Fréttablaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 16
Fólk| heilsa
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur
og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Hönnun: Silja
Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Músíkmeðferð miðar að því að hafa já-kvæðar breytingar á andlega, líkamlega, hugræna og/eða félagslega hæfni. Fyrir
fólk með þunglyndi, geðklofa og fleiri geðsjúkdóma
hefur músíkmeðferð reynst vel til að hjálpa því við
að ná sambandi við og nema tilfinningar. Það er
og hefur verið frekar lítil vitneskja um músíkmeð-
ferð hér á landi að sögn Söru Hrundar Signýjar-
dóttur músíkmeðferðarfræðings en aðeins níu
einstaklingar hér á landi hafa menntað sig í faginu.
„Músíkmeðferð er skipulögð notkun tóna, hljóða
og hreyfinga sem beitt er til að auka vellíðan eða
endurnýja, viðhalda og þróa andlega og líkam-
lega heilsu eða getu. Sérstök tón- og hljóðáreiti,
eða eiginleikar og eðlisþættir í tónum og hljóðum,
og tengsl sem myndast í tónlistarreynslunni eru
notuð af sérfræðingi í þeim tilgangi að ná settum
markmiðum í meðferð, kennslu og endurhæfingu
fólks sem á við líkamleg, andleg og félagsleg
vandamál eða fötlun að stríða. Músíkmeðferðar-
fræðingar meta og greina andlega og líkamlega
heilsu, félagslega færni og hugræna eiginleika í
gegnum tjáningu og viðbrögð skjólstæðinga sinna
í músík. Þeir þættir sem unnið er með í músík-
meðferð eru því ekki endilega tónlistarlegs eðlis,
heldur líðan þeirra og geta sem meðferð hljóta
hverju sinni,“ segir Sara.
Virkar og Viðtakandi aðFerðir
„Músíkmeðferðarfræðingar vinna oft með börnum
sem eru með fatlanir, fjölfatlanir, einhverfu eða ein-
hvers konar þroskaskerðingar. Oft eru þetta börn
sem eiga í erfiðleikum með að tjá sig með orðum
eða hafa ekki getuna í það, og þá getur músíkmeð-
ferð verið gagnleg fyrir þau. Rannsóknir hafa sýnt
fram á marktækan árangur á samskiptagetu þeirra
sem eru með einhverfu.“
Einnig starfa músíkmeðferðarfræðingar inni á
geðsviðum og segir Sara þetta vera ein tvö stærstu
starfssvið þeirra, geðsviðið og starf með börnum.
Í músíkmeðferðinni eru aðallega tvær aðferðir not-
aðar og skiptast þær í virkar og viðtakandi aðferðir.
Virku aðferðirnar eru tónlistariðkun, söngur og
leikur á þekktri tónlist eða sem spuni. Tónsmíðar
og lagasmíðar falla einnig undir virkar aðferðir.
„Virka meðferðin er algengari en viðtakandi með-
ferð. Virka meðferðin felst í því að skjólstæðingur-
inn er með einhverjum hætti þátttakandi í tónlist-
arsköpuninni. Tónlistin verður tjáningartæki, en
ekki afþreying eða einhvers konar skemmtun, sem
er algengur misskilningur þeirra sem ekki vita hvað
við gerum. Þetta er mestmegnis spuni sem virkar
að hluta til eins og samtal.“
skýr MarkMið
Sara segir að eins og í þekktari meðferðarúrræðum
séu sett meðferðarmarkmið. Hún tekur dæmi um
fatlað barn sem verið er að reyna að kenna að
halda á glasi. „Meðferðin gengur þá út á að læra að
halda utan um áhöld, sem notuð eru við tónlistar-
iðkunina, sem líkjast glasi, og á meðan lærdómur-
inn fer fram kemur til dæmis ánægjan inn sem felst
í því að búa til tónlist og vera í samspili við aðra
manneskju. Þá skiptir einmitt gríðarlegu máli að
meðferðaraðilinn viti hvernig þessum markmiðum
er náð og með hvaða hætti tónlistin og hljóðfærin
eru notuð í því samhengi.“
Viðtakandi aðferðir eru hlustun, ýmist virk
hlustun með þau markmið að kalla fram tilfinningar
og sýnir til að vinna með í meðferðinni, eða hlustun
sem slökun. „Þegar viðtakandi aðferð er notuð
er tónlistin yfirleitt skipulögð fyrirfram og notuð
tónlist sem vitað er, samkvæmt rannsóknum, að
hafi ákveðin áhrif. Skjólstæðingurinn tekur þá þátt
með meðvitaðri hlustun og unnið er úr hlustunar-
reynslunni eftir að tónlistinni lýkur, og þá yfirleitt
með samtali eða öðrum tjáningarleiðum svo sem
teikningum,“ segir Sara.
löggilding nauðsynleg
Framtíðarmöguleika fagsins segir Sara felast í því
að fá löggildingu. „Þegar hún fæst er hægt að setja
niður raunhæf markmið. Við löggildingu erum við
öruggari um að fólk fái þá músíkmeðferð sem vitað
er að sé í lagi. Músíkmeðferðarfræðingar eru að
vinna á stöðum þar sem fólk getur verið í alvarlegu
ástandi eða alvarlega veikt, til dæmis inni á bráða-
geðsviði og þá skiptir miklu máli að hafa þekkingu
og reynslu sem gerir það að verkum að viðkom-
andi meðferðaraðili sé á sömu faglegu línu og aðrir
fagaðilar þar inni. Þannig að þetta snýst fyrst og
fremst um öryggi þeirra sem koma í meðferð. Einn-
ig er brýnt að fagið sjálft hljóti þá viðurkenningu
sem löngu er orðin tímabær og verði löggiltur hluti
heilbrigðiskerfisins, og geti þar með fengið tilvís-
anir í meðferð, verið hluti af ólíkum endurmennt-
unarúrræðum sem í boði eru og sótt námskeið og
ráðstefnur sem einungis eru fyrir löggiltar heil-
brigðisstéttir. Landlæknisembættið lagði til fyrir
um áratug að músíkmeðferðafræðingar fengju lög-
gildingu en ráðuneytið neitaði,“ útskýrir Sara.
n liljabjork@365.is
tónlistin er
tjáningartæki
jákVæðar breytingar Músíkmeðferð er meðferðarúrræði sem er ólíkt
öðrum því að í gegnum tónlist, í hvaða formi sem hún er, er hægt að túlka
svo marga mannlega þætti sem ekki er hægt að tjá á neinn annan hátt.
MúsíkMeðFerðarFræðingur Sara Hrund Signýjardóttir segir músíkmeðferð miða að því að hafa jákvæðar breytingar á
andlega, líkamlega, hugræna og/eða félagslega hæfni þeirra sem hana hljóta. MYND/GVA
Sjálfvirka fríðindakerfið
Skráðu þig á365.is
SKRÁÐU ÞIG Í VILD
Engir punktar, engin aukakort og ekkert vesen
20%
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
15%
AFSLÁTTUR
15%
AFSLÁTTUR
10%
AFSLÁTTUR
7 KR.
AFSLÁTTUR
7 KR.
AFSLÁTTUR
40.000
fréttaþyrstir
notendur
Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu
blaðið hvar sem er og hvenær sem er.
Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna
og snjallsímann með Fréttablaðsappinu.
Nálgastu appið á visir.is/fbl
eða beint í gegnum:
1
7
-1
1
-2
0
1
5
1
3
:4
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
F
9
-4
4
3
8
1
6
F
9
-4
2
F
C
1
6
F
9
-4
1
C
0
1
6
F
9
-4
0
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
3
2
s
C
M
Y
K