Fréttablaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 2
Norðvestan hvassviðri eða stormur á austanverðu landinu. Vindur undir Vatnajökli gæti jafnvel náð 25 m/s og hviður allt að 40 m/s. Hvassviðrinu fylgir snjókoma og skafrenningur norðan- og austanlands, en suðaustan til er úrkomulaust. Sjá Síðu 20 Veður LögregLumáL Karlmaður á sex- tugsaldri var á dögunum dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa strokið hægra læri annars manns í gufubaði karla í Vesturbæj- arlaug. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þolanda áreitninnar 200 þúsund krónur. Annað sams konar mál kom upp í því sama gufubaði skömmu síðar, en þar var annar maður að verki, og er það til rannsóknar hjá lögreglu eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. „Þetta voru einhverjir sem eiga eitthvað bágt með sig,“ segir Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vestur- bæjarlaugar. Hann segir að síðastlið- in fjögur ár hafi í nokkur skipti verið kvartað yfir kynferðislegri áreitni í lauginni. Hafliði segir að þegar svona mál komi upp sé í raun lítið sem hægt sé að gera til frambúðar. Enginn svartur listi sé við lýði því forstöðumaður laugarinnar hafi aðeins heimild til að vísa fólki frá tímabundið. Sem dæmi um frávísunarsök er ef fólk neitar að baða sig áður en farið er í laugina eða ef það er mjög ölvað. „Ef það koma upp einhver svona mál og einhver kvartar þá hvetjum við viðkomandi til að kæra til lög- reglu því við höfum ekkert í höndun- um. Við erum ekki dómsvald. Þetta er almenningslaug og almennings- svæði og ef fólki er misboðið vegna framkomu eða hegðunar einhvers þá er það lögreglumál. En okkur ber skylda til að gæta hagsmuna þeirra sem eru hér gestir, að þeim sé ekki misboðið af náunganum,“ segir Haf- liði. Hann segir að upp hafi komið kvartanir vegna áreitni í heitu pott- unum líka, áreitnin einskorðist ekki við karlaklefann eða gufuna. Eftirlitsmyndavélar séu á útisvæði en engar í búningsklefum sem geri sönnun erfiðari. Fólki sé ekki meinaður aðgangur að lauginni nema eftir að kæra hefur borist og þá í samráði við borgarlög- mann. „Þetta er auðvitað mjög við- kvæmt og þarna er fólk að bera sig og annað. Það er alltaf rosalega erfitt að taka á svona málum.“ Maðurinn sem dæmdur var á dög- unum játaði sök. snaeros@frettabladid.is Dómur fyrir að strjúka læri í Vesturbæjarlaug Karlmenn hafa verið áreittir í gufubaði Vesturbæjarlaugar. Forstöðumaður segir engar heimildir vera til að vísa fólki frá ótímabundið. Hvetur fólk til að kæra. Hafliði Halldórsson forstöðumaður segir að kynferðisleg áreitni sé sem betur fer ekki daglegt brauð í Vesturbæjarlaug. Fréttablaðið/GVa Ef það koma upp einhver svona mál og einhver kvartar þá hvetjum við viðkomandi til að kæra til lögreglunnar. Við höfum ekkert dómsvald. Hafliði Halldórsson forstöðumaður Vesturbæjarlaugar  Tjaran skoluð af „Það er búið að vera brjálað að gera,“ segir Eyjólfur Einarsson hjá Splass-bílaþvottastöðinni. Þegar veturinn gerir vart við sig sest tjara á bílana og þá þarf að þrífa oftar. Eyjólfur segir að það hafi verið enn meira að gera í síðustu viku enda tíðin verið þannig. „Mínus fimm gráður og allt þurrt. Þá vilja menn vera á hreinum bílum,“ segir Eyjólfur hjá Splass. Fréttablaðið/VilHelm StjórNSýSLa „Það er hvorki verið að henda mér út né ég að skella hurðum. Þetta var bara réttur tímapunktur,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir um óvænta uppsögn sína sem forstöðumaður fangels- anna á Litla-Hrauni og Sogni. Þann 1. febrúar næstkomandi hefur Margrét gegnt starfinu í átta ár. Tímasetning uppsagnarinnar núna er því vegna þriggja mánaða uppsagnarfrests. Margrét gerir ráð fyrir að vinna hann að fullu en segir að það verði þó að koma í ljós. „Starfið er erfitt en það er alveg svakalega gefandi og þetta er búinn að vera frábær tími,“ segir hún. Margrét er annáluð fyrir að vera vinsæl hjá föngunum á Litla- Hrauni en hún segir að uppsögn sín muni ekki vera áfall fyrir þá. „Það kemur maður í manns stað eða kona í konu stað. Þetta var bara réttur tímapunktur. Það fer ofsalega mikill tími í þetta starf. Maður er eiginlega vakinn og sofinn yfir því allan sólarhringinn,“ segir Margrét. – snæ Kominn tími á að hætta margrét Frímannsdóttir, fráfarandi for- stöðumaður litla-Hrauns. Fréttablaðið/GVa raNNSókNir Ríkisstjórnin hefur samþykkt að ráðast í stórátak í kortlagningu hafsbotnsins innan íslensku efnahagslögsögunnar. Ríkisstjórnin mun leggja til við Alþingi, við framlagningu fjár- lagafrumvarps fyrir árið 2017, að tryggt verði fjármagn til verkefnis- ins í fjárlögum þess árs á grund- velli 10-15 ára verkáætlunar sem tilbúin verður í upphafi nýs árs. Hafrannsóknastofnun mun sjá um úthald skipa, mælingar og frumúr- vinnslu þannig að öll gögn verði aðgengileg stofnunum, háskólum og atvinnulífinu í landinu. Íslenska efnahagslögsagan er um 754.000 ferkílómetrar  eða rúmlega sjöfalt stærri en sem nemur flatarmáli landsins. – shá Hafsbotninn kortlagður 2 4 . N ó v e m b e r 2 0 1 5 Þ r i ð j u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 3 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 B -0 9 7 0 1 7 2 B -0 8 3 4 1 7 2 B -0 6 F 8 1 7 2 B -0 5 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 3 2 s _ 2 3 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.