Fréttablaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 2
Ákveðin norðaustanátt í dag. Él á Norður- og Austurlandi, en víðast þurrt annars staðar. Frost yfirleitt 0 til 5 stig, en mildara syðst. SjÁ Síðu 18 Veður StjórnSýSla Garðabær hefur samið við fyrrverandi eigendur lóðarinnar Miðskóga 8 á Álftanesi um greiðsl- ur fyrir  hönnunar- og skipulags- vinnu vegna breytinga sem þáver- andi bæjarstjórn Álftaness lét gera á lóðinni. „Greiðslan er innt af hendi án nokkurrar viðurkenningar á bótaskyldu Garðabæjar vegna Sveitarfélagsins Álftaness,“ segir í samkomulaginu sem  bæjarráð Garðabæjar samþykkti. Það gerir ráð fyrir að lóðareigendurnir fyrr- verandi fái 2,5 milljónir króna. Hatrammar deilur voru lengi um umrædda lóð. Ágreiningur var um eignarhald en um  og upp úr miðjum síðasta áratug var fyrst og fremst tekist á um hvort Miðskógar 8 væri í raun byggingarlóð.  Hún er við sjávarsíðuna framan við einbýlis hús Kristjáns Sveinbjörns- sonar, sem var forseti bæjarstjórnar Álftaness þegar deilan stóð hæst. Lóðinni var meðal annars breytt í leiksvæði í skipulagi bæjarins um tíma en úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála ógilti síðar þá ákvörðun bæjarstjórnarinnar. Í desember 2008 sagði Kristján af sér sem forseti bæjarstjórnar að kröfu félaga sinna eftir að hann var bendlaður við nafnlausan óhróður um  lóðareigandann  á spjallsvæði sveitarfélagsins. Upp komst um Kristján með skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum við tölvuver Grand Hótels í Reykjavík. Þangað hafði lögregla rakið sendinguna inn á spjallsvæðið. Hann var dæmdur til greiðslu bóta og málskostnaðar í Héraðsdómi Reykjaness og óhróð- urinn gerður ómerkur. Miðskógar 8 hafa frá því í árslok 2013 verið í eigu ÍSB fasteigna sem er dótturfélag Íslandsbanka. Á árinu 2012 var lóðin auglýst til sölu á 15 milljónir  króna og sögð vera „1.469,6 fermetra sjávarlóð undir einbýlishús á frábærum stað“. Að sögn Guðjóns E. Friðrikssonar, bæjarritara í Garðabæ, er enn bygg- ingarréttur á Miðskógum 8. Hins vegar hafi óformlegt samband verið haft við núverandi eiganda með kaup bæjarins á lóðinni í huga, hugsanlega með því að bjóða aðra lóð í skiptum. „Þá höfum við það bara í hendi okkar hvað verður úr með hana – hvort það verði reynt að laga hana betur að landinu eða jafnvel gert þarna opið svæði því það er álitamál hversu heppilegt svæðið er til bygg- ingar, það er að segja hvort landið sé einfaldlega nægjanlegt. Og svo eru þessar hremmingar sem hafa orðið þarna í nágrenninu,“ segir bæjar- ritarinn. gar@frettabladid.is Sjávarlóð jafnvel breytt í opið svæði eftir deilur Fyrrverandi eigendur sjávarlóðar á Álftanesi fá 2,5 milljónir fyrir hönnun sem ekki nýttist eftir skipulagsbreytingar sem síðar voru þó ógiltar. Bærinn íhugar að kaupa lóðina og breyta í útivistarsvæði, meðal annars vegna „hremminga“ á staðnum. Áratuga deilur um eignarhald og síðan skipulagsmál hafa staðið um sjávarlóðina Miðskóga 8 á Álftanesi. Fréttablaðið/SteFÁn Hús fremst á þessari tölvugerðu mynd, framan við hús fyrrverandi forseta bæjar- stjórnar Álftaness, varð ekki að veruleika. Mynd/eOn arkitektar Og svo eru þessar hremmingar sem hafa orðið þarna í nágrenn- inu. Guðjón E. Friðriksson bæjarritari í Garðabæ „Þessi bók er veisla“ Vigdís Grímsdóttir FInnlanD Finnska þingið mun á næsta ári ræða mögulega útgöngu úr myntsamstarfi Evrópusambandsins og hætta notkun evrunnar. Þó er búist við að niðurstaðan verði sú að Finnland haldi áfram að nota evruna. Það voru ekki þingmenn sjálfir sem áttu upptökin að umræðunni. Sam- kvæmt finnskum lögum er hægt að þvinga þingið til að ræða ákveðið mál sé nægum fjölda undirskrifta safnað, það er 50 þúsundum. Hagvöxtur í Finnlandi hefur verið lítill undanfarin ár og þess vegna telja sumir Finnar að ástandið yrði betra hefðu þeir eigin gjaldmiðil. Vaxtastýr- ing yrði auðveldari auk þess sem hægt yrði að fella gengið. Finnskar vörur yrðu þá ódýrari á evrusvæðinu og það gæti örvað hagvöxt. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru yfir 60 prósent Finna fylgjandi notkun evru, að því er segir á vef Jót- landspóstsins. – ibs Þvinga þing til evruumræðu DómSmÁl Landvernd þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Landsneti hf. í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær- morgun. Kröfur Landverndar sneru að því að viðurkennt yrði að áætlun Landsnets um uppbyggingu flutn- ingskerfis raforku yrði úrskurðuð ólögmæt. Þá vildi Landvernd fá viðurkennt að við gerð áætlana um uppbygg- ingu flutningskerfa yrði að hafa til hliðsjónar athugasemdir sem hefðu borist við slíka áætlun og umhverfisskýrslu en jafnframt meta lagningu jarðstrengs sem valkost. Landsnet hf. lagði fram frávís- unarkröfu fyrr í sumar sem ekki var tekin til greina. Því fagnar Land- vernd en þetta er í fyrsta sinn, að því er komist er næst, sem aðild umhverfissamtaka er viðurkennd að máli sem þessu. Magnús Óskarsson, lögmaður Landverndar, segir að þrátt fyrir að málið hafi tapast nú hafi viðurkenn- ing á aðild umhverfissamtakanna að málinu verið áfangasigur. „Umbjóð- andi minn, Landvernd, fagnar því að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi viðurkennt rétt umhverfisverndar- samtaka til að fá mál umhverfis- verndarsamtaka tekin fyrir efnis- lega fyrir dómi,“ segir Magnús. – snæ Landsnet lagði Landvernd fyrir dómi landvernd vill að athugasemdir um lagningu raflína verði teknar til greina í áætlanagerð. Fréttablaðið/VilHelM Bubbi og Guðjón Guðjón Friðriksson sagnfræðingur fékk í gær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. „Það má telja víst að Jón as Hall gríms son hefði kunnað að meta þannig stíl brögð,“ seg ir í um fjöll un nefnd ar inn ar um ýmis verk Guðjóns. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, veitti Guðjóni verðlaunin í Bókasafni Mosfellsbæjar. Auk Guðjóns hlaut Bubbi Morthens sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu. Fréttablaðið/ernir 1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 Þ r I ð j u D a G u r2 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð 1 7 -1 1 -2 0 1 5 1 3 :4 1 F B 0 3 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 F 9 -3 F 4 8 1 6 F 9 -3 E 0 C 1 6 F 9 -3 C D 0 1 6 F 9 -3 B 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 3 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.