Fréttablaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 4
Stjórnmál Viðbrögð við árásum á borð við þær sem gerðar voru í París á föstudag mega ekki ala á ótta í okkar samfélagi. Þetta sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra í umræðum um hryðjuverkaógn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar,  sem hóf umræðuna, sagði að stíga þyrfti var- lega til jarðar hvað aukna löggæslu- þörf varðaði. „Við skulum bregðast við aukinni löggæsluþörf ef hún er fyrir hendi en ekki búa hana til á grundvelli afbakaðra staðreynda,“ sagði hann.  Ólöf sagði að eina leiðin til að takast á við ógn af þessum toga væri samstillt átak. „Um leið og við tölum um það hversu mikilvægt það er að frelsi okkar sé tryggt þá þurfa ákveðnir hlutir að vera í lagi til að svo sé. Það er enginn vafi á því að löggæsla í hverju landi skiptir máli,“ sagði hún. „Mjög mikilvægt er að gera ekki lítið úr störfum lög- reglu í hverju landi fyrir sig.“ Þá kallaði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, eftir skýringu frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um yfirlýsingar hans í útvarpi þar sem hann sagði að á meðal flóttamanna leyndust glæpamenn en að stjórnmálamenn þyrðu vart að ræða það af ótta við pólitískan rétttrúnað. Forsætisráðherra sagði margar öryggisþjónustur í Evrópu hafa bent á að samtök á borð við ISIS hafi nýtt sér neyð flóttamanna til að smygla vígamönnum inn um landamæri Evrópu. Hluti af lausn vandans væri að ræða málin út frá staðreyndum. „Ef við viljum halda aftur af öfgahreyfingum á Íslandi og annars staðar er besta leiðin sú að ræða hlutina eins og þeir raun- verulega eru, annars erum við að hætta á að fólk leiti á vit öfga- hreyfinga,“ sagði hann. Samkomulag liggur fyrir á milli þingflokkanna á Alþingi um að sérstakar umræður fari fram um hryðjuverkin í París á þingfundi í dag.  – srs EKKERT BRUÐL! 498 kr. 5 l 698 kr. pk. 198 kr. stk. Rúðuvökvi Frostþol -9°C, 5 lítrar Mannbroddar 2 stk. í pakka Rúðuskafa Búðu þig undir veturinn Varar við því að alið verði á ótta í kjölfar hryðjuverkaárása í París Mjög mikilvægt er að gera ekki lítið úr störfum lögreglu í hverju landi fyrir sig. Ólöf Nordal innanríkisráðherra DómSmál Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gagnrýndi bæði fjöl- miðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðal- meðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. „Enginn áhugi hefur verið á okkar hlið í fjölmiðlum,“ sagði hann og bætti við að sérstakur saksóknari hefði hins vegar notið stuðnings fjölmiðla. Í málinu er Lárus ákærður ásamt þeim Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónsyni, fyrrverandi forstjóra Saga Capital, fyrir lánveit- ingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök. – kbg, skh Gagnrýndi fjölmiðla lögreglumál Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglu- manna, segir flugfélag sem hann ferðaðist með hafa brugðist þegar hann ferðaðist innan Schengen m e ð   G l o c k - s k a m m b y s s u . Skammbyssan var með 45 skotum í þremur full- hlöðnum magas- ínum og ferðaðist Snorri með hana í handfarangri sínum. Snorri segist hafa verið við störf fyrir Sameinuðu þjóðirnar og verið í fullum rétti. Hann hafi þannig ekki brotið vopnalög eða öryggisreglur. Hann hafi haft öll tilskilin leyfi og gert hlutaðeigandi grein fyrir því að hann væri með skammbyssu. Við- brögð flugfélagsins hafi hins vegar ekki verið í samræmi við reglur. „En það sem ég er að benda á með þessu er þessi staðreynd, að reglu- verkið er flott og fínt en ef það er ekki til mannskapur eða fjármunir og annað til að fylgja því eftir, þá klikka hlutirnir.“ – kbg Segir flugfélagið hafa brugðist Snorri Magnússon Björgun Unnið var að því lung- ann úr gærdeginum að dæla sjó úr sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn í byrjun nóvem- ber. Verkinu var svo gott sem lokið á níunda tímanum í gærkvöldi. „Skipið er í rauninni komið upp og þeir eru bara að dæla betur úr því,“ sagði Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Fréttablaðið rétt eftir klukkan átta. „Ég á von á því að þessu ljúki bara á næsta klukku- tíma eða svo. Annars er skipið orðið nokkuð öruggt.“ Byrjað var að dæla upp úr skipinu um tvöleytið í gær. Verkefnið gekk hægt fyrstu tímana. En svo allt í einu fór stefnið upp og um klukk- an fimm var stór hluti af skipinu kominn úr kafi. Tugir manna voru niðri á höfn rétt fyrir kvöldmat í gær þegar Fréttablaðið kom þar við. Auk þeirra sem unnu að því að dæla úr skipinu var nokkur hópur fólks sem fylgdist með björgunarað- gerðum úr fjarlægð. Þá voru þar fjöl- margir slökkviliðsmenn sem gættu að mengunarvörnum. „Við erum með menn í tengslum við hugsanlega olíuleka. Við erum með olíugirðingar, flotgirðingar, til að taka olíu ef það skyldi leka,“ sagði Ólafur Ingi Grettisson, varð- stjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum lítið sem ekkert fengið af olíu þarna þannig að það virðist hafa gengið ágætlega varðandi þann þáttinn.“ Á áttunda tímanum var dregið verulega úr eftirliti slökkviliðsins og stóðu tveir menn vaktina fram eftir kvöldi. „Það var litið svo á að mesti áhættuþátturinn gagnvart okkar verkþætti hefði minnkað,“ sagði Ólafur Ingi. Perla var að koma úr slipp mánu- daginn 2. nóvember þegar skyndi- legur leki kom að skipinu. Skipinu var komið fyrir fremst við Ægisgarð þar sem það fylltist af sjó og sökk á um það bil 30 mínútum. Um 12 þúsund lítrar af olíu voru í skipinu og 800 lítrar af glussa. Starfsmenn Björgunar og Köfunarþjónustunn- ar hófust samdægurs handa við að loka skipinu. Bæði til að koma í veg fyrir að olía læki úr skipinu en jafn- framt til að undirbúa að hægt yrði að lyfta því. Undirbúningnum var haldið áfram daginn eftir og miðvikudaginn 4. nóvember var svo farið að dæla úr skipinu. Vinnan gekk vel þann dag- inn þar til rúður brotnuðu í brúnni og ákveðið var að leyfa skipinu að sökkva á ný. Áfram var reynt daginn eftir en þær tilraunir skiluðu heldur ekki árangri. Með öflugri aðgerðar- áætlun og útbúnaði gengu áætlanir í gær eftir. jonhakon@frettabladid.is Sanddæluskipið Perla reis úr sæ Byrjað var að dæla sjó úr sanddæluskipinu Perlu í gær. Um fimmleytið var stórhluti skipsins kominn úr kafi. Verkinu var nánast lokið á níunda tímanum. Skipið var á kafi í höfninni í nákvæmlega hálfan mánuð. Dæling úr skipinu hófst um tvö leytið í gær og klukkan sex var stærstur hluti skipsins kominn upp. Fréttablaðið/Ernir 12 þúsund lítrar af olíu voru í sanddæluskipinu Perlu sem sökk í Reykjavíkurhöfn 2. nóvember síðastliðinn. 1 7 . n ó v e m B e r 2 0 1 5 Þ r I Ð j u D A g u r4 f r é t t I r ∙ f r é t t A B l A Ð I Ð 1 7 -1 1 -2 0 1 5 1 3 :4 1 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 F 9 -5 3 0 8 1 6 F 9 -5 1 C C 1 6 F 9 -5 0 9 0 1 6 F 9 -4 F 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.