en sama spurningin hefur svifið yfir þeim öllum: Af hverju ættu áhorfendur að sýna þessum vanga­ veltum áhuga? Leikritin Amadeus eftir Peter Shaffer, Hægan, Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín og Atriði úr aftöku eftir Howard Barker fjalla öll um listræn átök og listafólk í krísu. Einnig eru fjölmörg dæmi um bókmenntaverk sem fá nýja vídd sem dans, til dæmis ballettinn Don Kíkóti og Woolf Works byggt á verkum Virg­ iníu Woolf. Enginn efi er um að raunir og líf listafólks eigi heima á leiksviði en efniviðurinn má ekki snúast upp í sjálfhverfu eða opinbera naflaskoðun. Listræn framsetning verður líka að vera í fyrirrúmi. A Retrospective hundsar allar þessar kröfur. Sviðshreyfingarnar og danssmíðin voru að mestu samansett úr tilviljunar­ kenndum hreyfingum, þar sem lítið fór fyrir fótavinnu. Textinn tók yfir tilraun­ ina, öll dramatík fjaraði fljótlega út og innri átök verksins voru fá. Útskýringar og réttlætingar á persónulegum skoð­ unum og efasemdum voru í fyrirrúmi, í stað dansins. Hinum sjö ókláruðu verkum var ekki fundinn neinn skýr farvegur heldur fjöruðu út í hiki, orku­ leysi og undarlegum útfærslum. Handrit sýningarinnar var illa skrif­ að og illa framkvæmt. Í eina skiptið þar sem persónulegt samhengi var tekið fyrir var það aftengt jafnfljótt, jafnvel gert lítið úr því. Afbygging er tæki til að styðjast við og sviðslistafólk verður að nýta hana til að undirstrika merkingu frekar en að grafa undan henni. Öll hugsanleg einlægni vék fyrir kald­ hæðni af verstu sort. Sviðið er bert og reyndar Snæbjörn sömuleiðis. Nektin var algjörlega óþörf, hætti að skipta máli mjög fljótlega og Hver er tilgangurinn? Mér er Reykjalundur afar kær á svo margan hátt, Ég er alin upp í Mos­fellsbæ og Reykja­ lundur hefur alltaf verið hluti af mínu lífi. Þar var til dæmis heilsu­ gæslan svo þangað fór ég sem barn að láta kíkja í eyrun á mér,“ segir Þórunn Lárusdóttir, söng­ og leik­ kona. Hún er ein þeirra listamanna sem koma fram á styrktartónleik­ um sem Hollvinasamtök Reykja­ lundar standa fyrir í kvöld klukkan 20 í Grafarvogskirkju í tilefni af 70 ára afmæli stofnunarinnar. Þórunn kveðst eiga margar minningar tengdar Reykjalundi. „Móðir mín, Sigríður Þorvalds­ dóttir, var á Reykjalundi um tíma eftir að hún veiktist, hún fékk heilablæðingu og þurfti mikillar endurhæfingar við. Faðir minn, Lárus Sveinsson trompetleikari, æfði Reykjalundarkórinn um tíma og á Reykjalundi sá ég föður minn síðast á lífi. Þannig að staðurinn tengist mér persónulega sterkum böndum og ég legg honum lið með mikilli gleði og stóru hjarta.“ Innt eftir lagavalinu í kvöld svarar Þórunn: „Ég er að spá í að flytja Litla tónlistarmanninn sem er mér mjög kært lag. Svo ætla ég að þykjast kunna frönsku í smástund og enda á Kabarett. Kjartan Valdi­ marsson spilar með mér eins  og fleirum á þessum tónleikum. Hann er Mosfellingur eins og við Diddú og kannski fleiri sem koma þarna fram.“ Tónleikarnir verða eflaust hinir glæsilegustu. Auk þeirra Þórunnar og Diddúar koma þar fram þeir Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds­ son, Hilmar Örn Agnarsson og kórar, Vala Guðnadóttir og Þór Breiðfjörð, Karlakór Reykjavíkur, Páll Óskar og Monika, Gunnar Þórðarson, Bubbi Morthens og Egill Ólafsson. Kynnir kvöldsins verður Þorsteinn Guðmundsson leikari. gun@frettabladid.is Mér er Reykjalundur afar kær Í tilefni af 70 ára afmæli  Reykjalundar í Mosfellsbæ halda Holl- vinir staðarins styrktartónleika  í kvöld í Grafarvogskirkju.  Meðal þeirra sem þar koma fram er Þórunn Lárusdóttir. 2 4 . n ó v e M B e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J u D a G u r18 M e n n I n G ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð menning 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 3 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 2 B -C 0 2 0 1 7 2 B -B E E 4 1 7 2 B -B D A 8 1 7 2 B -B C 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 3 2 s _ 2 3 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.