Fréttablaðið - 17.11.2015, Blaðsíða 12
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Um þessar mundir flytja fleiri Íslendingar burt en til landsins. Auðvitað hefur það verið meðvitað markmið okkar í alþjóðlegu samstarfi að Íslend-
ingar geti sótt sér menntun, þekkingu og reynslu um
allan heim. Tölur um búferlaflutninga vekja hins vegar
ýmsar spurningar um það hvort okkur er að takast að
skapa samfélag hér á landi sem fólk vill gera að heimili
sínu og auðga með reynslu sinni, þekkingu og menntun.
Líklega var óumflýjanlegt að ungt fólk leitaði út fyrir
landsteinana fyrst eftir hrun. Sú þróun snerist hins vegar
við enda ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingarinn-
ar meðvituð um að hún væri óviðunandi til lengri tíma.
Þess vegna var m.a. ráðist í fjárfestingaáætlun til að fjölga
fjölbreyttum atvinnutækifærum. Stefnan var sett á að
lengja fæðingarorlof, að hluti námslána myndi breytast
í styrk og fleira. Því miður féll núverandi ríkisstjórn frá
þessum markmiðum.
Núverandi ríkisstjórn getur hins vegar ekki kosið
að líta fram hjá þeirri þróun sem við sjáum núna. Á
landsfundi Vinstri-grænna á dögunum var samþykkt
sérstök stefna í málefnum ungs fólks. Hún felur m.a.
í sér að boðið verði upp á húsnæði á viðráðanlegu
verði, menntun verði aðgengileg öllum, námslánakerfi
verði þannig að verulegur og vaxandi hluti lánanna
verði styrkur, fæðingarorlof verði að minnsta kosti tólf
mánuðir og leikskólinn taki við að því loknu án gjald-
töku. Sálfræðiþjónusta verði aðgengileg án endurgjalds
á öllum skólastigum og lýðræðisþátttaka verði höfð að
leiðarljósi við alla samfélagsþróun. Almenningssam-
göngur verði raunverulegur valkostur fyrir alla sem ekki
vilja eyða formúum í að eiga bíl. Og síðast en ekki síst
verði öflugt netsamband tryggt um allt land.
Ísland hefur alla burði til að verða eftirsóknarverður
valkostur fyrir ungt fólk. Við eigum að kappkosta að
byggja hér öflugt samfélag, þekkingarsamfélag, jafnaðar-
samfélag og skapandi samfélag og snúa þannig vörn í
sókn. Þar eigum við í samkeppni við umheiminn en ekki
hvert annað og því verðum við að ná saman um mark-
mið sem skila árangri. Við Vinstri-græn erum tilbúin að
leggja okkar af mörkum í þá vinnu.
Framtíðarsamfélag
Það vekur
ugg hversu
óábyrgt það
er að fullyrða
nokkuð um
það á þessu
stigi hver
uppruni
árásarmann-
anna er eða
hvort þeir
hafi komið
sem flótta-
menn til
Evrópu.
Ísland hefur
alla burði til
að verða
eftirsóknar-
verður
valkostur
fyrir ungt
fólk.
Katrín
Jakobsdóttir
formaður VG
Stefán Máni
eins og hann gerist bestur!
„Hrikalega vel plottuð og skemmtilega uppbyggð. “
Balvin Z leikstjóri
Tímamismunurinn
Voðaverkin í París síðastliðið
föstudagskvöld, þegar á annað
hundrað einstaklingar létu lífið
í árásum öfgamanna, sitja enn
þungt í hugum vesturlandabúa.
Brugðu margir á það ráð að hafa
mínútuþögn klukkan ellefu í gær-
morgun, á sama tíma og François
Hollande Frakklandsforseti
leiddi þjóð sína í þögn. Eitthvað
hefur skolast til í forsætisráðu-
neytinu hér uppi á Íslandi og
menn þar innandyra ekki áttað
sig á tímamismun milli Parísar
og Reykjavíkur. Mínútuþögnin
þeirra varð því óvart klukku-
stund á eftir umheiminum, eða á
hádegi að íslenskum tíma. Þessi
mistök hefðu ekki orðið hefðum
við breytt klukkunni.
Verklaus ríkisstjórn
Ekkert bólar á þingmálum ríkis-
stjórnar inn á Alþingi. Af þeim
127 þingmálum sem ráðherrar
ætla sér að koma með fyrir
nóvemberlok hafa aðeins um 30
komið til þings. Bæði stjórn og
stjórnarandstaða hafa furðað
sig á þessum vinnubrögðum. Á
meðan er lítið að gera í þinginu.
Þingfundur í gær var fundur
fyrirspurnanna. Aðeins eru
örfáir þingdagar þar til þingið fer
í jólafrí. Eins og staðan er núna
slagar þessi ríkisstjórn upp í að
vera sú latasta sem hefur setið
lengi. Er ekki æskilegra að ríkis-
stjórn gangi í þau verk sem þarf
að vinna? sveinn@frettabladid.is
Skelfilegar árásir voru gerðar í París á föstudag. Fjöldi manna lét lífið og enn fleiri særðust. Stutt er liðið frá árásunum og því ekki ljóst hvaða afleiðingar þær munu hafa fyrir bæði hinn vestræna heim sem og Miðausturlönd.Margir eru hræddir og það skiljanlega.
Markmið hryðjuverka er að valda ótta og glundroða.
Enginn veit hvenær næsta árás verður gerð eða hvar.
Íslendingar eru líka hræddir. Þótt ólíklegt verði að
telja að samtök líkt og þau sem lýst hafa yfir ábyrgð á
ódæðunum sjái hag sinn í því að teygja sig á okkar fjar-
lægu eyju getur enginn vitað slíkt með vissu. Íslendingar
eru einnig hræddir, ekki um sjálfa sig, heldur um ætt-
ingja, vini og almenna borgara í nágrannalöndum
sínum. Þótt þeir Parísarbúar sem létust hafi verið ókunn-
ugt fólk er samkenndin hérlendis áþreifanleg.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra
hefur tjáð sig um árásirnar í fjölmiðlum um helgina.
Strax í kjölfar þeirra sendi hann, líkt og flestir aðrir
þjóðarleiðtogar, fallega samúðarkveðju frá þjóðinni og
ríkisstjórninni til Frakklands. Í gær ræddi Sigmundur
árásirnar á almennum nótum á Bylgjunni. Þar kom fram
að hann teldi kollega sína smeyka við „umræðuna“. Þeir
séu smeykir við að snúið verði út úr fyrir þeim í fjöl-
miðlum og vegna pólitísks rétttrúnaðar sé ekki hægt að
ræða þessi mál eins og þarf. Sigmundur sagði tugþús-
undir flóttamanna streyma til Evrópu á degi hverjum:
„Þá segir það sig sjálft að þar á milli getur leynst hættu-
legt fólk. Eins og sést hefur núna. En menn hafa ekki
viljað segja þetta vegna þess hvernig þetta kynni að vera
túlkað,“ sagði Sigmundur. Hann bætti því við síðar að nú
liggi fyrir að þessi samtök hafi nýtt sér neyð fólks til að
smygla inn fjölda fólks til Evrópu.
Ef litið er fram hjá hversu undarlegt það er að þjóðar-
leiðtogar veigri sér við að tjá skoðanir sínar af ótta við
hvernig þær verði túlkaðar þá er margt í máli ráðherra
sem vekur ugg. Það vekur ugg hversu óábyrgt það er
að fullyrða nokkuð um það á þessu stigi hver uppruni
árásarmannanna er eða hvort þeir hafi komið sem flótta-
menn til Evrópu. Enn meiri ugg vekja þó fullyrðingar um
að ISIS hafi smyglað fjölda fólks – væntanlega hryðju-
verkamönnum – til Evrópu með flóttamönnum. Ekkert
hefur komið fram sem bendir til þess að þessi fullyrðing
sé rétt og það er beinlínis vítavert að ala enn frekar á ótta
vegna þessara skelfilegu atburða.
Það sem Sigmundur – og aðrir þjóðarleiðtogar – ættu í
raun að veigra sér við er að ala á ótta og fordómum með
illa ígrunduðum fullyrðingum. Þeir ættu að sleppa því
að setja þessa hræðilegu atburði í samhengi við neyð
fólksins sem er nú að flýja þau öfl sem stóðu fyrir þeim.
Það sem Sigmundur og kollegar hans ættu að gera
er að tala um samstöðu gegn þeirri skefjalausu illsku
og mannfyrirlitningu sem er nú hætt að láta sér nægja
manndráp, nauðganir og pyntingar heima fyrir og hefur
hafið útrás til hins vestræna heims.
Samstöðu allra; burtséð frá trúarbrögðum, litarafti eða
skoðunum almennt. Burtséð frá því hvort viðkomandi
fæddist í hinum vestræna heimi eða kom þangað á
heimagerðum fleka. Illskan spyr nefnilega ekki um þessa
hluti – ekkert frekar en landamæri.
Samstaðan
1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 Þ r I Ð J U D A G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
7
-1
1
-2
0
1
5
1
3
:4
1
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
F
9
-5
C
E
8
1
6
F
9
-5
B
A
C
1
6
F
9
-5
A
7
0
1
6
F
9
-5
9
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
3
2
s
C
M
Y
K