Fréttablaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 25
Þessi ofureinfalda Snickers-eplakaka er eitthvað sem allir ættu að geta gert. Uppskriftin er fengin af síðunni blaka. is og höfundur hennar er Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Mulningur 1/2 bolli Kornax-hveiti 1/2 bolli haframjöl 1/2 bolli púðursykur 1/2 tsk. lyftiduft smá salt 75 g kalt smjör, skorið í teninga Hitið ofninn í 180°C. Blandið öllum hráefnum í mulninginn saman þar til blandan er orðin að grófri mylsnu. Kælið í ísskáp á meðan þið búið til fyllinguna. Eplablanda 3-4 stór epli (afhýdd, skorin í litla bita) 3 msk. brætt smjör 2 msk. Kornax-hveiti 1 msk. sítrónusafi 1 tsk. vanilludropar 3 msk. mjólk ¼ bolli púðursykur 1/2 tsk. kanill Smá salt 3 Snickers (söxuð) Blandið hveiti og smjöri vel saman í skál. Hrærið því næst sítrónusafa og vanilludropum vel saman við. Bætið púðursykri, kanil og salti saman við og hellið þessari blöndu yfir eplin og hrær- ið svo hún hylji eplin. Hellið epla- blöndunni í eldfast mót. Raðið Snickers-bitunum yfir blönduna. Dreifið mulningnum yfir. Bakið í 30 til 35 mínútur. Leyfið kökunni að kólna í að minnsta kosti 10 mínútur áður en þið berið hana fram – að sjálfsögðu með rjóma eða vanilluís. Einföld Snickers-eplakaka sem allir ættu að geta gert Ljúffeng og góð. Mynd/LiLja Katrín Á tónleikunum verða flutt verk eftir Þóri Hermann Óskarsson klarinettuleikara og Daníel Þröst Sigurðsson trompetleikara. Hvað? Styrktartónleikar fyrir Juraj Hvenær? 20.00 Hvar? Húrra Styrktartónleikar fyrir slóvakíska blaðamanninn Juraj Kušnierik verða haldnir á Húrra í kvöld. Juraj liggur þungt haldinn á Land- spítalanum eftir að hafa fengið hjartaáfall á sunnudaginn í síðustu viku þegar hann heimsótti landið og Iceland Airwaves-tónlistarhá- tíðina eins og hann hefur gert mörg undanfarin ár. Juraj hefur um árabil verið ein- stakur áhugamaður um íslenskt tónlistarlíf og lagt þung lóð á vogarskálarnar við kynningu á íslenskri tónlist í heimalandi sínu og víðar. Í gegnum vinnu sína og ástríðu hefur hinn einstaki Juraj myndað sterk vinabönd við fjölda íslenskra tónlistarmanna sem nú vilja þakka fyrir sig með því að halda tónleika til styrktar Juraj og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum. Þeir sem koma fram á tónleik- unum eru: Bogomil Font og Flís, Kippi Kaninus, Milkywhale, Sin Fang, Sóley, FM Belfast DJs og Ghost igital DJs. Fyrirlestrar Hvað? GraN verkefnið - grafískur 3æringur Hvenær? 17.00 Hvar? Listasafnið á Akureyri Haraldur Ingi Haraldsson, verk- efnastjóri Listasafnsins á Akur- eyri, heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni GraN verkefnið - grafískur 3æringur. Í fyrirlestr- inum fjallar hann um verkefnið Grafík Nord ika og þá norrænu samvinnu sem liggur að baki sýningunni GraN 2015 sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akur- eyri, en þar má sjá tæplega 100 verk 24 grafíklistamanna frá öllum Norðurlöndunum. Auk þess mun Haraldur Ingi tala um skipulagningu á frekara norrænu samstarfi. Hvað? Bókmenntaspjall Hvenær? 20.00. Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg 10 Þórunn Sigurðardóttir bók- menntafræðingur segir frá nýút- kominni bók sinni, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld. Tæki- færiskvæði eins og erfiljóð, harm- ljóð og huggunarkvæði voru mjög vinsæl á meðal hinnar mennt- uðu elítu í Evrópu á 17. öld. Í íslenskum handritum eru varð- veitt gríðarlega mörg slík kvæði, sem fæst hafa verið prentuð, og af þeim sökum hefur lítið verið fjallað um þessar kvæðagreinar í íslenskri bókmenntasögu. Í bók- inni er fjallað um eðli og einkenni þessara bókmenntagreina, úr hverju þær eru sprottnar og hvert hlutverk þeirra var í samfélagi aldarinnar, félagslegt jafnt sem sálrænt. Þá eru gefin út nokkur kvæði sem aldrei hafa áður birst á prenti. Snickers-eplakaka með rjóma. Ko lve tn as ke rt Nýtt og syndsamlega gott, kolvetnaskert skyr með dökku súkkulaði og vanillubragði. Ljúengt og hollt. 1 5 -1 8 6 2 -H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA M E n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 21Þ R i ð J U D A g U R 1 7 . n ó v E M B E R 2 0 1 5 1 7 -1 1 -2 0 1 5 1 3 :4 1 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 F 9 -3 A 5 8 1 6 F 9 -3 9 1 C 1 6 F 9 -3 7 E 0 1 6 F 9 -3 6 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.