Fréttablaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 10
Melalind 2 Hóll sími 450-0000 kynnir: Stórglæsileg 104fm 3ja herbergja íbúð á annarri hæð, auk bílskúrs, í fallegu, snyrtilegu, lágreistu fjölbýli. Alls 130fm. Vandaðar samstæðar innréttingar, frábært útsýni! Verð: 36.900.000201 Kópavogur TIL SÖLU ! Hafið samband til að bóka skoðun HEYRÐU Í OKKUR Ragnar Axelsson hefur í gegnum tíðina tekið mikinn fjölda ljósmynda , bæði í lit og svarthvítu sem hafa birst í blöðum og tímaritum um allan heim, þar á meðal LIFE, TIME og National Geographic. RAX púðaver með 15 mismunandi ljósmyndum eftir Ragnar Axelsson 3.999kr Skólamál „Mér finnst þetta algjör- lega vera barn síns tíma og ég, sem formaður, vil leggja þetta niður,“ segir Rebekka Karlsdóttir, formaður Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum. Í dag verður haldið málþing á vegum nemendafélags- ins um Pésann, slúðurblað skólans. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina um druslustimplun var viðtal við Álfheiði Mörtu Kjartans- dóttur, 22 ára konu sem var tekin fyrir í Fréttapésa, slúðurriti Mennta- skólans við Hamrahlíð, og stimpluð drusla. Sögusagnir fóru af stað og hún náði ekki að hrista þær af sér alla framhaldsskólagönguna. Hún glímir enn við sálrænar afleiðingar eineltisins, svo sem kvíða og óþarfa varkárni í samskiptum og hegðun. Rebekka segir að þótt Pési ME- inga hafi skánað með árunum sé enn verið að lista upp hvaða nem- endur kysstust eða hverjir séu að slá sér upp. „Mér finnst enginn hafa rétt til þess að skrásetja þetta. Það fer mikill tími og vinna í að gefa út eitthvað svona ómerkilegt sem fer svo út um allan fjórðunginn.“ Hún segir að eldri nemendur, sem eitt sinn sáu ekkert athugavert við Pésann, muni tala á málþinginu því til stuðnings að Pésinn verði lagður niður í núverandi mynd. „Með þessu málþingi viljum við fyrst og fremst fá að heyra ólíkar skoðanir því ég vil ekki vera formaðurinn sem er bara einhver einræðisherra. Svo reikna ég með því að þetta verði tekið upp hjá stjórn nemendafélagsins og í framhaldinu tekin ákvörðun,“ segir Rebekka. Helgi Ómar Bragason, skólameist- ari Menntaskólans á Egilsstöðum, segir Pésann hafa verið vandræða- pésa um árabil. Öfugt við ritnefndir Fréttapésans í MH séu ritnefndir Pésans oftast skipaðar stúlkum. Þær séu þó ekkert vægari við kynsystur sínar en strákarnir. Lárus H. Bjarnason, rektor MH, hefur tilfinningu fyrir því að Frétta- pésinn sé vægari nú en áður. Hann man vel eftir atvikinu sem lýst er í helgarumfjöllun Fréttablaðsins. „Þetta getur gerst vegna þess að það er auðvitað ritfrelsi í landinu en við höfum bent nemendum á ábyrgð þeirra á útgefnu efni.“ Hann segir að nemendurnir sem hafi skrifað umræddan Fréttapésa hafi fengið stranga áminningu. snaeros@frettabladid.is Ræða druslustimplun í slúðurblaði skólans Formaður NFME segir slúðurblað skólans, Pésann, vera barn síns tíma. Nem- endur í MH hafa fengið áminningar vegna alvarlegra aðdróttana og eineltis í Fréttapésa skólans. Stúlkur eru ekki síður aðgangsharðar við stúlkur en strákar. Skólameistari ME og rektor MH segja pésa sem verið hafa til vandræða hafa skánað með árunum. Fréttablaðið/StEFán Mér finnst enginn hafa rétt til þess að skrásetja þetta. Það fer mikill tími og vinna í að gefa út eitthvað svona ómerkilegt sem fer svo út um allan fjórðunginn. Rebekka Karlsdóttir, formaður Nemendafélags Mennta- skólans á Egilsstöðum VerSlun Söluvelta farsíma jókst um 77,5 prósent í október miðað við sama mánuð í fyrra, að því er Rann- sóknarsetur verslunarinnar segir. Þá hefur salan síðustu tólf mánuðii verið 30 prósentum meiri en á tólf mánaða tímabili þar á undan. Sala húsgagna jókst um meira en þriðjung í október í samanburði við október í fyrra. Þar af jókst velta sér- verslana með rúm um 74 prósent. Þá varð líka aukning í sölu raftækja. Almennt eykst sala á sérvöru. Skýrt dæmi um það er aukning í sölu raftækja. Í október var meira en þriðjungsaukning í sölu minni raftækja á borð við hljómflutnings- tæki. – kbg Farsímasala eykst stórum landinn virðist hafa hug á að endur- nýja hjá sér snjallsíma fyrir jól. Fréttablaðið/Ernir *Gildir fyrir eina áskrift. Viðskiptavinir sem taka þessu tilboði fyrir 31. desember halda þessum kjörum í eitt ár. Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is FÁÐU STÖÐ 3 Á BETRA VERÐI Í VETUR STÖÐ 3 +ENDALAUST TAL +1 GB Í GSM 1.990 kr. til 31. desember* 1 7 . n ó V e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J u D a G u r10 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð 1 7 -1 1 -2 0 1 5 1 3 :4 1 F B 0 3 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 F 9 -4 9 2 8 1 6 F 9 -4 7 E C 1 6 F 9 -4 6 B 0 1 6 F 9 -4 5 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 3 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.