Fréttablaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 13
Grein þessari fylgir ljósmynd af fiðlu Björns Ólafssonar en hann var í fyrsta hópnum sem útskrifaðist frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík, árið 1934. Björn var afburða listamaður, hans beið mikill frami erlendis þegar örlögin gripu í taumana og hann vann allan sinn starfsaldur á Íslandi. Fiðlan hans Björns er einn af þeim merkisgripum sem varðveittir eru á Tónlistarsafni Íslands í Kópavogi sem tók til starfa árið 2009, eftir að samningur hafði verið undirritaður milli bæjarins og ráðuneytis mennta- mála. Innan veggja þess hafa Bjarki Sveinbjörnsson og Jón Hrólfur Sigur- jónsson unnið einstakt frumkvöðla- starf á sviði íslenskrar tónlistarsögu með söfnun heimilda og gripa, mót- töku gesta og sýningarhaldi; meðal annars hefur Tónlistarsafnið byggt upp gagnagrunn um íslenskan tón- listar- og menningararf, ismus.is, í samvinnu við Árnastofnun. En nú kveður skyndilega við nýjan tón: Kópavogsbær hyggst leggja niður annað stöðugildi safnsins og húsa- kosturinn fer sömu leið. Þar með verður Tónlistarsafn Íslands í raun og veru lagt niður, með eitt stöðugildi og enga sýningaraðstöðu eru dagar þess taldir. Hvað skyldi verða um fiðluna hans Björns ef þessar undarlegu hug- myndir verða að veruleika? Það er brýnt að þessum slysalegu áformum verði afstýrt og benda má á að nú fer fram undirskriftasöfnun gegn þeim á Netinu. Nauðsynlegt er að ríkisvaldið og Kópavogsbær taki höndum saman við að leysa málið; framtíð Tónlistarsafns Íslands er ekki einkamál ríkis og Kópavogsbæjar, hún snertir menningararf og sögu okkar allra. Fiðlan hans Björns Bjarki Bjarnason rithöfundur Erfðasjúkdómar og erfðavanda-mál eru margvísleg og geta valdið alvarlegum sköpulags- göllum, efnaskiptatruflunum og þroskahömlun. Talið er að um 5-8% allra einstaklinga fái sjaldgæfan sjúkdóm á ævinni og oftast er sá sjúkdómur með erfðaorsök. Erfða- og sameindalæknisfræðideild á Landspítala (ESD) er með sérhæfðar rannsóknarstofur og göngudeild í erfðaráðgjöf til að veita alhliða erfðaheilbrigðisþjónustu fyrir allt Ísland. Ein algengasta ástæða þess að fólk leitar erfðaráðgjafar er mögu- legt arfgengt krabbamein. Blái naglinn vinnur að forvörnum gegn krabbameini og styður með söfn- unum rannsóknir, m.a. á blöðru- háls- og ristilkrabbameini. ESD og Blái naglinn eru í samstarfi um upp- byggingu rannsóknaraðstöðu á ESD til að greina kjarnsýrur, bæði DNA og RNA, í líkamsvökvum. Markmið þeirrar samvinnu er að vera í farar- broddi í þróun þessara mælinga og innleiðingu þeirra í heilbrigðis- þjónustu. Æxlisvísar eru efni sem losna úr æxlum út í blóð og aðra líkams- vökva. Mælingar á magni æxlisvísa er hægt að nota við greiningu og meðferð á krabbameinum. Æxlis- vísar, sem nú eru notaðir, eru pró- tein sem mælast í lágum styrk í lík- amsvökvum heilbrigðra en hækka í vissum krabbameinum. Magn þeirra í blóði er í samhengi við stærð æxlis- ins. Núverandi æxlisvísar hafa ýmsar takmarkanir og þeir koma mest að notum við að meta svörun við með- ferð sumra krabbameina. Kjarnsýrurnar DNA og RNA eru upplýsingasameindir í frumum líkamans sem stjórna því hvernig mannslíkaminn er byggður og hvernig hann starfar. DNA- og RNA- sameindir losna út í líkamsvökva frá deyjandi frumum af ýmsum ástæðum, meðal annars við ýmsa sjúkdóma. Mikill áhugi er á því að nota mælingar á DNA- og RNA-sam- eindum í líkamsvökvum til að greina krabbamein. Það er hægt vegna þess að í æxlisfrumum eru áunnar breyt- ingar í DNA-erfðaefninu, sem leiða til krabbameinsmyndunar eða eru afleiðing æxlisvaxtar. Breytingarnar geta verið sértækar fyrir ákveðin krabbamein eða flokk krabbameina. DNA-sameindir með slíkar sértækar breytingar losna út í líkamsvökva þar sem hægt er að greina þær. Spennandi notkunarsvið Mælingar með þessari tækni eru að koma í notkun en frekari rannsóknir og þróun eru nauðsynlegar. Tvö metn- aðarfull notkunarsvið í framtíðinni eru sérstaklega spennandi. Annað er að áunnar stökkbreytingar geta verið mismunandi á mismunandi stöðum í æxlum og eins getur verið munur á upprunalegum æxlum og meinvörp- um. Vonir standa til þess að einföld sýnataka með blóðprufu, í sumum til- vikum í stað vefjasýnis sem tekið væri með skurðaðgerð, gæti greint þessar stökkbreytingar og þannig hjálpað til við ákvörðun um meðferð. Hitt notk- unarsviðið er skimun fyrir krabba- meinum og möguleg greining þeirra á meðan æxli væru enn lítil og áður en einkenni kæmu fram eða breytingar myndu sjást með myndrannsóknum. Það myndi auka mjög möguleika á lækningu. Frumforsenda slíkrar skim- unar er að æxli hafa verið að vaxa í mörg ár áður en þau greinast og hafa væntanlega gefið frá sér afbrigðilegar DNA- og RNA-sameindir út í blóðið á meðan. Til þess að þetta væri hægt, þarf meiri þekkingu á DNA- og RNA- sameindum í blóði og betur staðl- aðar mæliaðferðir. Rannsóknarstofa ESD myndi vera í samstarfi við aðra hagsmunaaðila m.a. lækna, grunn- vísindamenn og faraldsfræðinga um rannsóknir og þróun á þessari tækni. Frekari upplýsingar um söfnunina er vefsíðunni krabbameinsleit.is. Fjársöfnun Bláa naglans í þágu krabbameinsgreininga með blóðprufum Jón Jóhannes Jónsson yfirlæknir erfða- og sameinda- læknisfræði- deildar Land- spítala, prófessor og forstöðumaður lífefna- og sam- eindalíffræðasviðs Læknadeildar HÍ Það er brýnt að þessum slysalegu áformum verði afstýrt og benda má á að nú fer fram undirskriftasöfnun gegn þeim á Netinu. Nýr Volkswagen Caddy kostar frá: 2.760.000 kr. (án vsk. 2.225.806 kr.) www.volkswagen.is AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. Við kynnum til leiks fjórðu kynslóð af vinsælasta atvinnubíl á Íslandi undanfarin ár. Enn meiri staðalbúnaður, aukið öryggi og öflugri vélar eru aðeins nokkur atriði sem gera hinn nýja Caddy svo aðlaðandi. Nú kemur Caddy líka í fimm og sjö manna fjölskylduútfærslu með nálgunarvara og loftpúðum fyrir ökumanns- og farþegarými. Við bjóðum þér að líta við í sýningarsal VW Atvinnubíla og kynnast honum betur. Nýr Volkswagen Caddy Nýr Caddy! s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 13Þ R i ð J u D A G u R 1 7 . n ó v e m B e R 2 0 1 5 1 7 -1 1 -2 0 1 5 1 3 :4 1 F B 0 3 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 F 9 -5 C E 8 1 6 F 9 -5 B A C 1 6 F 9 -5 A 7 0 1 6 F 9 -5 9 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 3 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.