Fréttablaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 4
Ný uppskera beint frá Spáni EKKERT BRUÐL! 259 kr. kg Appelsínur Beint frá Spáni náttúra Ómetanleg listaverk, skjöl, fornmunir og annar safnkostur er geymdur á því svæði í miðborg Reykjavíkur þar sem hættast er við skemmdum við stórt sjávarflóð. Þar á meðal eru 3.000 listaverk í geymslum Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og fornmunir sem eru hluti af Landnámssýningunni 871±2 í Aðalstræti. Þetta kemur fram í skýrslu um flóðavarnir fyrir Kvosina sem verk- fræðistofan Efla vann fyrir Reykja- víkurborg, Viðlagatryggingar Íslands og ýmis fyrirtæki sem hags- muna eiga að gæta í Reykjavík. Þekkt er að í Kvosinni í Reykjavík og á svæðinu sunnan Tjarnarinnar er sérstaklega hætt við flóðum vegna landfræðilegra aðstæðna. Á þessu svæði eru margar mikilvægar bygg- ingar, svo sem Alþingishúsið, Ráð- húsið, Stjórnarráðið, Seðlabankinn og Norræna húsið. Skemmdir á inn- viðum, aðallega rafkerfum, og vatns- skemmdir á þeim 140 byggingum og innanstokksmunum þeirra sem flóðið gæti náð til yrðu tilfinnan- legar – 300 til þúsund milljónir. Hins vegar er verðmæti sem ekki verða endurheimt víða að finna; listaverk, antíkmuni, fornmuni og skjalasöfn sem ekki eru til afrit af. Lausleg athugun skýrsluhöf- unda leiddi til dæmis í ljós að í kjallara Héraðsdóms Reykjavíkur er geymdur langstærsti hluti 30 ára réttarsögu dómstólsins, og ekki er til afrit af megninu af skjalasafninu. Í kjallara Seðlabankans eru geymd- ar höggmyndir og í húsi Tollstjóra við Tryggvagötu ýmis skjöl, en verð- mæti þeirra hefur ekki verið metið. Um 3.000 listaverk eru í geymsl- um Listasafns Reykjavíkur í Hafnar- húsinu, einnig við Tryggvagötu. Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segir að þau listaverk sem geymd eru á jarðhæð Hafnarhússins séu verk eftir Erró, og samtímaverk. Þar eru ekki geymd Listaverk og fornmunir í hættu Innan þess svæðis þar sem hættast er við sjávarflóðum í miðborg Reykjavíkur er að finna ómetanleg lista- verk, fornmuni, skjöl og annan safnkost. Úr Hafnarhúsinu þyrfti að flytja þúsundir verðmætra listaverka. Mörg þeirra verka sem eru í geymslum Hafnarhússins eru eftir Erró auk samtímaverka. fréttablaðið/anton Hægt að spá flóðum langt fram í tímann l Veðurfræðilegir atburðir hafa ákveðinn aðdraganda og bæði þarf að vera stórstraumsflóð og djúp lægð að ganga yfir landið. l Sjávarföll er hægt að spá fyrir um langt fram í tímann og einnig er vel fylgst með veðri við Ísland, svo viðunandi viðbragðstími vegna flóða af veðurfræðilegum uppruna ætti ekki að vera vand- kvæðum háður. l Þegar spáð er fyrir um djúpa lægð og stórstreymi sér Veðurstofa Íslands um að gefa út sjávarflóða- viðvörun samhliða almennri veðurspá. Almannavarnir vinna úr þessum upplýsingum frá Veðurstofunni og gera viðeigandi ráðstafanir. verk gömlu meistaranna eins og Jóhannesar Kjarval, Ásmundar Sveinssonar og fleiri. Verk þeirra eru öll annars staðar í geymslum Listasafnsins. „Það hafa verið gerðar ráðstafanir til að gera geymslur í Hafnarhúsinu vatnsþéttar en fari miðborgin undir vatn þá munu þær ekki halda frekar en aðrar á þessu svæði,“ segir Ólöf og bætir við að alltaf sé tækifæri til að flytja safnkostinn á öruggan stað. Niðurstöður skýrslunnar séu hins vegar umhugsunarefni þó að við- bragðsáætlanir séu til í safninu fyrir margs konar aðstæður sem komið geta upp. Skýrslan er nú til skoðunar hjá yfirvöldum í Reykjavík og Ólöf býst fastlega við að borgaryfirvöld bregðist við og það nái til listasafns- ins sem annarra stofnana á vegum borgarinnar. Landnámssýningin í Aðalstræti er sérstaklega veik fyrir, er að skilja af skýrslunni. „Öll sýningin er neðan- jarðar og ljóst að þó svo lítið flóð kæmi væri Landnámssýningin með fyrstu stöðum að fara undir vatn. [...] Ef grunnvatn hækkar mikið getur flætt inn í húsnæðið innan frá. Á sýningunni er að finna mikið af ómetanlegum fornmunum, en flestum væri þó hægt að bjarga með auðveldum hætti ef það færi að flæða. Engin viðbragðsáætlun er til við flóði. Óvíst er hver áhrif flóðs myndu vera fyrir sjálfa rústina,“ segir í skýrslunni. svavar@frettabladid.is Ólöf K. Sigurðardóttir safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur nOrEGUr Skógarbotninn í Holmen- kollen og Voksenåsen í Noregi, þar sem heimsmeistaramótið í skíða- göngu fór fram 2011, er fullur af flúorefnum úr skíðaáburði, að því er norska umhverfisstofnunin greindi frá á föstudaginn. Norsk yfirvöld hafa lagt fram til- lögu um að flúorefnið PFOA verði bannað innan Evrópusambandsins. Efnið er meðal annars notað til að vatnsverja fatnað. Það er í froðu í slökkviefni og í vissum tegundum af skíðaáburði. Í frétt norska ríkisútvarpsins er haft eftir vísindamanninum Dorte Herzke að um sé að ræða eitur sem brotni ekki niður. Afleiðingarnar geti meðal annars orðið DNA- breytingar sem geti haft í för með sér krabbamein. – ibs Eiturefni í skíðasporum Eiturefni í skíðaáburði brotnar ekki niður. norDiCPHotoS/GEttY félaGsmál „Ég var orðinn það langt niðri að ég ætlaði að fara að drepa mig,“ segir Guðmundur Pálmason á Dalvík sem gengst fyrir stofnun samtaka fyrir þá sem eru með Wil- son-sjúkdóminn. Guðmundur segir aðeins átta manns á Íslandi með Wilson-sjúk- dóminn en hann veldur því að kopar safnast upp í heila og lifur sjúklinganna. Einkennin séu afar mismunandi eftir einstaklingum. Til dæmis hafi ein konan sem þjáist af sjúkdómnum hérlendis þurft að fara í lifrarskipti. Sjálfur kveðst Guðmundur, sem er 32 ára, hafa veikst fyrir um þrem- ur árum. Sjúkdómurinn hafi þó ekki verið greindur fyrr en í byrjun þessa árs eftir mikla þrautagöngu sem ein- kennst hafi af skelfilegu þunglyndi. „Læknirinn dældi bara í mig þung- lyndislyfjum og þau virkuðu ekki neitt,“ segir hann. Guðmundur segir það hafa verið yndislegt að fá loks skorið úr um hvað gengi að honum. Þá hafi hann komist í viðeigandi meðferð og þunglyndið sé algerlega á bak og burt. Hann glími þó enn við mikið máttleysi í fótum og sé ekki enn kominn til baka til vinnu. „En ég fer vonandi að vinna í Húsasmiðjunni eftir áramót,“ segir Guðmundur vongóður. „Ég þarf að vera á lyfjum alla ævi. Það er ekki hægt að losna við sjúkdóminn en það er hægt að halda honum niðri. Ég mun ná fyrri styrk; ég veit bara ekki hvort það tekur tuttugu daga eða tuttugu ár.“ Stofnfundurinn verður á föstudag klukkan fjögur á Center Hotel Plaza í Reykjavík sem Guðmundur segir veita nýja félaginu endurgjaldslaus afnot af sal í hótelinu. „Markmiðið hjá mér er að ná í sérfræðiþekkingu að utan; að fá fyrirlesara og lækna til landsins,“ segir Guðmundur sem kveður ekki mjög mikla þekkingu til hérlendis um þennan sjaldgæfa sjúkdóm. – gar Hugðist drepa sig en stofnar nú félag fólks með Wilson-sjúkdóminn Guðmundur var langt leiddur af þung- lyndi en komst á bataveg þegar hann fékk loks rétta sjúkdómsgreiningu. Viðskipti Kröfuhafar LBI (gamla Landsbankans) samþykktu frum- varp að nauðasamningi með um það bil 99,7 prósentum atkvæða á kröfuhafafundi á Hótel Hilton Nord ica í gær. Í tilkynningu á vef LBI segir að í samræmi við þessa niðurstöðu muni slitastjórn leggja fram kröfu til Héraðsdóms Reykjavíkur um stað- festingu nauðasamningsins. Kröfuhafar Glitnis samþykktu nauðasamning síðastliðinn föstu- dag og kröfuhafar Kaupþings taka afstöðu til nauðasamnings síðar í mánuðinum. – jhh Kröfuhafar LBI samþykkja 2 4 . n ó V E m b E r 2 0 1 5 Þ r i ð J U D a G U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 3 0 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :1 2 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 2 B -9 8 A 0 1 7 2 B -9 7 6 4 1 7 2 B -9 6 2 8 1 7 2 B -9 4 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s _ 2 3 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.